Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fös 29. september 2023 15:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
„Hlýtur að vera ákvörðun ársins"
Eyjólfur Héðinsson verðandi aðstoðarþjálfari Stjörnunnar?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það yrði heldur betur rós í hnappagat Jökuls ef hann kemur Jöllaball strax í Evrópu," sagði Elvar Geir í Útvarpsþættinum Fótbolti.net.

Stjarnan er í Evrópusæti sem stendur og þarf þrjú stig í viðbót til að tryggja sér þátttöku í forkeppni Sambandsdeildarinnar á komandi tímabili.

„Hans fyrsta rós, af mörgum sem verða að því virðist í þessu hnappagati hans, miðað við hans frábæru byrjun á þjálfaraferlinum," sagði Tómas Þór.

„Við elskum Gústa Gylfa og það voru mörg og stór spurningamerki sett þegar hann var látinn axla ábyrgð og stíga til hliðar. En það er enginn að tala um þetta núna," sagði Elvar.

Ráðamenn hjá Stjörnunni tóku ákvörðun nokkuð snemma móts að Ágúst Gylfason skyldi stíga til hliðar og Jökull, sem var aðstoðarmaður Ágústs, skyldi taka við. Það hefur reynst vel og gengi Stjörnunnar verið virkilega gott undir stjórn Jökus.

„Stjórn knattspyrnudeildar Stjörnunnar hlýtur í kæfunni (ársuppgjörinu) að vera með ákvörðun ársins. Það er alltaf stórfurðulegt út á við að láta ekki aðstoðarþjálfarann fara líka, sérstaklega þegar sá er sagður hafa jafn mikið að segja og Jökull hafði og hefur," sagði Tómas.

„Sagan segir að hann sé búinn að finna sér aðstoðarþjálfara. Það sé Eyjólfur Héðinsson sem er styrktarþjálfari Breiðabliks," sagði Elvar.
Útvarpsþátturinn - La Masia í Garðabæ og norsk falleinkunn
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner