

Tivoli
Undankeppni EM kvenna
Aðstæður: Það er vor í lofti
Dómari: Jana Adamkova (Tékkland)
Áhorfendur: 16503
('65)
('65)
('77)
('92)
('77)
('92)
('65)
('77)
('65)
('77)
Framfararnir á íslenska liðinu frá síðasta útileik gegn Þýskalandi eru mjög miklar.
Þetta var þriðja tilraun Íslands á þýska markið.
Ann-Katrin Berger grípur svo hornspyrnuna.
Á sama tíma og @UEFA og @FIFAcom gera ævintýralegar kröfur á gervigrasvelli er nóg að strengja net í mörk og mála hvítar línur. Þá er "grasið" leikfært. #gerice #standard pic.twitter.com/qAkele8Xci
— Ómar Stefánsson (@OmarStef) April 9, 2024
Hlín var ekkert að skafa af hlutunum í hálfleik. Hún er ekki ánægð með varnarleikinn í mörkum Þýskalands en segir liðið geta komið til baka í seinni hálfleik! pic.twitter.com/7xOzTsQxdi
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 9, 2024
MARK!
Þetta minnti á Salah brotið um árið.
— Max Koala (@Maggihodd) April 9, 2024
Vont fyrir Ísland þar sem uppleggið hefur verið frábært fyrir hana í siðustu leikjum.
MARK!Lea Schüller að skora sitt annað mark í dag og aftur er það með skalla. Stórhættuleg í teignum pic.twitter.com/H6C97BtQus
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 9, 2024
Þær Þýsku virka mjög veikar til baka. Fullt af möguleikum í stöðunni. Frábært mark og virkilega góð sókn.
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) April 9, 2024
Kathrin Hendrich fremst í flokki veikleikans. Þarf að beita fautabrögðum til að reyna taka Sveindísi úr leiknum því hún ræður engan vegin við hana. Ljótt brot. #fotboltinet
Oh I miss Karólína so much!
— Melly ? | BAYLEY IS THE CHAMP (@Zadraball) April 9, 2024
Gult spjald: Kathrin Hendrich (Þýskaland)
Frábær skyndisókn!
— Max Koala (@Maggihodd) April 9, 2024
Ísland.
MARK!Stoðsending: Diljá Ýr Zomers
Frábær sókn hjá Íslandi. Sveindís fær boltann með bakið í markið og kemur honum á Karólínu. Hún setur hann út á Diljá sem á stórhættulegan bolta fyrir. Sveindís missir af honum en Hlín er mætt á fjærstöngina og klárar vel.
Við áttum þetta skilið!
Hlín Eiríksdóttir jafnar leikinn! Flott sókn Íslands og vel klárað hjá Hlín ???????? pic.twitter.com/5Crijz0gvY
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 9, 2024
Karólína með flottan bolta inn á teiginn og Glódís vinnur auðvitað skallann. Ingibjörg er alein fyrir framan markið en setur boltann yfir. Vill fá hornspyrnu en fær hana ekki.
Ingibjörg Sigurðardóttir í alvöru færi! Flott sending hjá Karólínu Leu og frábærlega gert hjá Glódísi en Ingibjörg örlítið óheppin með skot sitt ???????? pic.twitter.com/U9ZMuBKM5c
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 9, 2024
Íslenska liðið í fínni sókn sem endar með því að Diljá Ýr fær boltann inn á teignum og reynir skot úr fínu færi. Hún nær ekki miklum krafti í skotið og Ann-Katrin Berger ver það auðveldlega.
MARK!Lea Schüller klikkar ekki tvisvar á góðu færi. Boltinn fyrir markið og Schüller lúrir á milli Ingibjargar og Sædísar. Hún skallar boltann auðveldlega í netið.
Þýskaland skorar strax á fjórðu mínútu. Lea Schüller aftur að skora á móti okkur. Nóg eftir þó! pic.twitter.com/EjtksaIqjS
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 9, 2024
ÁFRAM ÍSLAND!
Íslenska liðið byrjar á því að sækja í áttina að Hafnarfirði, æfingasvæði Alemannia Aachen. Þýskaland sækir í átt að verslunarmiðstöð sem selur bara húsgögn.
Verðum að loka á að þær ???????? þannig að þær fái ekki 1 á 1 stöðu út á vængjunum.
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) April 9, 2024
Ef við ætlum að ná í 1 eða 3 stig í dag þá er mikilvægt halda í??þegar við getum og hápressa þær????????. Möguleikarnir felast í að vinna boltann hátt á vellinum og keyra hratt á þær
Áfram ???????? #fotboltinet

En í hennar stað kemur inn Lea Schüller, sóknarmaður Bayern München. Þar er hún liðsfélagi Glódísar Perlu Viggósdóttur, fyrirliða Íslands.
Schüller er með betra markahlutfall en Popp með þýska landsliðinu þar sem hún hefur skorað 36 mörk í 57 landsleikjum og er með 0,63 mörk að meðaltali í hverjum leik. Popp hefur skorað 67 mörk í 137 landsleikjum og er með 0,49 mörk að meðaltali í leik.
Schüller hefur á yfirstandandi tímabili skorað níu mörk í 16 deildarleikjum með Bayern en hún var næst markahæsti leikmaðurinn í undankeppni HM 2023 með 15 mörk í níu leikjum.
Schüller skoraði þegar Þýskaland vann 4-0 sigur á Íslandi í fyrra en þá kom hún inn af bekknum.


Breytingin er sú að Hlín Eiríksdóttir, leikmaður Kristianstad, kemur inn fyrir Bryndísi Örnu Níelsdóttir, leikmann Vaxjö.


Áhorfendur á leikjum í Bestu deildinni hafa þá gengið út af völlum með frosna fætur síðustu daga.
En hér í Þýskalandi er hitinn í kringum tólf gráðurnar í dag og veðrið mjög fínt. Vorið er svo sannarlega komið í Aachen og það styttist í sumar en búist er við rúmlega 20 gráðu hita núna um helgina.
Góð mæting á völlinn
Það er þá búist við góðri mætingu á Tivoli völlinn í Aachen í dag en þýska knattspyrnusambandið sagði frá því í gær að um 15 þúsund miðar væru seldir á leikinn.
Völlurinn er með pláss fyrir rúmlega 27 þúsund manns í landsleikjum og verður gaman að sjá stemninguna sem mun myndast á vellinum á eftir.

Það er augljóst þegar lesið er í þýska fjölmiðla að Sveindís Jane sé leikmaður sem hræðir Þjóðverja.
Sveindís missti af síðustu tveimur leikjum gegn Þýskalandi í Þjóðadeildinni vegna meiðsla og innkoma hennar í liðið fyrir leikinn í kvöld er afar mikilvæg.
Sveindís hefur gert ótrúlega vel í að koma til baka eftir erfið meiðsli og hefur hún verið stórkostleg í síðustu tveimur leikjum Íslands gegn Serbíu og Póllandi. Í kvöld er það svo Þýskaland í öðrum leik liðsins í undankeppni EM.
„Sveindís er ekki með ógnarlegan hraða. Hún getur líka tekið rosalega löng innköst og þau eru mikið vopn," segir Endemann.
Miðvörðurinn Kathrin Hendrich talaði líka um Sveindísi fyrir leikinn. „Við verðum að vera alveg ofan í henni þegar hún fær boltann. Við megum ekki gefa henni neitt svigrúm því það er rosalega erfitt að halda í við hana þegar hún kemst á ferðina," segir Hendrich.
Langaði að fá þær aftur
Sveindís spilar í Þýskalandi með Wolfsburg en hún var spurð út í leikinn við Þjóðverja eftir sigurinn á Póllandi á dögunum.
„Við spiluðum við þær í Þjóðadeildinni og erum með tvo leiki sem við getum skoðað og bætt okkur í einhverjum hlutum frá því síðast. Við förum vel yfir það. Svo er það að taka íslensku geðveikina og vonandi ná í sigur," sagði Sveindís eftir leikinn gegn Póllandi.
„Mig langaði að fá þær aftur. Mig langaði svo að spila á móti þeim því maður þekkir svo margar þarna. Ég sé alveg mikla möguleika fyrir okkur. Mér finnst við geta strítt þeim. Þær eru með frábært lið en mér finnst við líka vera mjög góðar."

Völlurinn var ekki í sérlega góðu standi þegar stelpurnar æfðu á honum í gær.
„Aðstaðan er flott en völlurinn er mjög slakur. Það kom mér á óvart. Grasið er lélegt. Maður hefði búist við því að þær myndu velja völl með allt upp á tíu. Svona er þetta bara," sagði Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands, í viðtali í gær.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, tók undir það.
„Grasið er ekkert sérstakt, en leikvangurinn er flottur að mörgu leyti. Grasið var ekkert sérstakt."
Alemannia Aachen spilar heimaleiki sína á Nýja Tivoli og er félagið sem stendur í langefsta sæti í sinni svæðisdeild í fjórðu efstu deild. Það hefur gengið vel í ár og borgarbúar sjá fram á að sjá liðið sitt í C-deild á næsta ári.

Við spáum því að sama lið muni gegn Þýskalandi á morgun og byrjaði gegn Póllandi í síðasta leik.

Leikdagur í Aachen í dag ????????????????
— Guðmundur Ásgeirsson (@gummi_aa) April 9, 2024
Spjallaði við Diljá Ýr Zomers í gær en hún hefur komið sterk inn í landsliðið á síðastliðnu ári ???? Leið hennar í landsliðið er nokkuð óhefðbundin og sagan er góð!https://t.co/TOPrpwKV2L
? Leikdagur!
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) April 9, 2024
???????? Ísland mætir Þýskalandi í undankeppni EM 2025.
???? Bein útsending á RÚV og hefst leikurinn kl. 16:10!
Gameday as we play Germany in the EURO 2025 qualifying.#fimmíröð pic.twitter.com/r433y6wCJl
Seinni hálfleikurinn var svo mjög fagmannlegur af hálfu íslenska liðsins og skoraði Sveindís Jane Jónsdóttir frábært mark, 3-0.
Leikurinn var heilt yfir frábær hjá Íslandi. Svo sannarlega skref í rétta átt.

('79)
('66)
('66)
('31)
('66)
('79)
('31)
('66)



















