Tilboð væntanlegt í Ederson - Man Utd hefur rætt við Frank og Pochettino - Frank, Maresca, McKenna og De Zerbi á blaði Chelsea
Í BEINNI
Besta-deild karla
Fylkir
19:15 0
0
HK
Breiðablik
4
0
Vestri
Viktor Karl Einarsson '51 1-0
Höskuldur Gunnlaugsson '63 , víti 2-0
Elvar Baldvinsson '75
Dagur Örn Fjeldsted '85 3-0
4-0 Fatai Gbadamosi '94 , sjálfsmark
13.04.2024  -  14:00
Kópavogsvöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: Sól, en kalt úti.
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Áhorfendur: 1218
Maður leiksins: Viktor Karl Einarsson
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Kristinn Steindórsson ('82)
11. Aron Bjarnason ('77)
14. Jason Daði Svanþórsson ('82)
20. Benjamin Stokke ('65)
21. Viktor Örn Margeirsson ('65)
24. Arnór Gauti Jónsson
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
2. Daniel Obbekjær ('65)
9. Patrik Johannesen ('82)
16. Dagur Örn Fjeldsted ('82)
22. Ísak Snær Þorvaldsson ('77)
23. Kristófer Ingi Kristinsson ('65)
25. Tumi Fannar Gunnarsson

Liðsstjórn:
Halldór Árnason (Þ)
Marinó Önundarson
Særún Jónsdóttir
Eyjólfur Héðinsson
Haraldur Björnsson
Eiður Benedikt Eiríksson
Helgi Jónas Guðfinnsson

Gul spjöld:
Höskuldur Gunnlaugsson ('56)
Kristinn Steindórsson ('81)

Rauð spjöld:
@saebjornth Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Skýrslan: Öruggt hjá Blikum og fernt annað mjög jákvætt
Hvað réði úrslitum?
Breiðablik bankaði nokkuð laust í fyrri hálfleik en byrjaði að banka fast í upphafi seinni hálfleiks og uppskar svo mark upp úr því. Eftir það var þetta aldrei spurning. Ógnin hjá Vestra var lítil sem engin og nokkuð þægilegur dagur á skrifstofunni hjá heimamönnum. Blikar geta verið ánægðir með það að sjá Patrik Johannesen á vellinum eftir 11 mánaða fjarveru. Ísak Snær sneri þá aftur og var honum vel fagnað og loks skoraði Dagur Fjeldsted sitt fyrsta mark í efstu deild. Það má líka hrósa umgjörðinni hjá Blikum sem var til fyrirmyndar í dag. Fjölmiðlamönnum var vel sinnt, auðvelt að ná í menn í viðtöl og veitingar til fyrirmyndar.
Bestu leikmenn
1. Viktor Karl Einarsson
Skoraði markið mikilvæga sem opnaði þetta fyrir Blika og lagði svo upp fyrir Kristófer sem átti skalla sem endaði í netinu. Viktor er að fara vel af stað á þessu Íslandsmóti.
2. Jason Daði Svanþórsson
Andri Yeoman, Höskuldur og kannski Aron hvað næst því að vera hér í stað Jasons. Jason átti góðan leik, lagði upp mark, var sífellt að ógna og þurftu Vestramenn alltaf að vera vakandi fyrir því hvar hann væri á vellinum.
Atvikið
Fyrsta markið þegar Viktor Karl náði að teyma Elvar með sér, opnaði með því pláss fyrir Jason sem fékk svo Elvar í sig og gat því fundið Viktor galopinn í teignum. Viktor hitti boltann furðulega en inn fór boltinn og eftir það aldrei spurning hvernig færi.
Hvað þýða úrslitin?
Blikar eru með fullt hús stiga. Næstu leikir eru gegn Víkingi, KR og Val. Vestri er án stiga og á leik gegn KA í næstu umferð.
Vondur dagur
Elvar Baldvinsson átti í vandræðum með Jason og ekki hjálpaði þegar Viktor Karl og Höskuldur blönduðu sér með í spilið úti hægra megin. Erfitt að setja það allt á Elvar sem gerði á köflum vel í varnarleiknum. Hann er svo óheppinn að fá rautt spjald í seinni hálfleik. Það sem var hins vegar enn verra var sóknarleikur Vestra sem var nánast ekki til staðar. Það gekk mjög illa að byggja upp spil og alvöru sóknir Vestra í leiknum voru mjög fáar. Anton Ari þurfti held ég einungis tvisvar almennilega að sýna að hann væri inn á vellinum með því að grípa inn í. Mikið pláss til bætinga eins og Davíð Smári nefndi í viðtalinu.
Dómarinn - 6
Menn eru harðari með spjöldin og mér fannst alveg Nacho mega fá tiltal áður en hann fékk gult í byrjun leiks. Svo var þetta ansi hart - og að ég held bara rangt - að reka Elvar út af með rautt spjald, brot sem verðskuldaði klárlega gult en óþarfi að gefa rautt. Missti ekki af neinum brotum, leikstjórnin var nokkuð góð og því er hann alveg í sexunni.
Byrjunarlið:
30. William Eskelinen (m)
Eiður Aron Sigurbjörnsson
3. Elvar Baldvinsson
4. Fatai Gbadamosi
6. Ibrahima Balde
7. Vladimir Tufegdzic ('63)
10. Nacho Gil ('63)
11. Benedikt V. Warén ('78)
20. Jeppe Gertsen
22. Elmar Atli Garðarsson (f)
77. Sergine Fall ('67)

Varamenn:
1. Marvin Darri Steinarsson (m)
9. Andri Rúnar Bjarnason ('63)
13. Toby King ('78)
15. Guðmundur Arnar Svavarsson ('67)
19. Pétur Bjarnason
21. Tarik Ibrahimagic ('63)
26. Friðrik Þórir Hjaltason

Liðsstjórn:
Davíð Smári Lamude (Þ)
Daniel Osafo-Badu
Jón Hálfdán Pétursson
Gunnlaugur Jónasson
Bergþór Snær Jónasson
Þorsteinn Goði Einarsson
Vladan Dogatovic

Gul spjöld:
Nacho Gil ('13)
Vladimir Tufegdzic ('25)
Elmar Atli Garðarsson ('42)
Toby King ('84)
Ibrahima Balde ('84)
Tarik Ibrahimagic ('89)

Rauð spjöld:
Elvar Baldvinsson ('75)