Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
Þýskaland
3
1
Ísland
Lea Schüller '4 1-0
1-1 Hlín Eiríksdóttir '23
Lea Schüller '34 2-1
Bibiane Schulze '45 3-1
09.04.2024  -  16:10
Tivoli
Undankeppni EM kvenna
Aðstæður: Það er vor í lofti
Dómari: Jana Adamkova (Tékkland)
Áhorfendur: 16503
Byrjunarlið:
12. Ann-Katrin Berger (m)
2. Sarai Linder ('65)
3. Kathrin Hendrich
4. Bibiane Schulze
6. Lena Oberdorf
7. Lea Schüller
9. Sjoeke Nüsken ('65)
13. Elisa Senß ('77)
15. Giulia Gwinn ('92)
19. Klara Bühl
22. Jule Brand ('77)

Varamenn:
1. Merle Frohms (m)
21. Stina Johannes (m)
5. Pia-Sophie Wolter ('92)
8. Sydney Lohmann
11. Melissa Kössler
14. Janina Minge ('65)
16. Vivien Endemann ('77)
17. Felicitas Rauch ('65)
18. Nicole Anyomi
20. Lina Magull ('77)
23. Sara Doorsoun

Liðsstjórn:
Horst Hrubesch (Þ)

Gul spjöld:
Kathrin Hendrich ('26)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Svekkjandi tap - Talsverðar framfarir Mjög svekkjandi eftir að hafa náð að jafna í 1-1 og leikurinn var nokkuð jafn þar til Sveindís þurfti að fara af velli. Þýskaland var samt klárlega sterkara liðið í leiknum og átti sigurinn skilinn.

Framfararnir á íslenska liðinu frá síðasta útileik gegn Þýskalandi eru mjög miklar.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
93. mín
Ingibjörg og Sædís koma síðustu hornspyrnu leiksins í burtu.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
92. mín
Inn: Pia-Sophie Wolter (Þýskaland) Út:Giulia Gwinn (Þýskaland)
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
91. mín
Tveimur mínútum bætt við
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
90. mín
Hornspyrna sem endar ofan á höfðinu á Janina Minge . Hún átti ekki von á því að boltinn kæmi til hennar. Boltinn skaust svo til hliðar og aftur fyrir.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
89. mín
Dauðafæri Mjög hættuleg fyrirgjöf en Klara Bühl skallar sem betur fer framhjá úr íslenska markteignum.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
87. mín
Hælspyrna frá Magull og hörkuskot Virkilega vel spilað hjá þýska liðinu og Lina Magull leggur boltann út á Lena Oberdorf með hælspyrnu. Oberdorf á svo skot sem fer rétt yfir íslenska markið.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
85. mín
Fyrirgjöf inn á íslenska teiginn sem Lena Oberdorf kemst í. Skallinn hjá henni er nokkuð laus og þægilegt fyrir Fanneyju að grípa þennan bolta.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
84. mín
Íslenska liðið vinnur boltann við þýska teiginn og Bryndís Arna lætur vaða en skotið fer framhjá. Það voru aðrir möguleikar í stöðunni en kannski skiljanlegt að reyna skotið í þessari stöðu.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
83. mín
Hildur með fastan skalla Karólína Lea með spyrnuna og Hildur kemst í boltann og skallar að marki en Ann-Katrin Berger ver.

Þetta var þriðja tilraun Íslands á þýska markið.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
83. mín
Aftur fær Ísland hornspyrnu
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
82. mín
Aðeins of laus spyrna frá Fanneyju frá marki en Hildur kemur til bjargar og kemur í veg fyrir að mikil hætta myndist inn á íslenka teignum.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
81. mín
Guðný vinnur hornspyrnu Karólína gerir vel, bíður eftir hlaupinu frá Guðnýju sem vinnur svo horn. Hildur gerði gríðarlega vel í aðdragandanum með því að vinna boltann.

Ann-Katrin Berger grípur svo hornspyrnuna.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
79. mín
Inn:Selma Sól Magnúsdóttir (Ísland) Út:Alexandra Jóhannsdóttir (Ísland)
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
78. mín
Fínasta upphlaup Bryndís gerir vel í pressunni, Alexandra nær boltanum, kemur henni á Bryndísi sem finnur Karólínu og boltinn svo áfram á Söndru Maríu vinstra megin við teiginn. Sandra reynir skot/fyrirgjöf en boltinn endar í innkasti hinu megin.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
77. mín
Inn:Lina Magull (Þýskaland) Út:Jule Brand (Þýskaland)
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
77. mín
Inn:Vivien Endemann (Þýskaland) Út:Elisa Senß (Þýskaland)
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
77. mín
Lea Schüller reynir að lauma boltanum í fjær með skoti vinstra megin í teignum. Brand fann mikið pláss í vasa við íslenska teiginn og skapaðist mikil hætta eftir að hún fékk boltann.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
75. mín
Hætta við vítateig Íslands eftir að Alexandra missir boltann en Guðrún nær að hreinsa í burtu úr teignum. Þýska liðið heldur samt pressunni áfram.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
73. mín
Klaufagangur og færi Sædís í brasi, missir boltann og Lea Schüller kemst í hörkugott færi. Hún reynir að setja boltann á nær og skotið þægilegt fyrir Fanneyju. Glódís gerði vel að setja pressu á framherjann.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
72. mín
Fjórða markið liggur í loftinu Oberdorf núna með hörkuskot sem fer rétt yfir.
70. mín
Þýskaland að fá frábært færi en Lea Schüller missir sem betur fer af boltanum á fjærstönginni.
69. mín
Ísland að reyna að spila úr vörninni en það gengur ömurlega. Þýskaland fær hér frábært færi eftir að Alexandra missir boltann en Fanney ver. Svo kemur Alexandra sér fyrir næsta skot.
68. mín
Aftur er Brand í skotfæri, og aftur setur hún hann yfir. Gengur ekkert hjá henni að skora.
68. mín
Jule Brand með skot yfir markið eftir að Fanney átti slaka sendingu.
66. mín
Varnarsinnaðar skiptingar hjá Íslandi. Áhugavert. Erum þá væntanlega farin í þriggja manna vörn með Guðnýju sem vængbakvörð hægra megin og Guðrúnu í hafsent.
66. mín
Inn:Guðný Árnadóttir (Ísland) Út:Hlín Eiríksdóttir (Ísland)
66. mín
Inn:Sandra María Jessen (Ísland) Út:Diljá Ýr Zomers (Ísland)
65. mín
Inn:Felicitas Rauch (Þýskaland) Út:Sarai Linder (Þýskaland)
65. mín
Inn:Janina Minge (Þýskaland) Út:Sjoeke Nüsken (Þýskaland)
65. mín
Ísland ætlar að hreyfa við liðinu. Guðný Árna og Sandra María að koma inn á.
62. mín
Þýskaland aftur búið að taka yfir leikinn. Jule Brand með skalla í stöngina. Stórhættulegt en Ísland nær að koma boltanum svo frá.
62. mín
Senß með skot eftir hornspyrnuna en það er hættulítið.
60. mín
Bühl í mjög fínu færi en setur boltann fram hjá. Fór af varnarmanni Íslands og því hornspyrna dæmd.
59. mín
Það skal tekið fram að Kathrin Hendrich sem meiddi Sveindísi Jane áðan er liðsfélagi hennar hjá Wolfsburg. Mögulega verður stemningin vandræðaleg þegar þær snúa aftur til félagsliðs síns eftir þetta landsleikjaverkefni.
57. mín
Ísland heldur áfram að ógna! Hlín með fyrirgjöf inn á teiginn og Alexandra skallar boltann ofan á þaknetið.
57. mín
Sædís tekur hornspyrnuna en Berger grípur hana þægilega.
56. mín
Íslenska liðið að eiga góðan kafla núna. Diljá með fyrirgjöf sem Þýskaland nær að komast fyrir. Fáum svo innkast og í kjölfarið hornspyrnu.
55. mín
Bühl með skot sem Fanney ver auðveldlega.
54. mín
Dómarinn ekki að gefa íslenska liðinu mikið.
53. mín
Ísland vill víti! Fín sókn hjá Íslandi. Sædís á fyrirgjöf á Hlín sem nær að taka boltann niður. Það er augljóslega haldið í hana og þess vegna nær hún ekki miklum krafti í skotið, en það er ekkert dæmt. Íslensku leikmennirnir kölluðu eftir víti en fá ekkert.
49. mín
Íslenska liðið áfram að leita í svæðin á bak við vörnina en ógnin er mikið minni núna. Það er auðskiljanlegt.
48. mín
Hlín og Bryndís gera vel sín á milli. Svo reynir Hlín fyrirgjöf sem stafar engin hætta af. Berger grípur auðveldlega.
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn! ÁFRAM ÍSLAND!
45. mín
Hálfleikur
Myndir af marki Íslands
Mynd: Mirko Kappes

Mynd: Mirko Kappes

Mynd: Mirko Kappes
45. mín
Hálfleikur
Þetta leit vel út þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður en svo tóku Þjóðverjar öll völd þegar Sveindís meiddist. Örugglega hægt að færa rök fyrir því að þetta sé sanngjörn staða.
45. mín
Hálfleikur
Og dómarinn flautar til hálfleiks strax eftir miðjuna... Þýskaland átti held ég ekki að fá þessa hornspyrnu, það var mjög tæpt hvort boltinn hafi verið farinn út af. En íslenska liðið átti að verjast þessu betur, bæði Guðrún og Glódís.
45. mín MARK!
Bibiane Schulze (Þýskaland)
Ömurlegur tími til að fá á sig mark Vandræðagangur í teignum og Schulze potar honum yfr línuna. Þetta var ekki merkilegur varnarleikur.
45. mín
Þremur mínútum bætt við
44. mín
Nüsken með skot en Alexandra kemur sér fyrir það.
43. mín
Bühl með fast skot en það fer fram hjá markinu.
41. mín
Núna á Schüller fyrirgjöfina en Klara Bühl setur boltann fram hjá markinu. Þýskaland er með öll tök á leiknum þessa stundina.
38. mín
Það fer gríðarlega mikið úr okkar liði þegar Sveindís meiðist. Var búin að vera virkilega góð áður en hún fór út af. Þurfum að endurstilla okkur.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

35. mín Gult spjald: Guðrún Arnardóttir (Ísland)
Stoppar hraða sókn Þýskalands.
34. mín MARK!
Lea Schüller (Þýskaland)
Ráðum ekkert við hana Bolti inn á teiginn og Schüller kemur á ferðinni og skorar með skalla. Er á undan Ingibjörgu í boltann.

33. mín
Stórhættulegt! Þýskaland að herða tökin aftur. Áttu núna stórhættulegan bolta inn á teiginn og Schüller skallar fram hjá. Þarna átti hún bara að gera betur.
32. mín
Ágætis sókn hjá heimakonum og Nüsken á skot sem fer yfir markið.
31. mín
Ömurlegt þegar leikmanni er bara kippt út úr leiknum með ljótu broti. En það er bara hausinn upp og áfram gakk.
31. mín
Inn:Bryndís Arna Níelsdóttir (Ísland) Út:Sveindís Jane Jónsdóttir (Ísland)
Ætlaði að láta reyna á þetta, en það er bara ekki hægt. Bryndís kemur inn á.
30. mín
HA????? Bryndís Arna er búin að gera sig klára en þá skokkar Sveindís bara aftur inn á.
28. mín
Sveindís stendur upp en hún er líklega farin úr axlarlið. Eins og ég sagði áðan, ömurlegt.
27. mín
Ég held því miður að Sveindís spili ekki meira hér í dag. Öxlin væntanlega ekki í góðum málum. Ömurlegt.
27. mín
Sveindís liggur eftir. Þetta lítur hræðilega út. Lenti illa á öxlinni held ég.
26. mín Gult spjald: Kathrin Hendrich (Þýskaland)
Eins verðskuldað og það verður. Ræður ekkert við hraðann í Sveindísi og brýtur harkalega á henni.
24. mín
Hlín skoraði fyrir Ísland
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
23. mín MARK!
Hlín Eiríksdóttir (Ísland)
Stoðsending: Diljá Ýr Zomers
ÍSLAND JAFNAR!!!! Þarna kom það!!!!

Frábær sókn hjá Íslandi. Sveindís fær boltann með bakið í markið og kemur honum á Karólínu. Hún setur hann út á Diljá sem á stórhættulegan bolta fyrir. Sveindís missir af honum en Hlín er mætt á fjærstöngina og klárar vel.

Við áttum þetta skilið!

22. mín
Lea Schüller í dauðafæri en hittir ekki boltann. Færið kom eftir slaka langa sendingu frá Guðrúnu. Löngu sendingarnar mættu alveg vera betri hjá íslenska liðinu.
21. mín
Stórhætta inn á teig Íslands en Glódís kemur boltanum frá.
21. mín
Við verðum að nýta þessi færi...
20. mín
NÆSTUM ÞVÍ!!! Aftur vinnur Glódís fyrsta boltann. Þær ráða ekkert við hana. Hún fleytir boltanum áfram og þar er mikið svæði. Karólína kemst næstum því í boltann en rétt missir af honum.
19. mín
Fáum núna langt innkast frá Sveindísi.
18. mín
Þjóðverjar við það að komast í dauðafæri en Fanney er á tánum og kemur út. Hún er á undan Jule Brand í boltann og handsamar hann.
16. mín
Stelpurnar okkar hafa aðeins vaknað til lífsins og eiga að vera búnar að jafna. Meira svona!
15. mín
DAUÐAFÆRI!!!!! Þarna verður þú að skora Ingibjörg!

Karólína með flottan bolta inn á teiginn og Glódís vinnur auðvitað skallann. Ingibjörg er alein fyrir framan markið en setur boltann yfir. Vill fá hornspyrnu en fær hana ekki.

14. mín
Hlín gerir vel í að vinna aukaspyrnu á miðjum vellinum. Karólína mun negla þessum bolta inn á teiginn.
12. mín
Hætta inn á teig Íslands en við náum að koma boltanum frá, sem betur fer.
11. mín
Fínasta færi! Jæja.

Íslenska liðið í fínni sókn sem endar með því að Diljá Ýr fær boltann inn á teignum og reynir skot úr fínu færi. Hún nær ekki miklum krafti í skotið og Ann-Katrin Berger ver það auðveldlega.
10. mín
Vonandi förum við að spyrna okkur frá bakkanum.
9. mín
Ekki byrjunin sem við vildum Þetta var svo sannarlega ekki byrjunin sem við vildum í þessum leik. Þetta minnir mig óþarflega á hörmungina í Bochum í september á síðasta ári. Pressan er endalaus frá þýska liðinu og við getum að því virðist ekkert gert í því
6. mín
Glódís með skalla yfir markið. Lítil hætta í þessu.
4. mín MARK!
Lea Schüller (Þýskaland)
Fyrsta markið er komið Íslenska liðið var heppið að lenda ekki undir rétt áðan og svo kemur fyrsta markið bara strax þar á eftir.

Lea Schüller klikkar ekki tvisvar á góðu færi. Boltinn fyrir markið og Schüller lúrir á milli Ingibjargar og Sædísar. Hún skallar boltann auðveldlega í netið.

3. mín
Hættulegt!! Jule Brand með boltann á kantinum og á hættulega fyrirgjöf fyrir markið. Það tekur enginn ábyrgð hjá íslenska liðinu og þær eru einfaldlega stálheppnar að Lea Schüller setji boltann ekki í markið.
1. mín
Sveindís hér strax að skapa usla í fremstu víglínu. Hristir varnarmann Þýskalands af sér og er með boltann við endalínuna. Þýska liðið kemur boltanum hins vegar frá frekar auðveldlega.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað!

ÁFRAM ÍSLAND!

Íslenska liðið byrjar á því að sækja í áttina að Hafnarfirði, æfingasvæði Alemannia Aachen. Þýskaland sækir í átt að verslunarmiðstöð sem selur bara húsgögn.
Fyrir leik
Þetta er að fara af stað! Þjóðsöngvarnir að baki. Það eru nokkrir íslenskir stuðningsmenn í stúkunni sem er gaman að sjá. Núna fer þetta senn að byrja!
Fyrir leik
Umgjörðin í kringum þennan leik er aðeins meiri og stærri en á Kópavogsvelli um daginn. Þjóðverjinn kann þetta.
Fyrir leik
Það styttist í að leikurinn fari að hefjast og stemningin á vellinum er að stigmagnast.
Fyrir leik
Bjartsýni Það ríkir bjartsýni á meðal okkar fjölmiðlamanna í Aachen. Undirritaður spáir 1-1 og Aron Guðmundsson á Vísi spáir 2-2. Jafntefli væru stórkostleg úrslit en sigur væri algjör draumur.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Upphitun er hafin Bæði lið eru mætt út á völl að hita upp. Það er að myndast mikil stemning á vellinum. Síðast þegar Ísland spilaði í Þýskalandi, þá var ógnvænleg stemning. Og ég býst við að það verði þannig aftur núna.
Fyrir leik
Með betra markahlutfall en Popp Eins og greint var frá fyrr í dag, þá er Alexandra Popp ekki með. Hún er stærsta stjarnan í liði Þýskalands og þeirra helsta sóknarvopn.

En í hennar stað kemur inn Lea Schüller, sóknarmaður Bayern München. Þar er hún liðsfélagi Glódísar Perlu Viggósdóttur, fyrirliða Íslands.

Schüller er með betra markahlutfall en Popp með þýska landsliðinu þar sem hún hefur skorað 36 mörk í 57 landsleikjum og er með 0,63 mörk að meðaltali í hverjum leik. Popp hefur skorað 67 mörk í 137 landsleikjum og er með 0,49 mörk að meðaltali í leik.

Schüller hefur á yfirstandandi tímabili skorað níu mörk í 16 deildarleikjum með Bayern en hún var næst markahæsti leikmaðurinn í undankeppni HM 2023 með 15 mörk í níu leikjum.

Schüller skoraði þegar Þýskaland vann 4-0 sigur á Íslandi í fyrra en þá kom hún inn af bekknum.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Sveindís upp á topp Svo vrðist sem Sveindís Jane Jónsdóttir verði fremsti leikmaður Íslands. UEFA stillir því þannig upp. Það verður verðugt verkefni fyrir varnarmenn Þýskalands að takast á við Sveindísi en hún missti af báðum leikjunum gegn Þjóðverjum í fyrra.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fyrir leik
BYRJUNARLIÐ ÍSLANDS Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, gerir eina breytingu á byrjunarliðinu frá 3-0 sigurleiknum gegn Póllandi síðasta föstudag.

Breytingin er sú að Hlín Eiríksdóttir, leikmaður Kristianstad, kemur inn fyrir Bryndísi Örnu Níelsdóttir, leikmann Vaxjö.

Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Hugur í okkar konum Íslenska liðið er mætt á völlinn, voru rétt í þessu að taka samstöðufund á miðjuhringnum. Það er hugur í okkar konum og vonandi ná þær að sýna sitt rétta andlit í leiknum.

Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Brot úr skemmtilegu viðtali við Diljá Ýr Zomers
Fyrir leik
Talsvert öðruvísi aðstæður og mikill fjöldi á vellinum Það er óhætt að segja að aðstæður séu aðeins öðruvísi hér í Þýskalandi en á Íslandi. Það er búið að vera mjög kalt á Íslandi og var hitinn við frostmark síðasta föstudagskvöld.

Áhorfendur á leikjum í Bestu deildinni hafa þá gengið út af völlum með frosna fætur síðustu daga.

En hér í Þýskalandi er hitinn í kringum tólf gráðurnar í dag og veðrið mjög fínt. Vorið er svo sannarlega komið í Aachen og það styttist í sumar en búist er við rúmlega 20 gráðu hita núna um helgina.

Góð mæting á völlinn
Það er þá búist við góðri mætingu á Tivoli völlinn í Aachen í dag en þýska knattspyrnusambandið sagði frá því í gær að um 15 þúsund miðar væru seldir á leikinn.

Völlurinn er með pláss fyrir rúmlega 27 þúsund manns í landsleikjum og verður gaman að sjá stemninguna sem mun myndast á vellinum á eftir.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Augljóst hvaða leikmaður hræðir Þýskaland mest „Við vitum að Sveindís er einfaldlega framúrskarandi leikmaður," sagði Vivien Endemann, liðsfélagi Sveindísar Jane Jónsdóttur hjá Wolfsburg, fyrir leik Íslands og Þýskalands sem er á eftir.

Það er augljóst þegar lesið er í þýska fjölmiðla að Sveindís Jane sé leikmaður sem hræðir Þjóðverja.

Sveindís missti af síðustu tveimur leikjum gegn Þýskalandi í Þjóðadeildinni vegna meiðsla og innkoma hennar í liðið fyrir leikinn í kvöld er afar mikilvæg.

Sveindís hefur gert ótrúlega vel í að koma til baka eftir erfið meiðsli og hefur hún verið stórkostleg í síðustu tveimur leikjum Íslands gegn Serbíu og Póllandi. Í kvöld er það svo Þýskaland í öðrum leik liðsins í undankeppni EM.

„Sveindís er ekki með ógnarlegan hraða. Hún getur líka tekið rosalega löng innköst og þau eru mikið vopn," segir Endemann.

Miðvörðurinn Kathrin Hendrich talaði líka um Sveindísi fyrir leikinn. „Við verðum að vera alveg ofan í henni þegar hún fær boltann. Við megum ekki gefa henni neitt svigrúm því það er rosalega erfitt að halda í við hana þegar hún kemst á ferðina," segir Hendrich.

Langaði að fá þær aftur
Sveindís spilar í Þýskalandi með Wolfsburg en hún var spurð út í leikinn við Þjóðverja eftir sigurinn á Póllandi á dögunum.

„Við spiluðum við þær í Þjóðadeildinni og erum með tvo leiki sem við getum skoðað og bætt okkur í einhverjum hlutum frá því síðast. Við förum vel yfir það. Svo er það að taka íslensku geðveikina og vonandi ná í sigur," sagði Sveindís eftir leikinn gegn Póllandi.

„Mig langaði að fá þær aftur. Mig langaði svo að spila á móti þeim því maður þekkir svo margar þarna. Ég sé alveg mikla möguleika fyrir okkur. Mér finnst við geta strítt þeim. Þær eru með frábært lið en mér finnst við líka vera mjög góðar."

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fyrir leik
Hefði búist við því að þær myndu velja völl með allt upp á tíu Íslenska liðið æfði á keppnisvellinum, Nýja Tivoli í Aachen, í gærmorgun. Borgin er á landamærum Þýskalands og Hollands, en stelpurnar dvelja á flottu hóteli hinum megin við landamærin.

Völlurinn var ekki í sérlega góðu standi þegar stelpurnar æfðu á honum í gær.

„Aðstaðan er flott en völlurinn er mjög slakur. Það kom mér á óvart. Grasið er lélegt. Maður hefði búist við því að þær myndu velja völl með allt upp á tíu. Svona er þetta bara," sagði Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands, í viðtali í gær.

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, tók undir það.

„Grasið er ekkert sérstakt, en leikvangurinn er flottur að mörgu leyti. Grasið var ekkert sérstakt."

Alemannia Aachen spilar heimaleiki sína á Nýja Tivoli og er félagið sem stendur í langefsta sæti í sinni svæðisdeild í fjórðu efstu deild. Það hefur gengið vel í ár og borgarbúar sjá fram á að sjá liðið sitt í C-deild á næsta ári.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Líklegt byrjunarlið Það er algjör óþarfi að breyta sigurliði, og sérstaklega þegar lið spilar eins vel og Ísland gerði í síðasta leik gegn Póllandi.

Við spáum því að sama lið muni gegn Þýskalandi á morgun og byrjaði gegn Póllandi í síðasta leik.

Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Fréttir og viðtöl í aðdraganda leiksins Ferðalagið til Aachen í gær var frekar langt en ég stoppaði á leiðinni í Heerlen í Hollandi þar sem landsliðið dvelur í aðdraganda leiksins. Þar tók ég nokkur viðtöl en þau er hægt að sjá hér fyrir neðan.





Fyrir leik
Myndir úr sigrinum gegn Póllandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Undankeppni sem byrjaði frábærlega Ísland spilaði við Pólland síðasta föstudag á Kópavogsvelli og þar líður íslenska liðinu afar vel. Fyrri hálfleikurinn var frekar kaflaskiptur en undir lok hans sýndi Ísland mikið drápseðli og gekk frá leiknum með tveimur mörkum.

Seinni hálfleikurinn var svo mjög fagmannlegur af hálfu íslenska liðsins og skoraði Sveindís Jane Jónsdóttir frábært mark, 3-0.

Leikurinn var heilt yfir frábær hjá Íslandi. Svo sannarlega skref í rétta átt.

Fyrir leik
Góðan og gleðilegan daginn Og verið velkomnir kæru lesendur í beina textalýsingu frá leik Þýskalands og Íslands í undankeppni Evrópumótsins 2025. Ísland byrjaði undankeppnina frábærlega - á 3-0 sigri gegn Póllandi síðasta föstudag - og núna er komið að því að fylgja því eftir í leik númer tvö.


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
13. Fanney Inga Birkisdóttir (m)
4. Glódís Perla Viggósdóttir (f)
6. Ingibjörg Sigurðardóttir
8. Alexandra Jóhannsdóttir ('79)
9. Diljá Ýr Zomers ('66)
10. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
14. Hlín Eiríksdóttir ('66)
16. Hildur Antonsdóttir
18. Guðrún Arnardóttir
19. Sædís Rún Heiðarsdóttir
23. Sveindís Jane Jónsdóttir ('31)

Varamenn:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
13. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (m)
2. Berglind Rós Ágústsdóttir
3. Sandra María Jessen ('66)
5. Lára Kristín Pedersen
7. Selma Sól Magnúsdóttir ('79)
8. Ásdís Karen Halldórsdóttir
11. Natasha Anasi
15. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir
17. Bryndís Arna Níelsdóttir ('31)
20. Guðný Árnadóttir ('66)
22. Amanda Andradóttir

Liðsstjórn:
Þorsteinn Halldórsson (Þ)

Gul spjöld:
Guðrún Arnardóttir ('35)

Rauð spjöld: