Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
KR
4
3
Breiðablik
0-1 Jason Daði Svanþórsson '10
0-2 Klæmint Olsen '24
Benoný Breki Andrésson '33 1-2
1-3 Kristinn Steindórsson '45
Sigurður Bjartur Hallsson '52 2-3
Benoný Breki Andrésson '92 3-3
Luke Rae '93 4-3
01.10.2023  -  14:00
Meistaravellir
Besta-deild karla - Efri hluti
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Maður leiksins: Benoný Breki Andrésson (KR)
Byrjunarlið:
13. Aron Snær Friðriksson (m)
4. Jóhannes Kristinn Bjarnason ('80)
5. Jakob Franz Pálsson
7. Finnur Tómas Pálmason ('45)
9. Benoný Breki Andrésson
11. Kennie Chopart (f)
14. Ægir Jarl Jónasson ('45)
15. Lúkas Magni Magnason
16. Theodór Elmar Bjarnason (f)
19. Kristinn Jónsson ('64)
33. Sigurður Bjartur Hallsson ('64)

Varamenn:
1. Simen Lillevik Kjellevold (m)
8. Stefán Árni Geirsson ('64)
8. Olav Öby ('45)
10. Kristján Flóki Finnbogason
15. Lúkas Magni Magnason ('45)
17. Luke Rae ('80)
18. Aron Kristófer Lárusson ('64)
20. Viktor Orri Guðmundsson
29. Aron Þórður Albertsson

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Valgeir Viðarsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson
Melkorka Rán Hafliðadóttir
Ole Martin Nesselquist

Gul spjöld:
Finnur Tómas Pálmason ('43)
Rúnar Kristinsson ('45)
Theodór Elmar Bjarnason ('60)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
ÓTRÚLEGUR ENDIR Á ÞESSUM LEIK. KR vinnur í síðasta heimaleik Rúnars Kristinssonar í bili.
93. mín MARK!
Luke Rae (KR)
HVAÐ ER AÐ GERAST HÉRNA? Ótrúlegt! KR er að stela sigrinum.

Luke Rae með skot að marki sem fer í stöngina, í Anton Ara og inn.
92. mín MARK!
Benoný Breki Andrésson (KR)
DRAMATÍK!!!!!! KR að jafna, og það er bara verðskuldað.

Elmar með boltann á fjærstöngina, Kennie skallar boltann og Benoný mætir til að skila honum yfir línuna.
90. mín
Fimm mínútum bætt við Nóg eftir!
90. mín
Aron Kristófer með góðan sprett upp vinstra megin og á hættulegan bolta fyrir Benoný lúrir þarna en nær ekki að koma sér almennilega í boltann. Það skapast hætta en KR fær horn.
87. mín
KR-ingur liggur lífið á. Aron Kristófer neglir aukaspyrnu í Viktor Karl, sem var alltof nálægt, en fær bara innkast. Áhugaverð dómgæsla.
83. mín
Blikar búnir að leggjast aftar á völlinn og eru að verjast frekar vel. KR-ingar reyna hvað þeir geta til að finna opnanir.
82. mín
Stefán Árni fellur í teignum þegar boltinn svífur yfir. Ívar Orri sér ekkert að þessu.
81. mín
Inn:Arnór Sveinn Aðalsteinsson (Breiðablik) Út:Anton Logi Lúðvíksson (Breiðablik)
80. mín
Inn: Luke Rae (KR) Út:Jóhannes Kristinn Bjarnason (KR)
79. mín
Stefán Árni reynir skot að marki en það fer beint í varnarmann. Bjartsýnistilraun þegar hann var með fleiri möguleika í stöðunni.
78. mín
Mikil læti á vellinum allt í einu, báðir stuðningsmannahópar að láta vel í sér heyra.
76. mín
Inn:Eyþór Aron Wöhler (Breiðablik) Út:Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
76. mín
Inn:Oliver Sigurjónsson (Breiðablik) Út:Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
76. mín
Stórhættulegt! Hættulegur bolti fyrir markið og Olav nokkur Öby kemur á ferðinni. Hann nær skoti en það fer beint í varnarmann.
75. mín
Klæmint bjargar á línu! Birgir Steinn með skalla eftir hornspyrnuna en Klæmint bjargar á línu! Það liggur KR-mark í loftinu.
74. mín
Stefán Árni í fínu skotfæri á teignum en það er tiltölulega beint á Anton Ari. Hann blakar boltanum yfir. Hornspyrna sem KR fær.
73. mín
Höskuldur rennur á vellinum og lendir illa. Þetta leit alls ekki vel út.
70. mín
Tuttugu mínútur og uppbótartími eftir. Nær KR að jafna þennan leik eða siglir Breiðablik sigrinum heim í Kópavog?
68. mín
Hættulegt! Sending á bak við vörnina og Aron Kristófer er í mjög góðri stöðu. Reynir fyrirgjöf sem fer af varnarmanni og á markið. Anton Ari er þó vel á verði og nær að blaka boltanum frá.
66. mín
Inn:Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) Út:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
64. mín
Inn:Aron Kristófer Lárusson (KR) Út:Kristinn Jónsson (KR)
64. mín
Inn:Stefán Árni Geirsson (KR) Út:Sigurður Bjartur Hallsson (KR)
64. mín
Gísli í flottu skotfæri en setur boltann fram hjá markinu.
61. mín
Hættulegur bolti fyrir en KR nær að koma boltanum frá.
61. mín
Jason sækir hornspyrnu. Búinn að vera mjög öflugur í þessum leik, Mosfellingurinn.
60. mín Gult spjald: Theodór Elmar Bjarnason (KR)
Elmar pirraður og brýtur á Jasoni úti hægra megin. Verðskuldað spjald.
59. mín
Blikar fá aukaspyrnu á ágætis stað fyrir bæði skot eða fyrirgjöf. Höskuldur reynir fyrirgjöf en hún fer bara beint aftur fyrir endamörk.
55. mín
Blikar að svara þessu marki ágætlega. Fá hér hornspyrnu sem Jason Daði tekur. Það kemur ekkert úr úr hornspyrnunni.
53. mín
Sigurður Bjartur búinn að vera mjög góður í dag!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
52. mín MARK!
Sigurður Bjartur Hallsson (KR)
Stoðsending: Benoný Breki Andrésson
KR minnkar muninn aftur! Aftur eru Vesturbæingar að minnka muninn hér á Meistaravöllum!

Kennie Chopart með sendingu á bak við vörnina á Benoný sem á sendingu fyrir markið. Þar er Sigurður Bjartur á undan Damir í boltann og hann kemur honum yfir línuna.

Aftur er þetta leikur!
49. mín
"Það er aðeins einn Rúnar Kristins," syngur fámennur hópur stuðningsmanna KR.
46. mín
Fín sókn hjá Blikum. Höskuldur fær boltann við vítateigslínuna og reynir skot en Jakob Franz kemur sér fyrir.
46. mín
Seinni hálfleikur er farinn af stað
45. mín
Inn:Lúkas Magni Magnason (KR) Út:Finnur Tómas Pálmason (KR)
Tvöföld breyting.
45. mín
Inn:Olav Öby (KR) Út:Ægir Jarl Jónasson (KR)
Það er breyting í hálfleik.
45. mín Gult spjald: Rúnar Kristinsson (KR)
Þjálfari KR fékk gult spjald er liðin gengu til búningsklefa.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
45. mín
Hálfleikur
Það er komið leikhlé. Mjög vont fyrir KR að fá þetta mark í grillið nánast um leið og Ívar Orri flautar til hálfleiks. KR sterkara liðið á vellinum en Breiðablik mun sterkari á síðasta þriðjungi.
45. mín MARK!
Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
Stoðsending: Klæmint Olsen
Þvert gegn gangi leiksins! Undirritaður lítur upp og þá er Kiddi Steindórs allt í einu sloppinn í gegn. Hann gerir allt rétt og klárar vel.

Anton Ari með langan bolta upp, Klæmint skallar hann áfram og Kiddi sleppur í gegn. Varnarleikurinn afskaplega lélegur hjá KR.

KR-ingar hafa svo sannarlega verið líklegir til að jafna en fá svo á sig þriðja markið rétt fyrir leikhlé.
44. mín
Höskuldur með skot úr aukaspyrnunni en Aron Snær grípur boltann.
43. mín Gult spjald: Finnur Tómas Pálmason (KR)
Brýtur á Gísla. Þetta er bara skotfæri fyrir Blika.
43. mín
Höskuldur setur boltann á fjærstöngina en Aron Snær kýlir frá.
42. mín
Gísli Eyjólfs að keyra á KR-vörnina, en þá mætir Elmar á svæðið og sér um að vinna boltann. Breiðablik fær svo hornspyrnu sem Höskuldur tekur.
41. mín
Kiddi Jóns með stórhættulegan bolta fyrir markið, en hann fer yfir allan pakkann í teignum.
41. mín
KR er með Breiðablik í köðlunum hérna.
40. mín
KR að ógna! Alexander Helgi tapar boltanum klaufalega á stórhættulegum stað. KR sækja hratt í kjölfarið á mörgum mönnum. Boltinn berst á Benóný sem er í mjög fínu færi en Damir nær að koma sér fyrir.
37. mín
KR fær núna hornspyrnu sem Kiddi Jóns tekur. Boltinn fyrir markið og Sigurður Bjartur er fyrstur í boltann en skalli hans fer yfir markið.
37. mín
KR-ingar mun sterkari þessa stundina og eru að ógna öðru marki. Þeir ætla að jafna metin fyrir hálfleik.
34. mín
DAUÐAFÆRI! Blikar eitthvað vankaðir eftir markið og Sigurður Bjartur sleppur í gegn, en hann setur boltann yfir. Höskuldur nær að trufla hann nægilega mikið í skotinu en þetta var stórhættulegt færi.

Spurning um vítaspyrnu en ég sá þetta ekki almennilega.
33. mín MARK!
Benoný Breki Andrésson (KR)
Stoðsending: Sigurður Bjartur Hallsson
KR að minnka muninn! Afskaplega vel gert hjá Sigurði Bjarti út vinstra megin. Keyrir á Damir og á flotta sendingu fyrir markið þar sem Benóný Breki er einn og óvaldaður.

Hann á mjög auðvelt með að skora, og hann minnkar muninn.

Þetta er leikur aftur!
29. mín
Alexander Helgi með mikilvæga tæklingu inn á teignum og kemur í veg fyrir að KR fái mjög gott færi.
27. mín
Myndir af Meistaravöllum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
24. mín MARK!
Klæmint Olsen (Breiðablik)
Stoðsending: Jason Daði Svanþórsson
MARK!!!!! Færeyingurinn að tvöfalda forystu gestaliðsins.

Jason Daði með frábæra sendingu yfir vörnina, Klæmint tekur vel á móti boltanum og klárar vel í gegnum klofið á Aroni í markinu.

Varnarleikurinn ekki upp á marga fiska hjá KR.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
23. mín
KR fær hér hornspyrnu. Jói Bjarna skokkar út að hornfána og setur boltann fyrir. Frábær bolti en það missa allir af honum inn í teignum.
20. mín
Þetta mark sem Blikar skoruðu hefur einhvern veginn tekið vindinn úr heimamönnum. Þeir voru líflegri í byrjun leiksins og voru hættulegir í sínum aðgerðum. Það hefur verið lítið að frétta hjá svörtu og hvítu eftir að Jason skoraði.
18. mín
Stuðningsmenn KR að láta ansi vel í sér þessa stundina.
16. mín
Gísli reynir að þræða Kristin í gegn en Finnur Tómas á góða tæklingu og bjargar.
11. mín
Jason Daði búinn að skora
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
10. mín MARK!
Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
Stoðsending: Kristinn Steindórsson
MARK!!!!! Og það er Breiðablik sem tekur forystuna.

Jason er eiginlega arkitektinn að þessu marki. Hann fer upp með boltann og nær að þræða hann í gegn á Kidda sem er með boltann úti hægra megin. Kristinn sendir hann fyrir markið og þar kemur Finnur Tómas og tæklar boltann.

Hann endar samt sem áður á fjærstönginni hjá Jasoni sem skorar með herkjum úr þröngu færi.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
9. mín
Vel spilað hjá Breiðabliki og Kiddi Steindórs á hættulegan bolta fyrir, en Jakob Franz er réttur maður á réttum stað. Hann hreinsar í burtu.
7. mín
KR skorar en það er dæmd rangstaða. Réttur dómur held ég alveg örugglega. KR-ingar líflegri hér í byrjun leiksins.
5. mín
KR stillir einhvern veginn svona
Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
3. mín
Lúkas Magni með skalla eftir hornspyrnu en hittir ekki markið.
2. mín
Blikar stilla einhvern veginn svona upp
Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
1. mín
Leikur hafinn
Jæja, þetta er farið af stað. Jói Bjarna með upphafsspyrnu leiksins.
Fyrir leik
Það er synd að það séu ekki fleiri KR-ingar hérna til þess að kveðja Rúnar.
Fyrir leik
Þrír einstaklingar sem fá blóm fyrir leik Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, fær blóm frá Páli Kristjánssyni, formanni knattspyrnudeildar, og Bjarna Guðjónssyni, framkvæmdastjóra KR.

Goðsögn.

Kristján Finnbogason er líka að hætta sem markvarðarþjálfari liðsins. Hann fær líka blóm. Og þá fær Melkorka Rán Hafliðadóttir, styrktarþjálfari, einnig blóm.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Bóas er allavega mættur. Hefur verið á láni hjá Víkingum en er mættur aftur og er að syngja og tralla á Meistaravöllum í dag.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Það styttist óðum í leikinn, um tíu mínútur í að flautað verði á. Það er ekki hægt að segja að það sé margmenni í Vesturbænum í dag, rólegt um að vera.
Fyrir leik
Byrjunarliðin opinberuð KR gerir fjórar breytingar á milli leikja eftir 2-0 tap gegn Stjörnunni í síðustu viku á meðan Blikar gera þrjár breytingar á liði sínu frá tapleik gegn Val í síðustu umferð.

Aron Snær Friðriksson, Jóhannes Kristinn Bjarnason, Jakob Franz Pálsson og Sigurður Bjartur Hallsson koma inn í KR-liðið fyrir Simen Lillevik Kjellevold, Olav Öby, Aron Kristófer Lárusson og Aron Þórð Albertsson.

Hjá Breiðabliki koma Alexander Helgi Sigurðarson, Klæmint Olsen og Andri Rafn Yeoman inn í liðið fyrir Oliver Sigurjónsson, Viktor Karl Einarsson og Kristófer Inga Kristinsson.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Klæmint Olsen
Fyrir leik
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Viðtölin eftir þennan leik ættu að vera nokkuð áhugaverð, sama hvernig hann fer.
Fyrir leik
Óskar Hrafn til Noregs? Þá hefur Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, verið orðaður við brottför til Noregs. Hann hefur rætt við norska úrvalsdeildarfélagið Haugesund um að taka við þjálfun liðsins.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Stórar fréttir af KR Rúnar Kristinsson verður ekki þjálfari KR á næsta tímabili en þetta var tilkynnt á föstudag. Það var ákvörðun knattspyrnudeildar félagsins að framlengja ekki samninginn við Rúnar sem er goðsögn hjá KR, bæði sem leikmaður og sem þjálfari.

"Rúnar hefur verið andlit félagsins út á við og skilað frábæru starfi hvort sem það er innan vallar eða utan hans. Það er stór hópur sem fylgir honum og það eru skiptar skoðanir. Þetta er ekki auðveld ákvörðun að taka. Ég vil sérstaklega taka það fram að það er ekki verið að reka Rúnar Kristinsson, það er tekin sú ákvörðun að endurnýja ekki samning. Það er ekki einhliða ákvörðun að endurnýja samning. Við stöndum og föllum með þessari ákvörðun. Ég held að hún sé rétt. Hún er erfið en ég held að hún sé rétt," sagði Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, við Fótbolta.net.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Skrítinn leikur hjá Blikum Breiðablik tapaði 4-2 gegn Val í síðustu viku. Það var skrítinn leikur hjá þeim þar sem þeir voru lengi vel betri. Í stöðunni 2-2 voru Blikar með öll völd á vellinum en þeir náðu ekki að nýta sér það. Ná þeir að svara fyrir það tap í dag?

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
KR fer ekki í Evrópu KR tapaði síðasta leik sínum gegn Stjörnunni og var það mjög svo sannfærandi. Þar með varð ljóst að liðið fer ekki í Evrópukeppni á næsta ári. Vonbrigðasumar Í Vesturbænum.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Velkomin! Góðan daginn kæru lesendur og verið velkomnir á Meistaravelli í Vesturbæ þar sem KR tekur á móti Breiðabliki í Bestu deild karla. Hérna verður bein textalýsing frá leiknum.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Damir Muminovic
6. Alexander Helgi Sigurðarson
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
10. Kristinn Steindórsson ('76)
11. Gísli Eyjólfsson
13. Anton Logi Lúðvíksson ('81)
14. Jason Daði Svanþórsson ('76)
20. Klæmint Olsen
21. Viktor Örn Margeirsson
30. Andri Rafn Yeoman ('66)

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
3. Oliver Sigurjónsson ('76)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson ('81)
8. Viktor Karl Einarsson ('66)
18. Eyþór Aron Wöhler ('76)
22. Ágúst Eðvald Hlynsson
28. Oliver Stefánsson

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Særún Jónsdóttir
Valdimar Valdimarsson
Eyjólfur Héðinsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: