Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
Fylkir
0
1
Stjarnan
0-1 Guðmundur Baldvin Nökkvason '93
29.04.2024  -  19:15
Würth völlurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Gerast varla betri fyrir fótbolta!
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Áhorfendur: 1096
Maður leiksins: Guðmundur Kristjánsson
Byrjunarlið:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
2. Ásgeir Eyþórsson (f)
9. Matthias Præst
11. Þórður Gunnar Hafþórsson ('66)
17. Birkir Eyþórsson
18. Nikulás Val Gunnarsson
21. Aron Snær Guðbjörnsson
22. Ómar Björn Stefánsson ('93)
27. Arnór Breki Ásþórsson
72. Orri Hrafn Kjartansson
80. Halldór Jón Sigurður Þórðarson

Varamenn:
12. Guðmundur Rafn Ingason (m)
4. Stefán Gísli Stefánsson
13. Guðmar Gauti Sævarsson
14. Theodór Ingi Óskarsson ('93)
19. Arnar Númi Gíslason
25. Þóroddur Víkingsson
70. Guðmundur Tyrfingsson ('66)

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Arnór Gauti Brynjólfsson
Michael John Kingdon
Ágúst Aron Gunnarsson
Olgeir Sigurgeirsson
Smári Hrafnsson

Gul spjöld:
Nikulás Val Gunnarsson ('12)
Halldór Jón Sigurður Þórðarson ('42)
Þórður Gunnar Hafþórsson ('45)
Arnór Breki Ásþórsson ('73)
Rúnar Páll Sigmundsson ('86)
Guðmundur Tyrfingsson ('89)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Litli leikurinn! Frábærum leik lokið í Árbænum!

Það eru Garðbæingar sem stela sigrinum með loka spyrnu leiksins!

Vá takk fyrir mig segi ég bara!

Skýrsla og viðtöl á leiðinni, þangað til næst.
94. mín
Inn:Daníel Laxdal (Stjarnan) Út:Óli Valur Ómarsson (Stjarnan)
Allir í vörn!
93. mín
Inn:Theodór Ingi Óskarsson (Fylkir) Út:Ómar Björn Stefánsson (Fylkir)
Ná Fylkismenn að galdra fram jöfnunarmark!
93. mín MARK!
Guðmundur Baldvin Nökkvason (Stjarnan)
Stoðsending: Óli Valur Ómarsson
SEINASTA SPYRNA LEIKSINS!!!!!!! Það eru Garðbæingarnir sem ætla að stela þessu!

Það kemur hár bolti inn á teiginn sem ratar á fjærstöngina þar sem Óli Valur er aleinn á auðum sjó. Hann tekur boltann niður og kemur honum fyrir markið á Guðmund Baldvin. Guðmundur tekur þá skotið sem er alls ekki fast en inn lak hann. Sýndist að Ólafur hafi verið í þessu en ekkert sem hann gat gert.

ALVÖRU DRAMAAAAA!!!!!
91. mín
Inn:Baldur Logi Guðlaugsson (Stjarnan) Út:Örvar Eggertsson (Stjarnan)
91. mín Gult spjald: Guðmundur Kristjánsson (Stjarnan)
Brýtur á Halldóri
90. mín
+3 mínútur í uppbót!
89. mín Gult spjald: Guðmundur Tyrfingsson (Fylkir)
Dýfa! Fer niður í teignum eftir klafs frá Guðmundi Baldvini en Sigurður metur það svo að þetta hafi verið dýfa en ekki víti.
87. mín
Fáum við drama?! Það er mikill spenningur í stúkunni og það liggur vægast sagt mark í loftinu!
86. mín Gult spjald: Rúnar Páll Sigmundsson (Fylkir)
Spjaldagleði!
85. mín
VARSLA ÁRSINS!!!!! Ómar með sendinguna fyrir markið sem Gummi Tyrfings fær einn á móti marki en þá mætti Árni til leiks og ver meistaralega í horn!

VÁÁÁ!!

Klúður ársins og varsla ársins!
83. mín
Óli grípur!
82. mín
Stjarnan að fá hornspyrnu!
82. mín
Fylkismenn betri þessa stundina! Löng og góð sókn hjá heimamönnum. Præst kemst í góða skotstöðu og lætur ekki vaða. Hann rúllar boltanum til hliðar á Nikulás sem á skotið sem fer hátt yfir.
79. mín
Stjörnumenn hreinsa í innkast
79. mín
Aukaspyrna á hættulegum stað! Aukaspyrna út við endalínu alveg upp við vítateiginn sem Fylkir á!
77. mín
Fáum við mark í þetta? Leikurinn hefur róast aðeins. Gummi Tyrfings hefur komið eins og stormsveipur inn í þetta og Fylkismenn eru að ná vopnum sínum til baka á ný.
73. mín Gult spjald: Arnór Breki Ásþórsson (Fylkir)
Fer í brot á Óla Val út við hliðarlínu. Fylkismenn ósáttir.
72. mín
Stjörnumenn ná að hreinsa boltanum.

Fylkismenn með slakar hornspyrnur í kvöld.
71. mín
Fylkismenn bruna upp í skyndisókn og sækja hornspyrnu!
71. mín
Gestirnir að fá aukaspyrnu út við hliðarlínu sem er vænlæg fyrir góða fyrirgjöf
69. mín
Guðmundur Tyrfings með skot á markið sem nafni hans Kristjánsson kemst fyrir.
66. mín
Inn:Guðmundur Tyrfingsson (Fylkir) Út:Þórður Gunnar Hafþórsson (Fylkir)
Þórður búinn að vera góður í dag
66. mín Gult spjald: Örvar Eggertsson (Stjarnan)
Fyrir að sparka boltanum í burtu eftir brot
64. mín
Áhorfendartölur voru að detta í hús 1096 áhorfendur sem gerður sér leið í Árbæinn í kvöld!
61. mín
Arnór Breki tekur spyrnuna inn á teiginn en Örvar Eggerts skallar frá.
60. mín
Fylkir að fá horn!
59. mín
Inn:Guðmundur Baldvin Nökkvason (Stjarnan) Út:Helgi Fróði Ingason (Stjarnan)
59. mín
Inn:Daníel Finns Matthíasson (Stjarnan) Út:Adolf Daði Birgisson (Stjarnan)
59. mín
Inn:Andri Adolphsson (Stjarnan) Út:Róbert Frosti Þorkelsson (Stjarnan)
57. mín
Stjörnumenn liggja á Fylkismönnum Örvar Logi tekur spyrnuna inn á teiginn en boltinn fer ekki yfir fyrsta varnarmann og Fylkismenn skalla frá.
57. mín
Óli Valur að fiska hornspyrnu fyrir gestina
56. mín
Helgi með frábæra spyrnu inn á teiginn í þetta sinn en Fylkismenn ná að skalla frá.
55. mín
Stjarnan að fá horn eftir langa sókn!
55. mín
Gummi Kristjáns allt í öllu í varnarleik Stjörnunnar Man varla eftir að Gummi Kristjáns hafi tapað skallabaráttu í þessum leik. Sá hefur verið að skalla allt í burtu.
52. mín
Arnór Breki tekur spyrnuna inn á teiginn en þar var engin Fylkistreyja mætt og Gummi Kristjáns skallar frá.
51. mín Gult spjald: Jóhann Árni Gunnarsson (Stjarnan)
Og spjöldin halda áfram að fara á loft!
51. mín
Stjörnumenn ná að hreinsa út á Þórð Gunnar sem á misheppnað skot sem Árni ver örugglega.
51. mín
Fylkir fá þá hornspyrnu strax hinum megin!
50. mín
Helgi Fróði tekur spyrnuna sem fer aftur fyrir mark Fylkis og í markspyrnu
50. mín
Ásgeir bjargar Fylki! Örvar sleppur einn í gegn og sendir boltann fyrir markið og framhjá Ólafi en Ásgeir Eyþórs bjargar Fylkismönnum og kemur boltanum í horn!
48. mín
Arnór Breki tekur spyrnuna stutt en þeir ná að hreinsa frá. Hann fær síðan aðra spyrnu og tekur hana aftur stutt en þeir ná að hreinsa frá aftur.
47. mín
Fylkir að fá horn Præst með skot í brjóstkassan á Gumma Kristjáns og boltinn fer í horn.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn! Þá hefja Fylkismenn seinni hálfleikinn fyrir okkur.

Góða skemmtun!
45. mín
Hálfleikur
Þá er þessum líflega fyrri hálfleik lokið. Liðin fara jöfn inn til búningsklefa.

Tökum okkur korterspásu og mætum til baka að vörmu spori!
45. mín Gult spjald: Þórður Gunnar Hafþórsson (Fylkir)
Fyrir að rekja með boltann í burtu eftir brot.
45. mín
+3 í uppbót
44. mín
Helgi Fróði fær boltann inni á teig Fylkis eftir sendingu frá Örvari Loga en boltinn fer rétt framhjá.
43. mín
Jafn mörg spjöld komin í leikinn og nöfn í nafninu hans Halldórs
42. mín Gult spjald: Halldór Jón Sigurður Þórðarson (Fylkir)
Olnbogi í andlit í miðju skallareinvígi.
40. mín
Arnór Breki tekur hornið stutt en Stjörnumenn ná að hreinsa.
40. mín
Fylkir að fá hornspyrnu!
35. mín
Óli Valur keyrir upp hægri vægninn og kemur með hann fyrir á Örvar Eggerts sem skallar beint á Ólaf í markinu.
34. mín
Fylkir að fá aukaspyrnu út við hliðarlínu sem þeir taka inn á teiginn en Árni handsamar boltann þægilega.
30. mín
Stöngin! Emil Atla tekur spyrnuna sjálfur í markmanshornið en boltinn syngur í stönginni. Það sáu allir þennan bolta inni þegar Emil skaut.
29. mín
Stjarnan að fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað! Stjörnumenn eru hægt og rólega búnir að taka yfir leikinn seinustu mínútur. Emil Atla er að vinna aukaspyrnu rétt fyrir utan teig Fylkis.
25. mín
Leikurinn hefur róast aðeins niður núna seinustu mínútur. Aron Snær liggur niðri meiddur og liðin nýta pásuna til að funda.
19. mín Gult spjald: Sindri Þór Ingimarsson (Stjarnan)
Spjald númer 3 Tekur Þórð niður eftir að hann var kominn í gegn.
18. mín
Mikið líf í leiknum - Vantar bara mörkin Fylkismenn vinna boltann og keyra upp í sókn. Ómar Björn nær skotinu á markið sem Árni ver.
16. mín
MAAAAAARRR... rangur Emil Atla rúllar boltanum í gegn á Örvar Eggerts sem setur hann framhjá Ólafi í marki Fylkis og í netið en flaggið fór á loft. Sá ekki hvort þetta var réttur dómur en tæpt var það held ég svona við fyrstu sýn.
15. mín Gult spjald: Emil Atlason (Stjarnan)
Fáum við spjaldasúpu í dag líkt og í gær?
14. mín
Helgi Fróði tekur hornið stutt og fær hann aftur og kemur með hann fyrir en Stjörnumenn ná að hreinsa.
13. mín
Stjarnan fær horn!
12. mín Gult spjald: Nikulás Val Gunnarsson (Fylkir)
8. mín
Fylkir í dauðafæri! Þórður Gunnar keyrir upp völlinn annað skiptið í leiknum. Hann leikur sér að Gumma Kristjáns og klobbar hann áður en hann tekur skotið sem fer rétt framhjá.

Doddi er búinn að vera að ógna þessu trekk í trekk í upphafi leiks.
3. mín
Fylkismenn í fínu færi Orri Hrafn með skotið inn á teig Stjörnumanna beint á Árna í markinu eftir góða skyndisókn Fylkismanna.
2. mín
Óli Valur með skot fyrir utan teig í fyrsta sem fer yfir markið.

Stjörnumenn með fyrstu sókn leiksins.
1. mín
Leikur hafinn
Það eru gestirnir úr Garðarbænum sem koma okkur í gang og sækja í átt að Árbæjarlauginni.

Góða skemmtun!
Fyrir leik
Styttist Lðin og dómararnir ganga þá til vallar og klappa út í stúkuna.
Fyrir leik
Smávægileg meiðsli hjá Hilmari Árna Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar greindi frá því í viðtali á Stöð 2 Sport að Hilmar Árni væri fjarverandi vegna smávægilegra meiðsla. Hann reiknar með því að Hilmar verði klár í næsta leik.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Liðin ganga þá til vallar og gera sig klár í slaginn
Fyrir leik
Byrjunarliðstíðindi - Hilmar Árni ekki í hóp Rúnar Páll, þjálfari Árbæinga, gerir tvær breytingar á liðinu frá 5-1 tapinu gegn ÍA í seinasta leik. Þeir Orri Sveinn og Guðmundur Tyrfingsson koma úr liðinu fyrir þá Aron Snæ og Ómar Björn. Guðmundur Tyrfings tekur sér sæti á bekknum á meðan Orri Sveinn er í leikbanni eftir að hafa fengið rautt spjald gegn ÍA í seinustu umferð.

Jökull, þjálfari Stjörnunnar, gerir alls eina breytingu frá sigurleiknum gegn Val á dögunum. Róbert Frosti kemur inn í liðið en hann Hilmar Árni þarf að víkja. Hilmar er ekki í hóp hjá Stjörnunni í dag.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Besta fagn í sögu efstu deildar á Íslandi? Það var í leik milli Stjörnunnar og Fylkis þegar Jóhann Laxdal henti í bráðskemmtilegt fagn með liðsfélögum sínum er hann skoraði úr vítaspyrnu. Óhætt er að segja að fagnið hafi verið vinsælt.

Fyrir leik
Fyrri viðureignir Alls hafa liðin mæst 53. sinnum en tölfræðin er frekar jöfn í þessum leikjum í gegnum tíðina. Stjarnan hefur unnið 23 (43%) leiki gegn Fylki en Fylkir 21 (40%) leik gegn Stjörnunni. Alls hafa 9 (17%) leikir endað jafntefli milli liðanna en markatalan er 90-93, Stjörnunni í vil.

Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson

Hér eru leikir liðanna í fyrra:


Fyrir leik
Lokaleikir 4. umferðar Í kvöld lýkur 4.umferð Bestu deildar karla með tveim leikjum.

Leikirnir í kvöld:

Valur - Fram (18:00)
Fylkir Stjarnan (19:15)

Umferðin til þessa:

ÍA 1-2 FH
Vestri 1-0 HK
Víkingur R. 4-2 KA
KR 2-3 Breiðablik

Staðan í Bestu þegar 4.umferð er að klárast:

1. Víkingur R. - 12 stig (+8)
2. Breiðablik - 9 stig (+4)
3. FH - 9 stig (+2)
4. ÍA - 6 stig (+5)
5. KR - 6 stig (+1)
6. Fram - 6 stig (+2)
7. Vestri - 6 stig (-4)
8. Valur - 4 stig (+1)
9. Stjarnan - 3 stig (-3)
10. KA - 1 stig (-4)
11. Fylkir - 1 stig (-5)
12. HK - 1 stig (-7)

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Fylkisgoðsögn spáir í spilin Fyrrum framherji Fylkis og hlaðvarpsstjarnan Albert Brynjar Ingason spáir í spilin fyrir komandi umferð í Bestu deildinni. Fylkir - Stjarnan er lokaleikur umferðarinnar en svona spáir Albert þessum leik:

Fylkir 2 - 1 Stjarnan (19:15 í kvöld)

Fylkir fer ekkert í gegnum þrjá heimaleiki í röð án þess að vinna, Fylkir byrja að krafti og pressa hátt upp og það skilar marki þegar Halldór Jón vinnur boltann eftir sloppy uppspil hjá gestunum og leggur hann fyrir Ómar Björn sem skorar fyrsta markið í þessum leik, Emil Atlason jafnar svo fyrir Stjörnuna um miðjan seinni hálfleik en Fylkir kemst svo aftur yfir þegar hinn ömurlegi golfari Ásgeir Eyþórs skallar hann inn eftir hornspyrnu Arnórs Breka.

Fyrir leik
Dómarateymið Dómari leiksins í dag er Akureyringurinn Sigurður Hjörtur Þrastason sem dæmdi umdeildan bikarleik í seinustu viku fyrir norðan. Honum til halds og trausts eru þeir Eysteinn Hrafnkelsson og Kristján Már Ólafs. Aðalbjörn Heiðar er skiltadómari og enginn annar en Gunnar Jarl er eftirlitsmaður KSÍ.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Áhugaverð byrjun Stjörnumanna Stjarnan hefur, líkt og Fylkir, ekki byrjað leiktíðina eins og þeir hefðu viljað. Eftir fyrstu þrjá leiki deildarinnar eru Stjarnan einungis með einn sigur á bakinu en tvö töp. Sigurinn kom einmitt í seinustu umferð gegn Valsmönnum en töpin komu gegn KR og Víkingi. Þetta er þar með fyrsti leikur tímabilsins þar sem Stjörnumenn eru að keppa á móti lakara liði og bara eiga að vinna.

Stjarnan kemur inn í þennan leik með tvo sterka sigra á bakinu og það er spurning hvort þeir nái að nýta sér það í kvöld. Sjáum við allt annað Stjörnulið í kvöld? Taka þeir Fylki stórt og sýna okkur heilsteypta frammistöðu með mörgum mörkum?

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Rétt fóru áfram í bikarnum
Bikarleikur Stjörnunnar í liðni viku var enginn göngutúr í garðinum en þeir rétt svo mörðu 3. deildarlið Augnabliks 2-1. Sigurmarkið kom á 93. mínútu og Jökull var allt annað en sáttur með sína menn eftir þann leik.
Fyrir leik
Fylkismenn þurfa sigur og það strax Það hefur mikið verið hrósað Fylkismönnum fyrir hvernig þeir hafa staðið sig í upphafi móts en hins vegar er stigasöfnunin ekkert sérstök. Rúnar Páll og Olgeir hafa einnig verið hrósaðir fyrir traustið sem þeir hafa sýnt ungum leikmönnum. Þeir eru óhræddir við það að setja unga og hráa leikmenn inn í stóra leiki og gefa þeim ábyrgð.

Fylkismenn eru einungis með eitt stig eftir þrjá leiki en það stig kom á heimavelli gegn Valsmönnum, 0-0. Þeir þurfa að fara að ná í sigur sem allra fyrst en í fyrra voru þeir einungis með þrjú stig eftir fyrstu 6 leikina.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Eiga lykilleikmenn inni
Frammistaðan lofar hins vegar mjög góðu hjá Árbæingum en þeir eiga nokkra lykilleikmenn inni eins og Ragnar Braga, Benedikt Daríus og Emil Ásmunds til að nefna nokkra.

Það hefur verið skemmtilegt að fylgjast með Fylkisliðinu í upphafi móts en það verður enn skemmtilegra að fylgjast með þeim þegar þeir endurheimta sína bestu menn úr meiðslum. Ég held samt sem áður að þeir verða í stuði í dag og við munum fá mörg mörk.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Sú lang Besta! Góðan og blessaðan! Veriði hjartanlega velkomin í þessa þráðbeinu textalýsingu frá leik Fylkis og Stjörnunnar. Bæði lið hafa ekki byrjað mótið eins og þau vildu líklega en það verður áhugavert að fylgjast með gangi mála hér í kvöldsólinni í Árbænum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
4. Óli Valur Ómarsson ('94)
5. Guðmundur Kristjánsson (f)
6. Sindri Þór Ingimarsson
7. Örvar Eggertsson ('91)
8. Jóhann Árni Gunnarsson
11. Adolf Daði Birgisson ('59)
22. Emil Atlason
32. Örvar Logi Örvarsson
35. Helgi Fróði Ingason ('59)
80. Róbert Frosti Þorkelsson ('59)

Varamenn:
13. Mathias Rosenörn (m)
9. Daníel Laxdal ('94)
10. Hilmar Árni Halldórsson
17. Andri Adolphsson ('59)
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason ('59)
19. Daníel Finns Matthíasson ('59)
28. Baldur Logi Guðlaugsson ('91)

Liðsstjórn:
Jökull I Elísabetarson (Þ)
Davíð Sævarsson
Þórarinn Ingi Valdimarsson
Björn Berg Bryde
Rajko Stanisic
Egill Atlason
Hákon Ernir Haraldsson

Gul spjöld:
Emil Atlason ('15)
Sindri Þór Ingimarsson ('19)
Jóhann Árni Gunnarsson ('51)
Örvar Eggertsson ('66)
Guðmundur Kristjánsson ('91)

Rauð spjöld: