Bayern og Real vilja Dalot - Liverpool að vinna í Kerkez - Newcastle ætlar að reyna við Delap
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
   lau 30. september 2023 14:11
Elvar Geir Magnússon
Palli Kristjáns um brotthvarf Rúnars: Erfið ákvörðun en held að hún sé rétt
Páll Kristjánsson, formaður KR.
Páll Kristjánsson, formaður KR.
Mynd: KR
Rúnar Kristinsson og Kristján Finnbogason.
Rúnar Kristinsson og Kristján Finnbogason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson verður ekki þjálfari KR á næsta tímabili en þetta var tilkynnt í gær. Það var ákvörðun knattspyrnudeildar félagsins að framlengja ekki samninginn við Rúnar.

Fótbolti.net spurði Pál Kristjánsson, formann knattspyrnudeildar KR, út í þessa ákvörðun.

„Það lá ljóst fyrir að hann væri að renna út á samningi. Hann hefur verið hjá okkur í sex ár. Eftir heildarmat á stöðunni var það okkur skoðun að það þyrfti að hrista upp í hlutunum og fá eitthvað nýtt inn, í rauninni prófa nýja hluti," segir Páll.

„Rúnar hefur skilað frábæru starfi á sex ára tímabili, árangurinn í ár vissulega undir væntingum og líka í fyrra. Við töldum nauðsynlegt að skoða þetta upp á nýtt og taka þessa ákvörðun."

„Rúnar hefur verið andlit félagsins út á við og skilað frábæru starfi hvort sem það er innan vallar eða utan hans. Það er stór hópur sem fylgir honum og það eru skiptar skoðanir. Þetta er ekki auðveld ákvörðun að taka. Ég vil sérstaklega taka það fram að það er ekki verið að reka Rúnar Kristinsson, það er tekin sú ákvörðun að endurnýja ekki samning. Það er ekki einhliða ákvörðun að endurnýja samning. Við stöndum og föllum með þessari ákvörðun. Ég held að hún sé rétt. Hún er erfið en ég held að hún sé rétt."

Hvernig tók Rúnar því þega honum var tilkynnt að ákveðið væri að fara ekki í viðræður um nýjan samning?

„Rúnar er heiðursmaður og á allt gott skilið. Hann hefur fengið 100% stuðning minn og stjórnarinnar í gegnum árin. Auðvitað er þetta högg í magann, það er verið að segja við menn að það er verið að gera breytingar og aðilar að missa starfið sitt. Hann tók þessu eins og herramaður og það var sameiginleg ákvörðun að hann myndi klára tímabilið. Þetta er auðvitað erfitt og það fyrir alla aðila," segir Páll.

Það verða talsvert miklar breytingar á þjálfarateyminu en Kristján Finnbogason aðstoðarmaður Rúnars og markvarðaþjálfari mun stíga til hliðar. Er KR byrjað í leit að arftaka Rúnars?

„Sú vinna er farin af stað en við ætlum að flýta okkur hægt. Tímabilið er ekki búið og Rúnar er enn í starfi. Ég held að þetta sé eftirsóknarvert starf og ég held að sá sem taki við muni taka við skemmtilegu búi. Það er búið að yngja upp í liðinu, þessi kynslóðaskipti sem hefur verið talað um hefur átt sér stað og Rúnar hefur leitt þá vinnu."

Í viðtalinu sem er í heild í sjónvarpinu hér að ofan ræðir Páll nánar um stöðu mála hjá KR og þær breytingar sem eru í vændum. Einnig er talað um aðstöðumál félagsins.

   30.09.2023 10:05
Tíu sem gætu tekið við KR af Rúnari

Hvort liðið vinnur úrslitaleik deildabikarsins á sunnudag?
Athugasemdir
banner
banner
banner