Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
KR
2
2
Valur
0-1 Orri Hrafn Kjartansson '25
Benoný Breki Andrésson '53 1-1
1-2 Patrick Pedersen '74
Benoný Breki Andrésson '76 , víti 2-2
24.09.2023  -  14:00
Meistaravellir
Besta-deild karla - Efri hluti
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Áhorfendur: 729
Maður leiksins: Benoný Breki Andrésson
Byrjunarlið:
1. Simen Lillevik Kjellevold (m)
4. Jóhannes Kristinn Bjarnason
7. Finnur Tómas Pálmason
8. Olav Öby ('76)
9. Benoný Breki Andrésson
11. Kennie Chopart (f)
14. Ægir Jarl Jónasson
15. Lúkas Magni Magnason
16. Theodór Elmar Bjarnason (f) ('85)
19. Kristinn Jónsson
29. Aron Þórður Albertsson

Varamenn:
13. Aron Snær Friðriksson (m)
15. Lúkas Magni Magnason
17. Luke Rae ('76)
18. Aron Kristófer Lárusson
20. Viktor Orri Guðmundsson
26. Magnús Valur Valþórsson
33. Sigurður Bjartur Hallsson ('85)

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Valgeir Viðarsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson
Sigurður Jón Ásbergsson
Melkorka Rán Hafliðadóttir
Ole Martin Nesselquist

Gul spjöld:
Jóhannes Kristinn Bjarnason ('70)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta er búið! Liðin skipta á milli sín stigunum á Meistaravöllum í dag sem þýðir það að Víkingar eru sófameistarar.
Stigið gerir ekkert sérstaklega mikið fyrir KR í Evrópubaráttunni og þeir verða svekktir með að hafa ekki klárað þetta.
90. mín
+5
Jói tekur spyrnuna inn á teiginn en Sveinn grípur þetta örugglega.
90. mín
+4

KR fá aukaspyrnu á hættulegum stað, ná þeir að klára þetta?
90. mín
Tryggvi Hrafn!!! Valsmenn sækja hratt og Lúkas Logi á fínan bolta inn á þar sem Tryggvi Hrafn er og nær skoti á markið en Simen ver vel!!
90. mín
+4
Jói tekur spyrnuna inn á teiginn en boltinn fer í gegn um allan pakkann.
90. mín
+3

KR eru að vinna hornspyrnu.
90. mín
+1
Fimm mínútur í uppbótartíma, fáum við dramatík?
89. mín
Aron Þórður með skrýtna sendingu til baka á Simen sem nær að þó að koma boltanum fram völlinn.
87. mín
Inn:Lúkas Logi Heimisson (Valur) Út:Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
86. mín
Hornspyrnan kemur inn á markteiginn þar sem Finnur Tómas rís hæst en nær ekki stjórn á skallanum og skallar boltann beint upp í loftið og Valsarar koma boltanum svo frá.
85. mín
Inn:Sigurður Bjartur Hallsson (KR) Út:Theodór Elmar Bjarnason (KR)
85. mín
Luke Rae með tilraun fyrir utan teig en skotið fer af varnarmanni og aftur fyrir.
84. mín
Valsarar vilja hendi víti á Theodór Elmar en Jóhann Ingi hristir bara hausinn yfir þessu.
84. mín
Luke Rae með sendingu inn á boxið sem Sveinn virðist vera með í teskeið. Hann missir boltann hins vegar aðeins frá sér en er svo fyrstur að bregðast við og handsamar boltann.
82. mín
Orri Sigurður með góða tæklingu á Jóa Bjarna sem er að komast í gott skotfæri.
79. mín Gult spjald: Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Það er að færast hiti í þetta hérna síðustu mínúturnar, tæklingar og köll úr stúkunni. Haukur Páll fer í hættulega tæklingu á miðjum velli og uppsker eitt gult.
76. mín
Inn: Luke Rae (KR) Út:Olav Öby (KR)
76. mín Mark úr víti!
Benoný Breki Andrésson (KR)
Það er allt að frétta á Meistaravöllum Haukur Páll brýtur klaufalega á Ægi Jarli inn á teignum. Benoný fer á punktinn og klárar örugglega og sendir Sveiní vitlaust horn.
74. mín MARK!
Patrick Pedersen (Valur)
Stoðsending: Tryggvi Hrafn Haraldsson
Valsmenn sækja upp hægri kantinn og þaðan ber Tryggvi Hrafn boltann inn á völlinn og rúllar honum á Patrick sem er einn og lætur vaða og boltinn endar í netinu.
70. mín Gult spjald: Jóhannes Kristinn Bjarnason (KR)
Fær spjald fyrir mótmæli.
69. mín
KR fá horn eftir góða sókn sem Valsarar skalla aftur fyrir hinum megin og KR fá annað horn. Það kemur inn á teiginn og þar nær einhver KRingur til boltans og setur hann fram hjá.
69. mín
Inn:Guðmundur Andri Tryggvason (Valur) Út:Adam Ægir Pálsson (Valur)
69. mín
Inn:Haukur Páll Sigurðsson (Valur) Út:Hlynur Freyr Karlsson (Valur)
Hlynur Freyr fer meiddur út af en hann er búin að þurfa aðhlynningu allavega þrisvar í þessum leik.
65. mín
Benoný er allt í einu sloppinn einn í gegn eftir að hafa leikið á Valsmenn en Hólmar Örn eltir hann uppi og kemur boltanum frá.
63. mín
Theodór Elmar í fínni skotstöðu fyrir utan teiginn en rennir honum frekar út til Jóa sem á skot en hittir ekki rammann. Spurning hvort að Theodór Elmar hefði átt að fara sjálfur í skotið þarna.
62. mín
KR eru fljótir að koma boltanum frá og upp í hlaupið hjá Kristni Jónssyni sem er með Adam Ægi á eftir sér. Adam nær að koma í veg fyrir að Kiddi nái að klára hlaupið og hann á svo slaka sendingu sem hittir ekki samherja.
61. mín
Tryggvi Hrafn vinnu horn fyrir Val.
59. mín
Patrick fær bolta aftur fyrir vörnina og ætlar að setja hann fyrir en Lúkas Magni gerir vel og nær góðri tæklingu, setur hann í Patrick og KR eiga markspyrnu.
57. mín
Inn:Orri Sigurður Ómarsson (Valur) Út:Orri Hrafn Kjartansson (Valur)
Markaskorarinn tekinn af velli
55. mín
KR halda áfram að sækja og vinna horn. Spyrnan er tekin inn á teiginn en Sveinn kýlir boltann frá en KRingar vinna boltann aftur og koma honum inn á teiginn og það er KR tá sem nær til boltans og kemur honum á markið en Sveinn ver stórvel. Sóknin er þó ekki búin og Benoný fær hann utarlega í teignum, lætur vaða og setur hann rétt yfir.
53. mín MARK!
Benoný Breki Andrésson (KR)
Stoðsending: Kristinn Jónsson
ÞEIR JAFNA Theodór Elmar er með boltann á miðjum vallarhelmingi Vals og dregur í sig menn áður en hann rúllar boltanum út til vinstri á Kristinn Jónsson sem setur hann fyrir markið og finnur Benoný á nærstönginni sem potar boltanum niðri í nærhornið.
50. mín
ÚFF SIMEN Simen ætlar að rúlla boltanum á Finn Tómas af ca fimm metra færi en hittir ekki á hann og Valsmenn komast inn í boltann. Orri Hrafn fær dauðafæri upp úr þessu sem hann setur fram hjá og Simen sleppur með skrekkinn.
49. mín
Tryggvi Hrafn með fyrirgjöf sem er of innarlega og Simen grípur boltann örugglega.
48. mín
Aron Þórður kemur sér í ágæta stöðu inn á teignum og er að reyna að finna skotið en Hólmar Örn nær að fipa hann og kemur boltanum frá.
48. mín
Sigurður Egill brýtur á Jóa Bjarna sem er að sleppa inn á teiginn. Siggi hefði lítið getað sagt við spjaldi þarna en sleppur.
47. mín
Kristinn Jónsson tekur spyrnuna sem er næstum eins og hornspyrna nema innar á vellinum og virðist bara láta vaða á markið en boltinn fer yfir.
46. mín
KR byrjar seinni hálfleikinn.
45. mín
Hálfleikur
Valsarar fara með eins marks forystu inn í hálfleikinn. KRingar verið betra liðið á vellinum en ná ekki að koma boltanum í netið og það er víst það sem telur.
45. mín
+3
KRingar eru að fara illa með góðar stöður framarlega á vellinum og ættu að vera búnir að skora mark eða tvö hér í fyrri.
45. mín
+1
Fimm mínútum bætt við fyrri hálfleikinn.
45. mín
+1
Aron Þórður á skot á mark sem Sveinn ver í horn
45. mín
KRingar í sókn og Kristinn Jónsson nær skoti á markið en það er laust og Sveinn ekki í miklum vandræðum með það.
44. mín
Valsarar eiga fínt spil á vinstri kantinum sem endar með hlaupi inn fyrir frá Tryggva Hrafni sem fær boltann en hann er flaggaður rangstæður.
41. mín
KR í álitlegri stöðu en Ægir Jarl á allt of fasta fyrirgjöf á Benoný sem nær ekki stjórn á boltanum.
39. mín
Sveinn Sigurður!!! Fyrirgjöf frá hægri finnur hausinn á Benoný Breka inn á teignum sem á fínan skalla en Sveinn ver mjög vel.
37. mín
Benoný Breki liggur eftir og heldur um hausinn eftir samstuð við Svein og fær aðhlynningu. Sveinn fær rautt spjald frá Bóasi í stúkunni en Jóhann Ingi lætur það nú vera.
35. mín
Allt að verða vitlaust Valsmegin í stúkunni eftir tvær ákvarðanir frá dómaranum gegn þeim í röð en ég sá ekki betur en að þetta hafi verið rétt hjá Jóhanni.
29. mín
Valsarar fá horn sem Tryggvi Hrafn tekur inn á teiginn og Patrick nær skallanum en KRingar henda sér fyrir það og koma boltanum frá.
25. mín MARK!
Orri Hrafn Kjartansson (Valur)
Þvert gegn gangi leiksins!! Birkir Már fær háan bolta upp í hægra hornið og kemur fyrirgjöf fyrir markið. Boltinn fer í einhvern KRing í teignum og þaðan til Orra Hrafns. Hann tekur góða gabbhreyfingu og sendir Kennie Chopart fljúgandi fram hjá sér og nær skoti á markið sem endar í netinu.
23. mín
Kristinn Jónsson tekur spyrnuna inn á teiginn en Valsmenn skalla frá. Þeir koma boltanum þó ekki langt og sóknin heldur áfram þangað til að Valsmenn ná almennilegri hreinsun
22. mín
Kennie vinnur horn fyrir KR
18. mín
Eftir góðað sókn hjá KR nær Jóhannes Kristinn skoti á markið en það er rétt fram hjá.
17. mín
KR hafa stjórnað leiknum þessar fyrstu mínútur. Halda vel í boltann og mjög agressívir í pressunni leið og þeir tapa honum. Valsmenn komast lítið áleiðis.
13. mín
Smá bras í öftustu línu hjá KR og Simen fær slakan bolta til baka en hann nær að bjarga þessu og kemur boltanum frá.
13. mín
Aftur eru Ægir Jarl og Theodór Elmar að tengja og sá síðarnefndi í góðu færi sem Sveinn ver í horn.
Þeir ná svo ekki að nýta hornið.
9. mín
Hlynur stóð upp og kominn aftur inn á og leikurinn farinn af stað.
8. mín
Hlynur Freyr liggur, heldur um öxlina og þarf aðhlynningu eftir samstuð við Aron Þórð.
8. mín
Fyrsta skot Valsmanna á Adam Ægir fyrir utan teig en hann hittir ekki markið.
4. mín
Sveinn á lélegan bolta fram völlinn sem KRingar komast inn í. Ægir Jarl fær boltann á miðjum vallarhelmingi Vals og ber hann aðeins upp áður en hann rennir honum til vinstri á Theodór Elmar sem nær skoti en Sveinn ver.
2. mín
Ægir Jarl!!! Kennie fær boltann háan upp í hægri hornið og nær fínum bolta fyrir markið á Theodír Elmar. Hann er í vandræðum með að ná stjórn á boltanum en kemur honum þó á Ægi Jarl sem lætur vaða í hörkuskot en það hittir ekki markið.
1. mín
Þetta er komið í gang.
Fyrir leik
Liðin ganga inn á völlinn á eftir rauða ljóninu og fána með mynd af Bjarna Fel. Það er farið stuttlega yfir feril Bjarna bæði sem knattspyrnumaður og íþróttafrétta maður áður en það er mínútu þögn til heiðurs hans.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Byrjunarliðin klár KR gerði 2 - 2 jafntefli við Víking á miðvikudagskvöldið og frá þeim leik gerir Rúnar Kristinsson þjálfari liðsins eina breytingu á liðinu. Jakob Franz Pálsson fór meiddur af velli í Víkinni og er ekki með í dag, Finnur Tómas Pálsson kemur í vörnina í hans stað. stefán Árni Geirsson sem kom sterkur inn sem varamaður gegn Víkingi er ekki í hóp.

Valur vann 2 - 0 heimasigur á Stjörnunni á sunnudaginn og frá þeim leik gerir Arnar Grétarsson þjálfari liðsins líka eina breytingu. Aron Jóhannsson tekur út leikbann fyrir að hafa fengið sjö gul spjöld í sumar og í hans stað kemur Orri Hrafn Kjartansson.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Fyrri viðureignir liðanna í sumar Það er ekki hægt að segja annað en að KRingar munu eiga erfiðan dag á skrifstofunni en fyrri leikir liðanna í sumar segja eitthvað til um leikinn í dag.

Fyrri leikurinn var spilaður 7. maí á Hlíðarenda og mættu KR bara ekki til leiks þann daginn. Valsarar unnu þann leik 5-0 en á þessum tímapunkti í mótinu voru KR með 4 stig úr 6 leikjum og kórónaði þetta erfiða byrjun á mótinu.

Seinni leikurinn var spilaður í veðurblíðu 31. júlí á Meistaravöllum og aftur fóru Valsarar illa með KR. Leikurinn endaði 0-4 Val í vil og samanlögð markatala þessara leikja því 9-0. KRingar eiga harm að hefna hér í dag og mæta líklega vel gíraðir.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Fyrir leik
Valur Valsarar eru nokkurn veginn að spila upp á stoltið þessa dagana og hafa ekki miklu að keppa. Þeir hafa þó talað um það að þeir ætli sér að vinna úrslitakeppnina og með sigri í dag tryggja þeir sér endanlega 2. sætið. Þeir fengu Stjörnuna í heimsókn á Hlíðarenda í síðasta leik og náðu þar í 3 stig eftir brösulega byrjun á leiknum. Stjarnan sótti og sótti en það var Birkir Heimisson sem kom Völsurum yfir með geggjuðu marki og það var svo Hlynur Freyr sem kláraði leikinn fyrir Valsara með marki á 98. mínútu.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Fyrir leik
KR KR situr í neðsta sæti efri hlutans eins og er með 33 stig og því ekki langt í liðin fyrir ofan þar sem Stjarnan er með 34 stig, FH með 37 stig og Blikar með 38 stig. Þeir eru ennþá inni í Evrópubaráttunni og því um gríðarlega mikilvægan leik að ræða fyrir þá. Þeir heimsóttu Víkinga í Fossvoginn í síðasta leik þar sem þeir lentu 2-0 undir í fyrri hálfleik en gáfu í í þeim seinni og jöfnuðu leikinn með mörkum frá Benoný Breka og Kristni Jónssyni. Þrjú stig í dag gætu gert mikið fyrir KR, sérstaklega í ljósi þess að FH og Stjarnan eru að mætast á sama tíma og því ljóst að allavega annað liðið mun tapa stigum þar.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Fyrir leik
Spámaður umferðarinnar Valgeir Valgeirsson, leikmaður Örerbö, spáði í þessa umferð og hann spáir þessum leik 0-2.

KR 0 - 2 Valur (14:00 á sunnudag)
Orri Hrafn vill tryggja þetta annað sæti strax og gerir það með einu marki og einni stoðsendingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Dómarateymið Jóhann Ingi Jónsson verður maðurinn með flautuna í leiknum og honum til aðstoðar eru Egill Guðvarður Guðlaugsson og Ragnar Þór Bender með sitthvort flaggið, Kristinn Jakobsson eftirlitsmaður og Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson er varadómari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
KR-ingar minnast Bjarna Fel
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hr. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur boðað komu sína á leikinn sem hefst klukkan 14:00 í dag að því er kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Þegar liðin ganga inn á völlinn mun fáni með mynd af Bjarna fylgja í fararbroddi inn að stúkunni en búist er við fjölda fólks á völlinn og þeirra á meðal er fjölskylda Bjarna sem mun verða í stúkunni og taka þátt í að heiðra hann.

Bjarni lést fimmtudaginn 14. setpember síðastliðinn í Danmörku, 86 ára að aldri. Hann er fyrrverandi íþróttafréttamaður og landsliðsmaður í fótbolta.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Víkingar sófameistarar? KR-ingar geta hjálpað Víkingum að landa Íslandsmeistaratitlinum. Ef Valur tapar stigum á Meistaravöllum, þá verður Víkingur meistari.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Góðan og gleðilegan Verið velkomin í þessa þráðbeinu textalýsingu frá leik KR og Vals. Það er flautað til leiks klukkan 14:00 á Meistaravöllum.

Byrjunarlið:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
2. Birkir Már Sævarsson (f)
3. Hlynur Freyr Karlsson ('69)
5. Birkir Heimisson
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson (f) ('87)
11. Sigurður Egill Lárusson
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
15. Hólmar Örn Eyjólfsson
19. Orri Hrafn Kjartansson ('57)
22. Adam Ægir Pálsson ('69)

Varamenn:
Kristján Hjörvar Sigurkarlsson (m)
14. Guðmundur Andri Tryggvason ('69)
17. Lúkas Logi Heimisson ('87)
18. Þorsteinn Emil Jónsson
20. Orri Sigurður Ómarsson ('57)
29. Óliver Steinar Guðmundsson

Liðsstjórn:
Arnar Grétarsson (Þ)
Haukur Páll Sigurðsson
Kjartan Sturluson
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Jóhann Emil Elíasson
Örn Erlingsson
Sigurður Heiðar Höskuldsson

Gul spjöld:
Haukur Páll Sigurðsson ('79)

Rauð spjöld: