Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
Valur
2
1
Breiðablik
0-1 Vigdís Lilja Kristjánsdóttir '8
Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir '25 1-1
Amanda Jacobsen Andradóttir '26 2-1
29.03.2024  -  13:00
N1-völlurinn Hlíðarenda
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
Aðstæður: Æðislegt veður og skemmtileg stemning.
Dómari: Arnar Ingi Ingvarsson
Maður leiksins: Kate Cousins
Byrjunarlið:
1. Fanney Inga Birkisdóttir (m)
2. Hailey Whitaker
8. Kate Cousins
9. Amanda Jacobsen Andradóttir
10. Berglind Rós Ágústsdóttir (f)
19. Anna Björk Kristjánsdóttir ('64)
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
22. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir ('73)
23. Fanndís Friðriksdóttir
24. Ísabella Sara Tryggvadóttir ('64)
29. Jasmín Erla Ingadóttir

Varamenn:
20. Íris Dögg Gunnarsdóttir (m)
11. Anna Rakel Pétursdóttir ('64)
14. Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir ('73)
25. Glódís María Gunnarsdóttir
27. Helena Ósk Hálfdánardóttir ('64)
28. Kolbrá Una Kristinsdóttir
77. Eva Stefánsdóttir

Liðsstjórn:
Jóhann Emil Elíasson
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
María Hjaltalín
Gísli Þór Einarsson
Guðrún Halla Guðnadóttir
Hallgrímur Heimisson

Gul spjöld:
Lillý Rut Hlynsdóttir ('65)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Til hamingju Valur! Valskonur ná að halda þetta út og eru Lengjubikarsmeistarar kvenna árið 2024.

Viðtöl og fleira á leiðinni, þangað til næst, takk fyrir mig!
93. mín
Valskonur hreinsa í innkast!
93. mín
Breiðablik að fá aukaspyrnu á hættulegum stað á seinustu mínútunni! Telma mætir inn í!
90. mín
+3 í uppbót
90. mín Gult spjald: Heiða Ragney Viðarsdóttir (Breiðablik)
Stoppar skyndisókn en léleg ákvörðun hjá dómara leiksins að flauta þar sem Valskonur voru komnar í frábæra stöðu þrjár á þrjár!
88. mín
Agla María X Vigdís Lilja! Vigdís fær bolta inn fyrir vörn Vals og kemur honum til hliðar á Öglu sem hikar aðeins en tekur síðan skotið sem fer framhjá.
87. mín
Blikar sækja og sækja! Agla María tekur spyrnuna inn á teiginn sem fer yfir allan pakkan en Blikar halda áfram að sækja. Vigdís fær boltann úti í breiddinni og kemur með hann fyrir á Öglu sem nær skotinu en það fer rétt yfir!

Þær liggja á marki Vals þessa stundina!
86. mín
Breiðablik að fá hornspyrnu Fáum við drama?!
84. mín
Blikar hreinsa
83. mín
Valur að fá hornspyrnu!
80. mín
Agla María sendir Andreu Rut í gegn sem kemur með boltann fyrir en Fanney kastar sér fyrir það og handsmanar boltann
79. mín
Það liggur Blikamark í loftinu! Breiðablik eru að leggja allt í sölurnar núna. Þeir eru að henda eldhúsvaskinum í þetta!
78. mín
Dauðafæri! Vigdís Lilja gerir frábærlega og dansar framjá Hailey og tekur skotið sem Fanney ver stórkostlega í horn. Bliker einnig hársbreidd frá því að ná frákastinu og skora en þetta fer í horn!
77. mín
Fyrirgjöf inn á teig Valsmanna sem Helena Ósk kemur með. Boltinn hrekkur þá út á Kate Cousins sem tekur skotið í fyrsta framhjá marki Blika.
73. mín
Inn:Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir (Valur) Út:Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir (Valur)
2007 módel að koma inn á
72. mín
Fáum við jöfnunarmark?? Blikar liggja á marki Valskvenna þessa stundina. Fáum við drama?
70. mín
Inn:Karitas Tómasdóttir (Breiðablik) Út:Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir (Breiðablik)
69. mín
Blikar vilja víti! Vigdís Lilja fær boltann inni í teig Valsmanna og fer niður. Blikarnir eru allt annað en sáttir og heimta vítaspyrnu en Arnar hristir hausinn. Það virtist eins og hann væri að fara að benda á punktinn en hætt svo skyndilega við.
66. mín
Hafliði Breiðfjörð er að sjálfsögðu á vellinum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

65. mín Gult spjald: Lillý Rut Hlynsdóttir (Valur)
Stoppar hættulega skyndisókn
64. mín
Inn:Anna Rakel Pétursdóttir (Valur) Út:Anna Björk Kristjánsdóttir (Valur)
-
64. mín
Inn:Helena Ósk Hálfdánardóttir (Valur) Út:Ísabella Sara Tryggvadóttir (Valur)
-
62. mín
DAUÐAFÆRI! Amanda sleppur ein í gegn eftir sendingu frá Kate Cousins en setur boltann langt framhjá!

Ólíkt henni!
60. mín
Margrét Lea kemur með æðislegan bolta inn á teig á Vigdísi Lilju sem missir boltann langt frá sér og nær ekki að nýta tækifærið.
55. mín
Agla María með skot fyrir utan D-bogann sem fer yfir. Blikar að vakna?
54. mín
Telma mætir út í teig og handsamar boltann
54. mín
Valskonur að fá horn! Þær liggja á vítateig Blika þessa stundina!
48. mín
Blikar hreinsa
47. mín
Valskonur sækja hornspyrnu!
46. mín
Leikur hafinn
Það eru heimakonur sem sparka þessu í gang á ný!

Góða skemmtun!
45. mín
Hálfleikur
Fanndís með skot beint á Telmu og þar með flautar Arnar Ingi í flautu sína.

Sjáumst aftur eftir korter eða svo!
44. mín
Vigdís óheppin Vigdís Lilja er sloppin ein í gegn á móti Fanney og er við það að taka skotið og jafna leikinn. Nema hún virðist ekki ná alveg jafnvægi og nær ekki að taka skotið. Þá mætir Anna Björk á svæðið og kemur boltanum frá.
42. mín
Lítið að frétta Valskonur stýra þessu bara þessa stundina. Hefur nánast verið einstefna eftir að þær komust yfir
Eins og að spila Fifa!
36. mín
Alvöur vinnsla í Öglu! Valskonur vinna boltann og keyra upp í sókn en Agla María gerir frábærlega og nær Guðrúnu á sprettinum.
35. mín
Breiðablik að fá horn Valskonur hreinsa aftur fyrir
34. mín
Breiðablik með aukaspyrnu á stórhættulegum stað! Lillý brýtur á Hrafnhildi þegar hún er við það að sleppa ein í gegn. Spennandi að sjá hvernig Agla ætlar að taka þessa spyrnu!
33. mín
Valskonur eru að ógna! Aftur fær Fanndís boltann inni á teig Blika en núna kemur hún boltanum út á Amöndu sem tekur skotið yfir markið.
32. mín
Skjóttu Guðrún! Kate með glæsilegan bolta í gegn á Guðrúnu sem er komin ein í gegn. Hún tekur af einhverjum furðulegum ástæðum ekki skotið og sendir hann út á Fanndísi sem tekur skotið yfir markið.
26. mín MARK!
Amanda Jacobsen Andradóttir (Valur)
Þetta var ekki lengi gert! Þær vinna boltann, fara upp og skora! Blikar úti á túni!

Ég leit upp í eina sekúndu á meðan ég var að lýsa jöfnunarmarkinu og þá fær Amanda boltann fyrir utan D-bogann. Hún var nánast alein og engin sem setti almennilega pressu á hana. Hún lætur þá vaða og boltinn syngur í samskeytunum!

Glæsilegt mark!
25. mín MARK!
Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir (Valur)
Stoðsending: Ísabella Sara Tryggvadóttir
ALLT ORÐIÐ JAFNT! Já eins og ég sagði að þá voru Valskonur byrjaðar að ógna aðeins meira og vinna sig inn í leikinn.

Kate fær boltann fyrir utan teig Blika og kemur með hann fyrir á fjær. Mér sýndist það vera Ísabella Tryggva sem á skallan fyrir markið og þar er Guðrún Elísabet mætt fyrst og klárar í autt markið.

Allt orðið jafnt!
24. mín
Frekar rólegt Ekkert nýtt í stöðunni. Blikar með yfirhöndina eins og staðan er núna en Valskonur eru hægt og rólega að vinna sig inn í leikinn.
19. mín
Valskonur ná að hreinsa.
18. mín
Breiðablik að fá hornspyrnu! Margrét Lea og Agla María leika vel á milli sín áður en Agla tekur skotið sem Fanney missir í horn.
14. mín
Boltinn kemur inn á teiginn og Kate Cousins nær skallanum sem TElma í marki Blika ver vel.
14. mín
Valur að fá horn! Elín tapar boltanum á stórhætulegum stað, alveg upp við markið en nær að koma boltanum aftur í horn.
12. mín
Valskonur að fá horn! Elín Helena hreinsar aftur fyrir
11. mín
Kate Cousins fær boltann inn á teig Blika, snýr og tekur skotið sem fer í varnarmann og beint í hendurnar á Telmu
8. mín MARK!
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir
Og hver hefði trúað því?! Valskonur sofandi á verðinum!

Breiðablik voru búnar að hóta þessu en þarna kom alvöru fyrsta færi leiksins. Hrafnhildur fær boltann við D-bogann og rennir honum í gegn á Vigdísi sem er þá skyndilega komin ein í gegn á móti Fanney í markinu og klárar frábærlega.

Og out of nowhere eru Breiðablik að leiða 1-0!
6. mín
Blikar betri Ekkert mikið um opin færi eða eitthvað slíkt þessar upphafsmínútur en ef eitthvað er þá eru Blikakonur að byrja leikinn betur.
2. mín
Blikar byrja vel Leikurinn byrjar mjög vel fyrir Blika. Vigdís Lilja fær tvö tækifæri að koma með boltann fyrir markið en Valskonur ná að bægja hættunni frá í bæði skiptin.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er komið í gang og það eru gestirnir sem byrja þetta fyrir okkur!
Fyrir leik
Styttist Liðin ganga þá til vallar ásamt dómaratríóinu og klappa fyrir stuðningsfólkinu.
Fyrir leik
Stúkuvaktin Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson, aðstoðarlandsliðsþjálfarinn Ásmundur Haraldsson og formaður knattspyrnusambandsins Þorvaldur Örlygsson eru að sjálfsögðu mættir upp í stúku.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Fyrir leik
Byrjunarliðin - Fámennir Blikar Byrjunarliðin eru komin í hús og eins og ég skrifaði í seinasta molanum mínum að þá eru Blikar fámennir og með einungis tvo á bekknum. Einnig er Katrín Ásbjörnsdóttir fjarri góði gamni vegna meiðsla. Það eru einnig einhver skakkaföll í liði Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Blikar í fríi Það vantar nokkra leikmenn í Breiðablik í dag þar sem þær fengu frí þessa helgi fyrir löngu síðan en KSÍ ákvað á óskiljanlegan hátt að færa leikinn yfir á þennan dag. Þetta gæti orðið mjög áhugaverður leikur.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Enginn Pétur í dag Ég er að heyra að Pétur Pétursson verður ekki á hliðarlínunni í dag. Hann er skilst mér að fagna sextugsafmæli konunar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Dómarateymið Arnar Ingi Ingvarsson fær það skemmtilega verkefni að dæma þennan úrslitaleik en honum til aðstoðar verða þeir Guðmundur Ingi Bjarnason og Hreinn Magnússon. Tomasz Piotr Zietal er varadómari leiksins en eftirlitsmaður KSÍ er Þórður Ingi Guðjónsson.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Fyrir leik
Viðureignir liðanna - Ekkert eðlilega jafnt Þessi tvö lið sem eru að mætast í dag eru kannski tvö bestu knattspyrnulið landsins í dag og síðustu ár. Þau hafa verið að vinna deildina oftar en aðrir á seinustu tímabilum. En þegar maður skoðar söguna og innbyrðis viðureignir liðanna, þá kemst maður að því að það munar engu á þessum liðum. Þetta er liggur við hnífjafnt.

En svona lítur þessi skemmtilega tölfræði út:

Leikir: 153
Breiðablik sigrar: 66 (43%)
Jafntefli: 22 (14%)
Valur sigrar: 65 (42%)

Markatalan: 275-278 Val í vil

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Ferskir vindar hjá Breiðablik Nik Chamberlain tók við Breiðablik í vetur eftir að Ásmundur Arnarsson var látinn fara í fyrra. Það er augljóst að það er komin smá óþolinmæði í Smárann þar sem Breiðablik hefur ekki orðið Íslandsmeistari síðan 2020. Nik hefur gert magnaða hluti með Þróttaraliðið undanfarin tímabil og það verður áhugavert að sjá hvernig Blikaliðið spilar í dag og í sumar. Þá er maður kannski mest spenntastur að sjá hvort þetta 4-1-2-1-2 kerfi hjá Nik muni smella í sumar.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Leiðin í úrslitaleikinn
Breiðablik lentu í sama riðli og Valur í Lengjubikarnum en töpuðu 3-2 gegn þeim í lokaleik riðilsins. Það var eina tapið þeirra í riðlinum. Í undanúrslitunum tóku þær Þór/KA 6-3. Eftir að hafa verið 6-3 undir í hálfleik settu þær í gírinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Valskonur á góðu skriði Eins og flestir vita að þá eru Valskonur þrefaldir Bestu deildarmeistarar. Enda bara besta lið landsins seinustu ár, engin spurning. Komandi inn í þetta tímabil er Valur að fá miklu harðari samkeppni en þær fengu í fyrra. Eitt af þessum samkeppnisliðum þeirra er mótherji þeirra í dag, Breiðablik. Þess vegna verður áhugavert að sjá hvernig leik Valskonur spila í dag þegar það er stutt í mót.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Leiðin í úrslitaleikinn
Valskonur unnu Stjörnuna þægilega 4-0 á mánudaginn í undanúrslitunum. En Valur og Breiðablik voru í sama riðli fyrir úrsláttarkeppnina. Þar unnu Valskonur 3-2 sigur á Breiðablik. Ná þær að gera eitthvað slíkt í dag og halda áfram á þessu ótrúlega skriði?
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Fyrir leik
Úrslitaleikur föstudaginn langa! Heilir og sælir ágætu lesendur og veriði hjartanlega velkomin í þessa þráðbeinu textalýsingu frá úrslitaleik Vals og Breiðabliks í Lengjubikarnum. Leikið verður á heimavelli Vals, á Hlíðarenda.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
4. Elín Helena Karlsdóttir
6. Mikaela Nótt Pétursdóttir
7. Agla María Albertsdóttir
8. Heiða Ragney Viðarsdóttir
11. Andrea Rut Bjarnadóttir
13. Ásta Eir Árnadóttir (f)
14. Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir ('70)
15. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir
30. Edith Kristín Kristjánsdóttir
33. Margrét Lea Gísladóttir

Varamenn:
10. Katrín Ásbjörnsdóttir
17. Karitas Tómasdóttir ('70)
27. Barbára Sól Gísladóttir

Liðsstjórn:
Nik Chamberlain (Þ)
Ólafur Pétursson
Ana Victoria Cate
Edda Garðarsdóttir
Sævar Örn Ingólfsson

Gul spjöld:
Heiða Ragney Viðarsdóttir ('90)

Rauð spjöld: