Aston Villa íhugar að fá De Bruyne - Stórliðin á eftir argentínsku ungstirni - Verður Farke rekinn?
KA
1
5
Club Brugge
0-1 Dedryck Boyata '7
0-2 Michal Skoras '45
0-3 Roman Yaremchuk '57
Pætur Petersen '58 1-3
1-4 Roman Yaremchuk '65
1-5 Roman Yaremchuk '75
Jóan Símun Edmundsson '93
17.08.2023  -  18:00
Laugardalsvöllur
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
Aðstæður: Þungskýjað en frekar stillt og 13°
Dómari: Michael Fabbri (Ítalía)
Áhorfendur: 935
Maður leiksins: Steinþór Már Auðunsson
Byrjunarlið:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Ívar Örn Árnason (f)
7. Daníel Hafsteinsson ('83)
8. Pætur Petersen
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson ('83)
26. Ingimar Torbjörnsson Stöle
29. Jakob Snær Árnason ('61)
33. Alex Freyr Elísson ('70)
37. Harley Willard ('70)
- Meðalaldur 17 ár

Varamenn:
12. Kristijan Jajalo (m)
7. Jóan Símun Edmundsson ('70)
11. Ásgeir Sigurgeirsson ('61)
19. Breki Hólm Baldursson
22. Hrannar Björn Steingrímsson ('70)
30. Sveinn Margeir Hauksson ('83)
32. Sigurður Brynjar Þórisson
44. Valdimar Logi Sævarsson ('83)
80. Gabriel Lukas Freitas Meira
88. Sindri Sigurðarson
- Meðalaldur 32 ár

Liðsstjórn:
Ívar Arnbro Þórhallsson

Gul spjöld:
Elfar Árni Aðalsteinsson ('9)
Alex Freyr Elísson ('63)
Jóan Símun Edmundsson ('76)

Rauð spjöld:
Jóan Símun Edmundsson ('93)
Leik lokið!
Evrópu ævintýri KA lokið í ár. Club Brugge var bara allt of sterkur andstæðingur og við óksum þeim alls hins besta. Framundan er hinsvegar bikarúrslitaleikur fyrir KA og nóg af deildarleikjum þannig að nú geta þeir einbeitt sér alfarið af því.

Skýrsla og viðtöl kemur seinna í kvöld.
93. mín Rautt spjald: Jóan Símun Edmundsson (KA)
Annað gula á Jóan, hann hefði nú getað sleppt þessu.
91. mín
Dauðafæri fyrir KA! Mistök inn í teig gestana eftir að KA setur boltan háan inn í teig. Rodri fær boltan og setur hann á Ívar sem er í þröngu færi en hann nær skoti sem er varið.
90. mín
3 mínútur í uppbót.
90. mín
De Cuyper með skot úr aukaspyrnu af fínu færi en skotið hátt yfir.
83. mín
Inn:Sveinn Margeir Hauksson (KA) Út:Daníel Hafsteinsson (KA)
83. mín
Inn:Valdimar Logi Sævarsson (KA) Út:Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
80. mín
Bjargað á línu! Erfitt að segja frá öllu sem var að gerast en Brugge var með skothríð á mark KA manna og meðal annars náum við að bjarga á línu!
80. mín
Inn:Thiago (Club Brugge) Út:Roman Yaremchuk (Club Brugge)
79. mín
Stubbur með tvöfalda vörslu! Gestirnir fá boltan úti hægra megin og þeir finna Homma inn í teig sem nær tveimur góðum skotum frá stuttu færi en Stubbur ver bæði.
76. mín Gult spjald: Jóan Símun Edmundsson (KA)
75. mín MARK!
Roman Yaremchuk (Club Brugge)
Það er þrennan Sama og hefur gerst mikið í leiknum. Boltinn kemur innfyrir vörn KA manna og Yaremchuk er þar og núna potar hann boltanum í klofið á Stubb.
70. mín
Inn:Jóan Símun Edmundsson (KA) Út:Harley Willard (KA)
70. mín
Inn:Hrannar Björn Steingrímsson (KA) Út:Alex Freyr Elísson (KA)
68. mín
Stubbur enn og aftur að verja frábærlega! Club Brugge sækir hratt og setja fastan bolta inn í teig þar sem Homma skýtur að marki frá stuttu færi en Stubbur er fljótur að bregðast við og ver vel!
65. mín MARK!
Roman Yaremchuk (Club Brugge)
Úff þetta var klaufalegt Rodri reynir sendingu til baka á Stubb en sendingin er of stutt þannig að Stubbur hleypur út úr markinu og reynir að tækla boltan burt en endar bara á að sparka boltanum í Yaremchuk og boltinn fer inn
63. mín Gult spjald: Alex Freyr Elísson (KA)
61. mín
Inn:Romeo Vermant (Club Brugge) Út:Antonio Nusa (Club Brugge)
61. mín
Inn:Maxim De Cuyper (Club Brugge) Út:Philip Zinckernagel (Club Brugge)
61. mín
Inn:Ásgeir Sigurgeirsson (KA) Út:Jakob Snær Árnason (KA)
Kobbi svo sannarlega skilað sínu
60. mín Gult spjald: Philip Zinckernagel (Club Brugge)
58. mín MARK!
Pætur Petersen (KA)
ÞAÐ ER BARA SVARAÐ STRAX!! KA pressar hátt og gera virkilega vel í að stela boltanum af þeim. Willard fær þá boltan og hann sendir á Elfar sem er með nokkra menn í bakinu en hann hristir þá af sér, setur svo boltan fyrir Pætur sem er með stórkostlegt skot upp í samskeytin!
57. mín MARK!
Roman Yaremchuk (Club Brugge)
Það hlaut að koma að því, hann er búinn að vera komast í færi allan leikinn.

Onyedika fær boltan inn á teig KA manna í allt of miklu plássi. Hann setur svo boltan á Yaremchuk sem tekur skot sem Stubbur ver en boltinn fer beint aftur í Yarmchuk og inn.
54. mín
Zickernagel duglegur í langskotunum þessa stundina. Þetta skot frá honum fór hinsvegar hátt yfir.
47. mín
Þrumuskot frá Zinckernagel sem ég hélt í smá stund að væri inni en nei, framhjá!
46. mín
Michael Fabbri flautar seinni háflleikinn af stað!
46. mín
Inn:Raphael Onyedika (Club Brugge) Út:Hugo Vetlesen (Club Brugge)
45. mín
Hálfleikur
Þetta var næstum því síðasta spark fyrri hálfleiksins sem er vont. KA var búið að vaxa svo sannarlega inn í leikinn. Fyrstu 15-20 mínútur leiksins voru algjör einstefna en svo færði Ka liðið sig aðeins ofar upp völlin og skapaði nokkur færi.

Smá pása núna en seinni hálfleikurinn eftir og KA þarf bara að skora 6 mörk, ekkert mál.
45. mín MARK!
Michal Skoras (Club Brugge)
ANDSKOTINN Þetta var á vondum tíma! Club Brugge á nokkrar hornspyrnur hérna í lokin og KA nær að verjast þeim frekar vel. Það kemur svo bolti inn í teig sem mér sýnist Ívar skalla frá en boltinn tíast upp fyrir Skoras sem þrumar boltanum í netið!
45. mín
3 mínútur í upbbót.
41. mín Gult spjald: Denis Odoi (Club Brugge)
Hefði nú getað veitt hagnaði þarna. KA var að koma sér í fína sókn.
34. mín
Stubbur er on fire!! Aftur nær Brugge einn á einn stöðu gegn honum en Stubburinn kemur fljúgandi út úr markinu og étur þennan bolta!
32. mín
Frábær varsla! Gestirnir setja boltan framhjá vörn KA manna og enn og aftur er Yaremchuk mættur einn gegn markmanni en Stubbur ver virkilega vel!

KA menn brjálaðir að það var ekki flaggað rangstæða.
31. mín
Virkilega fín sókn hjá KA þar sem þeir ná að spila sig upp völlinn. Elfar og Grímsi spila saman og gefa hann svo á Pætur sem tekur fínt skot en Mignolet ver.
28. mín
Zinckernagel tók skotið úr aukaspyrnunni en beint á Stubb sem grípur boltan.
27. mín
Rosalega soft brot dæmt á KA og Brugge fá aukaspyrnu í mjög góðu skotfæri.
26. mín
KA með skot! Fyrsta skot KA manna eftir fína sókn. Grímsi tekur skotið í varnarmann fyrir utan teig og KA vinnur horn sem ekkert kemur úr.
24. mín
Gestirnir setja hættulegan bolta inn á teig þar sem Yaremchuk er mættur á fjærstöng og skallar í átt að marki en Stubbur ver aftur.
20. mín
Inn:Shion Homma (Club Brugge) Út:Casper Nielsen (Club Brugge)
Nielsen eitthvað meiddur.

Það fannst nokkrum krökkum í kringum mig nafnið á leikmanninum sem var að koma inn á frekar fyndið.
18. mín
Sabbe tekur skotið fyrir utan teig en það er beint á Stubb og hann grípur boltan.
15. mín
Nusa kemst framhjá Alexi og hugsar sig ekki tvisvar um heldur lætur bara vaða en Stubbur sér við honum.
13. mín
ÞVÍLÍKT KLÚÐUR!! Aftur ná gestirnir að setja boltan inn fyrir vörn KA manna og Yaremchuk er einn gegn Stubbi en Yaremchuk ætlar að vera sniðugur og chippa yfir Stubbinn en hann setur boltan bara framhjá.
12. mín
Svakalegur skalli úr horninu sem ég held að hafi veroð Ordonez! Fastur skalli beint í stöngina!
11. mín
Frábær sending inn fyrir vörn KA manna sem Yaremchuk nær til. Hann er hinsvegar í þröngu færi og tekur fast skot sem Stubbur ver í horn.
9. mín Gult spjald: Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
Fer aftan í manninn, rétt dæmt.
8. mín
Yaremchuk með skot fyrir utan teig en það er beint á Stubb.
7. mín MARK!
Dedryck Boyata (Club Brugge)
Það er skellur strax í byrjun! Gestirnir vinna sína fyrstu hornspyrnu og setja boltan í teiginn en KA nær að hreinsa. Brugge nær svo aftur til boltans og færa boltan út til vinstri þar sem fyrirgjöfin kemur inn í teig og Boyata er mjög opinn og skallar í netið.
2. mín
Góður bolti inn á teig sem Antonio Nusa kemst í og nær að taka niður. Jakob nær samt að trufla hann nægilega þannig að hann nær ekki nema bara að skjóta í hann, einhverjum örfáum metrum frá marki.
1. mín
Leikur hafinn
Ítalski dómarinn flautar leikinn af stað!
Fyrir leik
Mynd: Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke

Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Stubbur í markinu - Átta breytingar Hallgrímur Jónason, þjálfari KA, gerir margar breytingar á sínu liði frá síðasta leik. Alls eru breytingarnar átta og eru það einungis Rodri, Daníel Hafsteinsson og Hallgrímur Mar Steingrímsson sem byrja þennan leik eftir að hafa byrjað í Belgíu.

Inn koma Steinþór Már Auðunsson sem oftast er kallaður Stubbur, Alex Freyr Elísson, Ingimar Torbjörnsson Stöle, Ívar Örn Árnason sem er með fyrirliðabandið, Pætur Peteresen, Harley Willard, Jakob Snær Árnason og Elfar Árni Aðalsteinsson.

Átta breytingar eru á liði Club Brugge frá síðasta leik. Simon Mignolet er í markinu og með bandið. Hugo Vetlesen er á miðjunni og Antonio Nusa er á vinstri kantinum. Jorne Spileers, Andreas Skov Olsen og Hans Vaneken ferðuðust ekki með Club Brugge í leikinn.

Í viðtali í gær sagði þjálfari KA frá því að þeir Andri Fannar Sefánsson, Bjarni Aðalsteinsson og Dusan Brkovic myndu ekki spila í dag.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Dómarar leiksins eru Ítalir Michael Fabbri er dómari leiksins en hann hefur töluverða reynslu af ítölsku Serie A deildinni. Honum til aðstoðar verða líka ítalir en það eru þeir Giorgio Peretti og Domenico Palermo.
Fyrir leik
Club Brugge byrjað vel í deildinni Club Brugge er með 7 stig í deildinni eftir 3 leiki og eftir síðasta leik gegn KA spiluðu þeir gegn Eupen í deildinni þar sem þeir unnu 5-0. Það voru norrænir leikmenn á skotskónum í þeim leik en Andreas Skov Olsen skoraði 2 og Philip Zinckernagel skoraði einnig 2.
Fyrir leik
Líkleg endastöð hjá KA í Evrópu KA tapaði fyrri leiknum 5-1 þar sem 5 mínútna kafli í lok fyrri hálfleiks gerði út um leikinn. Staðan var 1-0 lengi vel í fyrri hálfleik en belgíska liðið skoraði 3 mörk frá 40. mínútu til 45. mínútu og því var staðan 4-0 í hálfleik. KA spilaði við Breiðablik milli þessara tveggja leikja á Akureyri og þar enduðu leikar 1-1.
Fyrir leik
Leikurinn er í beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá Laugardalsvellinum þar sem KA og Club Brugge munu mætast í undankeppni Sambandsdeildarinnar.
Byrjunarlið:
22. Simon Mignolet (m)
4. Joel Ordonez
6. Denis Odoi
8. Michal Skoras
10. Hugo Vetlesen ('46)
27. Casper Nielsen ('20)
28. Dedryck Boyata
32. Antonio Nusa ('61)
64. Kyriani Sabbe
70. Roman Yaremchuk ('80)
77. Philip Zinckernagel ('61)

Varamenn:
29. Nordin Jackers (m)
15. Raphael Onyedika ('46)
17. Tajon Buchanan
44. Brandon Mechele
55. Maxim De Cuyper ('61)
62. Shion Homma ('20)
76. Romeo Vermant ('61)
99. Thiago ('80)

Liðsstjórn:
Ronny Deila (Þ)

Gul spjöld:
Denis Odoi ('41)
Philip Zinckernagel ('60)

Rauð spjöld: