Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
Víkingur R.
3
1
Breiðablik
Nadía Atladóttir '1 1-0
1-1 Birta Georgsdóttir '15
Nadía Atladóttir '43 2-1
Freyja Stefánsdóttir '87 3-1
11.08.2023  -  19:00
Laugardalsvöllur
Mjólkurbikar kvenna
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Maður leiksins: Nadía Atladóttir
Byrjunarlið:
1. Sigurborg K. Sveinbjörnsdóttir (m)
4. Erna Guðrún Magnúsdóttir
5. Emma Steinsen Jónsdóttir
6. Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir
8. Birta Birgisdóttir ('92)
10. Selma Dögg Björgvinsdóttir (f)
13. Linda Líf Boama
17. Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir
22. Nadía Atladóttir (f) ('86)
24. Sigdís Eva Bárðardóttir
26. Bergdís Sveinsdóttir ('72)

Varamenn:
Elíza Gígja Ómarsdóttir
7. Dagný Rún Pétursdóttir ('72)
9. Freyja Stefánsdóttir ('86)
11. Hafdís Bára Höskuldsdóttir
16. Helga Rún Hermannsdóttir
19. Tara Jónsdóttir ('92)
23. Hulda Ösp Ágústsdóttir

Liðsstjórn:
John Henry Andrews (Þ)
Guðni Snær Emilsson
Björk Björnsdóttir
Númi Már Atlason
Dagmar Pálsdóttir
Þorsteinn Magnússon
Lisbeth Borg

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
VÍKINGUR ER MJÓLKURBIKARMEISTARI KVENNA 2023!! ÓTRÚLEGT AFREK!!!

LENGJUDEILDARLIÐ VÍKINGA VINNUR BREIÐABLIK!!!!!

ÞETTA ER ROSALEGT!!!!!!

Viðtöl og skýrsla væntanleg!
92. mín
Inn:Tara Jónsdóttir (Víkingur R.) Út:Birta Birgisdóttir (Víkingur R.)
91. mín
Við fáum +3 í uppbót.

Ef Breiðablik ætlar að eiga möguleika á að bjarga þessu þurfa þær mark strax.
90. mín
Fyrirgjöf fyrir markið og Sigurborg Katla hendir í propper Pickford takta og grípur boltann og leggst.
89. mín Gult spjald: Katrín Ásbjörnsdóttir (Breiðablik)
87. mín MARK!
Freyja Stefánsdóttir (Víkingur R.)
JAHÉRNAHÉR!!! FREYJA STEFÁNSDÓTTIR!
Búin að vera inná í nokkrar sek þegar hún hirðir af Elín Helenu boltann og er ein í gegn og leggur hann framhjá Telmu!

ÞETTA ER ÓTRÚLEGT!!!
86. mín
Inn:Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir (Breiðablik) Út:Bergþóra Sól Ásmundsdóttir (Breiðablik)
86. mín
Inn:Freyja Stefánsdóttir (Víkingur R.) Út:Nadía Atladóttir (Víkingur R.)
85. mín
Þetta er svolítið saga Blika í leiknum til þessa.

Flottur bolti fyrir markið en þær ná ekki að ráðast á boltann. Katrín Ásbjörns hársbreidd frá því að ná að pikka í boltann.
85. mín
FÆRI! Víkingar gera frábærlega í að koma boltanum inn á teig og Linda Líf fær frábært færi en boltinn hárfínt yfir markið!
83. mín
Það er afskaplega lítið að ganga upp hjá Blikum í þessum leik.
82. mín
Linda Líf með tilraun yfir markið.
80. mín
Inn:Clara Sigurðardóttir (Breiðablik) Út:Andrea Rut Bjarnadóttir (Breiðablik)
80. mín
Þessi barátta í Víkingsliðinu er svo aðdáunarverð! Þær gefa ekkert eftir og fara í alla bolta.
78. mín
Birta með fyrirgjöf fyrir markið en Víkingur skallar afturfyrir.
76. mín
Sigdís Eva fær boltann út við miðlínu og keyrir svo bara í átt að marki og Vigdís Lilja eltir en virðist svo bara hætta og Sigdís Eva fer nánast óáreitt inn á teig og lætur vaða en rétt yfir markið!
73. mín
Agla María með lúmska tilraun en Sigurborg Katla vel á verði.

Var held ég frekar ætlað sem fyrirgjöf en endaði sem tilraun á nærstöng.
72. mín
Inn:Dagný Rún Pétursdóttir (Víkingur R.) Út:Bergdís Sveinsdóttir (Víkingur R.)
71. mín
Víkingar ná að opna aðeins vörn Blika en fyrirgjöf frá Sigdísi Evu er ekkert spes en þær vinna þó horn.

Frábær spyrna sem Kolbrún Tinna skallar í átt að Ernu Guðrún sem er í dauðafæri en hittir boltann illa og hann dettur í fangið á Telmu.
66. mín
Agla María tekur hornspyrnu sem dettur fyrir Katrín Ásbjörns sem rennur og nær ekki að koma skoti á markið!
65. mín
Víkingar er eru að spila þennan leik frábærlega og vinna flest einvígi.
61. mín
Nadía Atla á þrennunni kemst í frábært skotfæri en reynir frekar að finna Sigdísi Evu á teignum í tap in en Blikar koma boltanum naumlega frá!
57. mín
Agla María með fyrirgjöf fyrir markið en Birta rétt missir af boltanum.
56. mín
Blikar komið beittari út í síðari hálfleikinn en Víkingur stendur vörnina.
55. mín
Katrín Ásbjörns með fyrirgjöf fyrir markið en Agla María nær ekki að henda sér á það en hún kom á ferðinni á fjærstöng.
52. mín
Katrín Ásbjörns með skot að marki en Sigurborg Katla grípur boltann!
50. mín
Blikar að komast í fínt færi en Andrea Rut skóflar boltanum yfir markið.
49. mín
Víkingar gera tilkall í vítaspyrnu en Sigdís Eva fór niður í teignum en Jóhann Ingi ekki sammála.
46. mín
Risastórar 45 mínútur fyrir Víkinga Lengjudeildarlið Víkinga er 45 mín + uppbót frá því að vinna Bikarmeistaratilil sem er rosalegt!
46. mín
Við erum farin af stað aftur! Katrín Ásbjörns sparkar okkur í gang aftur.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
45. mín
Hálfleikur
Víkingar fagna öðru marki sínu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
45. mín
Hálfleikur
Það er Víkingur sem leiðir í hálfleik og það verður bara að segjast að það sé nokkuð sanngjarnt!

Alls ekki að sjá að Lengjudeildarlið sé á vellinum því Víkingar hafa verið stórkostlegar í þessum fyrri hálfleik!

Breiðablik á mikilvægan síðari hálfleik fyrir höndum og Ási þarf heldur betur að skerpa á hlutum í hlé.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
45. mín
VIð fáum +1 í uppbót!
43. mín MARK!
Nadía Atladóttir (Víkingur R.)
Stoðsending: Emma Steinsen Jónsdóttir
VÍKINGAR KOMAST YFIR AFTUR!! STÓRKOSTLEGUR BOLTI FYRIR MARKIÐ!!

Frábær fyrirgjöf beint í hættusvæðið þar sem Nadía Atladóttir stingur sér á milli og setur boltann í netið!!
42. mín
DAUÐAFÆRI! Sigdís Eva í DAUÐAFÆRI!!! en hittir ekki boltann nógu vel og hann fer framhjá!

Linda Líf með frábæran bolta fyrir markið!
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
40. mín
Agla María með bjartsýnis tilraun en SIgurborg Katla alveg með þetta.
38. mín
Sigdís Eva með flottan bolta fyrir markið en Telma Ívars er aðeins á undan Nadíu Atla í boltann.
36. mín
Inn:Valgerður Ósk Valsdóttir (Breiðablik) Út:Hafrún Rakel Halldórsdóttir (Breiðablik)
Getur því miður ekki haldið áfram leik.

Fékk höfuðhögg áðan og var alveg miður sín að þurfa fara útaf.
35. mín
Víkingar eru að ógna þessa stundina og Linda Líf með svakalegar fyrirgjafir en Blikar verjast vel.
33. mín
Liðin í smá drykkjarpásu á meðan hlúið er að Hafrún Rakel.
32. mín
Nadía Atla með frábæra pressu og vinnur boltann af Taylor Ziemer en nær ekki að koma boltanum fyrir markið.
27. mín
Birta skallar boltann til Öglu Maríu en hún hittir boltann afar illa og enginn hætta skapast.
24. mín
Bergdís með skot að marki en Blikar ná að koma tánni í boltann og hornspyrna er niðurstaðan.

Ná hinsvegar ekki að gera sér mat úr horninu.
21. mín
Blikar fagna marki sínu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
20. mín
Emma Steinsen Jónsdóttir með frábæran varnarleik í baráttu gegn Öglu Maríu.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
17. mín
Nokkrar myndir
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
15. mín MARK!
Birta Georgsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Hafrún Rakel Halldórsdóttir
BLIKAR JAFNA!!! ÞETTA VAR ALVÖRU FINISH! SLÁIN INN!

Hafrún Rakel finnur Birtu Georgsdóttir sem keyrir bara í átt að teig Víkinga og kemst inn á teig þar sem hún lætur svo bara vaða í slánna og inn!

Þú verð hann ekki þarna svo mikið er víst!

14. mín
Agla María með smá sprett en boltinn fyrir markið ekki góður og svífur afturfyrir.
12. mín
Blikar fá aukaspyrnu og flott spyrna frá Bergþóru Sól dettur niður í teignum en Víkingar ná að hreinsa.
9. mín
Sigdís Eva ógnar en nær ekki að koma boltanum fyrir markið.
8. mín
Selma Dögg með tilraun en framhjá markinu.

Það er þvíklíkur kraftur í Víkingum.
7. mín
Víkingur vinnur fyrstu hornspyrnu leiksins.
4. mín
Þvílík byrjun á þessum leik hjá Víkingi!

Það er alls ekki að sjá að hér er um Lengjudeildarlið að ræða.

Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
1. mín MARK!
Nadía Atladóttir (Víkingur R.)
Stoðsending: Linda Líf Boama
48 SEK!!!! VÍKINGUR KEMST YFIR!!!!

ÞETTA ER ROSALEGT!!

Víkingar með frábæra pressu og Selma Dögg vinnur boltann og kemur honum á Lindu Líf sem laumar honum á Nadíu sem gerir allt rétt og skorar!!

1. mín
Leikur hafinn
Það er Víkingur sem byrjar með boltann! Nadía Atladóttir á upphafssparkið.
Fyrir leik
Þetta er að bresta á! Þjóðsöngurinn spilar og stúkan tekur vel undir!

Það er vel mætt í stúkuna og því ber að fagna!

Víkingar eru í sínum hefðbundna rauða og svarta aðalbúning og Blikar eru í sínum hvíta varabúning.
Fyrir leik
Liðin ganga út á völl Gítarsóló fyrir "Mjólk er góð" lagið hljómar meðan liðin ganga út á völl.

80 iðkenndur frá hvoru liði umkringja liðin út á velli.
Fyrir leik
Þjálfararnir flottir
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Byrjunarliðin Búið er að opinbera byrjunarlið fyrir leikinn á Laugardalsvelli.

Fyrirliðinn Ásta Eir Árnadóttir er fjarri góðu gamni hjá Breiðabliki vegna meiðsla. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, Hildur Þóra Hákonardóttir og Írena Héðinsdóttir Gonzalez eru þá farnar út í nám í Bandaríkjunum. Toni Deion Pressley er ekki með Blikum og það er áfall.

Hjá Víkingi er byrjunarliðið eins og búist var við, nema það að Linda Líf Boama byrjar og Tara Jónsdóttir er á bekknum. Bergdís Sveinsdóttir og Sigdís Eva Bárðardóttir, fæddar 2006, byrja hjá Víkingum.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skrifum söguna!
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Óskar Smári rýnir í úrslitaleikinn Við fengum Óskar Smára Haraldsson, þjálfara Fram, til að rýna í leik kvöldsins. Óskar þekkir bæði þessi lið vel hann hefur mætt Víkingum nokkrum sinnum með Framliði sínu á þessu ári þar sem bæði lið eru í Lengjudeildinni. Þá spilaði Fram gegn Breiðabliki í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

"Þetta verður mjög skemmtilegur leikur, opinn og skemmtilegur. Ég held að fólk sem mæti á völlinn muni fá allt fyrir peninginn. Bæði lið munu fá mikið af færum," segir Óskar Smári.

"Sigurbjörg Katla í markinu hjá Víking mun eiga stórleik, einn efnilegasti markvörður landsins í dag. Hún mun halda Víkingum í leiknum til að byrja með, en það verður sviðsskrekkur í Víkingsstúlkum í byrjun. Svo vinna þær sig hægt og rólega inn í leikinn, og komast yfir með marki frá Bergdísi. Hún er einn af okkar efnilegri leikmönnum. Hún skorar með alvöru sleggju gegn gangi leiksins."

"Fólk mun tala um að það hafi verið ósanngjarnt þar sem Blikar voru sterkari aðilinn. Í seinni hálfleik munu Blikar bæta í og þær setja þunga pressu á Víkinga. Þær munu jafna leikinn á milli 60. og 70. mínútu þar sem Birta Georgsdóttir skorar. Hún verður hetjan í þessu einvígi þar sem hún skorar sigurmarkið í lokin. Víkingar taka völdin eftir að þær fá jöfnunarmarkið á sig en þetta endar 2-1 fyrir Breiðablik."

"Síðast þegar ég spáði Víkingum tapi í bikarnum þá unnu þær þann leik, en það var á móti FH. Eigum við ekki að segja að við að maður sé að spá 2-1 sigri Blika en pínu með það í huga að maður haldi Víkingum. Þær eru flottir fulltrúar Lengjudeildarinnar sem eiga skilið að vera í úrslitum. Þær hafa unnið hug og hjörtu þjóðarinnar með sinni frammistöðu í deild og bikar. Hjartað segir Víkingur en hausinn segir Breiðablik,"
sagði Óskar.

Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Viðtal við Sigdísi Evu fyrir leikinn
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Líkleg byrjunarlið Það eru nokkrir lykilmenn fjarverandi hjá Breiðabliki í kvöld. Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliðinn, verður að öllum líkindum ekki með vegna meiðsla og þá eru þær Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, Hildur Þóra Hákonardóttir og Írena Héðinsdóttir Gonzalez farnar út í nám, í Harvard í Bandaríkjunum. Það eru landsliðskonur fjarverandi en samt er líklegt að byrjunarliðið verði afar sterkt.

Toni Deion Pressley er tæp en við búumst við því að hún muni byrja í kvöld.

Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson


Víkingar eru með hörkulið og hafa sýnt það í sumar. Það má ekki afskrifa þær en hér fyrir neðan má sjá líklegt byrjunarlið þeirra fyrir leikinn í kvöld, að okkar mati. Við hvetjum fólk til að fylgjast sérstaklega með Bergdísi Sveinsdóttur og Sigdísi Evu Bárðardóttur, sem eru báðar fæddar 2006.

Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Má ekki gleyma því að Davíð átti ekki geta sigrað Golíat "Mér líður frábærlega, við erum hæstánægð með að KSÍ hafi gefið okkur marga leiki á svona stuttum tíma af því það tók hug leikmanna frá þessum leik. Við leyfðum þeim ekki að hugsa um úrslitaleikinn af því við þurftum að sýna Fram, FHL og Augnabliki virðingu," sagði John Andrews, þjálfari Víkings, við Fótbolta.net í vikunni.

Leikmenn þurftu að halda einbeitingunni á deildarleikina þrjá sem voru á milli undanúrslitaleiksins og úrslitaleiksins, en þurfti John líka að halda einbeitingunni?

"Ég þarf að passa mig hvernig ég svara þessari spurningu, auðvitað, þurfti ég það. Ég þurfti að fara og sjá Breiðablik nokkrum sinnum þegar það var pínu erfitt og starfsliðið þurfti að taka nokkrar æfingar svo ég gæti farið og njósnað og skoðað hvernig Breiðablik spilar. Ég vil ekki gefa upp of mörg leyndarmál, en við skoðuðum hvernig Breiðablik spilar og í síðustu þremur leikjum höfum við komið með nokkra litla hluti í okkar leik til að aðlagast því hvernig við munum spila í úrslitaleiknum. Við vonuðum að þeir hlutir myndu líka hjálpa okkur að vinna þessa þrjá deildarleiki," sagði John.

John lofar frábærum fótboltaleik í kvöld og hvetur alla til að horfa á leikinn.

En verður Víkingur meira varnarsinnað en venjulega? "Nei, við breytum engu, við vonum að sú leið sem við spilum þvingi þær til að breyta því hvernig þær spila. Þær eru Breiðablik, en það má ekki gleyma því að Davíð átti ekki geta sigrað Golíat."

„Við getum ekki breytt og ætlum ekki að gera það. Við ætlum að gera eins og við höfum gert í allt sumar og vonandi gefur það leikmönnum það frjálsræði að þær geti virkilega notið dagsins og farið svo út á grasið til að taka sjálfurnar, TikTok myndböndin og allt það. Er ekki leiðinlegt þegar þú sérð fólk fara í úrslitaleik og það man ekki neitt eftir því? Við viljum muna eftir öllu í kringum leikinn, viljum muna eftir því hvað það var sem við borðuðum í morgunmat og við viljum muna hvernig við spiluðum."


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Mjög gott að fara með það inn í þennan leik "Við erum allar gríðarlega spenntar fyrir þessu, þetta er alveg geggjað," sagði Nadía Atladóttir, fyrirliði Víkings, í viðtali við Fótbolta.net í vikunni.

"Við þurftum að spila núna þrjá leiki vitandi að við værum að fara í úrslitaleikinn og við þurftum að sækja níu stig í þeim leikjum. Við gerðum það og það er mjög gott að fara með það inn í þennan leik; mjög mikilvægt."

"Við höfum aldrei spilað á móti þeim einhvern alvöru leik, allavega ekki sem Víkingur (Víkingur var áður í samstarfi með HK), þannig þetta verður bara geggjaður leikur sem við erum allar spenntar fyrir."

"Við ætlum að halda í okkar; það sem við erum búnar að gera í sumar, búnar að spila mjög vel og ég tel að við þurfum ekki að breyta því sem við gerum. Við kannski föllum aðeins betur til baka, en ætlum samt að pressa og beita góðum skyndisóknum á móti þeim."

"Þær eru góðar, með alla leikmenn upp á tíu, en við getum alveg leyst þetta."

Á leiðinni í úrslitaleikinn hefur Víkingur, sem er í Lengjudeildinni, slegið bæði út Selfoss og FH sem eru í Bestu deildinni. Voru það bestu leikir Víkings í sumar?

"Ekkert endilega, þetta er búið að vera frekar fínt heilt yfir, við stóðum okkur vel og héldum okkur við plönin sem við vorum með í þeim leikjum. Það virkaði. Ef við gerum það aftur þá getur allt gerst."

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Ólíklegt að Ásta verði með Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, mætti á hækjum á fjölmiðlafund sem haldinn var í höfuðstöðvum KSÍ í vikunni.

"Mér finnst það mjög ólíklegt eins og staðan er í dag," sagði Ásta þegar hún var spurð hvort hún gæti spilað úrslitaleikinn.

"Ég meiddist á mánudaginn í leiknum á móti Þór/KA, meiddist í ilinni, eins fáránlegt og það hljómar. Það er eins og eitthvað hafi mögulega rifnað eða eitthvað; fékk smell í ilina. Ég er bara að bíða eftir niðurstöðum, veit í raun voða lítið, en ég hef alveg verið betri."

"Ég er búin að pæla mikið í þessu, en ég var svo sem búin að finna smá eymsli vikuna áður en ekkert til að hafa áhyggjur af. Svo gerist eitthvað, eitthvað smellur og eins og er oft með svona íþróttameiðsli, maður veit ekkert og því miður velur maður ekki tímasetningar og svoleiðis. Þetta er bara staðan hjá mér, því miður."

"Spurning hvort ég fari bara í aðra sprautu, hvernig væri það? Eins og ég segi veit ég ekki. En ef við horfum eins hreinskilið og við getum, þá er ég mjög ólíklega að fara spila."

"Ég er búin að vorkenna mér núna í tvo daga, búin með það og nú snýst þetta um liðið; ekki um mig. Ég er mjög spennt fyrir þessum leik og spennt fyrir okkar hönd, erum að fara í þriðja skiptið í röð á Laugardalsvöll. Ég er mjög spennt að fylgjast með leiknum, það er bara allur hópurinn mjög peppaður og ég get ekki beðið."


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Skiptir ekki máli að Víkingar séu í deild fyrir neðan "Þetta leggst vel í mig, bara veisla; er náttúrulega hátíð, stærsti leikur ársins, á Laugardalsvellinum og það langar öllum að taka þátt í þessum leik. Það er hungur í liðinu og hópnum," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, við Fótbolta.net fyrir leikinn.

Víkingur er toppliðið í Lengjudeildinni og er Breiðablik í toppsæti Bestu deildarinnar. Það er ekki ósvipuð staða og Ási var í þegar hann fór með karlalið Fjölnis, sem þá var í 1. deildinni, í bikarúrslitin 2007 og mætti einu besta liði landsins, FH.

Hvernig metur Ási lið Víkings? "Það skiptir engu máli (að það sé deild á milli) þegar komið er í bikarúrslitaleik. Bikar er allt öðruvísi en deild og það er spurning um stemningu, dagsform og annað. Það er alveg ljóst að Víkingur er búinn að vinna sér inn rétt til að spila þennan leik; búnar að slá út tvö Bestu-deildar lið á leiðinni. Það þýðir ekkert fyrir okkur að ætla horfa á einhverja deild eða stöðu í þessu. Víkingur er hörkulið og við þurfum að eiga toppleik ef okkur á að takast að vinna þennan leik."

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Áhorfendamet? Markmiðið fyrir leikinn er að slá áhorfendametið á bikarúrslitaleik kvenna en það met er frá árinu 2015. Þá mættu 2435 og sáu Stjörnuna vinna Selfoss.

Það eru góðar líkur á því að þetta met verði slegið í kvöld.

Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Leiðin í úrslitaleikinn Leið Breiðabliks:
Breiðablik 7 - 0 Fram
Þróttur R. 0 - 3 Breiðablik
Stjarnan 1 - 1 Breiðablik (1-4 í vítakeppni)

Leið Víkings í úrslitaleikinn:
Víkingur 14 - 0 Smári
Víkingur 2 - 0 Augnablik
KR 1 - 4 Víkingur
Víkingur 2 - 1 Selfoss
FH 1 - 2 Víkingur

Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Topllið Bestu deildarinnar og topplið Lengjudeildarinnar Þetta er afar áhugaverður úrslitaleikur í ljósi þess að hérna eru að mætast topplið Bestu deildarinnar og topplið Lengjudeildarinnar.

Breiðablik
Blikar eru á toppi Bestu deildarinnar með 33 stig, jafnmörg stig og Valur. Breiðablik hefur verið á fínu skriði og tapaði síðast leik þann 15. maí síðastliðinn, gegn Þór/KA á Akureyri.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Víkingur
Á toppi Lengjudeildarinnar er Víkingur, en sumarið hefur verið stórkostlegt í Fossvoginum. Víkingur hefur aðeins tapað einum leik í allt sumar en sá tapleikur kom 8. júní gegn Aftureldingu.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Stóra stundin! Jæja, það er komið að stóru stundinni. Í kvöld mætast Víkingur og Breiðablik í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna. Leikið er á Laugardalsvelli, að sjálfsögðu.

Endilega fylgist með þessari textalýsingu!

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
4. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir ('86)
4. Elín Helena Karlsdóttir
5. Hafrún Rakel Halldórsdóttir ('36)
7. Agla María Albertsdóttir
8. Taylor Marie Ziemer
10. Katrín Ásbjörnsdóttir
11. Andrea Rut Bjarnadóttir ('80)
14. Linli Tu
15. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir
28. Birta Georgsdóttir

Varamenn:
1. Rakel Hönnudóttir (m)
55. Halla Margrét Hinriksdóttir (m)
2. Toni Deion Pressley
10. Clara Sigurðardóttir ('80)
14. Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir ('86)
23. Valgerður Ósk Valsdóttir ('36)

Liðsstjórn:
Ásmundur Arnarsson (Þ)
Kristófer Sigurgeirsson (Þ)
Ólafur Pétursson
Ágústa Sigurjónsdóttir
Hermann Óli Bjarkason
Ana Victoria Cate
Bryndís Guðnadóttir
Guðbjörg Þorsteinsdóttir

Gul spjöld:
Katrín Ásbjörnsdóttir ('89)

Rauð spjöld: