Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
HK
2
2
FH
0-1 Davíð Snær Jóhannsson '13
Anton Søjberg '63 1-1
Anton Søjberg '87 2-1
2-2 Gyrðir Hrafn Guðbrandsson '91
20.08.2023  -  19:15
Kórinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Fínasta hitastig hérna inni
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Maður leiksins: Anton Søjberg (HK)
Byrjunarlið:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
2. Kristján Snær Frostason ('83)
4. Leifur Andri Leifsson (f)
6. Birkir Valur Jónsson ('83)
7. Örvar Eggertsson
8. Arnþór Ari Atlason
9. Anton Søjberg
11. Marciano Aziz ('64)
18. Atli Arnarson
20. Sigurbergur Áki Jörundsson ('67)
21. Ívar Örn Jónsson ('64)

Varamenn:
12. Stefán Stefánsson (m)
14. Brynjar Snær Pálsson ('64)
16. Eiður Atli Rúnarsson ('83)
19. Birnir Breki Burknason ('83)
20. Ísak Aron Ómarsson
23. Hassan Jalloh ('64)
30. Atli Þór Jónasson ('67)

Liðsstjórn:
Ómar Ingi Guðmundsson (Þ)
Gunnþór Hermannsson
Birkir Örn Arnarsson
Ólafur Örn Ásgeirsson
Kári Jónasson
Jón Stefán Jónsson
Agnar Þorláksson

Gul spjöld:
Kristján Snær Frostason ('40)
Ívar Örn Jónsson ('54)
Atli Þór Jónasson ('93)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þvílíkar loka mínútur hér! Boltinn fór fram og til baka, teig í teig en hvorugt liðið náði að bæta við. Frábærum leik hér lýkur með jafntefli!

Skýrsla og viðtöl væntanleg í kvöld.
94. mín Gult spjald: Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (FH)
Þetta er fyrir dýfu inn í teig. Veit ekki með þetta, maður verður að sjá endursýningar af þessu!
93. mín Gult spjald: Atli Þór Jónasson (HK)
91. mín MARK!
Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (FH)
Stoðsending: Haraldur Einar Ásgrímsson
Það er drama!! Viðar setur frábæran bolta fyrir teiginn sem enginn nær til en þá fer boltinn bara á fjær til Kjartans Kára sem tekur skot á markið og Gyrðir nær að pota í boltan til að tryggja að þetta færi nú á markið.

Vörn HK algjörlega sofandi þarna!
89. mín Gult spjald: Davíð Snær Jóhannsson (FH)
87. mín MARK!
Anton Søjberg (HK)
Þvílík mistök hjá FH!! Atli Þór fær boltan inn á teig og Sindri kemur út til að hrifsa af honum boltan. Þeir lenda þá bara saman og boltinn hröklast til Sojberg sem fær að skota á opið markið.
85. mín
Inn:Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (FH) Út:Vuk Oskar Dimitrijevic (FH)
83. mín
Inn:Birnir Breki Burknason (HK) Út:Birkir Valur Jónsson (HK)
83. mín
Inn:Eiður Atli Rúnarsson (HK) Út:Kristján Snær Frostason (HK)
78. mín
Inn:Grétar Snær Gunnarsson (FH) Út:Finnur Orri Margeirsson (FH)
78. mín
Inn:Kjartan Kári Halldórsson (FH) Út:Arnór Borg Guðjohnsen (FH)
75. mín
Arnór Borg með skot fyrir utan teig en beint á Arnar í markinu.
72. mín
Hassan Jalloh reynir að leyka listir sínar fyrir utan teig og hrista mannin af sér, það tekst ekki alveg og því fer skotið hans beint í varnarmann.
67. mín
Inn:Atli Þór Jónasson (HK) Út:Sigurbergur Áki Jörundsson (HK)
64. mín
Inn:Hassan Jalloh (HK) Út:Marciano Aziz (HK)
64. mín
Inn:Brynjar Snær Pálsson (HK) Út:Ívar Örn Jónsson (HK)
63. mín MARK!
Anton Søjberg (HK)
Stoðsending: Örvar Eggertsson
Gjörsamlega gegn gangi leiksins! HK hefur lítið sem ekkert náð að sækja að viti síðan seinni hálfleikurinn byrjaði. Núna kom einn langur bolti fram og Örvar með harðfylgi nær að halda í boltan og setur svo frábæran bolta inn fyrir vörn FH og Sojberg klárar frábærlega!
61. mín
Frábær varsla hjá Arnari! Björn Daníel valsar áfram beint á vörn HK-inga og tekur svo skotið þegar hann keumr að teignum. Það stefnir niður í fjærhornið en Arnar ver alveg meistaralega.
58. mín
Þrumu langskot frá Sojberg en tiltölulega beint á Sindra.
56. mín
Áfram heldur Davíð að skjóta og aftur fer boltinn bara rétt framhjá.
55. mín
Frábær tækni frá Arnóri Borg þegar hann gefur boltan á Viðar. Viðar tekur svo skemmtilega stefnubreytingu fyrir utan teig og tekur skotið en rétt framhjá.
54. mín Gult spjald: Ívar Örn Jónsson (HK)
52. mín
HK sækir hratt og Sojberg er með boltan í teignum. Hann hleypur þverrt yfir teiginn og reynir svo að setja boltan á Aziz sem reynir að teygja sig til boltans en nær ekki alveg. Algjört dauðafæri ef Aziz hefði náð að pota í boltan þarna.
48. mín
Sigurbergur Áki og Finnur Orri lenda saman, Sigurbergur eitthvað þjáður eftir þetta en hann heldur áfram leik.
46. mín
Davíð með frábæra tækni til að fara framhjá einum leikmanni svo tekur hann skotið sem er bara rétt framhjá.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er hafinn!
45. mín
Hálfleikur
Þrælskemmtilegum fyrri hálfleik lokið hér í Kórnum. FH verið með yfirhöndina og hefðu hæglega getað bætt við fleiri. HK hinsvegar hættulegir á skynisóknum við og við.
45. mín
1 mínúta í uppbót.
40. mín Gult spjald: Kristján Snær Frostason (HK)
39. mín
HK fær horn og Ívar setur boltan inn í teig, Sindri kýlir boltan burt en boltinn fer bara beint á Arnþór Ara sem tekur skotið en hann fer í varnarmann og FH nær svo að hreinsa.
35. mín
Davíð Snær vinnur boltan hátt á vellinum eftir góða pressu, hann kemur svo með frábæra sendingu inn fyrir á Arnór Borg sem kemst í gott færi en Arnar ver frá honum.
32. mín Gult spjald: Kjartan Henry Finnbogason (FH)
31. mín
FH fær aukaspyrnu í frábæru skotfæri.

Davíð tekur spyrnuna en skotið frá honum fer hátt yfir markið.
29. mín
Viðar Ari með góða sendingu inn á teig á Davíð sem er í góðu færi en skotið hans ekki nógu gott og Arnar ver.
26. mín
Frábært hlaup hjá Örvari! Örvar fær boltan í kringum miðhringinn og tekur á rás. Hann fer framhjá einum og tekur svo skot sem er að stefna niður í fjærhornið en Sindri gerir vel og ver frá honum.
23. mín
Þarna skall hurð nærri hælum hjá HK FH eiga horn eftir horn hérna og upp úr einu þeirra dettur boltinn dauður rétt við hliðin á markinu og boltinn settur fyrir markið þar sem HK-ingar viðast bjarga á línu.
20. mín
FH í þungri sókn Skömmu seinna fellur boltinn til Kjartans Henry inn í teig og hann tekur fast skot en frekar beint á Arnar sem nær að verja boltan í horn.
20. mín
Það er sjálfstraust í Davíð Snæ Davíð fær boltan á um það bil miðjum vellinum, hann keyrir svo bara fram og lætur vaða fyrir utan teig en það fer rétt yfir.
18. mín
Kjartan Henry gerir frábærlega í að vinna boltan af Birki Val í öftustu línu en svo er framhjaldið mjög illa gert. Hann tekur eitt skref og lætur vaða frá 30+ metrum, hittir ekki boltan og boltinn rúllar bara hægt útaf.
16. mín
Haraldur Einar með góða fyrirgjöf úr aukaspyrnu en FH-ingar ekki nógu skarpir inn í teig. Boltinn siglar rétt framhjá þeim öllum.
13. mín MARK!
Davíð Snær Jóhannsson (FH)
Stoðsending: Viðar Ari Jónsson
Þvílik þruma!!! Frábært mark hjá Davíð! Hann fær boltan fyrir utan teiginn og hugsar sig ekki lengi um heldur lætur hann vaða og boltinn fer fast upp í fjærhornið!
10. mín
HK vinnut boltan hátt upp á velli og eru fljótir að koma boltanum inn í teig. Þar setur Kristján boltan á Atla en boltinn skoppaði frekar óþægilega og Atli nær ekki nógu góðu skoti, þannig Sindri varði.
6. mín
Viðar Ari og Arnór Borg vinna vel saman upp hægri kantinn og Viðar kemst í ágætt skotfæri en Arnar ver frá honum.
5. mín
Smá skrýtið skot/fyrirgjöf frá Haraldi sem fer hátt yfir markið.
4. mín
Góður bolti inn á teig frá Aziz sem FH þarf að hreinsa í horn.

Ívar tekur hornspyrnuna og setur boltan stutt á Atla sem kemur með fyrirgjöfina en of nálægt Sindra sem grípur boltan.
1. mín
Leikur hafinn
Jóhann flautar leikinn af stað!
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin Ómar Ingi Guðmundsson gerir 4 breytingar á liðinu sem tapaði 6-1 fyrir Víking en það eru þeir Ahmad Faqa, Eiður Atli Rúnarsson, Atli Hrafn Andrason og Hassan Jalloh sem koma út úr liðinu og í stað þeirra koma Kristján Snær Frostason, Leifur Andri Leifsson, Örvar Eggertsson og Marciano Aziz.

Heimir Guðjónsson gerir eina breytingu á liðinu sem vann 2-1 gegn ÍBV en það er Arnór Borg Guðjohnsen sem kemur inn í liðið en Ástbjörn Þórðarson sest á bekkinn.
Fyrir leik
Dómari leiksins Jóhann Ingi Jónsson mun dæma þennan leik en honum til aðstoðar verða Jóhann Gunnar Guðmundsson og Rúna Kristín Stefánsdóttir.

Eftirlitsmaður er Ingi Jónsson og varadómari er Gylfi Már Sigurðsson
Fyrir leik
FH einnig ekki í sínu besta formi FH hefur safnað jafn mikið af stigum í síðustu 5 leikjum og HK eða 6 stig. Þeir hafa unnið 2 leiki og tapað 3 af þeim, það gæti þó verið örlítið jákvæðara fyrir FH að síðasti leikurinn þeirra var 2-1 sigur á ÍBV
Fyrir leik
HK ekki safnað mikið af stigum nýlega HK er ekki í besta forminu miðað við síðustu leiki. Þeir töpuðu síðast 6-1 gegn Víkingum og alls hafa þeir bara náð 6 stigum úr síðustu 5 leikjum en þeir hafa gert 3 jafntefli, tapað einum og unnið einn.
Fyrir leik
Baráttan um top 6 Liðin sem mætast hér í kvöld eru bæði í harðri baráttu um að tryggja sér sæti í efri hlutanum áður en að deildinni er skipt. HK er í 7. sæti sem stendur með 23 stig á meðan FH er í 6. sæti með 27 stig.
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik HK gegn FH í Bestu deild karla.

Leikurinn verður spilaðir í Kórnum og hefst klukkan 19:15
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
Kjartan Henry Finnbogason
3. Haraldur Einar Ásgrímsson
4. Ólafur Guðmundsson (f)
8. Finnur Orri Margeirsson ('78)
10. Björn Daníel Sverrisson
11. Davíð Snær Jóhannsson
11. Arnór Borg Guðjohnsen ('78)
23. Viðar Ari Jónsson
29. Vuk Oskar Dimitrijevic ('85)
34. Logi Hrafn Róbertsson

Varamenn:
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
5. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson ('85)
6. Grétar Snær Gunnarsson ('78)
7. Kjartan Kári Halldórsson ('78)
19. Eetu Mömmö
22. Dagur Traustason
22. Ástbjörn Þórðarson
27. Jóhann Ægir Arnarsson

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Sigurvin Ólafsson (Þ)
Fjalar Þorgeirsson
Guðmundur Jón Viggósson
Andres Nieto Palma
Benjamin Gordon Mackenzie

Gul spjöld:
Kjartan Henry Finnbogason ('32)
Davíð Snær Jóhannsson ('89)
Gyrðir Hrafn Guðbrandsson ('94)

Rauð spjöld: