Víkingur R.
4
1
Breiðablik
Ari Sigurpálsson
'18
1-0
Nikolaj Hansen
'20
2-0
2-1
Kristófer Ingi Kristinsson
'37
Danijel Dejan Djuric
'76
3-1
Ari Sigurpálsson
'78
4-1
21.04.2024 - 19:15
Víkingsvöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: Sól, smá gola en annars bara fínasta veður
Dómari: Vilhjálmur Alvar
Maður leiksins: Ari Sigurpálsson
Víkingsvöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: Sól, smá gola en annars bara fínasta veður
Dómari: Vilhjálmur Alvar
Maður leiksins: Ari Sigurpálsson
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
4. Oliver Ekroth
6. Gunnar Vatnhamar
7. Erlingur Agnarsson
10. Pablo Punyed
11. Gísli Gottskálk Þórðarson
('71)
17. Ari Sigurpálsson
('80)
19. Danijel Dejan Djuric
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
23. Nikolaj Hansen (f)
('67)
24. Davíð Örn Atlason
('80)
Varamenn:
80. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m)
2. Sveinn Gísli Þorkelsson
('80)
8. Viktor Örlygur Andrason
('71)
9. Helgi Guðjónsson
('67)
12. Halldór Smári Sigurðsson
18. Óskar Örn Hauksson
21. Aron Elís Þrándarson
('80)
Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Sölvi Ottesen (Þ)
Þórir Ingvarsson
Hajrudin Cardaklija
Rúnar Pálmarsson
Markús Árni Vernharðsson
Aron Baldvin Þórðarson
Gul spjöld:
Pablo Punyed ('36)
Karl Friðleifur Gunnarsson ('69)
Oliver Ekroth ('69)
Helgi Guðjónsson ('82)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Víkingur vinnur stórslaginn!
Fagmannleg frammistaða hjá Víkingum og þeir uppskera sigur á Breiðablik!
Bráðskemmtilegur leikur að baki. Þangað til næst, takk fyrir mig!
Skýrsla og viðtöl á leiðinni!
Bráðskemmtilegur leikur að baki. Þangað til næst, takk fyrir mig!
Skýrsla og viðtöl á leiðinni!
90. mín
Maður leiksins
Ólafur Jóhannesson valdi Ara Sigurpálsson sem mann leiksins í kvöld. 2 mörk og geggjaður í dag!
90. mín
Gunnar til bjargar!
Dagur Örn keyrir upp völlinn og kemur boltanum inn á teiginn. Blikar ná skotið á markið en Gunnar Vatnhamar bjargar Víkingum í annað sinn í leiknum.
90. mín
Blikar eru ekkert líklegir að minnka muninn. Meistaraframmistaða hjá Víkingum í kvöld.
83. mín
Inn:Arnór Gauti Jónsson (Breiðablik)
Út:Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik)
80. mín
Inn:Aron Elís Þrándarson (Víkingur R.)
Út:Davíð Örn Atlason (Víkingur R.)
Aron Þrándar að snúa aftur úr meiðslum og spilar sinn fyrsta leik í sumar
78. mín
MARK!
Ari Sigurpálsson (Víkingur R.)
JA. HÉRNA. HÉR.
Sá er heitur!
Ég sá ekki hver átti sendinguna á hann en það skiptir engu máli. Hann fær boltann á miðjum vallarhelming Blika og keyrir upp völlinn með boltann áður en hann klárar ekkert eðlilega vel fyrir utan teig Blika. Nánast copy paste frá markinu hans í fyrri hálfleik.
Víkingar að gera út um þennnan leik?!
Ég sá ekki hver átti sendinguna á hann en það skiptir engu máli. Hann fær boltann á miðjum vallarhelming Blika og keyrir upp völlinn með boltann áður en hann klárar ekkert eðlilega vel fyrir utan teig Blika. Nánast copy paste frá markinu hans í fyrri hálfleik.
Víkingar að gera út um þennnan leik?!
76. mín
MARK!
Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.)
Stoðsending: Helgi Guðjónsson
Stoðsending: Helgi Guðjónsson
RISAMARK!
Eru Víkingar að klára þetta?!
Löng sókn hjá Víkingum sem endar með því að Helgi Guðjóns kemur boltanum fyrir markið. Þar er Djuric mættur og potar boltanum í netið. Spurning hvort þetta hafi veirð sjálfsmark hjá Damir en Djuric fær markið skráð á sig frá mér.
Hann hatar ekki að skora á móti Blikum!
Löng sókn hjá Víkingum sem endar með því að Helgi Guðjóns kemur boltanum fyrir markið. Þar er Djuric mættur og potar boltanum í netið. Spurning hvort þetta hafi veirð sjálfsmark hjá Damir en Djuric fær markið skráð á sig frá mér.
Hann hatar ekki að skora á móti Blikum!
74. mín
Inn:Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
Út:Kristófer Ingi Kristinsson (Breiðablik)
73. mín
Víkingar sækja!
Karl Friðleifur kemur boltanum á Helga Guðjóns sem er aleinn inni á vítateig Blika og fær nægan tíma til að snúa. Hann tekur þá skotið sem fer rétt framhjá markinu.
72. mín
Borðtennis!
Liðin skiptast á að sækja þessa stundina. Það liggur mark öðru hvoru megin í loftinu!
71. mín
Inn:Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.)
Út:Gísli Gottskálk Þórðarson (Víkingur R.)
70. mín
Vatnhamar bjargar Víkingum!
Það kemur fyrirgjöf inn á teig Víkinga sem Ingvar missir yfir sig og á Jason sem lúrir á fjærstönginni. Jason tekur skotið á markið en Gunnar Vatnhamar bjargara á línu.
67. mín
Gult spjald: Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik)
Fór í háskalega tæklingu fyrr í leiknum en Vilhjálmur beytti hagnaði.
63. mín
Það er heldur betur byrjað að hitna kolunum hér í Víkinni. Menn að tækla og ýta hvorn annan hægri vinstri og þjálfarar liðanna eru báðir alls ekki sáttir með dómgæsluna.
59. mín
„Litlir hvolpar sem gelta hátt“
Stuðningsmenn Víkinga duglegir að gelta þegar Höskuldur fær boltann.
57. mín
Vel varið!
Höskuldur tekur spyrnuna inn á teiginn. Víkingar með misheppnaða hreinsun sem Viktor Örn nær til. Hann nær skotinu sem Ingvar ver vel í markinu.
55. mín
Átti markið að standa í fyrri hálfleik hjá Blikum?
Mómentið þegar Damir sparkar í boltann. Þetta var aldrei rangstaða.
— Jóhann Már Helgason (@Joimar) April 21, 2024
Þetta og allt hitt í Helgaruppgjörinu, beint eftir leik. ? pic.twitter.com/CL2G4plpGM
53. mín
Inn:Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
Út:Benjamin Stokke (Breiðablik)
ALexander Helgi og Jason Daði voru búnir að fá eitthvað högg í fyrri hálfleik og ég hélt að annar þeirra væri að fara af velli. Sá Norski fer af velli. Ekki mikið búið að sjást til hans í kvöld.
Kristófer Ingi fer upp á topp og Jason á hægri kantinn.
Kristófer Ingi fer upp á topp og Jason á hægri kantinn.
49. mín
Leikurinn fer heldur rólega af stað. Smá hiti í þessu, það fer eitthvað að gerast eftir smá og við fáum einhvern algjöran trylling.
45. mín
Hálfleikur
Mjög skemmtilegur fyrri hálfleikur að baki!
Tökum okkur korterspásu og mætum síðan aftur að vörmu spori!
Tökum okkur korterspásu og mætum síðan aftur að vörmu spori!
45. mín
Leikurinn hefur róast
Eftir mark Blika hafa Víkingar náð að taka stjórnina aftur á leikinn.
42. mín
Uppstillingarnar
Víkingur R. (4-4-2)
Ingvar
Davíð - Ekroth - Gunnar - Karl
Erlingur - Gísli - Pablo - Ari
Djuric - Niko
Breiðablik (4-3-3)
Anton
Höskuldur - Damir - Viktor Ö - Andri
Viktor K - Alexander - Jason
Aron - Stokke - Kristófer
Áhugavert að stundum dettur Jason niður á miðsvæðið en stundum byrjar hann mjög ofarlega. Aron Bjarna er greinilega settur á Karl Friðleif og hann er að spila nánast sem bakvörður að elta Kalla.
Ingvar
Davíð - Ekroth - Gunnar - Karl
Erlingur - Gísli - Pablo - Ari
Djuric - Niko
Breiðablik (4-3-3)
Anton
Höskuldur - Damir - Viktor Ö - Andri
Viktor K - Alexander - Jason
Aron - Stokke - Kristófer
Áhugavert að stundum dettur Jason niður á miðsvæðið en stundum byrjar hann mjög ofarlega. Aron Bjarna er greinilega settur á Karl Friðleif og hann er að spila nánast sem bakvörður að elta Kalla.
37. mín
MARK!
Kristófer Ingi Kristinsson (Breiðablik)
Stoðsending: Damir Muminovic
Stoðsending: Damir Muminovic
Blikar skora og minnka muninn!
Og allt í einu erum við komin í með leik!
Höskuldur tekur spyrnuna. Hann vippar boltanum inn á teiginn en Víkingar skalla frá. En líkt og gerðist fyrir skömmu fær Damir boltann fyrir utan teig Víkinga og er aleinn þar. Hann tekur skotið í fyrsta sem á viðkomu í Kristófer Inga og í netið!
Þetta var búið að liggja í loftinu en leikurinn er hingað til að standast væntingar!
Höskuldur tekur spyrnuna. Hann vippar boltanum inn á teiginn en Víkingar skalla frá. En líkt og gerðist fyrir skömmu fær Damir boltann fyrir utan teig Víkinga og er aleinn þar. Hann tekur skotið í fyrsta sem á viðkomu í Kristófer Inga og í netið!
Þetta var búið að liggja í loftinu en leikurinn er hingað til að standast væntingar!
36. mín
Gult spjald: Pablo Punyed (Víkingur R.)
Mjög lengi að dæma þessa aukaspyrnu. Pablo tekur Alexander Helga niður og fær gult.
Blikar með aukaspyrnu á ágætisstað.
Blikar með aukaspyrnu á ágætisstað.
31. mín
MAAARR.... rangur!
Hornið kemur inn á teiginn sem Víkingar skalla frá. Boltinn fer út á Damir sem tekur skotið í fyrsta en Ingvar ver boltann út í teiginn. Þar er Kristófer Ingi mættur og kemur boltanum í netið en flaggið var ekki lengi að fara á loft.
Kristófer mjög ósáttur og kvartar og kvartar en dómurinn stendur.
Kristófer mjög ósáttur og kvartar og kvartar en dómurinn stendur.
30. mín
Viktor Karl í dauðafæri!
Viktor Karl fær boltann inn fyrir vörn Víkinga og tekur frábærlega á móti boltanum. Hann er þá kominn einn á móti Ingvari en Ingvar ver mjög vel!
Skot?
Þegar strætó kemur þá koma tveir í einu! ARI OG NIKO MEÐ MÖRK MEÐ ÖRSTUTTU MILLIBILI ?????? pic.twitter.com/DtM3S32I7I
— Víkingur (@vikingurfc) April 21, 2024
26. mín
Pablo með hornið og Víkingar eru hársbreidd frá því að koma boltanum í netið eftir sendingu inn fyrir frá Niko á Erling en hann nær ekki til hans. Víkingar vilja annað horn en fá það ekki.
24. mín
Eftir frábæra byrjun hjá Breiðablik hafa Víkingar tekist að skora tvö og eru að stýra leiknum núna.
Maður hefur alveg séð þetta áður.
Maður hefur alveg séð þetta áður.
20. mín
MARK!
Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
Stoðsending: Karl Friðleifur Gunnarsson
Stoðsending: Karl Friðleifur Gunnarsson
Þeir skora aftur!
Einni mínútu og 40 sekúndum síðar skora þeir aftur!
Karl Friðleifur fær boltann út við hliðarlínu og kemur boltanum inn á teig Blika. Þar stekkur fyrirliðin manna hæst og stangar boltann í netið!
Draumabyrjun Víkinga!
Karl Friðleifur fær boltann út við hliðarlínu og kemur boltanum inn á teig Blika. Þar stekkur fyrirliðin manna hæst og stangar boltann í netið!
Draumabyrjun Víkinga!
18. mín
MARK!
Ari Sigurpálsson (Víkingur R.)
Víkingar taka forystuna!
Ari brýtur ísinn!
Viktor Örn var nýbúinn að brjóta á sér beint fyrir framan fjórða dómarann og Víkingar allt annað en sáttir. Daniel Dejan Djuric er þá með boltann og kemur boltanum inn á teig Blika sem Höskuldur ætlar að skalla frá en boltinn beint til Ara Sigurpálsson. Hann þakkar pent fyrir sig og klárar frábærlega!
Og stúkan tekur við sér!
Viktor Örn var nýbúinn að brjóta á sér beint fyrir framan fjórða dómarann og Víkingar allt annað en sáttir. Daniel Dejan Djuric er þá með boltann og kemur boltanum inn á teig Blika sem Höskuldur ætlar að skalla frá en boltinn beint til Ara Sigurpálsson. Hann þakkar pent fyrir sig og klárar frábærlega!
Og stúkan tekur við sér!
17. mín
Pablo tekur núna hornið hinum megin sem fer aftur á Niko Hansen en skallinn fer rétt yfir mark Blika.
16. mín
Annað horn!
Karl Friðleifur kemur boltanum á fjærstöngina núna á Niko Hansen sem skallar í varnarmann og aftur fyrir.
15. mín
Annað horn!
Karl Friðleifur tekur spyrnuna stutt á Djuric sem kemur honum fyrir markið. Boltinn á viðkomu í Damir og rétt framhjá marki Blika!
13. mín
Víkingar að fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað!
Erlingur með góðan sprett upp völlinn og nær að sækja í aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig Blika!
10. mín
Víkingar vakna!
Pablo með volley fyrir utan teig Blika sem Anton Ari ver mjög vel. Skömmu eftir það vinna Víkingar boltann aftur og Gísli tekur skotið inni á teig Blika sem fér rétt yfir markið.
7. mín
Víkingar með sitt fyrsta skot!
Ari Sigurpáls fær boltann út við hliðarlínu og keyrir inn á teiginn. Hann er þá kominn í mjög góða skotstöðu og tekur skotið sem fer rétt framhjá!
Borðtennis!
Borðtennis!
6. mín
Rétt framhjá!
Þeir taka hornið stutt og síðan inn á teiginn. Það myndast mikill darraðardans inni á teig Víkinga áður en Viktor Örn þrumar boltanum rétt framhjá.
Blikar byrja leikinn mikið betur!
Blikar byrja leikinn mikið betur!
4. mín
Blikar vilja víti!
Það kemur bolti inn á teig Blika sem fer á Stokke en Davíð Atla gerir vel og skýlir boltann á Ingvar í markinu.
Blikar vilja víti en það er ekkert í þessu.
Blikar vilja víti en það er ekkert í þessu.
1. mín
Blikar byrja af krafti!
Löng sending inn fyrir vörn Víkinga í upphafi leiks sem Benjamin Stokke nær til. Hann fer framhjá Ingvari en sendingin inn fyrir er ekki góð og Gunnar Vatnhamar hreinsar.
Blikar byrja af krafti!
Blikar byrja af krafti!
1. mín
Leikur hafinn
Þá er þetta byrjað. Það eru gestirnir úr Kópavogi sem byrja leikinn og sækja í áttina áð Víkingsheimilinu.
Ég segi bara agóða skemmtun gott fólk!
Ég segi bara agóða skemmtun gott fólk!
Fyrir leik
Styttist
Þá ganga liðin til vallar. Það er löngu búið að fylla stúkuna og vonandi fáum við veisluleik!
Fyrir leik
Korter í leik, liðin og dómarar ganga til búningsherbergja og gera sig klár í slaginn.
Fyrir leik
Byrjunarliðstíðindi!
Þrátt fyrir að 1-0 sigur í seinasta leik gegn Fram er óhætt að segja að Víkingar áttu alls ekki góða frammistöðu í þeim leik. Þeir voru hreinlega heppnir að hafa náð í 3 stig . Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, gerir einungis tvær bryetingar á Víkingsliðinu frá sigrinum gegn Fram. Helgi Guðjónsson og Valdimar Þór Ingimundarson koma úr byrjunarliðinu en þeir Nikolaj Hansen og Daniel Dejan Djuric koma inn í liðið.
Gestirnir úr Kópavogi hrófla lítið í liðinu frá 4-0 sigrinum gegn Vestra. Þeir gera alls tvær breytingar frá þeim leik en þeir Alexander Helgi Sigurðarson og Kristófer Ingi Kristinsson koma inn í liðið fyrir þá Kristinn Steindórsson og Arnór Gauta Jónsson.
Gestirnir úr Kópavogi hrófla lítið í liðinu frá 4-0 sigrinum gegn Vestra. Þeir gera alls tvær breytingar frá þeim leik en þeir Alexander Helgi Sigurðarson og Kristófer Ingi Kristinsson koma inn í liðið fyrir þá Kristinn Steindórsson og Arnór Gauta Jónsson.
Fyrir leik
Ertu ekki að hlusta?
Ég mæli með að fólk stilli á útvarpsþáttinn frá því í gær, þar sem Halli Hróðmars var gestur, og seinasta þátt af Innkastinu til að hita sig aðeins upp fyrir stórleikinn!
Fyrir leik
Ný skák
Nú hefst ný skák, skák þeirra Arnars Gunnlaugssonar og Halldórs Árnasonar. Koma þeir okkur á óvart í kvöld?
Svona líta líklegu byrjunarlið .net út:
Svona líta líklegu byrjunarlið .net út:
Fyrir leik
Dómarateymið
Við erum held ég að fara að fá mjög vel dæmdan leik á morgun. En dómari leiksins er Vilhjálmur Alvar með þá Kristján Má Ólafs og Gylfa Má Sigurðsson sér til aðstoðar. Elías Ingi verður með skiltið á hliðarlínunni en Kristinn Jakobsson með stílabókina í stúkunni. Þess má geta að Vilhjálmur Alvar dæmdi leik liðanna í Víkinni í fyrra.
Tölfræði Vilhjálms í efstu deild
Leikir: 193
Gul spjöld: 825
Rauð spjöld: 40
Dæmdar vítaspyrnur: 59
Tölfræði Vilhjálms í efstu deild
Leikir: 193
Gul spjöld: 825
Rauð spjöld: 40
Dæmdar vítaspyrnur: 59
Fyrir leik
Fyrrum fyrirliði Víkinga spáir í spilin
Nýjasti leikmaður kvennaliðs Vals og fyrrum fyrirliði Víkinga, Nadía Atladóttir, spáði í spilin fyrir 3. umferð Bestu deildar karla á dögunum.
Víkingur R. 4 - 2 Breiðablik (19:15 í kvöld)
Langar að segja Breiðablik en ég sé ekki Víkingana misstíga sig, þeir eru of vel spilandi þessa dagana. Þetta verður vel spilaður markaleikur sem endar 4-2.
Víkingur R. 4 - 2 Breiðablik (19:15 í kvöld)
Langar að segja Breiðablik en ég sé ekki Víkingana misstíga sig, þeir eru of vel spilandi þessa dagana. Þetta verður vel spilaður markaleikur sem endar 4-2.
Fyrir leik
Leikirnir í fyrra
Það hefur svo sannarlega gengið mikið á milli Víkings og Breiðabliks í undanförnum leikjum. Leikirnir í fyrra voru svo sannarlega skemmtilegir og líflegir innan sem utan vallar.
Í fyrsta leik liðanna í fyrra voru Víkingar 2-0 yfir í hálfeik og þegar klukkan sló 90 mínútur en á einhvern ótrúlegan hátt tókust Blikunum að redda stigi úr leiknum. Í lok leiks sauð allt upp úr en þjálfarar og leikmenn liðanna voru svo sannarlega heitt í hamsi í viðtölum eftir leikinn. Hér má sjá viðtöl .net úr leiknum í fyrra á Kópavogsvelli.
Rútuleikurinn
Í seinni leik liðanna fyrir tvískiptinguna fengu Víkingar Breiðablik í heimsókn. Nema Blikarnir mættu bara dálítið seint í heimsóknina. En sá leikur og allt sem átti sér stað í kringum hann fer seint úr manna minnum. Þetta var stórfurðulegur leikur. En Blikarnir mættu í rútu þegar það var mjög stutt í leik, fóru aldrei inn í klefann, spiluðu með hálfgert varalið og skiluðu engri leikskýrslu nema þegar það var stutt í leik. Fólk skiptist síðan auðvitað á skoðunum um þessa frægu rútuferð. Var þetta nett? Var þetta barnalegt?
Í fyrsta leik liðanna í fyrra voru Víkingar 2-0 yfir í hálfeik og þegar klukkan sló 90 mínútur en á einhvern ótrúlegan hátt tókust Blikunum að redda stigi úr leiknum. Í lok leiks sauð allt upp úr en þjálfarar og leikmenn liðanna voru svo sannarlega heitt í hamsi í viðtölum eftir leikinn. Hér má sjá viðtöl .net úr leiknum í fyrra á Kópavogsvelli.
Rútuleikurinn
Í seinni leik liðanna fyrir tvískiptinguna fengu Víkingar Breiðablik í heimsókn. Nema Blikarnir mættu bara dálítið seint í heimsóknina. En sá leikur og allt sem átti sér stað í kringum hann fer seint úr manna minnum. Þetta var stórfurðulegur leikur. En Blikarnir mættu í rútu þegar það var mjög stutt í leik, fóru aldrei inn í klefann, spiluðu með hálfgert varalið og skiluðu engri leikskýrslu nema þegar það var stutt í leik. Fólk skiptist síðan auðvitað á skoðunum um þessa frægu rútuferð. Var þetta nett? Var þetta barnalegt?
Fyrir leik
Liðin fara vel af stað
Það er held ég alveg óhætt að segja það að Víkingur og Breiðablik hafa byrjað leiktíðina með glæsibrag en bæði lið eru með fullt hús stiga og eiga enn eftir að fá á sig mark. Verða þetta liðin sem munu berjast um skjöldin í sumar?
Svona lítur sú lang besta út þegar 3. umferðin er hálfnuð:
1. Breiðablik 6 stig
2. Víkingur 6 stig
3. KR 6 stig
4. Fram 6 stig
5. FH 6 stig
6. Valur 4 stig
7. ÍA 3 stig
8. Stjarnan 3 stig
9. Fylkir 1 stig
10. KA 1 stig
11. HK 1 stig
12. Vestri 0 stig
Svona lítur sú lang besta út þegar 3. umferðin er hálfnuð:
1. Breiðablik 6 stig
2. Víkingur 6 stig
3. KR 6 stig
4. Fram 6 stig
5. FH 6 stig
6. Valur 4 stig
7. ÍA 3 stig
8. Stjarnan 3 stig
9. Fylkir 1 stig
10. KA 1 stig
11. HK 1 stig
12. Vestri 0 stig
Fyrir leik
Klárum þetta með stæl!
Heilir og sælir ágætu lesendur og verið hjartanlega velkomin í þessa þráðbeinu textalýsingu úr Víkinni. Lokaleikur 3. umferðar Bestu deildarinnar er enginn smá leikur. Tvö bestu lið landsins mætast í klárlega leik ársins hingað til í Íslenska fótboltanum. Ég segi bara spennið sætisbeltin gott fólk því þetta verður algjör veisla!
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Damir Muminovic
6. Alexander Helgi Sigurðarson
('83)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
('83)
11. Aron Bjarnason
('74)
14. Jason Daði Svanþórsson
20. Benjamin Stokke
('53)
21. Viktor Örn Margeirsson
23. Kristófer Ingi Kristinsson
('74)
30. Andri Rafn Yeoman
Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
2. Daniel Obbekjær
9. Patrik Johannesen
('83)
10. Kristinn Steindórsson
('53)
16. Dagur Örn Fjeldsted
('74)
22. Ísak Snær Þorvaldsson
('74)
24. Arnór Gauti Jónsson
('83)
Liðsstjórn:
Halldór Árnason (Þ)
Marinó Önundarson
Særún Jónsdóttir
Eyjólfur Héðinsson
Haraldur Björnsson
Eiður Benedikt Eiríksson
Helgi Jónas Guðfinnsson
Gul spjöld:
Alexander Helgi Sigurðarson ('67)
Patrik Johannesen ('86)
Rauð spjöld: