Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
Ísland
2
1
Serbía
0-1 Allegra Poljak '6
Sveindís Jane Jónsdóttir '75 1-1
Bryndís Arna Níelsdóttir '86 2-1
27.02.2024  -  14:30
Kópavogsvöllur
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
Aðstæður: Það er talsverður vindur, gengur á með éljum og ansi kalt
Dómari: Marta Huerta De Aza
Áhorfendur: 798
Byrjunarlið:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
4. Glódís Perla Viggósdóttir (f)
6. Ingibjörg Sigurðardóttir
8. Alexandra Jóhannsdóttir
10. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
14. Hlín Eiríksdóttir ('71)
15. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir ('64)
16. Hildur Antonsdóttir ('90)
18. Guðrún Arnardóttir ('64)
19. Sædís Rún Heiðarsdóttir
23. Sveindís Jane Jónsdóttir

Varamenn:
1. Auður S. Scheving (m)
13. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (m)
Aldís Guðlaugsdóttir
2. Berglind Rós Ágústsdóttir
3. Sandra María Jessen
5. Lára Kristín Pedersen
7. Selma Sól Magnúsdóttir ('90)
9. Diljá Ýr Zomers
11. Natasha Anasi
17. Bryndís Arna Níelsdóttir ('64)
20. Guðný Árnadóttir ('64)
21. Hafrún Rakel Halldórsdóttir
22. Amanda Jacobsen Andradóttir ('71)

Liðsstjórn:
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
Ólafur Pétursson
Ásmundur Guðni Haraldsson
Ásta Árnadóttir
Elísabet Ósk Guðmundsdóttir
Svala Sigurðardóttir
Ágústa Sigurjónsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!

Þungt var það á löngum kafla en það hafðist!

Áframhaldandi vera í A-deild Þjóðardeildarinnar tryggt með torsóttum en afar sætum sigri. Frekari umfjöllun og viðtöl væntanleg.
90. mín
+ 3-4 Ísland á horn. Enginn inn á teiginn og engir sénsar teknir.
Þessi sprettur hjá Sveindísi
90. mín
+ 2 Serbía sækir horn.
90. mín
Uppbótartíminn er að minnsta kosti fimm mínútur.
90. mín
Inn:Selma Sól Magnúsdóttir (Ísland) Út:Hildur Antonsdóttir (Ísland)
90. mín
Þung sókn frá Serbíu en okkar konur henda sér fyrir sem að markinu kemur.
89. mín
Mark Sveindísar
88. mín
Mikill darraðardans í teig Íslands og Serbi fer niður í baráttu við varnarmann. Hjartað tekur aukaslag þegar dómarinn flautar en niðurstaðan brot á Serbíu og aukaspyrna.
86. mín MARK!
Bryndís Arna Níelsdóttir (Ísland)
Stoðsending: Sveindís Jane Jónsdóttir
Taflinu snúið við! Amanda með frábæran bolta innfyrir vörn Serba sem Sveindís Jane eltir. Kemur sér inn á teiginn og finnur þar Bryndísi sem tímasetur hlaupið sitt fulkomnlega og klárar glæsilega í netið af stuttu færi.
85. mín
Fleiri myndir frá Hafliða Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

82. mín
Nina Matejic að vinna sig í skotfæri í teig Íslands en setur boltann framhjá markinu.
81. mín
Íslenska liðið sannarlega fengið blóð á tennurnar við þetta mark og pressar nú grimmt.
80. mín
Hildur Antonsdóttir í dauðafæri á markteig en Milica ver vel.

Kemur vel út á móti og þrengir skotið fyrir Hildi.
75. mín MARK!
Sveindís Jane Jónsdóttir (Ísland)
Stoðsending: Alexandra Jóhannsdóttir
Loksins kom það!
Einfalt en skilar marki. Boltinn frá markmanni í netið í þremur snertingum.

Guðný finnur Alexöndru á miðjum vellinum sem á frábæra sendingu innfyrir vörnina á Sveindísi sem sér að Milica er langt út úr markinu og setur hann snyrtilega yfir hana og í netið.
71. mín
Inn:Amanda Jacobsen Andradóttir (Ísland) Út:Hlín Eiríksdóttir (Ísland)
Tekst Amöndu að koma með eitthvað hugmyndaflug i sóknarleik Íslands?
66. mín
Íslenska liðinu gengið illa að skapa sér nokkuð gegn þessu vel skipulagða liði Serbíu. Gestirnir taka sér langan tíma í allar aðgerðir og hafa náð að hægja verulega á öllu flæði í leiknum.
66. mín
Inn:Nina Matejic (Serbía) Út:Jovana Damnjanovic (Serbía)
64. mín
Inn:Guðný Árnadóttir (Ísland) Út:Guðrún Arnardóttir (Ísland)
64. mín
Inn:Bryndís Arna Níelsdóttir (Ísland) Út:Ólöf Sigríður Kristinsdóttir (Ísland)
63. mín
Af endursýningum að dæma virðist sem um klára hendi hafi verið að ræða í atvikinu áðan.

Ekkert VAR hér í boði svo þar við situr.
62. mín
Sveindís Jane með boltann fyrir markið sem virðist vera fara í hönd varnarmanns. Sú spænska ekki á sama máli og ísland fær að endingu horn sem ekkert verður úr.
61. mín
Sædís með ágætis bolta fyrir markið úr aukaspyrnu en okkur tekst ekki að gera neitt úr því og boltinn í markspyrnu.
58. mín
Inn:Sara Pavlovic (Serbía) Út:Emilija Petrovic (Serbía)
58. mín
Inn:Milica Mijatovic (Serbía) Út:Marija Ilic (Serbía)
57. mín
Myndir úr leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

55. mín Gult spjald: Jovana Damnjanovic (Serbía)
Slæmir hendi í höfuð Alexöndru beint fyrir framan nefið á Mörtu.
54. mín
Karólína í óvæntu skotfæri í teignum en setur boltann vel framhjá markinu.
52. mín Gult spjald: Milica Kostic (Serbía)
Gult fyrir tafir.

Tekur sér drjúgan tíma til að taka markspyrnu og sú spænska hefur ekki húmor fyrir því.
51. mín
Langt innkast Sveindísar skilar hornspyrnu.

Guðrún Arnardóttir fyrst á boltann eftir hornið en nær ekki að stýra honum á markið.
49. mín
Stórhætta í teig Serba eftir varnarmistök. Sveindís við það að setja boltann í netið af markteig þegar Serbar koma boltanum í horn.

Upp úr horninu kemur ekkert.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn. Ekki að sjá að neinar breytingar hafi verið gerðar á liðsskipan í hálfleik

Ísland hefur leik í þessum síðari hálfleik. 45 mínútur sem þarf að nýta vel eða falla í B-deild.
45. mín
Hálfleikur
Þessum fyrri hálfleik er hér með lokið og það eru Serbar eins og staðan er sem eru á leið í A-deild á kostnað Íslands. Margt sem þarf að skoða og laga í hálfleik og það er vonandi að stelpurnar og Steini finni þær lausnir sem þarf ef ekki á illa að fara í dag.
45. mín
Uppbótartími fyrri hálfleiks er að minnsta kosti þrjár mínútur.

Ísland á horn.
43. mín
Innkast frá Sveindísi inn á teiginn sem Hlín flikkar í átt að marki. Boltinn í fangi Milica.
39. mín
Í fyrsta sinn fáum við langt innkast frá Sveindísi. Þær serbnesku skalla frá.
38. mín
Rólegt yfir þessu þessa stundina. En Serbum líður vissulega ágætlega og við erum lítið að ógna.
31. mín
Milica Kostic er sest á völlinn og þarf aðhlynningu. Báðir þjálfarar grípa tækifærið og kalla til liðsfund.
28. mín
Milica í allskonar basli í teig Serba og missir boltann fyrir fætur Karólínu. Sleppur með skrekkin að hafa misst boltann afturfyrir í horn.
Mark Serba
22. mín
Sveindís í dauðafæri en boltinn framhjá.
Skyndisókn Íslands. Hlín úti til hægri finnur Karólínu inn á teignum sem á skot í varnarmann. Frákastið berst á Sveindísi sem er alein við vinstra markteigshorn en hittir ekki markið.

Þarna verðum við að gera betur.
20. mín
Karólína í úrvalsfæri en hittir ekki markið.
Vinnum boltann hátt á vellinum og kemst Ólöf i fína stöðu úti vinstra megin. Hún leggur boltanbn inn á teiginn þar sem að Karólína mætir en setur boltann framhjá markinu frá vítapunkti.
19. mín
Ísland með aukaspyrnu úti hægra megin í fínni stöðu til fyrirgjafar. Vindurinn feykir boltanum yfir allt og alla og í innkast hinu megin.
15. mín
Liðið mikið að reyna að finna Sveindísi úti á vinstri vængnum en það hefir lítið gefið af sér hingað til. Serbar vel þéttir og nær alltaf mættar tvær í Sveindísi um leið og hún fær boltann.
13. mín
Ágæt sókn Íslands. Boltinn færður frá hægri yfir til vinstri þar sem Sædís mætir að vítateig og á skot. Boltinn hátt yfir markið þó.
10. mín
Cankovic með fínustu skottilraun sem Telma gerir vel í að slá í horn.
10. mín
Serbía sækir aukaspyrnu á stórhættumlegum stað. Við hægra vítateigshorn.
9. mín
Ágætt spil á hægri væng Íslands. Hlín finnur Hildi Antonsdóttur í svæði í teignum en skot hennar máttlaust og veldur Milica í marki Serba engum vandræðum.
6. mín MARK!
Allegra Poljak (Serbía)
Hræðilegt Skelfileg hreinsun fá Telmu í markinu sem Karólína nær ekki að taka á móti á miðjum vallarhelmingi Íslands. Jelena Cankovic fær boltann í D-boganum og finnur Allegra sem er alein í teignum hægra meginn sem leggur boltann í hornið fjær með viðkomu í varnarmann.

Martraðarbyrjun hjá íslenska liðinu.
5. mín
Allegra Poljak fer hér alltof auðveldlega framhjá Sædísi á vægnum og kemst inn að vítateig. Sædís vinnur þó vel til baka og þvingar þá serbnesku í að setja boltann afturfyrir.
5. mín
Liðin að þreifa fyrir sér í upphafi. Serbar þó ákveðnari hér í blábyrjun ef eitthvað er.
1. mín
Dómari leiksins.
Hin spænska Marta Huerta De Aza er með flautuna á Kópavogsvelli í dag með þær Eliana Fernández González og Rita Cabanero eru henni til aðstoðar. En allar eru þær spænskar.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað. Það er Serbía sem hefur hér leik og sækir i átt að Sporthúsinu.
Fyrir leik
Liðin ganga til vallar
Framundan formlegheit og þjóðsöngvar, 90 minútur eða meira af fótbolta og vonandi íslenskur sigur.
Fyrir leik
Byrjunarliðið Tvær breytingar eru á byrjunarliði Íslands fyrir seinni leikinn gegn Serbíu í umspili Þjóðadeildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 14:30 og fer fram á Kópavogsvelli.

Með sigri heldur Ísland sér í A-deild Þjóðadeildarinnar en það eykur möguleikana á því að liðið komist á næsta stórmót.
Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson

Fyrir leik
Líklefgt byrjunarlið Íslands
Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson

Fyrir leik
Orri Rafn með sitt álit fyrir leik
Fyrir leik
Veðurútlit
Það er febrúar og það verður kalt svo mikið er víst.

Veðurspáin gerir ráð fyrir að hiti verði um tvær gráður, vindur um 9m/s en hann ætti að hanga þurr á meðan á leik stendur. Tilvalið að leyfa sér að hætta fyrr í vinnu á þriðjudegi ef möguleiki er á og skella sér á völlin.
Fyrir leik
Boltinn mikilvægur
Sædís Rún Heiðarsdóttir var í viðtali við Fótbolta.net fyrir leikinn.

„Þetta eru tveir leikir sem við þurfum að klára og fyrri leikurinn er búinn. Við erum staðráðnar í því að eiga góðan dag,"

En hvað þarf að gera öðruvísi núna til að vinna Serbana?

„Við þurfum að vera aðeins rólegri á boltanum og þora að halda í hann. Þetta var mikið basl í síðasta leik við eigum nóg inni. Við getum unnið öll lið á okkar degi og þetta er klárlega eitt af þeim. En við þurfum að hafa fyrir því."

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Fyrir leik
Fréttamannafundur landsliðsins í gær
„Við viljum náttúrulega bæta ýmsa hluti," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, á fréttamannafundi í gær.

„Við viljum vera beinskeyttari með boltann og við þurfum að halda betur í hann þegar við erum komin ofar á völlinn með hann. Við þurfum að búa til fleiri möguleika. Í seinni hálfleiknum úti náðum við að spila í gegnum fyrstu pressuna hjá þeim en þegar fremstu menn voru komnir með boltann, þá vorum við að tapa honum of fljótt. Við þurfum að laga það," sagði Þorsteinn.

Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði, sat einnig fundinn. „Það er helst það að gera betur með boltann þegar við erum með hann. Og að sama skapi þegar við erum að verjast að gera það aðeins þéttar en við vorum að gera á tímum í leiknum úti í Serbíu. Það er algjört lykilatriði," sagði Glódís.

Allar klárar
Það eru allir leikmenn klárir í slaginn fyrir morgundaginn.„Þær voru allar með á æfingu í dag. Það er smá hnjask hér og þar, en þær eru nokkurn veginn allar klárar," sagði landsliðsþjálfarinn.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Fyrir leik
Fyrri leikurinn
Liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum sem fram fór á Sportski centar FSS síðastliðinn föstudag. Tijana Filipovic kom heimakonum yfir á 19. mínútu leiksins en Alexandra Jóhannsdóttir jafnaði fyrir Ísland fjórum mínútum síðar og þar við sat. Lýsingu Fótbolta.net frá leiknum ásamt viðtölum má finna hér.

Skiljanlega ætlaði lið Íslands sér meira en að koma heim í seinni leikinn með jafna stöðu: Þorsteinn Halldórsson þjálfari liðsins var til viðtals eftir leik í Serbíu og sagði meðal annars.

„Við þurfum bara að vera klár á þriðjudaginn. Þetta snýst ekki um neitt annað en það. Svo þurfum við að fara yfir í rólegheitum hvað við getum gert betur og hvað við vorum að gera vel. Við þurfum að vera vel undirbúin í leikinn á þriðjudaginn sem verður hörkuleikur,"

Um frammistöðu liðsins í leiknum í heild sagði Þorsteinn.

„Við höfum oft spilað betur og náð fleiri samleiksköflum en þetta. Það voru hlutir sem við þurftum að gera betur með boltann og við hefðum getað verið rólegri á boltanum. Það voru einfaldar sendingar að klikka. Þetta eru atriði sem við getum bætt. Við förum yfir leikinn á sunnudaginn, förum yfir það góða og það sem þarf að laga. Við verðum eins vel undirbúin og hægt er á þriðjudaginn."

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Fyrir leik
Afhverju Kópavogsvöllur klukkan 14:30? Vallarmál landsliða Íslands eru því miður í algjörum ólestri og þyngra en tárum taki að jafn mikilvægur leikur og fer í hönd geti ekki farið fram á þjóðarleikvangi okkar Laugardalsvelli. Það er hins vegar öllu lengri og þyngri umræða en ég ætla mér út í hér. Leyfi fékkst til þess að spila leikinn á Kópavogsvelli þar sem plastið er iðagrænt allt árið um kring og hiti undir vellinum. Ljósabúnaður vallarinns stenst þó ekki kröfur UEFA um aðbúnað leiksins og þarf því að leika í dagsbirtu. Niðurstaðan því að leikur hefjist klukkan 14:30. Leiðinleg staða að sjálfsögðu en við fögnum því þó að geta leikið hér á Íslandi.

Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði sagði um stöðuna.

„Mér finnst við ekki líta vel út sem þjóð að þetta sé það sem við höfum upp á að bjóða. Að sama skapi er ég svekkt út í UEFA að 'standardinn' sé ekki jafn hár karla- og kvennamegin; að það sé í lagi að við spilum við svona aðstæður. Að kröfurnar séu ekki þannig að það þurfi að finna völl og aðstæður sem uppfylla allar kröfur," sagði Glódís.
Fyrir leik
Ögurstund í umspili Þjóðardeildarinnar Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu Fótbolta.net frá seinni leik Íslands og Serbíu í umspili um sæti í A-deild Þjóðardeildar kvenna en flautað verður til leiks á Kópavogsvelli klukkan 14:30

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Milica Kostic (m)
3. Andela Frajtovic
4. Marija Ilic ('58)
5. Violeta Slovic
6. Nevena Damjanovic
9. Jovana Damnjanovic ('66)
10. Jelena Cankovic
14. Vesna Milivojevic
17. Allegra Poljak
18. Emilija Petrovic ('58)
20. Tijana Filipovic

Varamenn:
12. Sara Cetinja (m)
23. Jefimija Skandro (m)
2. Isidora Vuckovic
7. Milica Mijatovic ('58)
11. Biljana Bradic
13. Andela Krstic
15. Sofija Sremcevic
16. Sara Pavlovic ('58)
19. Tajla Dzej Vlajnic
21. Mina Cavic
22. Nina Matejic ('66)

Liðsstjórn:
Dragisa Zecevic (Þ)

Gul spjöld:
Milica Kostic ('52)
Jovana Damnjanovic ('55)

Rauð spjöld: