Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
Breiðablik
5
1
Stjarnan
Agla María Albertsdóttir '2 1-0
Andrea Rut Bjarnadóttir '4 2-0
2-1 Gyða Kristín Gunnarsdóttir '5
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir '16 3-1
Birta Georgsdóttir '33 4-1
Agla María Albertsdóttir '38 5-1
08.05.2024  -  18:00
Kópavogsvöllur
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Sól og tíu stiga hiti
Dómari: Bergrós Lilja Unudóttir
Áhorfendur: 283
Maður leiksins: Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Byrjunarlið:
32. Aníta Dögg Guðmundsdóttir (m)
4. Elín Helena Karlsdóttir
5. Anna Nurmi ('62)
7. Agla María Albertsdóttir
8. Heiða Ragney Viðarsdóttir ('62)
11. Andrea Rut Bjarnadóttir
13. Ásta Eir Árnadóttir (f)
15. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('62)
17. Karitas Tómasdóttir ('73)
27. Barbára Sól Gísladóttir
28. Birta Georgsdóttir ('73)

Varamenn:
6. Mikaela Nótt Pétursdóttir ('62)
9. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir ('62)
10. Katrín Ásbjörnsdóttir ('73)
14. Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir ('73)
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ('62)
26. Líf Joostdóttir van Bemmel
30. Edith Kristín Kristjánsdóttir
33. Margrét Lea Gísladóttir

Liðsstjórn:
Nik Chamberlain (Þ)
Ólafur Pétursson
Hermann Óli Bjarkason
Edda Garðarsdóttir
Sævar Örn Ingólfsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Breiðablik vinnur hér afskaplega sannfærandi sigur á nágrönnum sínum í Stjörnunni. Þetta var aldrei spurning. Breiðablik með fullt hús stiga á meðan Stjarnan er með þrjú stig eftir fyrstu þrjá leikina.

Frekari umfjöllun væntanleg síðar í kvöld.
90. mín
Tveimur mínútum bætt við
85. mín
Þessi seinni hálfleikur hefur ekki verið mikið fyrir augað. Blikar gert þetta mjög fagmannlega.
82. mín
Katrín Erla Clausen með fína tilraun langt utan af velli. Fer ekki langt fram hjá markinu.
79. mín
Inn:Katrín Erla Clausen (Stjarnan) Út:Esther Rós Arnarsdóttir (Stjarnan)
79. mín
Inn:Fanney Lísa Jóhannesdóttir (Stjarnan) Út:Henríetta Ágústsdóttir (Stjarnan)
79. mín
Esther svo með skot úr ömurlegri stöðu hinum megin á vellinum. Ekki mjög líklegt til árangurs.
78. mín
Barbára núna með góða fyrirgjöf sem Katrín er við það að komast í, en nær því ekki alveg.
77. mín
Áslaug Munda með hættulegan bolta fyrir en Auður gerir vel í því að kýla hann og handsama hann svo.
74. mín
Katrín að koma til baka eftir meiðsli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
73. mín
Inn:Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir (Breiðablik) Út:Karitas Tómasdóttir (Breiðablik)
73. mín
Inn:Katrín Ásbjörnsdóttir (Breiðablik) Út:Birta Georgsdóttir (Breiðablik)
70. mín
OLLA? Birta Georgsdóttir með stórkostlega sendingu inn fyrir á Ollu, sem er með mikið pláss. Olla með mikinn tíma en sendir boltann fyrir í fyrsta og finnur engan liðsfélaga á teignum. Hefði bara átt að líta upp og sjá það að að hún var með hellings tíma og markið fyrir framan sig.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
68. mín
Inn:Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir (Stjarnan) Út:Hrafnhildur Salka Pálmadóttir (Stjarnan)
68. mín
TÆKLING! Áslaug Munda með afar huggulega sendingu í hlaupaleið Andreu, en Hannah Sharts á frábæra tæklingu til að bjarga algjöru daðafæri.
65. mín
HEYRÐU! Barbára með fyrirgjöf sem endar sem skot, en Auður gerir stórkostlega í því að blaka boltanum yfir markið. Barbára trúir ekki sínum eigin augum, hélt að þessi væri á leiðinni inn.
64. mín
Olla fljót að koma sér í skotfæri en nær ekki miklum krafti í tilraunina.
62. mín
Inn:Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Breiðablik) Út:Anna Nurmi (Breiðablik)
62. mín
Inn:Ólöf Sigríður Kristinsdóttir (Breiðablik) Út:Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Breiðablik)
62. mín
Inn:Mikaela Nótt Pétursdóttir (Breiðablik) Út:Heiða Ragney Viðarsdóttir (Breiðablik)
60. mín
Það er óhætt að segja að þessi seinni hálfleikur sé talsvert rólegri en sá fyrri.
57. mín
Arna Dís í ágætis færi inn á teignum en hún nær ekki nægilega miklum krafti í skotið.
54. mín
Blikarnir líta frábærlega út. Miklu betur en ég þorði að vona fyrir mót. Valur er að tapa núna á sama tíma á móti Keflavík, en það verður fróðlegt að sjá hvernig það endar.
53. mín Gult spjald: Hrafnhildur Salka Pálmadóttir (Stjarnan)
50. mín
Agla María í fínu færi inn á teignum en hittir boltann ekki almennilega.
49. mín
Þessi seinni hálfleikur að fara frekar rólega af stað. Blikar áfram með öll völd á vellinum.
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur á Kópavogsvelli. Ótrúlegur fyrri hálfleikur þar sem Breiðablik hefur kaffært Stjörnuna gjörsamlega. Garðbæingar vita ekki sitt rjúkandi ráð. Eins og Íslandsmeistarakandídatar séu að mæta fallbyssufóðri.
45. mín
Það er einni mínútu bætt við
40. mín
Blikar eru að spila eins og besta lið landsins. Það er ekki flóknara en það. Stjarnan hins vegar...

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
38. mín MARK!
Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
NIÐURLÆGING Í GANGI! Agla María með rosalegt skot sem endar í netmöskunum. Fær boltann hægra megin og dregur hann inn á völlinn. Lætur svo vaða af löngu færi og hann syngur í netinu.

Hún er búin að vera frábær í þessum leik og gerir hér sitt annað mark.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
35. mín
Ef Vigdís Lilja væri nokkrum sentímetrum stærri, þá væri staðan orðin 5-1 núna. Rétt missir boltann yfir sig í teignum.
34. mín
Birta gerði fjórða mark Blika
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
33. mín MARK!
Birta Georgsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Andrea Rut Bjarnadóttir
BÚIÐ AÐ LIGGJA Í LOFTINU! Andrea Rut keyrir upp vinstra megin og á skot í þröngu færi sem Auður ver, en beint fyrir fætur Birtu sem klárar auðveldlega.

Blikar að ganga frá Stjörnunni. Mikill munur á þessum tveimur liðum.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
31. mín
Andrea fer illa með varnarmenn Stjörnunnar og kemur boltanum áfram á Vigdísi Lilju, sem reynir skot en það er ekki mikill kraftur í því.
30. mín
Birta hér í fínu færi og lætur vaða. Boltinn fer af varnarmanni og rétt fram hjá. Blikarnir halda áfram að þjarma að Stjörnunni. Gestirnir í raun heppnar að mörkin séu ekki orðin fleiri.
28. mín
Núna á Agla María skot að marki fyrir utan teig en hún nær ekki miklum krafti í það.
26. mín
AGLA MARÍA! Aftur á Andrea frábæran bolta fyrir og aftur er Agla María mætt inn á teiginn, en aftur hittir hún ekki á markið með skalla sínum.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
23. mín
Hafliði auðvitað mættur að mynda
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
20. mín
Blikarnir talsvert betri í þessum leik og ekki hægt að segja annað en að þessi forysta sé verðskulduð.
20. mín
STÖNGIN! Hornspyrna inn á teiginn og þar er Karitas tiltölulega alein. Hún á skalla að marki, en í stöngina fer hann. Svo nær Stjarnan að koma í veg fyrir að boltinn endi í markinu.
18. mín
DAUÐAFÆRI! Andrea með frábæran bolta inn á teiginn og þar er Agla María í mjög góðu skallafæri, en hún setur boltann yfir markið. Þarna átti hún að gera betur.
17. mín
Vigdís Lilja getur ekki hætt að skora
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
16. mín MARK!
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Breiðablik)
MARK!!!! Klaufagangur í vörn Stjörnunnar, reyna að spila úr vörninni en boltinn fer beint á Vigdísi sem refsar með sínu sjötta marki í Bestu deildinni þetta sumarið.

Blikar hafa aftur tekið tveggja marka forystu.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
13. mín
Maður hefur aðeins náð að anda eftir þessar rosalegu opnunarmmínútur.
12. mín
Svona er Stjarnan að stilla upp
Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
8. mín
Gyða Kristín minnkaði muninn fyrir Stjörnuna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
8. mín
Andrea Rut skoraði annað mark Blika
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
6. mín
Þetta er bara eins og handboltaleikur hérna.
5. mín MARK!
Gyða Kristín Gunnarsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Esther Rós Arnarsdóttir
HVAÐ ER AÐ GERAST HÉRNA? Þetta er einhver ótrúlegasta byrjun á fótboltaleik sem ég hef séð.

Stjarnan fer beint upp í sókn hinum megin og þar skorar Gyða Kristín með góðu skoti langt fyrir utan teig.

Þetta er fyrsta markið sem Breiðablik fær á sig í sumar.
4. mín MARK!
Andrea Rut Bjarnadóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Vigdís Lilja Kristjánsdóttir
MARK!!!!! Andrea Rut fær boltann fyrir utan teig og hamrar honum í netið.

Sýnist það vera Vigdís Lilja sem tekur hann niður og kemur honum á Andreu. Hún lætur svo bara vaða og boltinn syngur í netinu.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
3. mín
Það var Agla María sem skoraði fyrsta mark leiksins
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
2. mín MARK!
Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Birta Georgsdóttir
MARK!!!!! Þetta var ekki lengi gert!

Blikar ná að stinga sér inn fyrir vörnina. Sýnist það vera Birta sem kemur sér í frábæra stöðu. Hún á svo sendinguna fyrir á Öglu Maríu sem er mætt til að pota boltanum yfir línuna.

Frábær byrjun fyrir Blika!

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
1. mín
Svona stilla Blikar upp
Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
1. mín
Leikur hafinn
Þá er þetta byrjað! Verður vonandi hörkuleikur.
Fyrir leik
Sædís mætt að fylgjast með gömlu liðsfélögunum Spilaði með Stjörnunni frá 2020 til 2023 en er núna á mála hjá Vålerenga í Noregi.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fyrir leik
Það styttist í upphafsflaut en það eru um svona 15 manns í stúkunni. Mætingin á leiki í Bestu deild kvenna heldur því miður áfram að vera sorglega léleg.
Fyrir leik
Bergrós Lilja dæmir leikinn Afar efnilegur dómari.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Það er nú meiri rjómablíðan á Kópavogsvelli í dag. Sólin er á lofti og það eru um tíu gráður. Frábært veður!
Fyrir leik
Olla mætt heim Nik er með ágætis möguleika á bekknum hjá Blikum. Katrín Ásbjörnsdóttir er að stíga upp úr meiðslum og þá er Ólöf Sigríður Kristinsdóttir mætt heim úr Harvard. Hún gæti spilað sinn fyrsta leik í sumar ef hún kemur inn á sem varamaður.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fyrir leik
Byrjunarliðin! Blika eru með sama byrjunarlið og gegn FH. Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, gerir þrjár breytingar frá tapinu gegn Tindastóli. Landsliðsmarkvörðurinn Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving byrjar í fyrsta sinn á tímabilinu og þá koma Arna Dís Arnþórsdóttir og Gyða Kristín Gunnarsdóttir inn í liðið. Erin McLeod og Hrefna Jónsdóttir fara á bekkinn en Anna María Baldursdóttir, fyrirliði, er ekki með í dag.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Leikir dagsins miðvikudagur 8. maí

Besta-deild kvenna
18:00 Breiðablik-Stjarnan (Kópavogsvöllur)
18:00 Keflavík-Valur (HS Orku völlurinn)
18:00 FH-Þróttur R. (Kaplakrikavöllur)

Valur er líka með fullt hús stiga
Fyrir leik
Vigdís Lilja byrjað ótrúlega vel Vigdís Lilja Kristjánsdóttir, sóknarmaður Breiðabliks, hefur verið ein af stjörnum mótsins til þessa en hún hefur skorað í öllum leikjunum þremur til þessa. Hún hefur alls gert fimm mörk í fyrstu þremur leikjunum og er að finna sig vel í nýju kerfi hjá nýjum þjálfurum.

Fyrir leik
Heiða Ragney mætir gömlu félögunum Heiða Ragney Viðarsdóttir, miðjumaður Breiðabliks, mætir í kvöld sínum gömlu félögum.

Heiða Ragney er djúpur miðjumaður sem gekk í raðir Breiðabliks í vetur eftir að hafa spilað með Stjörnunni frá 2021. Hún er uppalin hjá Þór/KA og hóf feril sinn þar.

Fyrir leik
Aníta Dögg byrjar líklega aftur í marki Breiðabliks Telma Ívarsdóttir varð fyrir því óláni að nefbrotna í annarri umferð gegn Tindastóli og voru Blikar í miklu veseni með markvarðarmál sín fyrir síðasta leik gegn FH.


Aníta Dögg Guðmundsdóttir bjargaði málunum en hún kom snemma heim úr háskóla og spilaði eftir að hafa mætt heim á morgni leikdags.

Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, sagði eftir leikinn gegn FH að Aníta myndi líklega byrja næstu leiki líka.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Alda spáir sigri Blika Alda Ólafsdóttir, sóknarmaður Fram, spáir í leiki umferðarinnar í Bestu deild kvenna fyrir Fótbolta.net.

Breiðablik 2 - 1 Stjarnan
Breiðablik búnar að byrja mótið vel á meðan að Stjarnan hefur farið brösuglega af stað. Held hins vegar að þetta verði stál í stál leikur en Breiðablik mun að lokum landa 2-1 sigri.

Mynd: Toggi Pop
Fyrir leik
Stjarnan í ströggli Stjarnan hefur ekki byrjað eins vel og eru Garðbæingar aðeins með þrjú stig. Það voru miklar breytingar á liði Stjörnunnar í vetur og margir stórir leikmenn hafa horfið á braut. Stjarnan tapaði 1-2 gegn Víkingi í fyrsta leik, vann svo endurkomusigur á Keflavík og tapaði þá næst gegn Tindastóli á heimavelli.

Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson
Fyrir leik
3-0, 3-0 og 3-0 Breiðablik hefur farið frábærlega af stað í Bestu deildinni og er liðið með fullt hús stiga eftir þrjá leiki. Blikar hafa unnið alla sína leiki til þessa, 3-0. Gegn Keflavík, Tindastóli og síðast gegn FH.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Góðan daginn! Og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Breiðabliks og Stjörnunnar í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna. Leikið er á Kópavogsvelli.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (m)
Esther Rós Arnarsdóttir ('79)
2. Sóley Edda Ingadóttir
3. Arna Dís Arnþórsdóttir
5. Eyrún Embla Hjartardóttir
7. Henríetta Ágústsdóttir ('79)
16. Caitlin Meghani Cosme
21. Hannah Sharts
23. Gyða Kristín Gunnarsdóttir
26. Andrea Mist Pálsdóttir
30. Hrafnhildur Salka Pálmadóttir ('68)

Varamenn:
83. Erin Katrina Mcleod (m)
6. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir ('68)
17. Fanney Lísa Jóhannesdóttir ('79)
19. Hrefna Jónsdóttir
24. Ingibjörg Erla Sigurðardóttir
39. Katrín Erla Clausen ('79)

Liðsstjórn:
Kristján Guðmundsson (Þ)
Rajko Stanisic
Hilmar Þór Hilmarsson
Benjamín Orri Hulduson
Hulda Björk Brynjarsdóttir
Vignir Snær Stefánsson

Gul spjöld:
Hrafnhildur Salka Pálmadóttir ('53)

Rauð spjöld: