Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
HK
1
1
Fram
0-0 Fred Saraiva '27 , misnotað víti
Arnþór Ari Atlason '48 1-0
1-1 Jannik Pohl '77 , víti
18.09.2023  -  19:15
Kórinn
Besta-deild karla - Neðri hluti
Aðstæður: Ekkert nýtt hér, Bongó í Kórnum
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Maður leiksins: Aron Snær Ingason
Byrjunarlið:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
2. Kristján Snær Frostason ('78)
4. Leifur Andri Leifsson (f)
5. Ahmad Faqa
7. Örvar Eggertsson
8. Arnþór Ari Atlason
9. Anton Søjberg
10. Atli Hrafn Andrason ('78)
14. Brynjar Snær Pálsson
20. Sigurbergur Áki Jörundsson ('66)
21. Ívar Örn Jónsson

Varamenn:
12. Stefán Stefánsson (m)
6. Birkir Valur Jónsson ('78)
11. Marciano Aziz ('66)
16. Eiður Atli Rúnarsson
23. Hassan Jalloh ('78)
28. Tumi Þorvarsson
29. Karl Ágúst Karlsson

Liðsstjórn:
Ómar Ingi Guðmundsson (Þ)
Gunnþór Hermannsson
Sandor Matus
Birkir Örn Arnarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Kári Jónasson
Jón Stefán Jónsson

Gul spjöld:
Brynjar Snær Pálsson ('23)
Ívar Örn Jónsson ('80)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Stigunum deilt Jæja 1-1 eftir þessar 94 mínútur

Held að Framarar verði ansi svekktir að hafa ekki tekið öll 3 stigin en virkilega skemmtilegum leik lokið hérna í Kórnum

Þakka samfylgdina, viðtöl og skýrsla seinna í kvöld
93. mín
Neinei Jannik

Ákjósanleg staða sem Framarar fá en Jannik ákveður að skjóta langt fyrir utan teig

Léleg ákvörðun
92. mín
Brynjar Snær með hörkuskot fyrir utan teig sem að Óli ver í hornspyrnu!
90. mín
Inn:Viktor Bjarki Daðason (Fram) Út:Fred Saraiva (Fram)
2008 model kominn inn á takk fyrir
89. mín
Tommi með frábæra yfirsýn á leikinn, enda situr hann í VIP stúkunni
88. mín
Örvar Eggerts fær boltann úti vinstra meginn, fer á hægri fótinn sinn og á skot í nærhornið sem að Óli Íshólm ver vel í markinu!
84. mín
FÆRI!!

Ívar Örn með geggjaða hornspyrnu inn á teig sem að Faqa skallar rétt framhjá markinu!!
83. mín
7 mínútur eftir + uppbótartími

Trúi ekki öðru en það komi sigurmark í þetta!
80. mín Gult spjald: Ívar Örn Jónsson (HK)
78. mín
Inn:Hassan Jalloh (HK) Út:Atli Hrafn Andrason (HK)
78. mín
Inn:Birkir Valur Jónsson (HK) Út:Kristján Snær Frostason (HK)
78. mín
Eftir að hafa skoðað þetta marg oft í sjónvarpinu er þetta bara rangt hjá Vilhjálmi Alvari, brotið var fyrir utan teig
77. mín Mark úr víti!
Jannik Pohl (Fram)
JAFN LEIKUR!!!

Hægri fótur - vinstra horn!

Þetta er orðið að alvöru leik!!
75. mín
VÍTI FYRIR FRAM!!!

Ég er ekki frá því að Vilhjálmur Alvar hefur rangt fyrir sér... held þetta hafi aftur verið fyrir utan teig
72. mín
Gaman að sjá að Vilhjálmur Alvar er í svörtum og skærbleikum Adidas Predator skóm
67. mín
VÁ vel gert Vilhjálmur Alvar

Dæmir aukaspyrnu í staðinn fyrir víti þar sem flestir héldu að hann væri að dæma víti, hárréttur dómur

Búinn að læra af mistökunum frá því á Vivaldi vellinum
66. mín
Inn:Marciano Aziz (HK) Út:Sigurbergur Áki Jörundsson (HK)
Sóknarþengjandi skipting

Áhugavert
65. mín
Atli Hrafn Andrason reynir skot langt utan af velli en það er töluvert framhjá

Um að gera
61. mín
Framarar vilja víti!

Mjög spes varnarleikur hjá Sigurberki Áka en held að Aron hafi bara farið of auðveldlega niður
59. mín
Bjargað á línu!!!

Hornspyrna inn á teig HK þar sem að Aron Snær stekkur manna hæst í teignum og á skalla í fjærhornið, Arnar Freyr í markinu haggast ekki en Ívar Örn er á línunni og skallar boltann frá!
58. mín
Flott spil hjá Fram þar sem að Aron Jó á frábæra sendingu inn á teig á Aron Snæ en sendingin fyrir markið bara virkilega léleg, frábær staða sem Fram komu sér í þarna
52. mín
Löng sending upp kantinn sem Jannik eltir og á fyrirgjöf sem Aron Snær var að fara skalla í markið en Arnar Freyr í marki HK slær boltann burt
49. mín
JANNIK!!

Tiago með geggjaða sendingu inn fyrir vörn HK og Jannik á skot sem Arnar Freyr ver, boltinn dettur út fyrir Aron Jó sem á skot sem Faqa hendir sér fyrir

Framarar heldur betur búnir að fá færin til að skora í dag
48. mín MARK!
Arnþór Ari Atlason (HK)
Stoðsending: Ívar Örn Jónsson
SEINNI HÁLFLEIKUR BYRJAR STRAX Á MARKI !!!

Aukaspyrna á miðjum vallarhelmingi Framara og Ívar Örn kemur með fráááábæra aukaspyrnu inn á teig og Arnþór Ari skallar boltann inn!!
46. mín
Inn:Aron Jóhannsson (Fram) Út:Guðmundur Magnússon (Fram)
46. mín
Seinni er farinn af stað!!
45. mín
Hálfleikur
Jæja 0-0 hér í Kórnum þegar að Villi flautar til hálfleiks

Ef allt væri eðlilegt væri 1-0 Fram miðað við færin sem þeir hafa fengið hér í fyrri

Skemmtilegur hálfleikur, óska eftir mörkum í seinni!
45. mín
2 mínútur í uppbótartíma
43. mín
Leikurinn stöðvaður

Jannik meiddi sig í andlitinu eftir átök við Ahmad Faqa
39. mín
JANNIK!!

Frábært spil hjá Fram sem endar á því að sá gríski á sendingu fyrir markið og Jannik á skot framhjá!!

Ef Jannik hefði verið einu skrefi innar hefði hann líklegast skorað
36. mín
Varsla!!

Boltinn dettur fyrir Leif Andra inn í teig og Leifur á lúmskt skot en Óli ver þetta virkilega vel í markinu!!
36. mín
HK fá hornspyrnu frá hægri
33. mín
Ömurleg sending til baka frá Ívari Erni þar sem að Jannik og Arnar Freyr fara í kapphlaup um boltann

Sem betur fer er Arnar vel vakandi í markinu og nær að tækla boltann út af!
31. mín
Lítið gerst eftir vítaklúðrið

Villi sleppti Arnþóri Ara með gult spjald og Örvar Eggerts átt slakan skalla inn á teig

Búið að vera nokkuð jafn leikur
27. mín Misnotað víti!
Fred Saraiva (Fram)
HANN KLIKKAR!!!

Stælar í tilhlaupinu og Fred setur boltann hátt yfir markið

Agaleg spyrna!!
26. mín
VARSLA!!

Boltinn dettur fyrir Leif Andra í teignum sem á lúmkst skot í nærhornið en Óli Íshólm ver þetta virkilega vel í hornspyrnu!
25. mín
VÍTI FYRIR FRAM

Sending fyrir markið frá þeim gríska og Kristján Snær rífur Jannik niður

Klárt víti
23. mín Gult spjald: Sigfús Árni Guðmundsson (Fram)
Sigfús og Brynjar fá báðir gult spjald fyrir átök sem áttust við frá boltanum
23. mín Gult spjald: Brynjar Snær Pálsson (HK)
20. mín Gult spjald: Guðmundur Magnússon (Fram)
Kemur alltof seint inn í Arnþór Ara
18. mín
ANTON !!

HK-ingar vinna boltann á vallarhelmingi Framara, Atli Hrafn fær boltann og þræðir hann á Anton Sojberg sem kemst einn inn fyrir, Þengill gerir vel í að trufla skotið og Anton á svo skot sem lekur rééééétt framhjá markinu!
15. mín
Framarar að ógna!!

Skyndisókn upp hægri kantinn og kemur sending fyrir, Jannik fellur í teignum en Villi segir "Ekkert á þetta"

Boltinn endar hjá Fred sem leggur boltann á Adam sem á skot í átt að marki sem Jannik reynir að skalla inn en skallinn er yfir markið
13. mín
SLÁIN

Hornspyrna á fjær þar sem að Þengill skallar boltann fyrir markið og Jannik Pohl á svo skalla í slánna!!

Dauðafæri!!
12. mín
12 mínútur búnar af þessum leik og það er eiginlega ekkert að frétta hérna í Kórnum, held það séu komnar 0 marktilraunir

Fram að fá horn í þessum skrifuðu orðum
8. mín
Brynjar Snær Pálsson með fyrirgjöf frá vinstri en hún er slök og Delphin hreinsar frá
5. mín
Fred með skemmtilega takta út á vinstri kanti en er á endanum stöðvaður

Áhugaverð rimma frammundan á milli hans og Kristjáns Frosta
2. mín
Hætta á ferðum!

Jannik fær sendingu upp kantinn og keyrir inn á teig, á sendingu fyrir markið sem Fred reynir að komast í en hinn ungi Kristján Snær Frostason er fyrri til og hreinsar!
1. mín
Þengill Orrason, þessi 18 ára strákur sem er að byrja sinn fyrsta leik fyrir er með Delphin sem hafsent

Verður mjög áhugavert að sjá hvernig hann stendur sig í dag!
1. mín
Leikur hafinn
Monday Night Football - Under The Lights

Leikurinn er farinn af stað og byrja HK með boltann!
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn Þengill Orrason strákur fæddur 2005 er í byrjunarliði Fram í dag en þetta er hans fyrsti meistaraflokksleikur í efstu deild, Óskar Jónsson bakvörður Fram sem hefur byrjað alla leiki síðan að Raggi Sig tók við er ekki í hóp vegna veikinda. Framherji HK, Anton Söjberg er á sínum stað en hann hefur verið frábær síðan hann kom til HK.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Það er enginn annar en Vilhjálmur Alvar sem dæmir þennan leik í kvöld, að margra mati okkar besti dómari.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Bæði lið með 1 sigur í síðustu 5 Bæði lið koma ekkert sjóðandi heit inn í neðri-hlutann. Bæði lið eru með 2 töp, 2 jafntefli og 1 sigur

Ég held að þetta verði rosalegur leikur og það komi a.m.k. 4 mörk í þennan leik, veit bara ekki alveg hvar þau koma.
Fyrir leik
Tveir sem ég vona að spili í dag Viktor Bjarki (2008) aðeins 15 ára lék sinn fyrsta leik gegn Víkingi þann 3.september en hann er búinn að vera á eldi í 2.flokki en hann er með 12 mörk í 18 leikjum og er undir smásjá FCK, mjög spennandi framherji.

Karl Ágúst Karlsson (2007) er kraftmikill kantmaður sem hefur 5 sinnum komið við sögu í sumar, ég vona að þessir tveir fá gott tækifæri í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Lítið talað um þetta Breki Baldursson er strákur fæddur 2006, strákur sem spilar stöðu miðjumanns en síðan að Raggi Sig tók við hefur Breki byrjað alla leiki á miðjunni, vonandi að hann byrji í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
HK geta tryggt þetta í kvöld Með sigri í kvöld fara HK-ingar í 28 stig og eru þá komnir með 9 stiga forskot á Framara sem eru í næst neðsta sæti þannig með sigri eru HK-ingar nánast búnir að bjarga sér frá falli

Ef Framarar vinna í kvöld hleypir það mikilli spennu í þessa geggjuðu fallbaráttu, Fram geta sett ÍBV í fallsæti með sigri eða jafntefli í kvöld.
Fyrir leik
Góða kvöldið kæru lesendur og veriði hjartanlega velkomnir í þráðbeina textalýsingu frá Kórnum þar sem rosalegur leikur er að fara eiga sér stað þar sem að HK-ingar fá Framara í heimsókn! Þetta er alvöru leikur!
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
5. Delphin Tshiembe
7. Guðmundur Magnússon (f) ('46)
10. Fred Saraiva ('90)
15. Breki Baldursson
17. Adam Örn Arnarson
26. Jannik Pohl
27. Sigfús Árni Guðmundsson
28. Tiago Fernandes
31. Þengill Orrason
32. Aron Snær Ingason

Varamenn:
12. Benjamín Jónsson (m)
7. Aron Jóhannsson ('46)
11. Magnús Þórðarson
16. Viktor Bjarki Daðason ('90)
20. Egill Otti Vilhjálmsson
32. Mikael Trausti Viðarsson
33. Markús Páll Ellertsson

Liðsstjórn:
Ragnar Sigurðsson (Þ)
Aðalsteinn Aðalsteinsson
Magnús Þorsteinsson
Einar Haraldsson
Ingi Rafn Róbertsson
Daníel Traustason
Igor Bjarni Kostic

Gul spjöld:
Guðmundur Magnússon ('20)
Sigfús Árni Guðmundsson ('23)

Rauð spjöld: