Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
Víkingur R.
2
1
FH
0-1 Björn Daníel Sverrisson '31
Ástbjörn Þórðarson '55
Aron Elís Þrándarson '80 1-1
Nikolaj Hansen '83 2-1
28.09.2023  -  19:15
Víkingsvöllur
Besta-deild karla - Efri hluti
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Maður leiksins: Aron Elís Þrándarson
Byrjunarlið:
Þórður Ingason
6. Gunnar Vatnhamar
7. Erlingur Agnarsson
8. Viktor Örlygur Andrason ('68)
9. Helgi Guðjónsson
11. Gísli Gottskálk Þórðarson ('68)
12. Halldór Smári Sigurðsson
18. Birnir Snær Ingason ('47)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
23. Nikolaj Hansen (f)
24. Davíð Örn Atlason

Varamenn:
1. Ingvar Jónsson (m)
99. Uggi Jóhann Auðunsson (m)
10. Pablo Punyed ('68)
19. Danijel Dejan Djuric ('47)
21. Aron Elís Þrándarson ('68)
25. Hákon Dagur Matthíasson
29. Hrannar Ingi Magnússon
30. Daði Berg Jónsson

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Hajrudin Cardaklija
Sölvi Ottesen
Guðjón Örn Ingólfsson
Rúnar Pálmarsson
Aron Baldvin Þórðarson

Gul spjöld:
Nikolaj Hansen ('27)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Víkingar sigra! Þetta er búið!

Víkingar snéru þessu við og fara með sigur af hólmi.
93. mín
FH aðeins að ná að ýta sér ofar.

Skildi þó ekki vera að við fáum einhverja dramatík í þetta?
92. mín
Víkingar að sleppa í gegn en flaggið á loft.
91. mín
Fáum +4 á skiltið.
88. mín
Helgi Guðjóns í flottu færi en Daði Freyr sér við honum.
86. mín
Inn:Eggert Gunnþór Jónsson (FH) Út:Haraldur Einar Ásgrímsson (FH)
83. mín MARK!
Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
Stoðsending: Davíð Örn Atlason
VÍKINGAR ERU BÚNIR AÐ SNÚA ÞESSU!! Davíð Örn Atlason með stórkostlega fyrirgjöf frá hægri fyrir markið og Nikolaj Hansen nær að setja þvílíkan kraft í skallann og Daði Freyr átti aldrei séns!
80. mín MARK!
Aron Elís Þrándarson (Víkingur R.)
Stoðsending: Danijel Dejan Djuric
VÍKINGAR JAFNA!! Loksins Loksins Loksins fyrir Víkinga!

Boltinn berst á Danijel Djuric úti vinsta meginn og á frábæra fyrirgjöf fyrir markið þar sem Aron Elís nær að koma höfðinu í boltann og jafna leikinn!
78. mín
Víkingar með enn eitt hornið og Aron Elís nær að flikka boltanum en Víkingar ná ekki að komast á seinni boltann.
77. mín
Víkingar reyna finna glufur á vörn FH sem eru gríðarlega þéttir og sitja mjög neðarlega.
72. mín
Inn:Eetu Mömmö (FH) Út:Grétar Snær Gunnarsson (FH)
72. mín
Inn:Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (FH) Út:Kjartan Henry Finnbogason (FH)
69. mín
Halldór Smári með flotta fyrirgjöf sem Erlingur Agnars nær ekki að halda i leik að mati dómara.
68. mín
Inn:Aron Elís Þrándarson (Víkingur R.) Út:Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.)
68. mín
Inn:Pablo Punyed (Víkingur R.) Út:Gísli Gottskálk Þórðarson (Víkingur R.)
67. mín
Hornspyrna hjá Víkingum og Halldór Smári nær skalla sem Daði Freyr nær að blaka yfir markið.

Seinni hornspyrnan er svo ekkert spes.
64. mín
Haraldur Einar reynir að finna Kjartan Henry á teignum en Víkingar koma boltanum frá.
63. mín
Víkingar að pinna FH vel aftur.

Verður fróðlegt að sjá hvort FH nái að halda þetta út en ég myndi ekkert endilega veðja á það.
61. mín
Arnar vill ýta Víkingsliðinu ofar og kallar á þá að fara ofar.
60. mín Gult spjald: Kjartan Henry Finnbogason (FH)
Sparkar boltanum burt eftir að var búið að flagga rangstöðu.
59. mín
Inn:Dani Hatakka (FH) Út:Vuk Oskar Dimitrijevic (FH)
Heimir að bregðast við rauða spjaldinu.
55. mín Rautt spjald: Ástbjörn Þórðarson (FH)
Seinna gula! Aftur brot á Danijel Djuric og fáránlegt að láta vaða í þetta á spjaldi. Henti sér á hann og ekkert annað í stöðunni en að spjalda aftur.

3 mínútur á milli spjalda.
52. mín Gult spjald: Ástbjörn Þórðarson (FH)
Brot á Danijel Djuric.
48. mín
Birnir Snær er draghaltur hérna að ganga í átt að varamannabekk Víkinga.
47. mín
Inn:Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.) Út:Birnir Snær Ingason (Víkingur R.)
Víkingar keyra að marki og Birnir Snær ingason meiðist strax á upphafsmínútum síðari hálfleiks.
46. mín
Helgi Guðjóns sparkar okkur af stað aftur fyrir Víkinga í síðari hálfleik.
45. mín
+1

Það eru FH sem leiða í hálfleik. FH hafa verið mjög flottir í þessum fyrri hálfleik.

Víkingar ekki verið alveg nógu "sharp" og spurning hvað Arnar segir í hálfleik.

Tökum okkur stutta pásu og snúum svo aftur í síðari.
45. mín
+1 kemur á skiltið.
44. mín
Víkingar fá enn eitt hornið.

Endar með skoti frá Karli Friðleif en eitthvað segir mér að Sölvi Geir sé ekki parsáttur með nýtinguna á þessum hornum.
42. mín
Helgi Guðjóns nær að pikka boltanum til Viktor Örlygs í teignum en skotið beint á Daða Freyr sem nær að helda boltanum.
41. mín
Helgi Guðjóns við það að komast í gegn og mér sýndist klárlega brotið á honum en Ívar Orri veifar bara fingri og dæmir ekkert.

Helgi allt annað en sáttur með þá ákvörðun.
36. mín
Karl Friðleifur með flottan bolta fyrir markið sem Nikolaj Hansen nær að skalla en framhjá markinu. Hefur haft viðkomu af varnarmanni því hornspyrna dæmd.

Víkingar ná ekki að nýta hornspyrnuna.
34. mín
Viktor Örlygur Andrason með tilraun fyrir utan teig sem Daði Freyr ver.
31. mín MARK!
Björn Daníel Sverrisson (FH)
Stoðsending: Ástbjörn Þórðarson
FH KEMST YFIR!! Alvöru Frank Lampard mark þarna!

Davíð Snær keyrir í átt að marki og á ekkert spes bolta á Harald Einar sem nær þó að koma boltanum fyrir en fer í gegnum alla á teignum og til Ástbjörns sem á svo fastan bolta í teigin á Björn Daníel sem á gott skot af varnarmanni og framhjá Þórði.
29. mín
Birnir Snær Ingason í flottu skotfæri eftir flott 1v1 en Daði Freyr varði vel.
27. mín Gult spjald: Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
21. mín
Þórður Inga í smá vandræðum í uppspilinu en nær að koma boltanum útaf í innkast.
18. mín
Vuk Oskar með tilraun framhjá markinu.
14. mín
Koma boltanum á Vuk sem reynir að koma boltanum fyrir markið en Víkingar hreinsa í annað horn.

Víkingar ná svo að verjast því horni þokkalega en það er hörku kraftur í FH þessar fyrstu mínútur.
12. mín
FH í hörku sókn og fá horn.
12. mín
Birnir Snær tekur hornið og Nikolaj Hansen fellur í teignum og fórnar höndum en Ívar Orri gefur æítið fyrir það og FH kemur boltanum frá.
11. mín
Víkingar fá fyrsta horn leiksins. Birnir Snær með sprett sem endar í hornspynru.
9. mín
Ástbjörn stingur aðeins við eftir tæklingu áðan.

Vonandi er þetta bara eitt af þessu "vont en það venst".
7. mín
Vandræðagangur í öftustu línu Víkinga og Kjartan Henry fær opið færi en færið vissulega þröngt og skotið framhjá.
1. mín
Þetta er farið af stað! FH byrjar með boltann.
Fyrir leik
Liðin ganga út á völl Stef Bestu deildarinnar ómar og liðin ganga út á völl.

Það er óvenju fámennt í stúkunni hér í kvöld.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár! Víkingar þurfa þó ekki að stressa sig mikið enda búnir að tryggja sér sigur í deildinni en þeir gera fimm breytingar á liði sínu frá síðasta leik. Inn koma Þórður Ingason, Viktor Örlygur Andrason, Helgi Guðjónsson, Gísli Gottskálk Þórðarson og Davíð Örn Atlason fyrir Ingvar Jónsson, Oliver Ekroth, Pablo Punyed, Danijel Dejan Djuric og Aron Elís Þrándarson.

FH eru aftur á móti í hörku baráttu um að komast í Evrópu á næsta ári og þurfa á öllum þeim stigum sem völ er á til að tryggja sig þangað. FH gerir tvær breytingar á liði sínu en inn koma Ólafur Guðmundsson og Davíð Snær Jóhannsson fyrir Gyrðir Hrafn Guðbrandsson og Dani Hatakka.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Fyrir leik
Spámaður umferðarinnar Jón Arnar Barðdal, leikmaður KFG er spámaður umferðarinnar.
Jón Arnar og félagar hans í KFG mæta Víði í úrslitaleik Fótbolta.net bikarsins á föstudag og því við hæfi að hann sé spámaður umferðarinnar.

Víkingur 3 - 0 FH
FH-ingar ennþá vel ringlaðir eftir að hafa þurft að elta Eggert og ungu Stjörnustrákana í síðustu umferð í 90 mínútur. Birnir með stórleik og setur líklegast öll þrjú mörkin.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Fyrri rimmurnar í sumar

Fyrir leik
Víkingur R. Víkingar eru staðfestir sigurvegarar Bestu deildarinnar 2023. Það er ekkert lið sem getur náð þeim að stigum en 11 stig skilja að Víkinga og 2.sætið þegar aðeins 9 stig eru eftir í pottinum.
Víkingar töpuðu í síðustu umferð gegn Breiðablik á Kópavogsvelli en margir voru farnir að efast um að þessi vél gæti hreinlega tapað leik það sem eftir lifði móts.

Víkingar hafa átt stórkostlegt sumar í ár bæði karla og kvenna og raðað inn titlum. Víkingar eru Íslands-og bikarmeistarar karla á meðan kvennalið Víkinga er Lengjudeildarmeistari, bikarmeistari og Lengjubikarmeistari.

Víkingar hafa skorað langflest mörk allra liða í sumar eða 68 talsins.

Mörk Víkinga í sumar hafa raðast niður á:

Birnir Snær Ingason - 12 Mörk
Nikolaj Hansen - 11 Mörk
Danijel Dejan Djuric - 11 Mörk
Matthías Vilhjálmsson - 5 Mörk
Helgi Guðjónsson - 4 Mörk
Aron Elís Þrándarsson - 4 Mörk
Pablo Punyed - 3 Mörk
Gunnar Vatnhamar - 3 Mörk
Erlingur Agnarsson - 3 Mörk
Viktor Örlygur Andrason - 2 Mörk
Oliver Ekroth - 2 Mörk
Logi Tómasson - 2 Mörk
Ari Sigurpálsson - 2 Mörk
* Aðrir minna

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fyrir leik
FH FH eru í hörku Evrópubaráttu og sitja fyrir þessa umferð í 5.sæti deildarinnar með 37 stig líkt og Stjarnan sem er í 4.sætinu en markatalan er ekki með FH.
FH byrjaði vel í skiptingunni og sóttu flottan sigur á Kópavogsvöll áður en þeir fengu svo skell gegn Stjörnunni í síðustu umferð en Hafnfirðingar vonast til þess að Víkingar séu að taka fótinn aðeins af bensíngjöfinni og freista þess að sækja stig héðan af heimavelli hamingjunnar.

FH hafa skorað 44 mörk í sumar og hafa þessi mörk raðast niður á:

Kjartan Henrý Finnbogason - 9 Mörk
Úlfur Ágúst Björnsson - 7 Mörk
Gyrðir Hrafn Guðbrandsson - 7 Mörk
Davíð Snær Jóhannsson - 6 Mörk
Björn Daníel Sverrison - 3 Mörk
Vuk Oskar Dimitijevic - 3 Mörk
*Aðrir minna


Fyrir leik
Dómarateymið Ívar Orri Kristjánsson fær það verkefni að halda utan um flautuna hér í kvöld og honum til aðstoðar verða Birkir Sigurðarson og Guðmundur Ingi Bjarnason.
Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson verður í hlutverki fjórða dómara og Viðar Helgason er eftirlitsmaður.


Fyrir leik
Heil og sæl! Verið hjartanlega velkominn í þessa þráðbeinu textalýsingu frá heimavelli hamingjunnar þars sem leikur Víkinga og FH fer fram í 3.umferð efri hluta Bestu deildar karla.


Byrjunarlið:
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
Kjartan Henry Finnbogason ('72)
3. Haraldur Einar Ásgrímsson ('86)
4. Ólafur Guðmundsson (f)
6. Grétar Snær Gunnarsson ('72)
8. Finnur Orri Margeirsson
10. Björn Daníel Sverrisson
11. Davíð Snær Jóhannsson
22. Ástbjörn Þórðarson
29. Vuk Oskar Dimitrijevic ('59)
34. Logi Hrafn Róbertsson

Varamenn:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
5. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson ('72)
6. Eggert Gunnþór Jónsson ('86)
16. Hörður Ingi Gunnarsson
19. Eetu Mömmö ('72)
26. Dani Hatakka ('59)
37. Baldur Kári Helgason

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Sigurvin Ólafsson (Þ)
Ólafur H Guðmundsson
Axel Guðmundsson
Fjalar Þorgeirsson
Bjarki Reyr Jóhannesson
Benjamin Gordon Mackenzie

Gul spjöld:
Ástbjörn Þórðarson ('52)
Kjartan Henry Finnbogason ('60)

Rauð spjöld:
Ástbjörn Þórðarson ('55)