Fjölnir
4
2
Selfoss
0-1
Valdimar Jóhannsson
'7
Dagur Ingi Axelsson
'34
1-1
Máni Austmann Hilmarsson
'57
2-1
Kristófer Dagur Arnarsson
'73
3-1
3-2
Gonzalo Zamorano
'81
Jónatan Guðni Arnarsson
'89
4-2
23.04.2024 - 19:15
Egilshöll
Mjólkurbikar karla
Aðstæður: Lítið hægt að kvarta yfir veðri hér í Egilshöllinni. Logn og vel vökvaður völlur
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Maður leiksins: Dagur Ingi Axelsson
Egilshöll
Mjólkurbikar karla
Aðstæður: Lítið hægt að kvarta yfir veðri hér í Egilshöllinni. Logn og vel vökvaður völlur
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Maður leiksins: Dagur Ingi Axelsson
Byrjunarlið:
26. Halldór Snær Georgsson (m)
3. Reynir Haraldsson
('88)
4. Júlíus Mar Júlíusson
5. Dagur Austmann
7. Dagur Ingi Axelsson
9. Máni Austmann Hilmarsson
('67)
10. Axel Freyr Harðarson
('67)
14. Daníel Ingvar Ingvarsson
('79)
22. Baldvin Þór Berndsen
('79)
29. Guðmundur Karl Guðmundsson (f)
88. Kristófer Dagur Arnarsson
Varamenn:
25. Sigurjón Daði Harðarson (m)
6. Sigurvin Reynisson
8. Óliver Dagur Thorlacius
('79)
11. Jónatan Guðni Arnarsson
('67)
17. Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson
('79)
20. Bjarni Þór Hafstein
('88)
23. Hákon Ingi Jónsson
('67)
Liðsstjórn:
Úlfur Arnar Jökulsson (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Kári Arnórsson
Einar Jóhannes Finnbogason
Erlendur Jóhann Guðmundsson
Ragnheiður Lóa Stefánsdóttir
Gul spjöld:
Júlíus Mar Júlíusson ('20)
Baldvin Þór Berndsen ('43)
Guðmundur Karl Guðmundsson ('84)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum líkur með 4-2 sigri heimamanna. Alveg fyllilega verðskuldað finnst mér.
Viðtöl og skýrsla koma inn seinna í kvöld!
Veislan er hafin og Fjölnismenn eru fyrstir í 16-liða úrslit. Þeir unnu Selfoss 4-2 í fyrsta leik 32-liða úrslitanna #Mjólkurbikarinn ?? pic.twitter.com/ivPl8DeJ0Y
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 23, 2024
Viðtöl og skýrsla koma inn seinna í kvöld!
90. mín
+3
Selfyssingar meira með boltann hér undir lokinn og eru að reyna að ná inn þriðja markinu
Selfyssingar meira með boltann hér undir lokinn og eru að reyna að ná inn þriðja markinu
89. mín
MARK!
Jónatan Guðni Arnarsson (Fjölnir)
Fjölnir að gera út um þennan leik
Leikmenn Selfyssinga í skallatennis eftir útspark Fjölnis. Boltinn endar hjá Jónatan sem kemst inn fyrir vörn Selfoss og klárar snyrtilega framhjá Blakala
88. mín
Inn:Bjarni Þór Hafstein (Fjölnir)
Út:Reynir Haraldsson (Fjölnir)
Reynir þarf að fara útaf
88. mín
Aðeins minna um færi síðustu mínútur en ég gæti alveg séð að það komi mark hér í lokinn
84. mín
Gult spjald: Guðmundur Karl Guðmundsson (Fjölnir)
Brýtur á leikmanni Selfyssinga og stoppar þar með mögulega sókn
81. mín
MARK!
Gonzalo Zamorano (Selfoss)
Stoðsending: Alfredo Ivan Arguello Sanabria
Stoðsending: Alfredo Ivan Arguello Sanabria
Selfyssingar minnka muninn!
Alfredo með flotta takta á hægri kanti og kemur með fína fyrirgjöf sem ratar á Gonzalo sem er með klaufalega móttöku en nær að seta hælinn í boltann og inn
80. mín
Gonzalo með skot á mark rétt fyrir utan vítateig Fjölnis sem halldór ver en nær ekki að halda skotinu í fyrstu en nær boltanum svo
73. mín
MARK!
Kristófer Dagur Arnarsson (Fjölnir)
Stoðsending: Reynir Haraldsson
Stoðsending: Reynir Haraldsson
Fjölnismenn fá hornspyrnu frá hægri. Flott fyrirgjöf frá Reyni beint á kollinn á Kristófer Degi sem á flottann skalla sem hefur viðkomu í varnarmanni Selfyssinga og þaðan í netið
68. mín
Þarna slapp Halldór Snær heldur betur með skrekkinn
Kristófer Dagur sendir boltann á Halldór sem virðist vera aðeins of lengi að hugsa og Jón Vignir nær næstum því að taka af honum boltann. Þarna voru Fjölnismenn heppnir
67. mín
Inn:Hákon Ingi Jónsson (Fjölnir)
Út:Axel Freyr Harðarson (Fjölnir)
Úlli með tvöfalda skiptingu
67. mín
Inn:Jónatan Guðni Arnarsson (Fjölnir)
Út:Máni Austmann Hilmarsson (Fjölnir)
Úlli með tvöfalda skiptingu
63. mín
Gonzalo kemst í flott færi sem Halldór Snær nær að verja í horn.
Valdimar tekur hornið en Halldór Snær kemur höndunum í boltan og sókn Selfyssinga fjarar út
Valdimar tekur hornið en Halldór Snær kemur höndunum í boltan og sókn Selfyssinga fjarar út
60. mín
Fjölnismenn hafa byrjað þennan seinni hálfleik betur og gætu alveg bætt við fleiri mörkum.
57. mín
MARK!
Máni Austmann Hilmarsson (Fjölnir)
Stoðsending: Reynir Haraldsson
Stoðsending: Reynir Haraldsson
Flottur skalli hjá Mána
Axel Freyr byrjar sóknina hjá Fjölni þar sem hann setur Reyni í gegn upp vinstri kantinn. Reynir kemur síðann með mjög góða fyrirgjöf sem Máni skallar af prýði í fjærhornið.
52. mín
Heiðar Helguson aðstoðarþjálfari Selfoss er ekki ánægður með byrjun sinna manna hér í seinni hálfleik. Lætur heyra vel í sér
49. mín
Gonzalo með rosalegt klúður
Kemst einn á móti markmanni eftir flotta sendingu en einhvernveginn nær Gonzalo að setja boltann framhjá. Ótrúlegt!!
47. mín
Fjölnismenn með flotta skyndisókn þar sem Axel Freyr keyrir upp vinstri kantinn og kemur með fyrirgjöf sem bjargað er í horn.
Ekkert varð úr horninu
Ekkert varð úr horninu
45. mín
Hálfleikur
Á meðan ég man þá er hægt að fylgjast með leiknum á youtube síðu selfyssinga
https://www.youtube.com/watch?v=IZAHM2l6DTQ&ab_channel=Selfosstvf%C3%B3tbolti
https://www.youtube.com/watch?v=IZAHM2l6DTQ&ab_channel=Selfosstvf%C3%B3tbolti
45. mín
Hálfleikur
Helgi Mikael flautar af þennan mjög svo fjöruga fyrri hálfleik. Mér fannst Selfyssingar eiga fyrsta hálftímann en Fjölnismenn tóku alveg við síðustu 15 mínúturnar. Alveg þónokkuð um færi og góða skemmtun. Meira svona í seinni hálfleik takk!
42. mín
Sumir Fjölnismenn kalla eftir víti eftir að Axel Freyr fer niður í teignum. Get ekki séð að þetta hafi verið neitt
40. mín
Eftir þetta mark Fjölnis virðis momentumið hafa algerlega snúist við. Fjölnismenn liggja á gestunum
36. mín
Fjölnismenn hafa sannarlega lifnað við
Baldvin Berndsen með frábært skot af svona 25 metrum sem Robert Blakala ver meistaralega í horn
34. mín
MARK!
Dagur Ingi Axelsson (Fjölnir)
Stoðsending: Daníel Ingvar Ingvarsson
Stoðsending: Daníel Ingvar Ingvarsson
DAGUR INGI HNEIGÐU ÞIG!!!!!
Nánast um leið og ég var búinn að skrifa síðustu færslu þá kemur Daníel Ingvar með gullmola af sendingu inn á teig, ratar beint á Dag Inga sem tekur boltann í fyrsta í samskeytin í fjærhornið. Óverjandi skot
31. mín
Selfyssingar hafa verið ívið betri þennan fyrsta hálftíma. Ná að loka á helstu hættu sem stafar af Fjölnismönnum. Það vantar þó meira end product þegar þeir eru komnir inn í teig. Bjarni og Heiðar ekki sáttir með staðsetningu sinna manna þegar þeir eru í sókn
25. mín
Aukaspyrna á álitlegum stað á vinstri kanti fyrir Fjölni. Reynir tekur spyrnuna en fer beint í hendurnar á Blakala
22. mín
Sóknir Fjölnis mjög einsleitar
Baldvin gefur boltann þvert yfir völlinn á Dag Inga sem fer með hann út að endalínu og gefur fyrir. Búnir að reyna þetta 5-6 sinnum en virðist ekki ganga mikið
19. mín
Fjölnir í góðu færi
Eysteinn Ernir missir boltann in ná eigin teig og boltinn berst á Mána Austmann sem skýtur beint á Blakala
17. mín
Álitlegt færi hjá Selfossi
Selfyssingar komast strax upp í sókn þar sem Alfredo Sanabria nær skoti á markið en Halldór Snær ver vel
16. mín
Þarna voru Selfyssingar heppnir!
Dagor Ingi Axelsson kemur með fyrirgjöf frá hægri sem Eysteinn Ernir stýrir í átt að markinu en Blakala nær að verja
13. mín
Fyrsta færi Fjölnis
Reynir kemur með hornspyrnu inn á teig og boltinn endar hjá Júlíusi Má sem setur hann yfir markið
11. mín
Flott sending hjá Jón Vigni fyrirliða Selfoss inn fyrir vörn Fjölnismanna sem ratar í fætur Zamorano en Guðmundur Karl bægir hættunni frá
10. mín
Dagur Austmann kemur með fyrirgjöf utan af velli inn á teig Selfoss. Boltinn hefur viðkomu í varnarmanni Selfyssinga og endar síðan í höndum Blakala. Lítil hætta
7. mín
MARK!
Valdimar Jóhannsson (Selfoss)
Stoðsending: Aron Fannar Birgisson
Stoðsending: Aron Fannar Birgisson
Flott mark hjá Selfyssingum. Aron Fannar með sendingu frá hægri sem ratar á Valdimar Jóhannsson sem klárar snyrtilega í fjærhornið. Ekki nægilega góður varnarleikur hjá Fjölnismönnum þarna
3. mín
Selfyssingar með fyrsta færi leiksins. Ívan Breki með fína fyrirgjöf frá hægri sem finnur Gonzalo Zamorano í fætur en skot hans beint á Halldór
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað
Fjölnismenn byrja með boltann og sækja í áttina að bíóinu hér í fyrri hálfleik
Fyrir leik
Byrjunarliðin komin inn
Bæði lið virðast gera tvær breytingar frá síðustu umferð í bikarnum.
Hjá heimamönnum koma Dagur Ingi Axelsson og fyrirliðinn Guðmundur Karl Guðmundsson inn fyrir þá Óliver Dag Thorlacius og Jónatan Guðna Arnarsson.
Hjá Selfyssingum koma Aron Fannar Birgisson og Valdimar Jóhannsson inn fyrir þá Aron Darra Auðunsson og Elías Karl Heiðarsson
Hjá heimamönnum koma Dagur Ingi Axelsson og fyrirliðinn Guðmundur Karl Guðmundsson inn fyrir þá Óliver Dag Thorlacius og Jónatan Guðna Arnarsson.
Hjá Selfyssingum koma Aron Fannar Birgisson og Valdimar Jóhannsson inn fyrir þá Aron Darra Auðunsson og Elías Karl Heiðarsson
Fyrir leik
Dómarateymið
Dómari leiksins er Helgi Mikael Jónasson. Honum til aðstoðar eru þeir Egill Guðvarður Guðlaugsson og Gylfi Már Sigurðsson. Eftirlitsmaður er síðan Viðar Helgason. Allt eru þetta þaulreyndir menn og býst ég því við vel dæmdum leik
Fyrir leik
Leið liðanna í 32 liða úrslit
Í síðustu umferð Mjólkurbikarsins gerðu heimamenn í Fjölni sér ferð á Hlíðarenda þar sem þeir mættu KH. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma, en Fjölnismenn gerðu sér lítið fyrir og skoruðu þrjú mörk í framlengingu á móti einu marki KH manna og fór því leikurinn 2-4.
Gestirnir frá Selfossi fengu Kára frá Akranesi í heimsókn á JÁVERK-völlinn. Kári komst 0-1 yfir í fyrri hálfleik en Selfyssingar skoruðu þrjú mörk í seinni hálfleik og unnu leikinn 3-1.
Gestirnir frá Selfossi fengu Kára frá Akranesi í heimsókn á JÁVERK-völlinn. Kári komst 0-1 yfir í fyrri hálfleik en Selfyssingar skoruðu þrjú mörk í seinni hálfleik og unnu leikinn 3-1.
Fyrir leik
Innbyrðis viðureignir
Liðin hafa spilað saman 23 leiki í meistaraflokki karla og eru úrslitin eftirfarandi
Sigrar
Fjölnir: 10
Selfoss: 12
Jafntefli: 1
Markatalan í þessum 23 leikjum er 38-47 Selfyssingum í vil
Sigrar
Fjölnir: 10
Selfoss: 12
Jafntefli: 1
Markatalan í þessum 23 leikjum er 38-47 Selfyssingum í vil
Byrjunarlið:
1. Robert Blakala (m)
2. Ívan Breki Sigurðsson
4. Jose Manuel Lopez Sanchez
5. Jón Vignir Pétursson (f)
6. Adrian Sanchez
9. Aron Fannar Birgisson
('71)
11. Alfredo Ivan Arguello Sanabria
17. Valdimar Jóhannsson
('76)
18. Dagur Jósefsson
19. Gonzalo Zamorano
28. Eysteinn Ernir Sverrisson
Varamenn:
12. Arnór Elí Kjartansson (m)
7. Aron Darri Auðunsson
15. Alexander Clive Vokes
('76)
16. Daði Kolviður Einarsson
23. Elías Karl Heiðarsson
('71)
25. Sesar Örn Harðarson
45. Aron Lucas Vokes
Liðsstjórn:
Bjarni Jóhannsson (Þ)
Ingi Rafn Ingibergsson
Þorkell Ingi Sigurðsson
Arnar Helgi Magnússon
Lilja Dögg Erlingsdóttir
Heiðar Helguson
Gul spjöld:
Jón Vignir Pétursson ('18)
Rauð spjöld: