Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   lau 30. september 2023 14:11
Elvar Geir Magnússon
Palli Kristjáns um brotthvarf Rúnars: Erfið ákvörðun en held að hún sé rétt
Páll Kristjánsson, formaður KR.
Páll Kristjánsson, formaður KR.
Mynd: KR
Rúnar Kristinsson og Kristján Finnbogason.
Rúnar Kristinsson og Kristján Finnbogason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson verður ekki þjálfari KR á næsta tímabili en þetta var tilkynnt í gær. Það var ákvörðun knattspyrnudeildar félagsins að framlengja ekki samninginn við Rúnar.

Fótbolti.net spurði Pál Kristjánsson, formann knattspyrnudeildar KR, út í þessa ákvörðun.

„Það lá ljóst fyrir að hann væri að renna út á samningi. Hann hefur verið hjá okkur í sex ár. Eftir heildarmat á stöðunni var það okkur skoðun að það þyrfti að hrista upp í hlutunum og fá eitthvað nýtt inn, í rauninni prófa nýja hluti," segir Páll.

„Rúnar hefur skilað frábæru starfi á sex ára tímabili, árangurinn í ár vissulega undir væntingum og líka í fyrra. Við töldum nauðsynlegt að skoða þetta upp á nýtt og taka þessa ákvörðun."

„Rúnar hefur verið andlit félagsins út á við og skilað frábæru starfi hvort sem það er innan vallar eða utan hans. Það er stór hópur sem fylgir honum og það eru skiptar skoðanir. Þetta er ekki auðveld ákvörðun að taka. Ég vil sérstaklega taka það fram að það er ekki verið að reka Rúnar Kristinsson, það er tekin sú ákvörðun að endurnýja ekki samning. Það er ekki einhliða ákvörðun að endurnýja samning. Við stöndum og föllum með þessari ákvörðun. Ég held að hún sé rétt. Hún er erfið en ég held að hún sé rétt."

Hvernig tók Rúnar því þega honum var tilkynnt að ákveðið væri að fara ekki í viðræður um nýjan samning?

„Rúnar er heiðursmaður og á allt gott skilið. Hann hefur fengið 100% stuðning minn og stjórnarinnar í gegnum árin. Auðvitað er þetta högg í magann, það er verið að segja við menn að það er verið að gera breytingar og aðilar að missa starfið sitt. Hann tók þessu eins og herramaður og það var sameiginleg ákvörðun að hann myndi klára tímabilið. Þetta er auðvitað erfitt og það fyrir alla aðila," segir Páll.

Það verða talsvert miklar breytingar á þjálfarateyminu en Kristján Finnbogason aðstoðarmaður Rúnars og markvarðaþjálfari mun stíga til hliðar. Er KR byrjað í leit að arftaka Rúnars?

„Sú vinna er farin af stað en við ætlum að flýta okkur hægt. Tímabilið er ekki búið og Rúnar er enn í starfi. Ég held að þetta sé eftirsóknarvert starf og ég held að sá sem taki við muni taka við skemmtilegu búi. Það er búið að yngja upp í liðinu, þessi kynslóðaskipti sem hefur verið talað um hefur átt sér stað og Rúnar hefur leitt þá vinnu."

Í viðtalinu sem er í heild í sjónvarpinu hér að ofan ræðir Páll nánar um stöðu mála hjá KR og þær breytingar sem eru í vændum. Einnig er talað um aðstöðumál félagsins.

   30.09.2023 10:05
Tíu sem gætu tekið við KR af Rúnari

Newcastle er 2-0 yfir eftir fyrri leikinn, en hvort liðið kemst í úrslit á miðvikudaginn?
Athugasemdir
banner
banner
banner