Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
banner
   lau 30. september 2023 14:11
Elvar Geir Magnússon
Palli Kristjáns um brotthvarf Rúnars: Erfið ákvörðun en held að hún sé rétt
Páll Kristjánsson, formaður KR.
Páll Kristjánsson, formaður KR.
Mynd: KR
Rúnar Kristinsson og Kristján Finnbogason.
Rúnar Kristinsson og Kristján Finnbogason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson verður ekki þjálfari KR á næsta tímabili en þetta var tilkynnt í gær. Það var ákvörðun knattspyrnudeildar félagsins að framlengja ekki samninginn við Rúnar.

Fótbolti.net spurði Pál Kristjánsson, formann knattspyrnudeildar KR, út í þessa ákvörðun.

„Það lá ljóst fyrir að hann væri að renna út á samningi. Hann hefur verið hjá okkur í sex ár. Eftir heildarmat á stöðunni var það okkur skoðun að það þyrfti að hrista upp í hlutunum og fá eitthvað nýtt inn, í rauninni prófa nýja hluti," segir Páll.

„Rúnar hefur skilað frábæru starfi á sex ára tímabili, árangurinn í ár vissulega undir væntingum og líka í fyrra. Við töldum nauðsynlegt að skoða þetta upp á nýtt og taka þessa ákvörðun."

„Rúnar hefur verið andlit félagsins út á við og skilað frábæru starfi hvort sem það er innan vallar eða utan hans. Það er stór hópur sem fylgir honum og það eru skiptar skoðanir. Þetta er ekki auðveld ákvörðun að taka. Ég vil sérstaklega taka það fram að það er ekki verið að reka Rúnar Kristinsson, það er tekin sú ákvörðun að endurnýja ekki samning. Það er ekki einhliða ákvörðun að endurnýja samning. Við stöndum og föllum með þessari ákvörðun. Ég held að hún sé rétt. Hún er erfið en ég held að hún sé rétt."

Hvernig tók Rúnar því þega honum var tilkynnt að ákveðið væri að fara ekki í viðræður um nýjan samning?

„Rúnar er heiðursmaður og á allt gott skilið. Hann hefur fengið 100% stuðning minn og stjórnarinnar í gegnum árin. Auðvitað er þetta högg í magann, það er verið að segja við menn að það er verið að gera breytingar og aðilar að missa starfið sitt. Hann tók þessu eins og herramaður og það var sameiginleg ákvörðun að hann myndi klára tímabilið. Þetta er auðvitað erfitt og það fyrir alla aðila," segir Páll.

Það verða talsvert miklar breytingar á þjálfarateyminu en Kristján Finnbogason aðstoðarmaður Rúnars og markvarðaþjálfari mun stíga til hliðar. Er KR byrjað í leit að arftaka Rúnars?

„Sú vinna er farin af stað en við ætlum að flýta okkur hægt. Tímabilið er ekki búið og Rúnar er enn í starfi. Ég held að þetta sé eftirsóknarvert starf og ég held að sá sem taki við muni taka við skemmtilegu búi. Það er búið að yngja upp í liðinu, þessi kynslóðaskipti sem hefur verið talað um hefur átt sér stað og Rúnar hefur leitt þá vinnu."

Í viðtalinu sem er í heild í sjónvarpinu hér að ofan ræðir Páll nánar um stöðu mála hjá KR og þær breytingar sem eru í vændum. Einnig er talað um aðstöðumál félagsins.

   30.09.2023 10:05
Tíu sem gætu tekið við KR af Rúnari

Mun Man Utd vera í Meistaradeildinni á næsta tímabili?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner