Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Keflavík
2
1
Breiðablik
Sami Kamel '13 1-0
Sami Kamel '59 2-0
2-1 Kristófer Ingi Kristinsson '75
25.04.2024  -  19:15
Nettóhöllin-gervigras
Mjólkurbikar karla
Aðstæður: Stórfínar, plastið verið vökvað. sólin skín og veðrið með ágætasta móti
Dómari: Elías Ingi Árnason
Maður leiksins: Sami Kamel
Byrjunarlið:
1. Ásgeir Orri Magnússon (m)
3. Axel Ingi Jóhannesson
5. Stefán Jón Friðriksson
8. Ari Steinn Guðmundsson ('82)
10. Dagur Ingi Valsson
10. Valur Þór Hákonarson ('63)
22. Ásgeir Páll Magnússon
23. Sami Kamel
24. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
25. Frans Elvarsson (f)
50. Oleksii Kovtun

Varamenn:
12. Rúnar Gissurarson (m)
2. Gabríel Máni Sævarsson
6. Sindri Snær Magnússon ('68)
9. Gabríel Aron Sævarsson
11. Rúnar Ingi Eysteinsson ('63) ('68)
17. Óliver Andri Einarsson ('82)
21. Aron Örn Hákonarson

Liðsstjórn:
Haraldur Freyr Guðmundsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Hólmar Örn Rúnarsson
Þórólfur Þorsteinsson
Guðmundur Árni Þórðarson
Óskar Ingi Víglundsson

Gul spjöld:
Axel Ingi Jóhannesson ('19)
Frans Elvarsson ('65)
Dagur Ingi Valsson ('70)

Rauð spjöld:
@SEinarsson Sverrir Örn Einarsson
Skýrslan: Kamel kýldi Blika kalda
Hvað réði úrslitum?
Keflvíkingar voru hreinlega betri heilt yfir svona fljótt á litið. Hlupu meira, börðust harðar og gerðu bara meira til þess að verðskulda sigur í kvöld. Blikaliðið var ólíkt sjálfu sér og náði sér aldrei almennilega á strik þó sumir kaflar leiksins hafi verið betri en aðrir.
Bestu leikmenn
1. Sami Kamel
Mikið rosalega er daninn góður í fótbolta. Mörkin frábær en yfirsýnin og róin sem hann býr yfir á velli er aðdáunarverð. Ekkert óðagot bara gæði.
2. Frans Elvarsson
Það sem Frans getur hlaupið og barist er ótrúlegt. Með bandið í dag og bar það með góðu fordæmi. Fór í alla bolta til þess eins að vinna þá og gerði það líka yfirleitt.
Atvikið
Væri auðvelt að velja aukaspyrnu Sami en seinna markið var áhrifameira. Eftir að hafa verið undir smá pressu í upphafi síðari háfleiks henti Keflavík í þungann krók beint framan í lið Blika. Hárrétt tímasett pressa skilar unnum bolta hátt á vellinum, Dagur Ingi rekur boltann áfram og finnur Sami í teignum sem að snýr boltann glæsilega í netið framhjá Brynjari. Rétt tæpur klukkutími búinn og Blikar í alvöru brekku.
Hvað þýða úrslitin?
Keflavík verður í pottinum þegar dregið er í 16 liða úrslit á morgun en Breiðablik ekki.
Vondur dagur
Benjamin Stokke var arfadapur í dag og hreinlega sást ekki. Sömuleiðis var andleysi Blika í fyrri hálfleik algjört. Algjörlega úr öllum takti við það sem maður á að venjast frá þessu frábæra liði. Vissulega voru breytingar á liðinu frá síðasta deildarleik og lykilmenn á bekknum. En það voru ekki bara Pétur og Páll sem komu inn í staðinn. Allt saman gæðaleikmenn sem að eiga að geta miklu miklu betur.
Dómarinn - 7
Heilt yfir var leikuinn vel dæmdur að mínu mati og fátt sem hægt var að kvarta yfir. Skrýtið að segja það en ef rangi rangstöðudómurinn hefði einhverju skipt væri einkunninn líklega talsvert lægri.
Byrjunarlið:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
2. Daniel Obbekjær
4. Damir Muminovic
10. Kristinn Steindórsson
14. Jason Daði Svanþórsson
20. Benjamin Stokke
21. Viktor Örn Margeirsson
22. Ísak Snær Þorvaldsson ('46)
24. Arnór Gauti Jónsson ('46)
25. Tumi Fannar Gunnarsson ('46)
30. Andri Rafn Yeoman ('46)

Varamenn:
1. Anton Ari Einarsson (m)
6. Alexander Helgi Sigurðarson ('46)
7. Höskuldur Gunnlaugsson ('46)
8. Viktor Karl Einarsson ('46)
9. Patrik Johannesen ('76)
23. Kristófer Ingi Kristinsson ('46) ('76)
28. Atli Þór Gunnarsson

Liðsstjórn:
Halldór Árnason (Þ)
Aron Már Björnsson
Særún Jónsdóttir
Eyjólfur Héðinsson
Haraldur Björnsson
Eiður Benedikt Eiríksson
Helgi Jónas Guðfinnsson

Gul spjöld:
Arnór Gauti Jónsson ('17)
Daniel Obbekjær ('65)

Rauð spjöld: