Laugardalsvöllur
Mjólkurbikar kvenna
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Maður leiksins: Nadía Atladóttir
LENGJUDEILDARLIÐ VÍKINGA VINNUR BREIÐABLIK!!!!!
ÞETTA ER ROSALEGT!!!!!!
Viðtöl og skýrsla væntanleg!
Ef Breiðablik ætlar að eiga möguleika á að bjarga þessu þurfa þær mark strax.
Búin að vera inná í nokkrar sek þegar hún hirðir af Elín Helenu boltann og er ein í gegn og leggur hann framhjá Telmu!
ÞETTA ER ÓTRÚLEGT!!!
Flottur bolti fyrir markið en þær ná ekki að ráðast á boltann. Katrín Ásbjörns hársbreidd frá því að ná að pikka í boltann.
Var held ég frekar ætlað sem fyrirgjöf en endaði sem tilraun á nærstöng.
Frábær spyrna sem Kolbrún Tinna skallar í átt að Ernu Guðrún sem er í dauðafæri en hittir boltann illa og hann dettur í fangið á Telmu.
2 down 1 to go @nadiaatlad
— PATRi!K (@PatrikAtlason) August 11, 2023
Ég er búinn að vera með gæsahúð í 45 mínútur
— Einar Guðnason (@EinarGudna) August 11, 2023
Víkingur að stjórna bikarúrslitaleik á móti 1. sætinu í bestu. Respect.
— Glódís Perla Viggósdóttir (@glodisperla) August 11, 2023
Er Nadia besta vinkona min bara best i heimi eða
— Adam Palsson (@Adampalss) August 11, 2023
Emma Steinsen er ehv lang besti bakvörður á landinu????
— Kristall Máni Ingason (@KristallMani) August 11, 2023
Var mjög hrifinn af Nadíu sem leikmanni fyrir 5 árum þegar ég sá hana spila. 5 árum seinna og Nadía er búin að vinna í ákvörðunartökum og virðist vera að fara sækja bikarmeistara???? fyrir Víking Reykjavík með 2x?? í fyrri hálfleik #fotboltinet https://t.co/GcGQKOeUTt
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) August 11, 2023
Alls ekki að sjá að Lengjudeildarlið sé á vellinum því Víkingar hafa verið stórkostlegar í þessum fyrri hálfleik!
Breiðablik á mikilvægan síðari hálfleik fyrir höndum og Ási þarf heldur betur að skerpa á hlutum í hlé.
Ég ætla bara að benda fólki á fyrra tweet frá mér. Nadía þú ert einstök! #fotboltinet
— Sverrir Ö Einarsson (@SEinarsson) August 11, 2023
Stoðsending: Emma Steinsen Jónsdóttir
Frábær fyrirgjöf beint í hættusvæðið þar sem Nadía Atladóttir stingur sér á milli og setur boltann í netið!!
Linda Líf með frábæran bolta fyrir markið!
Ömurlegt fyrir Hafrúnu að þurfa að ljúka leik vegna höfuðhöggs. En það ber að hrósa sjúkraþjálfara Breiðablik fyrir að taka þessa ákvörðun. Engir sénsar teknir og tekur ákvörðun fram yfir vilja leikmannsins og passar upp á öryggi hennar. #fotboltinet
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) August 11, 2023
Nadía Atladóttir, gleður mig ekkert eðlilega að hafa hana í Víking en að Valur og Breiðablik hafi ekki legið í símanum undanfarin ár að reyna að sækja þessa drottningu er bara grín. Hún á þennan völl og ætlar sér ekkert annað en sigur. #fotboltinet
— Sverrir Ö Einarsson (@SEinarsson) August 11, 2023
Fékk höfuðhögg áðan og var alveg miður sín að þurfa fara útaf.
Ná hinsvegar ekki að gera sér mat úr horninu.
Birta Georgsdóttir skorar bara mörk sem eru glæsileg eða rúmlega það.
— Ingvi Þór Sæmundsson (@ingvithors) August 11, 2023
Stoðsending: Hafrún Rakel Halldórsdóttir
Hafrún Rakel finnur Birtu Georgsdóttir sem keyrir bara í átt að teig Víkinga og kemst inn á teig þar sem hún lætur svo bara vaða í slánna og inn!
Þú verð hann ekki þarna svo mikið er víst!
Birta Georgsdóttir var ekki að lengi að jafna leikinn. Frábær sprettur hjá Birtu sem klárar færið vel. Staðan orðin 1-1 pic.twitter.com/2CjRZf972W
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 11, 2023
Það er alls ekki að sjá að hér er um Lengjudeildarlið að ræða.
Stoðsending: Linda Líf Boama
ÞETTA ER ROSALEGT!!
Víkingar með frábæra pressu og Selma Dögg vinnur boltann og kemur honum á Lindu Líf sem laumar honum á Nadíu sem gerir allt rétt og skorar!!
Þetta tók ekki langan tíma. Nadía Atladóttir kemur Víkingi yfir eftir tæpar 50 sekúndur. pic.twitter.com/R58HAPJafa
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 11, 2023
Það er vel mætt í stúkuna og því ber að fagna!
Víkingar eru í sínum hefðbundna rauða og svarta aðalbúning og Blikar eru í sínum hvíta varabúning.
80 iðkenndur frá hvoru liði umkringja liðin út á velli.
Fyrirliðinn Ásta Eir Árnadóttir er fjarri góðu gamni hjá Breiðabliki vegna meiðsla. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, Hildur Þóra Hákonardóttir og Írena Héðinsdóttir Gonzalez eru þá farnar út í nám í Bandaríkjunum. Toni Deion Pressley er ekki með Blikum og það er áfall.
Hjá Víkingi er byrjunarliðið eins og búist var við, nema það að Linda Líf Boama byrjar og Tara Jónsdóttir er á bekknum. Bergdís Sveinsdóttir og Sigdís Eva Bárðardóttir, fæddar 2006, byrja hjá Víkingum.
Miðasölumetið er fallið! Getum ekkert annað sagt en TAKK!
— Víkingur (@vikingurfc) August 11, 2023
Það stefnir því í metaðsókn á úrslitaleik Mjólkurbikarsins í kvöld. Miðasalan er þó enn opin og höfum við opnað fyrir síðasta hólfið í Víkingsstúkunni.
Tryggðu þér miða og skrifaðu söguna með okkur í kvöld því Nú! er… pic.twitter.com/fIvFtrM4DN
Bikarúrslitaleikurinn við Víking er á föstudaginn??
— Breiðablik FC (@BreidablikFC) August 9, 2023
Markmiðið okkar er einfalt, við ætlum að sækja Mjólkurbikarinn í Kópavoginn og við ætlum að slá áhorfendametið á bikarúrslitaleik sem er 2.435 frá árinu 2015????
Miðasala fer fram hér: https://t.co/KJ52mMD3mw#áhorfendamet pic.twitter.com/633DtAQtrs
Ekki við heldur. Þess vegna er tilvalið að hækka alveg í botn og setja þetta video á fullscreen. #RoadToÚrslit #NúErGóðurTími
— Víkingur (@vikingurfc) August 11, 2023
Ef miðar eru ekki enn orðnir klárir þá færðu miða hér :https://t.co/DpZtlweqxW https://t.co/zTdTYmCWmt pic.twitter.com/pnTW3yZf0L
Þá er stóra stundin runnin upp?
— Víkingur (@vikingurfc) August 11, 2023
Kvennalið Víkings spilar til úrslita í Mjólkurbikar kvenna í fyrsta skiptið í sögunni og stefnir allt í áhorfendamet í kvöld þegar Víkingur mætir Breiðablik.
Þú getur ennþá tryggt þér miða á leikinn ????https://t.co/DpZtlweqxW pic.twitter.com/rpQ9uPNRiJ
"Þetta verður mjög skemmtilegur leikur, opinn og skemmtilegur. Ég held að fólk sem mæti á völlinn muni fá allt fyrir peninginn. Bæði lið munu fá mikið af færum," segir Óskar Smári.
"Sigurbjörg Katla í markinu hjá Víking mun eiga stórleik, einn efnilegasti markvörður landsins í dag. Hún mun halda Víkingum í leiknum til að byrja með, en það verður sviðsskrekkur í Víkingsstúlkum í byrjun. Svo vinna þær sig hægt og rólega inn í leikinn, og komast yfir með marki frá Bergdísi. Hún er einn af okkar efnilegri leikmönnum. Hún skorar með alvöru sleggju gegn gangi leiksins."
"Fólk mun tala um að það hafi verið ósanngjarnt þar sem Blikar voru sterkari aðilinn. Í seinni hálfleik munu Blikar bæta í og þær setja þunga pressu á Víkinga. Þær munu jafna leikinn á milli 60. og 70. mínútu þar sem Birta Georgsdóttir skorar. Hún verður hetjan í þessu einvígi þar sem hún skorar sigurmarkið í lokin. Víkingar taka völdin eftir að þær fá jöfnunarmarkið á sig en þetta endar 2-1 fyrir Breiðablik."
"Síðast þegar ég spáði Víkingum tapi í bikarnum þá unnu þær þann leik, en það var á móti FH. Eigum við ekki að segja að við að maður sé að spá 2-1 sigri Blika en pínu með það í huga að maður haldi Víkingum. Þær eru flottir fulltrúar Lengjudeildarinnar sem eiga skilið að vera í úrslitum. Þær hafa unnið hug og hjörtu þjóðarinnar með sinni frammistöðu í deild og bikar. Hjartað segir Víkingur en hausinn segir Breiðablik," sagði Óskar.
Best í Mjólkurbikarnum: Leikur sem ég mun aldrei gleyma https://t.co/rmw2Ma3K5I
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) August 10, 2023
Toni Deion Pressley er tæp en við búumst við því að hún muni byrja í kvöld.
Víkingar eru með hörkulið og hafa sýnt það í sumar. Það má ekki afskrifa þær en hér fyrir neðan má sjá líklegt byrjunarlið þeirra fyrir leikinn í kvöld, að okkar mati. Við hvetjum fólk til að fylgjast sérstaklega með Bergdísi Sveinsdóttur og Sigdísi Evu Bárðardóttur, sem eru báðar fæddar 2006.
Leikmenn þurftu að halda einbeitingunni á deildarleikina þrjá sem voru á milli undanúrslitaleiksins og úrslitaleiksins, en þurfti John líka að halda einbeitingunni?
"Ég þarf að passa mig hvernig ég svara þessari spurningu, auðvitað, þurfti ég það. Ég þurfti að fara og sjá Breiðablik nokkrum sinnum þegar það var pínu erfitt og starfsliðið þurfti að taka nokkrar æfingar svo ég gæti farið og njósnað og skoðað hvernig Breiðablik spilar. Ég vil ekki gefa upp of mörg leyndarmál, en við skoðuðum hvernig Breiðablik spilar og í síðustu þremur leikjum höfum við komið með nokkra litla hluti í okkar leik til að aðlagast því hvernig við munum spila í úrslitaleiknum. Við vonuðum að þeir hlutir myndu líka hjálpa okkur að vinna þessa þrjá deildarleiki," sagði John.
John lofar frábærum fótboltaleik í kvöld og hvetur alla til að horfa á leikinn.
En verður Víkingur meira varnarsinnað en venjulega? "Nei, við breytum engu, við vonum að sú leið sem við spilum þvingi þær til að breyta því hvernig þær spila. Þær eru Breiðablik, en það má ekki gleyma því að Davíð átti ekki geta sigrað Golíat."
„Við getum ekki breytt og ætlum ekki að gera það. Við ætlum að gera eins og við höfum gert í allt sumar og vonandi gefur það leikmönnum það frjálsræði að þær geti virkilega notið dagsins og farið svo út á grasið til að taka sjálfurnar, TikTok myndböndin og allt það. Er ekki leiðinlegt þegar þú sérð fólk fara í úrslitaleik og það man ekki neitt eftir því? Við viljum muna eftir öllu í kringum leikinn, viljum muna eftir því hvað það var sem við borðuðum í morgunmat og við viljum muna hvernig við spiluðum."
"Við þurftum að spila núna þrjá leiki vitandi að við værum að fara í úrslitaleikinn og við þurftum að sækja níu stig í þeim leikjum. Við gerðum það og það er mjög gott að fara með það inn í þennan leik; mjög mikilvægt."
"Við höfum aldrei spilað á móti þeim einhvern alvöru leik, allavega ekki sem Víkingur (Víkingur var áður í samstarfi með HK), þannig þetta verður bara geggjaður leikur sem við erum allar spenntar fyrir."
"Við ætlum að halda í okkar; það sem við erum búnar að gera í sumar, búnar að spila mjög vel og ég tel að við þurfum ekki að breyta því sem við gerum. Við kannski föllum aðeins betur til baka, en ætlum samt að pressa og beita góðum skyndisóknum á móti þeim."
"Þær eru góðar, með alla leikmenn upp á tíu, en við getum alveg leyst þetta."
Á leiðinni í úrslitaleikinn hefur Víkingur, sem er í Lengjudeildinni, slegið bæði út Selfoss og FH sem eru í Bestu deildinni. Voru það bestu leikir Víkings í sumar?
"Ekkert endilega, þetta er búið að vera frekar fínt heilt yfir, við stóðum okkur vel og héldum okkur við plönin sem við vorum með í þeim leikjum. Það virkaði. Ef við gerum það aftur þá getur allt gerst."
"Mér finnst það mjög ólíklegt eins og staðan er í dag," sagði Ásta þegar hún var spurð hvort hún gæti spilað úrslitaleikinn.
"Ég meiddist á mánudaginn í leiknum á móti Þór/KA, meiddist í ilinni, eins fáránlegt og það hljómar. Það er eins og eitthvað hafi mögulega rifnað eða eitthvað; fékk smell í ilina. Ég er bara að bíða eftir niðurstöðum, veit í raun voða lítið, en ég hef alveg verið betri."
"Ég er búin að pæla mikið í þessu, en ég var svo sem búin að finna smá eymsli vikuna áður en ekkert til að hafa áhyggjur af. Svo gerist eitthvað, eitthvað smellur og eins og er oft með svona íþróttameiðsli, maður veit ekkert og því miður velur maður ekki tímasetningar og svoleiðis. Þetta er bara staðan hjá mér, því miður."
"Spurning hvort ég fari bara í aðra sprautu, hvernig væri það? Eins og ég segi veit ég ekki. En ef við horfum eins hreinskilið og við getum, þá er ég mjög ólíklega að fara spila."
"Ég er búin að vorkenna mér núna í tvo daga, búin með það og nú snýst þetta um liðið; ekki um mig. Ég er mjög spennt fyrir þessum leik og spennt fyrir okkar hönd, erum að fara í þriðja skiptið í röð á Laugardalsvöll. Ég er mjög spennt að fylgjast með leiknum, það er bara allur hópurinn mjög peppaður og ég get ekki beðið."
Víkingur er toppliðið í Lengjudeildinni og er Breiðablik í toppsæti Bestu deildarinnar. Það er ekki ósvipuð staða og Ási var í þegar hann fór með karlalið Fjölnis, sem þá var í 1. deildinni, í bikarúrslitin 2007 og mætti einu besta liði landsins, FH.
Hvernig metur Ási lið Víkings? "Það skiptir engu máli (að það sé deild á milli) þegar komið er í bikarúrslitaleik. Bikar er allt öðruvísi en deild og það er spurning um stemningu, dagsform og annað. Það er alveg ljóst að Víkingur er búinn að vinna sér inn rétt til að spila þennan leik; búnar að slá út tvö Bestu-deildar lið á leiðinni. Það þýðir ekkert fyrir okkur að ætla horfa á einhverja deild eða stöðu í þessu. Víkingur er hörkulið og við þurfum að eiga toppleik ef okkur á að takast að vinna þennan leik."
Það eru góðar líkur á því að þetta met verði slegið í kvöld.
2400 miðar farnir á Mjólkurbikar kvenna í kvöld. Aðsóknarmet í uppsiglingu! Bætum enn frekar í. Verður klassaveður. @mjolkurbikarinn @vikingurfc @BreidablikFC
— Haraldur Haraldsson (@HarHaralds) August 11, 2023
Breiðablik 7 - 0 Fram
Þróttur R. 0 - 3 Breiðablik
Stjarnan 1 - 1 Breiðablik (1-4 í vítakeppni)
Leið Víkings í úrslitaleikinn:
Víkingur 14 - 0 Smári
Víkingur 2 - 0 Augnablik
KR 1 - 4 Víkingur
Víkingur 2 - 1 Selfoss
FH 1 - 2 Víkingur
Breiðablik
Blikar eru á toppi Bestu deildarinnar með 33 stig, jafnmörg stig og Valur. Breiðablik hefur verið á fínu skriði og tapaði síðast leik þann 15. maí síðastliðinn, gegn Þór/KA á Akureyri.
Víkingur
Á toppi Lengjudeildarinnar er Víkingur, en sumarið hefur verið stórkostlegt í Fossvoginum. Víkingur hefur aðeins tapað einum leik í allt sumar en sá tapleikur kom 8. júní gegn Aftureldingu.