Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
HK
0
4
ÍA
Þorsteinn Aron Antonsson '41
0-1 Arnór Smárason '52
0-2 Viktor Jónsson '60
0-3 Viktor Jónsson '66
0-4 Viktor Jónsson '70
14.04.2024  -  17:00
Kórinn
Besta-deild karla
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: 980
Maður leiksins: Viktor Jónsson
Byrjunarlið:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
4. Leifur Andri Leifsson (f)
5. Þorsteinn Aron Antonsson
6. Birkir Valur Jónsson
7. George Nunn
8. Arnþór Ari Atlason
10. Atli Hrafn Andrason ('81)
11. Marciano Aziz ('63)
21. Ívar Örn Jónsson
28. Tumi Þorvarsson ('71)
30. Atli Þór Jónasson ('71)

Varamenn:
12. Stefán Stefánsson (m)
2. Kristján Snær Frostason ('63)
19. Birnir Breki Burknason ('71)
20. Ísak Aron Ómarsson
22. Andri Már Harðarson
24. Magnús Arnar Pétursson ('71)
29. Karl Ágúst Karlsson ('81)

Liðsstjórn:
Ómar Ingi Guðmundsson (Þ)
Gunnþór Hermannsson
Þjóðólfur Gunnarsson
Sandor Matus
Birkir Örn Arnarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Ragnar Sigurðsson

Gul spjöld:
Ívar Örn Jónsson ('82)

Rauð spjöld:
Þorsteinn Aron Antonsson ('41)
@SEinarsson Sverrir Örn Einarsson
Skýrslan: Fyrsta þrenna tímabilsins leit dagsins ljós í Kórnum
Hvað réði úrslitum?
Það er erfitt að horfa fram hjá áhrifum rauða spjaldsins sem Þorsteinn Aron fékk. Hafði það úrslitaáhrif um sigurvegara leiksins? Nei eflaust ekki en það sveiflaði pendúlnum duglega í átt til ÍA sem steig á bensínið eftir hægan og leiðinlegan fyrri hálfleik og kláraði dæmið.
Bestu leikmenn
1. Viktor Jónsson
Þrjú mörk á tíu mínútna kafla og heiðurinn er hans. Þarf nokkuð meira?
2. Johannes Vall
Baneitraðar fyrirgjafir frá vinstri frá Vall sköpuðu usla í öftustu línu HK trekk í trekk í seinni hálfleik. Tvær stoðsendigar urðu úr því og Vall getur gengið sáttur með sitt út úr Kórnum. Aðrir sem komu til greina var t.d Arnór Smárason sem var öflugur á miðju ÍA í leiknum
Atvikið
Rauða spjaldið á Þorstein. Leikurinn var í miklu jafnvægi og fátt í spilunum þegar hann gerir afdrifarík mistök er hann ætlar að senda boltann til baka undir pressu. Hittir ekki boltann, missir mann framfyrir sig og brýtur á honum sem afasti maður. Rándýrt atvik fyrir HK
Hvað þýða úrslitin?
Skagamenn vinna sinn fyrsta sigur og fá sín fyrstu stig. Geta unað sér vel í 3.sæti deildarinnar fram á morgundaginn í það minnsta. HK með 1 stig í 9.sætinu
Vondur dagur
Erfitt að tilnefna annan en Þorstein Aron Antonsson. Alltaf vondur dagur þegar maður fær rautt spjald eftir að hafa reynt að bregðast við eigin mistökum.
Dómarinn - 8
Rauða spjaldið var réttur dómur frá mér séð og hef ég heyrt neinn kvarta ennþá í það minnsta. Þess utan var leikstjórnin hjá Erlendi Eiríkssyni með miklum sóma að mínu mati og samræmið gott.
Byrjunarlið:
1. Árni Marinó Einarsson
3. Johannes Vall
4. Hlynur Sævar Jónsson ('76)
6. Oliver Stefánsson
9. Viktor Jónsson (f) ('76)
10. Steinar Þorsteinsson ('85)
11. Hinrik Harðarson
13. Erik Tobias Sandberg
19. Marko Vardic
66. Jón Gísli Eyland Gíslason
88. Arnór Smárason ('63)

Varamenn:
5. Arnleifur Hjörleifsson
17. Ingi Þór Sigurðsson ('76)
18. Guðfinnur Þór Leósson ('85)
22. Árni Salvar Heimisson ('76)
23. Hilmar Elís Hilmarsson

Liðsstjórn:
Dean Martin (Þ)
Jón Þór Hauksson (Þ)
Aron Ýmir Pétursson
Teitur Pétursson
Albert Hafsteinsson
Dino Hodzic
Mario Majic
Þorsteinn Magnússon

Gul spjöld:
Árni Salvar Heimisson ('83)

Rauð spjöld: