Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
Valur
4
2
Breiðablik
1-0 Anton Ari Einarsson '22 , sjálfsmark
1-1 Anton Logi Lúðvíksson '40
Patrick Pedersen '43 2-1
2-2 Kristófer Ingi Kristinsson '63
Patrick Pedersen '82 3-2
Patrick Pedersen '84 , misnotað víti 3-2
Patrick Pedersen '89 4-2
28.09.2023  -  19:15
Origo völlurinn
Besta-deild karla - Efri hluti
Dómari: Erlendur Eiríksson
Maður leiksins: Patrick Pedersen
Byrjunarlið:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
3. Hlynur Freyr Karlsson
5. Birkir Heimisson
7. Aron Jóhannsson ('65)
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson (f) ('83)
11. Sigurður Egill Lárusson
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
14. Guðmundur Andri Tryggvason ('68)
15. Hólmar Örn Eyjólfsson
20. Orri Sigurður Ómarsson

Varamenn:
Kristján Hjörvar Sigurkarlsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson ('65)
17. Lúkas Logi Heimisson ('83)
18. Þorsteinn Emil Jónsson
19. Orri Hrafn Kjartansson
22. Adam Ægir Pálsson ('68)

Liðsstjórn:
Arnar Grétarsson (Þ)
Haukur Páll Sigurðsson
Kjartan Sturluson
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Jóhann Emil Elíasson
Örn Erlingsson
Sigurður Heiðar Höskuldsson

Gul spjöld:
Birkir Heimisson ('39)
Kristinn Freyr Sigurðsson ('49)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Valsmenn tryggja sér annað sæti með flottum sigri. Pedersen munurinn á liðunum í dag.
90. mín
Fjórum mínutum bætt við.
89. mín MARK!
Patrick Pedersen (Valur)
Stoðsending: Tryggvi Hrafn Haraldsson
Þrenna frá Danmörku! Tryggvi leggur boltann fyrir á Patta sem setur þetta uppi í þaknetið!

Patti frábær í dag.
84. mín Misnotað víti!
Patrick Pedersen (Valur)
Anton ver! Slök spyrna!
84. mín Gult spjald: Anton Logi Lúðvíksson (Breiðablik)
Víti fyrir Val! Mesta víti sem ég hef séð. Brýtur á Lúkasi. Elli ætlaði fyrst ekki að dæma.
83. mín
Inn:Lúkas Logi Heimisson (Valur) Út:Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
82. mín MARK!
Patrick Pedersen (Valur)
Valur komnir í forystu! Siggi Lár með fyrirgjöf sem Adam Ægir skallar. Anton ver en Patti eins og gammur og pikkar upp frákastið og skorar!
78. mín
Inn:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) Út:Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
Þrefalt!
78. mín
Inn:Ágúst Eðvald Hlynsson (Breiðablik) Út:Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
Þrefalt!
78. mín
Inn:Klæmint Olsen (Breiðablik) Út:Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
Þrefalt!
77. mín
Damir hamrar aukaspyrnu yfir markið.
75. mín
Hinum meginn er svo Kristófer með svipaða tilraun beint á Svenna.
75. mín
Birkir með skot af löngu færi beint á Anton.
70. mín
742 Áhorfendur.
68. mín
Inn:Adam Ægir Pálsson (Valur) Út:Guðmundur Andri Tryggvason (Valur)
AP að koma inná!
67. mín
Hörkuskot! Höggi með hörkuskot sem er á leið í netið en Svenni ver vel í horn!
66. mín
Jason Daði með skalla í átt að marki en SIggi Lár bjargar á sínustu stundu.
65. mín
Inn:Birkir Már Sævarsson (Valur) Út:Aron Jóhannsson (Valur)
63. mín MARK!
Kristófer Ingi Kristinsson (Breiðablik)
Stoðsending: Viktor Karl Einarsson
Þeir jafna aftur! Flott fyrirgjöf frá Viktori og Kristofér rís hæst og skorar með fínum skalla.

Allt jafnt!
60. mín
Höggi keyrir í átt að marki og á skot sem Svenni ver í horn.
57. mín
Höggi með aukaspyrnu á fínum stað. Skotið afar gott en rétt yfir.
56. mín
Sláin! Höskuldur með flotta fyrirgjöf. Kristófer lúrir á fjær og skallar fyrir á Viktor sem skallar í slánna fyrir opnu marki!
55. mín
Horn fyrir Blika.
51. mín Gult spjald: Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)
Ljótt brot.
51. mín
Tryggvi með fínan sprett en skotið var skelfilegt og langt yfir.
49. mín Gult spjald: Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Brýtur harkalega á Viktori Karli.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
45. mín
Hálfleikur
Valsmenn yfir eftir hörkuskemmtilegan fyrri hálfleik. Sjáumst aftur eftir 15 mín!
45. mín
Einni mínutu bætt við.
43. mín MARK!
Patrick Pedersen (Valur)
Valsmenn strax aftur!! Svenni neglir boltanum fram og á Patta sem gerir allt rétt og setur þetta í netið. Anton í þessu en nær ekki að halda þessu úti.
40. mín MARK!
Anton Logi Lúðvíksson (Breiðablik)
Frábært Slútt! Kristófer með skot sem Svenni ver frábærlega út í teiginn. Anton Logi mætir á ferðinni og pleisar boltann í hornið: Frábærlega gert.
39. mín Gult spjald: Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Smá hiti og gult á báða.
39. mín Gult spjald: Birkir Heimisson (Valur)
37. mín
Blikar með öll völd! Kristófer með boltann í gegn á Jason sem skýtur yfir í fínni stöðu. Mark liggur jafnvel í loftinu.
36. mín
Anton Logi með frábæra fyrirgjöf á Kristófer sem reynir hælspyrnu í góðri stöðu en boltinn af Hlyn og aftur fyrir.
35. mín
Höskuldur tekur og reynir að snúa í átt að marki en yfir markið. Sleikti mögulega slánna.
34. mín
Orri Sigurður gerir vel og kemur veg fyrir skot frá VikoriKarl í góðri stöðu. Horn aftur.
33. mín
Hornspyrnan hættuleg frá Högga en fer rétt yfir alla. Viktor Örn nálægt því að komast í þetta.
32. mín
Kristofer tekur í vegginn og yfir.
32. mín
Hólmar fær boltann í hendina og gefur aukaspyrnu á góðum stað.
30. mín
Höskuldur tekur en Svenni gerir vel að slá frá.
30. mín
Gísli Eyjólfs gerir vel og sækir horn.
28. mín
Boltinn virðist fara upp í hendina á Kristni Frey. Hægt að dæma víti en þetta var af stuttu færi. Leyfum Ella að njóta vafans.
26. mín
Horn fyrir Blika.
22. mín SJÁLFSMARK!
Anton Ari Einarsson (Breiðablik)
ÚFF! Sprellimark á Hlíðarenda!

Aron Jó með fyrirgjöf og boltinn i bakið á Höskuldi og þaðan í átt að Antoni. Anton grípur boltann og missir hann inn. Hræðileg mistök hjá Mosfellingnum.
19. mín
Tryggvi tók og Hólmar nær skalla en hann er langt framhjá.
18. mín
Aukaspyrnan endar með horni.
17. mín
Valur fær aukaspyrnu hér eftir fínan sprett hjá Guðmundi.
9. mín
Darraðadans! Patrick með boltann fyrir og Anton Ari slæmir hönd í boltann og út í teig. Guðmundur nálægt því að komast í boltann eftir smá klafs en hornspyrna niðurstaðan. Ekkert varð úr horninu.
8. mín
Kristinn Steindórsson leikur listir sínar við hægri kantinn og kemur með boltann fyrir á Gísla sem er í góðu færi en skýtur framhjá.
6. mín
Valur fékk horn en ekkert varð úr. Tryggvi tók spyrnuna.
3. mín
Hólmar braut á Jason Daða sem féll inn í teiginn. Ekkert dæmt en ef þetta hefði verið brot þá væri það aldei víti. Hann var fyrir utan teig.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Leikur hafinn
Þetta er komið í gang. Valur byrjar með boltann og leikur í átt að miðbænum.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Liðin Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks gerir tvær breytingar frá sigrinum gegn Víkingi. Oliver Sigurjónsson og Kristinn Steindórsson koma inn í liðið og útaf í þeirra stað fara Alexander Helgi Sigurðarson og Klæmint Olsen.

Arnar Grétarsson þjálfari Vals gerir breytingar frá jafnteflinu gegn KR. Guðmundur Andri Tryggvason, Aron Jóhannsson og Orri Sigurður Ómarsson koma inn í liðið. Út í þeirra stað fara Birkir Már Sævarsson, Adam Ægir Pálsson og Orri Hrafn Kjartansson.
Fyrir leik
Valur Valur hefur ekki upp á mikið að keppa í deildinni í þessum seinustu leikjum. Liðið er tryggt í Evrópu og á ekki séns á titlinum. Með því að sleppa við tap í dag tryggir liðið þó endanlega 2. sætið í deildinni. Það yrði svo sannarlega í fyrsta skipti sem annað sæti yrði hlutskipti Arnars Grétarssonar þjálfara liðsins en hann náði því líka með KA og Breiðabliki.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét

Fyrir leik
Breiðablik Breiðablik sýndu hvers þeir eru megnugir í seinasta leik er þeir unnu 3-1 sigur á nýkryndum íslandsmeisturum Víkinga. Liðið hafði verið í lægð í smá tíma fram að því. Sigurinn kom liðinu í flotta stöðu í baráttu um evrópusæti og gefur þeim smá andrými. Sigur í dag myndi nær endanlega tryggja þetta og leyfa liðinu að setja einbeitinguna nær alfarið á Sambandsdeildina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Velkominn á Hlíðarenda Hér fer fram leikur Vals og Breiðabliks í 3. umferð efri hluta Bestu deildar Karla.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson ('78)
10. Kristinn Steindórsson ('78)
11. Gísli Eyjólfsson
13. Anton Logi Lúðvíksson
14. Jason Daði Svanþórsson ('78)
21. Viktor Örn Margeirsson
23. Kristófer Ingi Kristinsson

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
18. Eyþór Aron Wöhler
20. Klæmint Olsen ('78)
22. Ágúst Eðvald Hlynsson ('78)
28. Oliver Stefánsson
30. Andri Rafn Yeoman ('78)

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Særún Jónsdóttir
Valdimar Valdimarsson
Eyjólfur Héðinsson

Gul spjöld:
Gísli Eyjólfsson ('39)
Oliver Sigurjónsson ('51)
Anton Logi Lúðvíksson ('84)

Rauð spjöld: