Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
Stjarnan
3
1
Víkingur R.
Eggert Aron Guðmundsson '5 1-0
Hilmar Árni Halldórsson '7 2-0
Eggert Aron Guðmundsson '60 3-0
3-1 Helgi Guðjónsson '78
02.10.2023  -  19:15
Samsungvöllurinn
Besta-deild karla - Efri hluti
Dómari: Twana Khalid Ahmed
Áhorfendur: 1121
Maður leiksins: Eggert Aron Guðmundsson
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
2. Heiðar Ægisson ('46)
5. Guðmundur Kristjánsson (f)
6. Sindri Þór Ingimarsson
7. Eggert Aron Guðmundsson
8. Jóhann Árni Gunnarsson
10. Hilmar Árni Halldórsson ('92)
11. Adolf Daði Birgisson ('66)
22. Emil Atlason
32. Örvar Logi Örvarsson
80. Róbert Frosti Þorkelsson ('66)

Varamenn:
33. Viktor Reynir Oddgeirsson (m)
9. Daníel Laxdal
17. Andri Adolphsson ('66)
30. Kjartan Már Kjartansson ('92)
31. Henrik Máni B. Hilmarsson
35. Helgi Fróði Ingason ('66)

Liðsstjórn:
Jökull I Elísabetarson (Þ)
Davíð Sævarsson
Haraldur Björnsson
Þórarinn Ingi Valdimarsson
Björn Berg Bryde
Rajko Stanisic
Þór Sigurðsson
Egill Atlason

Gul spjöld:
Adolf Daði Birgisson ('55)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta er búið! Stjarnan vinnur Íslandsmeistarana 3-1 í stórskemmtilegum leik!
Viðtöl og skýrsla innan skams.
93. mín
Ekroth með lausan skalla að marki sem Árni handsamar örugglega.
92. mín
Víkingar fá hornspyrnu, boltinn fer í annað horn.
92. mín
Inn:Kjartan Már Kjartansson (Stjarnan) Út:Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
91. mín
Stöngin! Emil Atla í þröngu færi en nær samt skoti og boltinn fer í stöngina!
90. mín
3 mínútum bætt við
89. mín
Víkingar fá aukaspyrnu í fyrirgjafastöðu en Viktor Örlygur gefur bara beint á Árna Snæ.
85. mín
Víkingar fá hornspyrnu en Stjarnan skallar frá.
84. mín
Eggert Aron með þrumuskot við vítateig en Doddi Inga gerir sér lítið fyrir og grípur boltann.
83. mín
Inn:Aron Elís Þrándarson (Víkingur R.) Út:Gísli Gottskálk Þórðarson (Víkingur R.)
78. mín MARK!
Helgi Guðjónsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Nikolaj Hansen
Fáum við endurkomu? Hilmar Árni með lélegan bolta sem Niko Hansen vinnur og gefur á Helga sem stoppar aðeins með boltann fyrir utan teig og þræðir honum framhjá tveimur varnarmönnum og Árna Snæ og svo í netið!
77. mín
Jóhann Árni með skot fyrir utan teig sem Doddi heldur ekki og Stjarnan fær hornspyrnu sem ekkert kemur úr.
75. mín
Það er hiti á Samsung syngur Silfurskeiðin.
73. mín Gult spjald: Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.)
Halldór brýtur á Emil Atla og fær réttilega gult.
71. mín
Djuric tekur skot við vítateig en Árni Snær ver vel.
66. mín
Stjarnan í góðu færi Árni Snær á Emil Atla úr markspyrnu og Emil sleppur í gegn og tekur skotið en Doddi Inga ver vel.
Galin sending frá Árna!
66. mín
Inn:Helgi Fróði Ingason (Stjarnan) Út:Róbert Frosti Þorkelsson (Stjarnan)
66. mín
Inn:Andri Adolphsson (Stjarnan) Út:Adolf Daði Birgisson (Stjarnan)
65. mín
Loksins skora Víkingar en þá er réttilega flögguð rangstæða
63. mín
Róbert Frosti með hörkuskot sem Þórður ver vel í horn.
60. mín MARK!
Eggert Aron Guðmundsson (Stjarnan)
Stoðsending: Emil Atlason
EGGERT ARON TAKK FYRIR PENT! Eggert í skotstöðu fyrir utan teig og færir sig á vinstri fótinn og neglir boltanum í samskeytin fjær, hrottalegt mark.
Tíunda mark Eggerts í sumar!
59. mín
Stjarnan fær aukaspyrnu í fyrirgjafastöðu Jóhann Árni tekur, Víkingar skalla aftur fyrir og í horn.
57. mín
Emil Atla á skot úr teignum en boltinn fer beint á Þórð Ingason sem ver.
55. mín Gult spjald: Adolf Daði Birgisson (Stjarnan)
53. mín
Gummi Kri með frábæran sprett! Guðmundur Kristjánsson af öllum mönnum sólar nánast upp allan völlinn og fer í skotið sem fer rétt framhjá marki Víkinga.
50. mín Gult spjald: Davíð Örn Atlason (Víkingur R.)
47. mín
Helgi á frábæra fyrirgjöf í teiginn Djuric rennir sér á boltann en hittir hann ekki nægilega vel og boltinn fer aftur fyrir og í markspyrnu.
46. mín
Inn:Þórarinn Ingi Valdimarsson (Stjarnan) Út:Heiðar Ægisson (Stjarnan)
46. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað Gestirnir byrja með boltann.
45. mín
Hálfleikur
Þessum fyrri hálfleik lokið Stjarnan skoraði tvö frábær mörk en gerðu ekki neitt eftir það, Víkingar óðu í færum en boltinn vildi ekki inn.
Skot Víkinga - 14
Skot Stjörnunnar - 3
45. mín
Einni mínútu bætt við.
45. mín
Viktor Örlygur með skot yfir mark heimamanna.
44. mín
Víkingar fá aukaspyrnu í fyrirgjafastöðu, Djuric tekur en boltinn fer beint í lúkurnar á Árna Snæ.
38. mín
Boltinn dettur fyrir Djuric í teignum en skot hans fer beint á Árna Snæ.
Víkingar gjörsamlega vaða í færum!
37. mín
Hvernig eru þeir ekki búnir að skora? Djuric keyrir er utarlega í teignum og gefur út á Helga sem er í frábærri stöðu en hittir ekki boltann!
36. mín
Karl Friðleifur á fyrirgjöf á Nikolaj Hansen sem skallar boltann yfir.
32. mín
Danijel Djuric sólar Jóhann Árna upp úr skónum og fer svo í skotið úr þröngu færi sem fer yfir.
31. mín
Víkingar búnir að vera sterkari aðilinn þrátt fyrir að vera 2-0 undir.
30. mín
Djuric með frábæran sprett og á síðan þrumuskot sem fer beint á Árna Snær.
26. mín
Víkingar fá fyrsta horn leiksins, Djuric tekur og úr verður annað horn, sem ekkert kemur upp úr.
24. mín Gult spjald: Gísli Gottskálk Þórðarson (Víkingur R.)
Gísli fær spjald fyrir að stoppa Eggert á sprettinum.
24. mín
Aftur er Erlingur í færi en Árni Snær ver.
23. mín
Niko Hansen battar boltann skemmtilega á Erling sem tekur skotið í teig Stjörnunnar en boltinn fer rétt yfir.
Víkingar hættulegri þessa stundina.
15. mín
Stórsókn Víkinga! Helgi Guðjónsson gerir frábærlega þegar hann fer framhjá Heiðari Ægis og tekur skotið í teig Stjörnunnar en Árni ver. Boltinn berst svo út á Erling Agnars sem tekur skotið við vítapunkt en boltinn fer í Örvar Loga.
13. mín
Emil Atla með hættulegan bolta fyrir sem enginn Stjörnumaður kemst í.
11. mín
Karl Friðleifur með frábæra móttöku á vinstri kanti, keyrir inn á völlinn og fer í skotið sem fer beint á Árna Snæ.
10. mín
Þvílíka stemningin hjá Silfurskeiðinni eftir þessa byrjun!
7. mín MARK!
Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Stoðsending: Emil Atlason
Rétt fyrir framan miðjuhring! Emil gefur á Hilmar sem sér að Þórður Ingason er kominn langt úr markinu og Hilmar lyftir boltanum pent yfir Þórð og í netið.
Geðveikt mark og þvílík byrjun Stjörnunnar!
6. mín
Helgi Guðjóns með ótrúlegt klúður

Helgi fær boltann við vítapunkt og skýtur 10 metrum yfir mark Stjörnunnar!
5. mín MARK!
Eggert Aron Guðmundsson (Stjarnan)
Stoðsending: Örvar Logi Örvarsson
Eggert kemur Stjörnunni yfir! Örvar Logi sker boltann út í teiginn frá endalínu, boltinn fer bint á Eggert sem klárar vel í fjær!
Tók Eggert ekki langan tíma að brjóta ísinn.
1. mín
VÁ þetta var tæpt! Árni Snær með slæma sendingu frá marki sem Helgi kemst í, boltinn berst á Djuric sem skýtur rétt yfir.
Árni Snær stálheppinn þarna!
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað Stjarnan byrjar með boltann!
Fyrir leik
Liðin ganga hér inn á völl, nú styttist í þetta!
Fyrir leik
Byrjunarliðin komin inn! Stjarnan vann sannfærandi 2-0 sigur gegn KR í síðasta leik, byrjunarliðið í dag er óbreytt frá þeim leik.

Víkingar áttu góðan endurkomusigur gegn FH í síðustu umferð, Arnar Gunnlaugsson gerir tvær breytingar frá þeim leik.
Inn í byrjunarliðið koma þeir Oliver Ekroth og Danijel Djuric.

Gunnar Vatnhamar, Birnir Snær, Ari Sigurpáls, Matthías Vilhjálmsson og Ingvar Jónsson eru allir utan hóps Víkinga í dag.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Fyrir leik
Markametið í hættu Markametið í efstu deild er 19 mörk en Andri Rúnar Bjarnason jafnaði það með Grindavík árið 2017. Auk hans hafa Guðmundur Torfason, Pétur Pétursson, Þórður Guðjónsson og Tryggvi Guðmundsson skorað 19 mörk á einu tímabili í efstu deild.

Emil Atlason er með 17 mörk eins og er funheitur þessa stundina. Í síðasta leik skoraði Emil bæði mörk Stjörnunnar í 2-0 sigri á KR.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fyrir leik
Jökull hrífur! Ráðamenn hjá Stjörnunni tóku ákvörðun nokkuð snemma móts að Ágúst Gylfason skyldi stíga til hliðar og Jökull, sem var aðstoðarmaður Ágústs, skyldi taka við. Sú ákvörðun hefur reynst vel og gengi Stjörnunnar verið virkilega gott undir stjórn Jökuls.

Elvar Geir og Tómas Þór ræddu þetta í útvarpsþættinum Fótbolti.net og komu inn á að ráða Jökul hlyti að vera ákvörðun ársins. Smelltu hér til að lesa meira.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Ótrúlegt tímabil hjá Víkingum Víkingar hafa átt stórkostlegt sumar í ár bæði karla og kvenna og raðað inn titlum. Víkingar eru Íslands-og bikarmeistarar karla á meðan kvennalið Víkinga er Lengjudeildarmeistari, bikarmeistari og Lengjubikarmeistari.

Í síðustu umferð unnu Víkingar góðan endurkomusigur gegn FH 2-1, mörk Víkinga gerðu þeir Aron Elís og Nikolaj Hansen.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fyrir leik
Hvað er í húfi? Víkingur R. eru búnir að vinna deildina með yfirburðum eins og mörgum er kunnugt.
Með sigri eða jafntefli í dag getur Stjarnan endanlega tryggt sér sæti í í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Stjarnan er þremur stigum á undan FH og KR en með mun betri markatölu, það þarf mikið að ganga á svo að Stjarnan missi Evrópusætið.

Staðan í deildinni:

1. Víkingur - 63 (+44)
2. Valur - 55 (+35)
3. Breiðablik - 41 (+5)
4. Stjarnan - 40 (+22)
---------------
5. FH - 37 (-7)
6. KR - 37 (-8)
Fyrir leik
Stórleikur! Íslandsmeistararnir mæta í heimsókn á Samsungvöllinn í kvöld. Þetta er síðasti leikurinn í 26. umferð Bestu-deildarinnar.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
Þórður Ingason
4. Oliver Ekroth
7. Erlingur Agnarsson
8. Viktor Örlygur Andrason
9. Helgi Guðjónsson
11. Gísli Gottskálk Þórðarson ('83)
12. Halldór Smári Sigurðsson
19. Danijel Dejan Djuric
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
23. Nikolaj Hansen (f)
24. Davíð Örn Atlason

Varamenn:
99. Uggi Jóhann Auðunsson (m)
10. Pablo Punyed
21. Aron Elís Þrándarson ('83)
25. Hákon Dagur Matthíasson
29. Hrannar Ingi Magnússon
30. Daði Berg Jónsson
31. Jóhann Kanfory Tjörvason

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Hajrudin Cardaklija
Sölvi Ottesen
Guðjón Örn Ingólfsson
Rúnar Pálmarsson
Markús Árni Vernharðsson

Gul spjöld:
Gísli Gottskálk Þórðarson ('24)
Davíð Örn Atlason ('50)
Halldór Smári Sigurðsson ('73)

Rauð spjöld: