Man City gæti boðið í Rodrygo - Forest að fá McAtee - Tottenham þreifar á Eze
Orri Hrafn: Hausinn var á KR frá fyrsta augnabliki
Magnús Már: Við höfum lent í því áður að vera komnir fyrir neðan strik
Óskar Hrafn: Það er nú ekki ennþá orðið ljóst hversu mikið sannleikskorn var í því
Sigurður Bjartur: Heimir kveikti í mannskapnum með því að fá rautt spjald
Lárus Orri: Heimir er að kveikja í pleisinu
Kjartan Henry: Þeir sem þekkja mig vita að ég fíla svona hluti
Voru að reyna læra af Arnari - „Stundum þarf maður að suffera og mér fannst við gera það"
Jökull um dómgæsluna í kvöld - „Víkingar fá að kalla dómara svindlara og að það sé herferð gegn félaginu"
Víkingur fékk neitun frá KSÍ um frestun - „Mér finnst skrítið að KSÍ geti ekki stutt aðeins betur við félögin"
Orri Sigurður um fyrri hálfleikinn: Jaðarsólin er erfið
Túfa: Þegar þú hleypur maraþon þá gefuru í undir lokin
Dóri Árna: Yfirburðirnir stjarnfræðilegir þar til á 70. mínútu
Hallgrímur Jónasson: Eins og menn væru í krummaskóm
Þorlákur: Hélt að þetta væri að sigla í jafntefli
Rúnar: Fram heilt yfir miklu betra fótboltalið
Davíð Smári: Hver einasti leikur spilast nánast eins og úrslitaleikur í bikar
Alli Jói: Seinni hálfleikurinn stórskemmtilegur
Venni: Jöfnunarmarkið gjörsamlega kolólöglegt
Gústi Gylfa: Ég skal gera þá að hetjum
Halli Hróðmars: Hann er algjörlega ómetanlegur fyrir okkur
   lau 30. september 2023 14:11
Elvar Geir Magnússon
Palli Kristjáns um brotthvarf Rúnars: Erfið ákvörðun en held að hún sé rétt
Páll Kristjánsson, formaður KR.
Páll Kristjánsson, formaður KR.
Mynd: KR
Rúnar Kristinsson og Kristján Finnbogason.
Rúnar Kristinsson og Kristján Finnbogason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson verður ekki þjálfari KR á næsta tímabili en þetta var tilkynnt í gær. Það var ákvörðun knattspyrnudeildar félagsins að framlengja ekki samninginn við Rúnar.

Fótbolti.net spurði Pál Kristjánsson, formann knattspyrnudeildar KR, út í þessa ákvörðun.

„Það lá ljóst fyrir að hann væri að renna út á samningi. Hann hefur verið hjá okkur í sex ár. Eftir heildarmat á stöðunni var það okkur skoðun að það þyrfti að hrista upp í hlutunum og fá eitthvað nýtt inn, í rauninni prófa nýja hluti," segir Páll.

„Rúnar hefur skilað frábæru starfi á sex ára tímabili, árangurinn í ár vissulega undir væntingum og líka í fyrra. Við töldum nauðsynlegt að skoða þetta upp á nýtt og taka þessa ákvörðun."

„Rúnar hefur verið andlit félagsins út á við og skilað frábæru starfi hvort sem það er innan vallar eða utan hans. Það er stór hópur sem fylgir honum og það eru skiptar skoðanir. Þetta er ekki auðveld ákvörðun að taka. Ég vil sérstaklega taka það fram að það er ekki verið að reka Rúnar Kristinsson, það er tekin sú ákvörðun að endurnýja ekki samning. Það er ekki einhliða ákvörðun að endurnýja samning. Við stöndum og föllum með þessari ákvörðun. Ég held að hún sé rétt. Hún er erfið en ég held að hún sé rétt."

Hvernig tók Rúnar því þega honum var tilkynnt að ákveðið væri að fara ekki í viðræður um nýjan samning?

„Rúnar er heiðursmaður og á allt gott skilið. Hann hefur fengið 100% stuðning minn og stjórnarinnar í gegnum árin. Auðvitað er þetta högg í magann, það er verið að segja við menn að það er verið að gera breytingar og aðilar að missa starfið sitt. Hann tók þessu eins og herramaður og það var sameiginleg ákvörðun að hann myndi klára tímabilið. Þetta er auðvitað erfitt og það fyrir alla aðila," segir Páll.

Það verða talsvert miklar breytingar á þjálfarateyminu en Kristján Finnbogason aðstoðarmaður Rúnars og markvarðaþjálfari mun stíga til hliðar. Er KR byrjað í leit að arftaka Rúnars?

„Sú vinna er farin af stað en við ætlum að flýta okkur hægt. Tímabilið er ekki búið og Rúnar er enn í starfi. Ég held að þetta sé eftirsóknarvert starf og ég held að sá sem taki við muni taka við skemmtilegu búi. Það er búið að yngja upp í liðinu, þessi kynslóðaskipti sem hefur verið talað um hefur átt sér stað og Rúnar hefur leitt þá vinnu."

Í viðtalinu sem er í heild í sjónvarpinu hér að ofan ræðir Páll nánar um stöðu mála hjá KR og þær breytingar sem eru í vændum. Einnig er talað um aðstöðumál félagsins.

   30.09.2023 10:05
Tíu sem gætu tekið við KR af Rúnari

Mun Liverpool verja Englandsmeistaratitil sinn á komandi leiktíð?
Athugasemdir
banner
banner
banner