Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Ægir
2
3
Þór
0-1 Bjarni Guðjón Brynjólfsson '22
0-2 Alexander Már Þorláksson '25
Ivo Braz '68 , víti 1-2
Bjarki Þór Viðarsson '73 , sjálfsmark 2-2
2-3 Nökkvi Hjörvarsson '94
11.08.2023  -  18:00
Þorlákshafnarvöllur
Lengjudeild karla
Aðstæður: Frábærar!
Dómari: Þórður Þorsteinn Þórðarson
Maður leiksins: Dimitrije Cokic
Byrjunarlið:
1. Stefán Þór Hannesson (m)
Arnar Logi Sveinsson ('56)
Cristofer Rolin
Arngrímur Bjartur Guðmundsson
7. Ivo Braz
8. Atli Rafn Guðbjartsson ('56)
8. Renato Punyed Dubon ('76)
10. Dimitrije Cokic
11. Stefan Dabetic (f)
19. Anton Fannar Kjartansson
28. Braima Cande ('28)
- Meðalaldur 31 ár

Varamenn:
25. Ivaylo Yanachkov (m)
2. Arnar Páll Matthíasson
5. Anton Breki Viktorsson ('76)
10. Pálmi Þór Ásbergsson
17. Þorkell Þráinsson
20. Jóhannes Breki Harðarson ('28)
23. David Bjelobrk ('56)
27. Brynjólfur Þór Eyþórsson ('56)
99. Baldvin Már Borgarsson
- Meðalaldur 32 ár

Liðsstjórn:
Nenad Zivanovic (Þ)
Guðbjartur Örn Einarsson
Emil Karel Einarsson
Bele Alomerovic
Dusan Ivkovic

Gul spjöld:
Arngrímur Bjartur Guðmundsson ('31)
Stefan Dabetic ('45)
Jóhannes Breki Harðarson ('82)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Heimamenn reyna tilraun frá miðju, skotið fer framhjá og Þórður flautar til leiksloka!

Þvílík dramatík!
94. mín MARK!
Nökkvi Hjörvarsson (Þór )
Stoðsending: Marc Rochester Sörensen
SIGURMARK!!!! Algjört klúður hjá Ægi. Nökkvi fær boltann og skorar sigurmarkið!

Skotið ekki frábært, fer af varnarmanni og Stefán ræður ekki við það.

Annar leikur Nökkva, sem er fæddur árið 2006, í Lengjudeildinni og fyrsta markið hans í meistaraflokki!
94. mín
Anton Breki í færi en sá ekki hvort að Þórsari náði að henda sér fyrir eða Aron Birkir varði.
93. mín
Færi hinu megin Ingimar Arnar í hörkufæri en Stefán nær að verja. Alexander mættur í frákastið en hann er rangstæður.
92. mín
Víti? Brynjólfur fellur við eftir viðskipti við Aron Inga. Fannst þetta ekki vera víti!
92. mín
Eftir að ég skrifaði að Ægismenn hefðu verið betri í smá tíma þá hafa Þórsarar heldur betur tekið við sér.
91. mín
Hætta Marc Sörensen með skot við vítateig Ægis. Stefán ver og handsamar boltann í annarri tilraun.
90. mín
Veit ekki af hverju Akseli var dæmdur brotlegur þarna inn á vítateig Ægis. Maðurinn sem var að dekka hann hélt í hann og féll við.
88. mín
Hættuleg sókn hjá Þórsurum en það næst engin marktilraun!
87. mín
Aron Ingi með hornspyrnuna og Bjarki kemst í boltann. Stefán gerir vel að koma út og hirða lausa boltann.
87. mín
Inn:Nökkvi Hjörvarsson (Þór ) Út:Bjarni Guðjón Brynjólfsson (Þór )
86. mín
Arngrímur með misheppnaða hreinsun eftir fyrirgjöf og Þór fær horn.
85. mín
Jóhannes Breki með skot sem Aron Birkir er ekki í neinum vandræðum með.

Ægir miklu hættulegra liðið finnst mér!
84. mín
Ivo reynir skot úr aukaspyrnu. Þokkalega vel yfir mark Þórs þessi spyrna, en um að gera að reyna samt.
82. mín Gult spjald: Jóhannes Breki Harðarson (Ægir)
Brýtur á Aroni Inga, hárrétt gult. Ragnar Óli heppinn að fá ekki gult fyrir tuð.
81. mín
Rolin rennur en reynir samt að skjóta í stað þess að gefa boltann. Skotið eftir því, aldrei hætta.
80. mín
Fyrigjöf inn á teiginn hjá Ægi sem Aron skallar inn á teiginn og Ingimar reynir að flikka í netið með hælnum. Það heppnast ekki.
79. mín
Rolin með flotta takta, labbar framhjá Bjarka inn á teignum og á tilraun en Akseli nær að henda sér fyrir.
77. mín
Bras á Þórsurum en þeir komast upp með það.
77. mín
Hornspyrna sem fer af Akseli og aftur fyrir. Heimamenn fá annað horn.
77. mín
David Bjelobrk hefur komið vel inn hjá heimamönnum. Líflegur á hægri vængnum.
77. mín
Alexander með mislukkað skot eftir sendingu frá Marc. Hittir boltann illa og skotið langt framhjá.
76. mín
Inn:Anton Breki Viktorsson (Ægir) Út:Renato Punyed Dubon (Ægir)
75. mín
Inn:Ingimar Arnar Kristjánsson (Þór ) Út:Kristófer Kristjánsson (Þór )
75. mín
Inn:Hermann Helgi Rúnarsson (Þór ) Út:Kristján Atli Marteinsson (Þór )
73. mín SJÁLFSMARK!
Bjarki Þór Viðarsson (Þór )
Fyrirgjöf sem Bjarki rennir sér í og boltinn fer af honum og í netið.

Lélegur varnarleikur hjá Þórsurum eftir innkast Ægismanna.
71. mín
Bjarki með fínan bolta inn á vítateig Ægis. Smá bras á heimamönnum og Þórsarar fá horn.
68. mín Mark úr víti!
Ivo Braz (Ægir)
Stoðsending: Jóhannes Breki Harðarson
Game on!! Ivo þrumar beint á markið og Aron skutlar sér til hliðar.

Þetta er orðinn leikur.
67. mín
Víti!

Ragnar brýtur á Jóhannesi.

Fyrirgjöf frá hægri sem ratar á Jóhannes sem reynir skot og Ragnar virðist fara í hann í skotinu.
66. mín
Rolin reynir langskot frá miðlínu, skotið ekki líklegt til þess að fara inn.
64. mín
Löng sending inn fyrir vörn Þórsara sem Brynjólfur greinilega býst ekki við að komast í því boltinn hrekkur af honum og aftur á Aron í markinu. Sýni því smá skilning að hafa ekki búist við boltanum, en verður maður samt ekki alltaf að gera það?
62. mín
Marc vinnur aukaspyrnu, Dabetic ýtti í bakið á honum. Fyrirgjafarstaða úti hægra megin.

Boltinn fer á nærstöngina og Rolin skallar í burtu.
61. mín
Inn:Aron Ingi Magnússon (Þór ) Út:Fannar Daði Malmquist Gíslason (Þór )
Fannar lagði upp seinna mark Þórs.
60. mín
Dauðafæri! Renato finnur Brynjólf inn á teignum en Brynjólfur þrumar boltanum yfir!
59. mín
Dabetic með fyrirgjöf sem Vilhelm gerir vel að komast í og hreinsar hann boltann í innkast.
58. mín
Þórsarar fá aðra hornspyrnu sem endar í höndunum á Stefáni.
57. mín
Alexander í góðu færi eftir undirbúning frá Kristófer. Alexander full lengi að þessu fannst mér og skotið fer af varnarmanni og aftur fyrir. Hornspyrna.
56. mín
Inn:Brynjólfur Þór Eyþórsson (Ægir) Út:Arnar Logi Sveinsson (Ægir)
Ægismenn fara í þriggja manna vörn.
56. mín
Inn:David Bjelobrk (Ægir) Út:Atli Rafn Guðbjartsson (Ægir)
54. mín
Smá atgangur inn á vítateig Ægis en ekkert alvöru færi.
53. mín
Aftur fær Þór aukaspyrnu úti vinstra megin.
52. mín
Fannar Daði vinnur aukaspyrnu úti vinstra megin. Fín fyrirgjafarstaða fyrir Marc.
51. mín
Arnar Logi reynir skot úr aukaspyrnunni en boltinn beint í vegginn.
50. mín
Athyglisverður dómur, Marc dæmdur brotlegur þegar hann var með boltann. Renato lét vel í sér heyra og nokkrum sekúndum síðar dæmdi Þórður.
49. mín
Cokic lætur vaða en Marc Sörensen er mættur í hann og skotið fer í Danann.
48. mín
Renato reynir að finna Rolin í gegn en boltinn er of langur, beint í hendur Arons í markinu.
47. mín
Flottur sprettur hjá Kristófer, kemst inn á vítateig Ægis en er stoppaður þar. Einhver köll eftir víti, en aldrei neitt í þessu.
46. mín
Þórsarar hefja seinni hálfleikinn
45. mín
Hálfleikur
Ég ætla leyfa mér að segja að Þórður og hans teymi hafi klikkað áðan. Boltinn fór klárlega í hönd Vilhelms, svo það var hárrétt. Hann dæmdi vítið upphaflega en eitthvað fékk hann til að færa leikbrotið út fyrir teig. Ég get stutt mig við upptökuna, sem hann getur ekki, og ég get ekki betur séð en að boltinn fari í höndina á Vilhelm innan vítateigs.
45. mín
Hálfleikur
Marc með aukaspyrnuna og hann finnur Akseli inn á teignum.

Stefán í markinu handsamar boltann og Þórður flautar þá til hálfleiks.
45. mín Gult spjald: Stefan Dabetic (Ægir)
45+2

Fer í Alexander og Þórður er alveg viss um að þetta sé gult spjald. Alexander liggur allavega eftir. Aukaspyrna úti hægra megin við vítateig Ægis.

Þórður sagði Dabe að anda þegar hann mótmælti, varnarmaðurinn ekkert alltof kátur með það.
45. mín
Hætta Arnar Logi með fasta spyrnu, spyrnan auðvitað alveg við vítateigslínuna, boltinn fer af Marc sýnist mér og Aron Birkir nær að slá boltann til hliðar.
44. mín
Víti!!

Þórður dæmir hendi víti á Vilhelm! Fyrirgjöf frá Cokic sem fer í Vilhelm.

Eða nei???

Hann færir þetta út fyrir vítateig.

Þetta er ótrúleg sena!
43. mín
Þórsarar heppnir að fá ekki aukaspyrnu á sig í D-boganum við vítateig Þórsara. Virtist klárlega togað í Rolin.

Ekkert dæmt.
42. mín
Baldvin og Nenad ræða sín á milli, einhverjir danstaktar í Badda á hliðarlínunni, mjaðmahreyfingar. Vill væntanlega eitthvað breyta flæði spilsins.

Það er allavega alveg ljóst að einhverju þurfa heimamenn að breyta.
39. mín
Vilhelm vill fá aukaspyrnu þegar hann hreinsar aftur fyrir. Láki á hliðarlínunni vildi það líka. Held að Sveinn Leó, aðstoðarþjálfari Láka, sé hins vegar kominn með nóg af væli í sínum mönnum - heyrðist það allavega.

Ægir á annað horn.

Ivo tók hornið, Dabetic komst í boltann en skallinn yfir mark Þórsara.
37. mín
Ragnar nær að stoppa fyrirgjöf Ivo úti á vinstri kantinum. Heimamenn eiga hornspyrnu.
35. mín
Vel spilað hjá Þórsurum, boltinn berst vel frá vinstri til hægri og Ragnar á fína fasta fyrirgjöf sem vel hefði getað skapað mark.
33. mín
Spyrnan frá Arnari Loga fer á fjærstöngina, þar er Cokic einn en hann nær ekki að stýra boltanum á mark gestanna.
32. mín
Rolin með fyrirgjöf fyrir, góður bolti en Akseli skallar boltann aftur fyrir.
31. mín
Marc í fínu skotfæri utarlega í vítateig Ægis en hann rennur aðeins í skotinu og það fer beint á Stefán í markinu.

Vörn heimamanna mjög opinn þegar Þórsarar ná 1-2 sendingum.
31. mín Gult spjald: Arngrímur Bjartur Guðmundsson (Ægir)
Brýtur á Alexander við miðlínu.
29. mín
Allir héldu að Rolin væri rangstæður, meira að segja hann sjálfur, en hann tekur svo skot við vítateig Þórsara sem fer af varnarmanni og aftur fyrir. Hornspyrna.

Ekki góð hornspyrna frá Ivo.
28. mín
Inn:Jóhannes Breki Harðarson (Ægir) Út:Braima Cande (Ægir)
Meiddist í sprettinum við Kristófer í fyrsta markinu.
27. mín
Sókn úti hægra megin hjá Ægi sem endar á fyrirgjöf frá Ivo sem Aron í markinu kemur út í og grípur.
25. mín MARK!
Alexander Már Þorláksson (Þór )
Stoðsending: Fannar Daði Malmquist Gíslason
Þórsarar tvöfalda forskotið! Talandi um að nýta hraða sókn, önnur slík kom strax eftir síðustu færslu.

Fannar Daði fékk boltann úti vinstra megin, kom boltanum fyrir á Alexander sem kemur boltanum yfir línuna, skotið fer af Stefáni og lekur í stöngina og inn.
24. mín
Kristófer með fyrirgjöf af hægri kantinum, finnur Fannar Daða á fjær, hann kemur boltanum aftur fyrir á Bjarna sem á skot sem fer yfir.

Þórsarar að nýta hröðu sóknirnar vel.
24. mín
Rolin með skot í Akseli. Aldrei hætta.
22. mín MARK!
Bjarni Guðjón Brynjólfsson (Þór )
Stoðsending: Kristófer Kristjánsson
Fyrsta markið er komið!!! Arnar Logi átti hornspyrnu hinu megin á vellinum, Akseli skallar boltann út úr teignum, Fannar kemst í boltann, sendir hann upp völlinn, Kristófer vinnur Cande á sprettinum, kemur sér inn á teiginn, sendir boltann í gegnum markteiginn og á fjærstöngina mætir Bjarni Guðjón og klárar í netið!

0-1 fyrir gestina!
21. mín
Arnar Logi með flotta fyrirgjöf sem Vilhelm þarf að hreinsa aftur fyrir.
18. mín
Marc Sörensen með bolta inn á markteiginn og Kristján lendir á Stefáni sem nær að kýla boltann í burtu.

Þeir Kristján og Stefán þurfa smá tíma til að jafna sig. Þórður dómari dæmdi ekkert og eru heimamenn ekki sáttir við það.
17. mín
Arngrímur dæmdur brotlegur gegn Alexander, hélt aðeins í treyjuna í skallaeinvígi og fór í bakið á honum. ÞÞÞ sýnir að Arngrímur hélt í treyju Alexanders.
15. mín
Álitlegt hratt upphlaup hjá Þórsurum en Bjarni Guðjón á sendingu fyrir aftan liðsfélaga sína og Þórsarar þurfa að byrja upp á nýtt.
12. mín
Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, er mættur í stúkuna að horfa. Hann gæti verið að fylgjast með Bjarna Guðjóni hjá Þór en Valur mörg lið í efstu deild horfa til hans.
10. mín
Alexander Már í fínni stöðu og greynir skot, skotið fer af Antoni Fannari og Þór fær hornspyrnu.

Kom ekkert upp úr hornspyrnunni.
9. mín
Atli Rafn gerir vel á vallarhelmingi Þórsara, kemur boltanum á Cokic sem á fyrirgjöf sem finnur Ivo. Ivo reynir að taka skotið í fyrsta en hittir boltann furðulega og boltinn yfir mark Þórsara.
7. mín
Ivo vinnur aukaspyrnu úti á hægri kanti.

Spyrnan of innarlega frá Arnari Loga og yfir allan pakkann.
6. mín
Cokic reynir skot fyrir utan teig en það fer beint í Kristófer.

Akseli verst svo fyrirgjöf frá Ivo.
5. mín
Hrós á ÞÞÞ vel veittur hagnaður. Ægir á núna innkast hátt uppi á vellinum.
3. mín
Fín hröð sókn hjá Ægi, Rolin finnur Ivo en fyrirgjöfin frá Ivo er of innarlega og boltinn fer aftur fyrir.
3. mín
Þór Aron
Ragnar - Bjarki - Akseli - Vilhelm
Marc - Kristján
Kristófer - Bjarni - Fannar
Alexander
1. mín
Ægir Stefán
Anton - Arngrímur - Dabetic - Arnar
Cande - Atli
Ivo - Renato - Cokic
Rolin
1. mín
Leikur hafinn
Heimamenn byrja með boltann
Fyrir leik
Liðin ganga út á völl ÞÞÞ leiðir hvíta og rauða Þórsara út á völl og við hlið þeirra eru gulklæddir heimamenn.
Fyrir leik
Frábærar aðstæður! Einhverjar 15-16 gráður, gola (logn á tungumáli lókalsins) og skýjað. Völlurinn lítur frábærlega út.

Hrós líka á Ægismenn, aðstaðan fyrir fjölmiðla mjög góð!
Fyrir leik
Fyrir leik
Markahæstu hjá Ægi Ivo Braz er markahæstur í sumar með sex mörk skoruð (eitt úr víti). Hrvoje Tokic (farinn í Árborg), Dimitrije Cokic og Brynjólfur Þór Eyþórsson koma næstir á eftir Ivo með tvö mörk skoruð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ivo kemur inn í byrjunarliðið
Fyrir leik
Markahæstu hjá Þór Hjá Þór eru tveir markakhæstir með þrjú mörk skoruð í sumar. Það eru þeir Valdimar Daði Sævarsson og Alexander Már Þorláksson. Valdimar spilar ekki meira með liðinu í sumar, er farinn til Bandaríkjanna í háskóla. Næstir á eftir þeim koma Elmar Þór Jónsson, Marc Sörensen og Bjarni Guðjón Brynjólfsson með tvö mörk skoruð.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Valdimar farinn til Bandaríkjanna
Fyrir leik
ÞÞÞ með flautuna Þórður Þorsteinn Þórðarson er með flautuna í dag. Honum til aðstoðar eru þeir Tomasz Piotr Zietal og Guðni Freyr Ingvason. Eftirlitsmaður KSÍ er Skúli Freyr Brynjólfsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Byrjunarlið Þórs Tvær breytingar eru á liði Þórs frá leiknum gegn Fjölni. Birgir Ómar Hlynsson er ekki í hóp og Ingimar Arnar Kristjánsson tekur sér sæti á bekknum. Inn í liðið koma þeir Alexander Már Þorláksson og Bjarki Þór Viðarsson.

Það er galli í kerfi KSÍ sem veldur því að varamennirnir sjást ekki hjá Þór hér til hliðar. Við komum því í lag fyrir leik.
Fyrir leik
Byrjunarlið Ægis Frá leiknum gegn Selfossi eru þrjár breytingar. Arngrímur Bjartur er kominn á láni frá FH og hann kemur beint inn í liðið. Renato Punyed og Ivo Braz, sem skoraði gegn Selfossi, koma einnig inn.

Anton Breki, Brynjólfur Þór og Bele taka sér sæti á bekknum.
Fyrir leik
Staðan í deildinni og síðustu leikir Ægir er í botnsæti deildarinnar, níu stigum frá Þór sem er 9. sæti.

Ægir er án sigurs í síðustu þremur leikjum og hefur liðið einungis fengið fjögur stig á heimavelli.

Þór hefur einungis unnið einn leik af síðustu átta og er liðið einungis með tvö stig fenginn á útivelli í sumar, sem er það minnsta í deildinni.

Fyrri leikur liðanna endaði með 3-1 heimasigri Þórs í byrjun júní.

Ægir tapaði 3-1 gegn Selfossi í síðustu umferð og Þór tapaði 0-1 gegn Fjölni.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét

Alexander Már skoraði eitt af þremur mörkum Þórs í fyrri leik liðanna
Fyrir leik
Ægir - Þór á Þorlákshafnarvelli Góða kvöldið lesendur góðir og veriði velkomnir í beina textalýsingu frá leik Ægis og Þórs sem fram fer á Þorlákshafnarvelli, heimavelli Ægis.

Leikurinn hefst klukkan 18:00 og er leikurinn liður i 16. umferð deildarinnar.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Aron Birkir Stefánsson (m)
5. Akseli Matias Kalermo
6. Kristján Atli Marteinsson ('75)
7. Bjarni Guðjón Brynjólfsson ('87)
11. Marc Rochester Sörensen
15. Kristófer Kristjánsson ('75)
17. Fannar Daði Malmquist Gíslason ('61)
19. Ragnar Óli Ragnarsson
20. Vilhelm Ottó Biering Ottósson
23. Alexander Már Þorláksson
30. Bjarki Þór Viðarsson
- Meðalaldur 25 ár

Varamenn:
12. Snorri Þór Stefánsson (m)
4. Hermann Helgi Rúnarsson ('75)
10. Aron Ingi Magnússon ('61)
13. Nökkvi Hjörvarsson ('87)
19. Davíð Örn Aðalsteinsson
22. Egill Orri Arnarsson
23. Ingimar Arnar Kristjánsson ('75)
- Meðalaldur 21 ár

Liðsstjórn:
Þorlákur Már Árnason (Þ)
Ragnar Haukur Hauksson
Sveinn Leó Bogason
Jónas Leifur Sigursteinsson
Guðrún Marín Viðarsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: