Man City leiðir kapphlaupið um Musiala - Man Utd hefur áhuga á Toney - Arsenal endurskoðar áætlanir
Víkingur R.
5
3
Valur
1-0 Elfar Freyr Helgason '1 , sjálfsmark
1-1 Birkir Már Sævarsson '13
Halldór Smári Sigurðsson '60
Hajrudin Cardaklija '62
Nikolaj Hansen '91 , misnotað víti 1-1
1-2 Sigurður Egill Lárusson '91 , víti
Matthías Vilhjálmsson '91 , víti 2-2
2-2 Patrick Pedersen '91 , misnotað víti
Ari Sigurpálsson '91 , víti 3-2
3-3 Adam Ægir Pálsson '91 , víti
Karl Friðleifur Gunnarsson '91 , víti 4-3
4-3 Kristinn Freyr Sigurðsson '91 , misnotað víti
Oliver Ekroth '91 , víti 5-3
01.04.2024  -  19:30
Víkingsvöllur
Meistarar meistaranna
Aðstæður: Eins mikið gluggaveður og það gerist!
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Maður leiksins: Frederik Schram (Valur)
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
4. Oliver Ekroth
7. Erlingur Agnarsson
9. Helgi Guðjónsson ('75)
10. Pablo Punyed (f)
11. Gísli Gottskálk Þórðarson ('46)
12. Halldór Smári Sigurðsson
19. Danijel Dejan Djuric ('66)
24. Davíð Örn Atlason
25. Valdimar Þór Ingimundarson ('75)
27. Matthías Vilhjálmsson

Varamenn:
16. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m)
2. Sveinn Gísli Þorkelsson ('66)
8. Viktor Örlygur Andrason
15. Bjarki Björn Gunnarsson
17. Ari Sigurpálsson ('75)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson ('46)
23. Nikolaj Hansen ('75)

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Hajrudin Cardaklija
Sölvi Ottesen
Aron Baldvin Þórðarson
Óskar Örn Hauksson
Lúðvík Már Matthíasson

Gul spjöld:
Halldór Smári Sigurðsson ('40)
Oliver Ekroth ('62)
Arnar Gunnlaugsson ('65)
Matthías Vilhjálmsson ('72)

Rauð spjöld:
Halldór Smári Sigurðsson ('60)
Hajrudin Cardaklija ('62)
@Breiiiiiiiiiii Sölvi Haraldsson
Skýrslan: Titlaóðir Víkingar - Meistarar meistara meistaranna
Hvað réði úrslitum?
Erfitt að segja þar sem leikurinn sigrast í vítaspyrnukeppni sem er bara 50/50 en það mætti segja að bæði lið hafi verið ósátt að fara með leikinn alla leið í vító. Valsmenn einum manni fleiri nánast helminginn af öllum seinni hálfleiknum og Víkingar sköpuðu sér fullt af færum til að koma sér í betri stöðu í upphafi síðari hálfleiks.
Bestu leikmenn
1. Frederik Schram (Valur)
Ef það hefði ekki verið fyrir honum og hans markvörslum í byrjun seinni hálfleiks þá hafði Víkingur unnið þennan leik þægilega í venjulegum leiktíma. Hins vegar hefði hann mátt taka eitt víti í vítaspyrnukeppninni en kannski erfitt að setja þá kröfu á hann þar sem sum víti voru bara sturluð. En heilt yfir mjög góður leikur fyrir utan líka kannski tvær sendingar.
2. Erlingur Arnarsson
Ég átti erfitt með að finna einhvern sem á þetta skilið. Það var svosem enginn sem stóð eitthvað mjög mikið upp úr en Erlingur fannst mér gera mjög vel í dag margoft. Skapaði helling af færum og á auðvitað þessa fyrirgjöf sem býr til fyrsta mark Víkinga og var bara mjög sprækur í kvöld.
Atvikið
Klárlega rauða spjaldið hans Halldórs Smára. Allt allt of groddaraleg tækling sem verðskuldar klárlega rautt spjald. Hann fær vissulega annað gula og þar með rautt en hann hefði alveg getað fengið beint rautt fyrir þessa tæklingu. Það verður líka allt vitlaust í kjölfarið og það fara fullt af spjöldum á loft. En hins vegar dó leikurinn eftir þetta og ég man varla eftir færi hjá báðum liðum eftir rauða spjaldið.
Hvað þýða úrslitin?
Víkingar eru meistarar meistaranna. Eða janfvel meistarar meistara meistaranna þar sem þeir eru bikar- og íslandsmeistarar og taka þennan titil í kvöld.
Vondur dagur
Það er erfitt að velja einhvern einn Valsara í dag. Hugmyndasnauðir er líklegast orðið sem lýsir Valsmönnum hvað best í seinni hálfleiknum. Miklu meira með boltann en engin sköpunarmáttur í liðinu á seinasta þriðjungnum. Planið leit bara út fyrir að vera að senda á Aron Jóh, láta hann koma með bolta upp völlinn og vona það besta. En ég ætla að láta Sigurð Egil og Elfar Freyr deila þessu. Sigurður Egill steinsofandi í markið Víkinga eftir tæpar 40 sekúndur og Elfar Freyr skorar sjálfsmark. Þeir deila þessu. Valdimar Þór fær líka shout. Man ekki eftir honum á vellinum.
Dómarinn - 10
Ég man ekki eftir einu atviki í leiknum sem Ívar og hans teymi rangt. Stigu varla feilspor í kvöld. Ekki oft sem það er talað um dómara þegar þeir dæma vel en mér finnst það alveg má að ræða það líka þegar þeir eiga góða leiki. Ívar og hans teymi fá fullt hús frá mér í kvöld!
Byrjunarlið:
1. Frederik Schram (m)
2. Birkir Már Sævarsson
4. Elfar Freyr Helgason
7. Aron Jóhannsson
8. Jónatan Ingi Jónsson ('83)
9. Patrick Pedersen
11. Sigurður Egill Lárusson
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson ('74)
15. Hólmar Örn Eyjólfsson (f)
17. Lúkas Logi Heimisson ('86)
23. Gylfi Þór Sigurðsson ('46)

Varamenn:
25. Stefán Þór Ágústsson (m)
10. Kristinn Freyr Sigurðsson ('46)
16. Gísli Laxdal Unnarsson ('83)
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Jakob Franz Pálsson
22. Bjarni Guðjón Brynjólfsson ('86)
24. Adam Ægir Pálsson ('74)

Liðsstjórn:
Arnar Grétarsson (Þ)
Haukur Páll Sigurðsson
Kjartan Sturluson
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Örn Erlingsson
Viktor Unnar Illugason

Gul spjöld:
Hólmar Örn Eyjólfsson ('62)

Rauð spjöld: