Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
Fjölnir
1
0
Leiknir R.
Dagur Ingi Axelsson '28 1-0
10.05.2024  -  18:00
Egilshöll
Lengjudeild karla
Aðstæður: Hlýtt og fínt inni í Egilshöll
Dómari: Gunnar Freyr Róbertsson (8)
Áhorfendur: 504
Maður leiksins: Baldvin Þór Berndsen
Byrjunarlið:
26. Halldór Snær Georgsson (m)
3. Reynir Haraldsson
4. Júlíus Mar Júlíusson
5. Dagur Austmann
7. Dagur Ingi Axelsson
10. Axel Freyr Harðarson
11. Jónatan Guðni Arnarsson ('64)
14. Daníel Ingvar Ingvarsson ('80)
22. Baldvin Þór Berndsen
29. Guðmundur Karl Guðmundsson (f)
88. Kristófer Dagur Arnarsson ('87)

Varamenn:
25. Sigurjón Daði Harðarson (m)
6. Sigurvin Reynisson ('64)
8. Óliver Dagur Thorlacius ('80)
9. Máni Austmann Hilmarsson
17. Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson ('87)
20. Bjarni Þór Hafstein
27. Sölvi Sigmarsson

Liðsstjórn:
Úlfur Arnar Jökulsson (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Kári Arnórsson
Einar Jóhannes Finnbogason
Ragnheiður Lóa Stefánsdóttir

Gul spjöld:
Guðmundur Karl Guðmundsson ('47)
Dagur Austmann ('51)
Baldvin Þór Berndsen ('52)
Daníel Ingvar Ingvarsson ('80)
Sigurvin Reynisson ('80)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Skottilraun eftir hornspyrnuna en Fjölnismenn komast fyrir.

Í kjölfarið flautar Gunnar leikinn af. Fjölnir er með fullt hús stiga eftir tvo leiki en Leiknir er án stiga.

504 áhorfendur sáu þennan leik í dag.
96. mín
Leiknir á horn!
95. mín
Hár bolti inn á Fjölnisteiginn sem Halldór grípur. Hálf mínúta eftir.
94. mín
Dauðafæri Axel hirðir boltann af Jóni Hrafni, keyrir í gegn en Viktor sér við honum!
93. mín
Fjölnismenn að gera vel að naga af klukkunni.
91. mín
Fimm mínútum bætt við!
90. mín
Fjölnir á hornspyrnu. Kom ekkert upp úr þessu.
89. mín
Arnór Ingi missir boltann klaufalega út fyrir völlinn úti við hliðarlínuna. Leiknismenn fljótir svo að vinna boltann aftur.
88. mín
Leiknismenn ná að hreinsa nokkuð auðveldlega eftir þessa spyrnu Reynis.
87. mín
Axel vinnur aukaspyrnu fyrir Fjölni ekki langt frá vítateig Leiknis. Reynir kemur örugglega með fyrirgjöf.
87. mín
Inn:Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson (Fjölnir) Út:Kristófer Dagur Arnarsson (Fjölnir)
Síðasta skipting leiksins Fjölnir fer í þriggja miðvarða kerfi.
86. mín
Róbert Hauks í dauðafæri Hirðir boltann auðveldlega af Degi Austmann og á skot vinstra megin við markteiginn en skotið siglir framhjá fjærstönginni. Spurning með að reyna finna Omar úti í teignum þarna.
85. mín
Kom ekkert úr þessu horni, brot dæmt á Leikni.
84. mín
Shkelzen í færi Frábært færi en Fjölnismenn ná að bjarga í horn. Virkilega góð sókn hjá gestunum. Omar Sowe og Jón Hrafn léku vel sín á milli.
82. mín
Inn:Jón Hrafn Barkarson (Leiknir R.) Út:Ósvald Jarl Traustason (Leiknir R.)
Síðasta skipting Leiknis Bakvörður út fyrir kantmann.
81. mín
Róbert Quental með spyrnuna inn á vítateiginn en nafni hans Hauksson nær ekki að setja boltann á markið.
80. mín
Inn:Óliver Dagur Thorlacius (Fjölnir) Út:Daníel Ingvar Ingvarsson (Fjölnir)
80. mín Gult spjald: Sigurvin Reynisson (Fjölnir)
Báðir spjaldaðir fyrir að reyna taka Omar Sowe niður
80. mín Gult spjald: Daníel Ingvar Ingvarsson (Fjölnir)
78. mín
Fjölnir á hornspyrnu.

Ekkert kom upp úr þessari spyrnu.
77. mín
Axel biður um brot eftir að hafa hent sér niður, eiginlega nokkuð léleg dýfa. Vildi kannski ekki lenda í tæklingunni en þetta var of mikið.
76. mín
Reynir Haralds með þrumuskot sem fer beint á Viktor í markinu. Sigurður hreinsar svo í horn.
76. mín
Omar Sowe lætur vaða fyrir utan teig en Sigurvin leggst fyrir.
74. mín
Skalli í slá! Frábær fyrirgjöf sem Omar Sowe kemst í en skallinn fer af ofanverðri slánni og yfir mark Fjölnis!
73. mín
Axel með fast skot með vinstri fæti vinstra megin við vítateig Leiknis en það fer framhjá fjærstönginni. Fínasta tilraun.
69. mín
Inn:Róbert Quental Árnason (Leiknir R.) Út:Hjalti Sigurðsson (Leiknir R.)
68. mín
Róbert Hauks fær fotta sendingu út til vinstri, hnan á svo fyrirgjöf sem Dagur Austmann hendir sér fyrir. Dagur fær í kálfann við þessa tæklingu.

Leiknir á hornspyrnu.
64. mín
Inn:Sigurvin Reynisson (Fjölnir) Út:Jónatan Guðni Arnarsson (Fjölnir)
62. mín
Daníel Ingvar þarf aðhlynningu.
61. mín
Hætta inn á vítateig Fjölnis en Daníel Ingvar kemst fyrir skot Omar Sowe. Það er meira líf í gestunum eftir skiptinguna.
61. mín
Róbert Hauksson með skot í hliðarnetið eftir sendingu frá Shkelzen Veseli. Fínasta sókn hjá gestunum.
58. mín
Inn:Shkelzen Veseli (Leiknir R.) Út:Davíð Júlían Jónsson (Leiknir R.)
57. mín Gult spjald: Sindri Björnsson (Leiknir R.)
Rennir sér og fer í Dag Austmann og uppsker gult spjald.
56. mín Gult spjald: Davíð Júlían Jónsson (Leiknir R.)
Rífur það mikið í Dag Austmann að hann hefði allt eins getað beðið Gunnar um að gefa sér gult.
55. mín
Arnór Ingi með fína fyrirgöf en Fjölnismenn ná að hreinsa.
53. mín
Omar Sowe tekur aukaspyrnuna en hún er laus og beint á markið. Halldór tekur boltann upp úr grasinu.
52. mín Gult spjald: Baldvin Þór Berndsen (Fjölnir)
Spjald á hvort lið eftir hópamyndun í kjölfar aukaspyrnunnar.
52. mín Gult spjald: Omar Sowe (Leiknir R.)
51. mín Gult spjald: Dagur Austmann (Fjölnir)
Hiti í þessu núna.

Fjölnismenn mjög ósáttir að fá ekki aukaspyrnu þegar Axel fer niður en mér sýndist sú tæjling vera góð og gild.

Dagur tekur svo Leiknismann niður nokkrum metrum frá vítateig Fjölnis og fær spjald fyrir.
50. mín
Omar Sowe tapar boltanum klaufalega og Dagur Ingi er í hörkuskotfæri en skotið frá honum fer beint á Viktor í marki Leiknis.
49. mín
Hjalti reynir að sækja vítaspyrnu eða aukaspyrnu við Fjölnisteiginn en það var ekkert í þessu.
48. mín
Omar Sowe vinnur hornspyrnu fyrir Leikni.

Fínasta fyrirgjöf í kjölfar hornspyrnunnar frá Hjalta en Halldór kemur út og kýlir boltann í burtu.
47. mín Gult spjald: Guðmundur Karl Guðmundsson (Fjölnir)
Fer af krafti í Davíð Júlían og fær gult spjald fyrir.
46. mín
Heimamenn sækja upp vinstra megin og Daníel Ingvar á svo skot en það fer vel framhjá.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn Engin skipting í hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Nokkuð tilþrifalitlum hálfleik lokið Fjölnismenn leiða.
45. mín
Arnór Ingi með fyrirgjöfina en Hjalti nær ekki að gera neitt við þennan bolta, óþægileg hæð og boltinn af lærinu og aftur fyrir.
45. mín
Gummi Kalli hirðir boltann af Davíð Júlían og reynir svo skot fyrir utan teig en Daði Bærings kemst fyrir.
44. mín
Gummi Kalli klaufi og Leiknir fær horn.

Halldór kýlir boltann í burtu og Davíð Júlían reynir að þruma boltanum á mark Fjölnis á lofti en hittir ekki boltann - vindhögg.
41. mín
Leiknismenn fá horn Fjölnismenn ekki sáttir við þessa niðurstöðu.
40. mín
Hélt að brot hefði verið dæmt en svo var ekki. Þeir Dagur og Sigurður geta haldið leik áfram.
38. mín
Höfuðmeiðsl Sigurður Gunnar fer upp í skallabolta og er dæmdur brotlegur gegn Degi Inga.

Báðir liggja og fá aðlhlynningu.
37. mín
Markinu fagnað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

34. mín
Fleiri myndir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

33. mín
Myndir úr leiknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

31. mín
Fjölnir á aukaspyrnu á fínasta stað á vallarhelmingi Leiknis. Fyrirgjafarstaða.

Fyrirgjöfin frá Gumma Kalla of löng.
30. mín
Dagur Ingi á sprettinum úti hægra megin, leggur boltann inn á teiginn en Axel Freyr hittir boltann illa.
28. mín MARK!
Dagur Ingi Axelsson (Fjölnir)
Stoðsending: Axel Freyr Harðarson
Fjölnir nær forystu! Axel Freyr með skot sem Viktor ver en Dagur nær frákastinu og kemur boltanum framhjá Viktori í markinu.

Axel og Dagur báðir byrjað leikinn vel. Axel sérstaklega.
27. mín
Einhver köll eftir hendi-víti í þvögunni inni á teignum eftir hornspyrnu Fjölnis en erfittað sjá eitthvað í þessu.
26. mín
Góð sókn Flott hröð sókn hjá Fjölni eftir uppspil aftast. Axel Freyr gerir vel, Kristófer Dagur fær boltann leggur hann á Dag Austmann sem á skot sem Viktor ver í horn.

Brotið á Axel og hagnaður veittur, eftir að boltinn er farinn úr leik bendir Úlfur á að Andi Hoti gæti nú alveg fengið spjald fyrir brotið.
23. mín
Andi Hoti með mjög slaka sendingu úr vörninni en Kristófer Dagur nær ekki að nýta færið og skotið fer sýnist mér í Sigurð sem komst fyrir.
21. mín
Omar Sowe með tilraun fyrir utan teig en skotið fer beint í varnarmann.
20. mín
Rólegt þessar síðustu mínútur.
13. mín
Leiknismenn vilja víti Róbert Hauksson fer niður í vítateig Fjölnis eftir návígi við Baldvin. Mér fannst ekkert vera í þessu.

Klaufalegur varnarleikur hjá Fjölni í aðdragandanum sem bauð upp á þessa stöðu.
12. mín
Dagur Ingi sýnir aftur hversu hraður hann er. Á núna skot í hliðarnetið.
11. mín
Bræður í liði Fjölnis Kristófer með fastan bolta fyrir mark Leiknis en enginn nær til boltans.

Kristófer Dagur og Jónatan Guðni í liði Fjölnis eru bræður.
10. mín
Spyrnan frá Reyni fer í gegnum allan pakkann.
9. mín
Gríðarlegur hraði í Degi Inga. Hann finnur svo Kristófer sem á skot sem fer af Andi Hoti og aftur fyrir.

Fjölnir á horn.
7. mín
Arnór vinnur hornspyrnu fyrir Leikni.

Hjalti með spyrnuna og Arnór reynir að flikka boltanum áfram. Reynir nær svo að hreinsa.

Fúsi þjálfari Leiknis kallar á Ósvald og biður hann um að bíða aftar næst, Leiknismenn voru ansi fámennir til baka ef Fjölnir hefði náð skyndisókn.
6. mín
Sigurður Gunnar fær smá tiltal frá Gunnari eftir brot á Jónatan.

Reynir tekur aukaspyrnuna, á miðlínunni, reynir að finna mann inn á Leiknisteignum en boltinn er of langur.
5. mín
Axel Freyr með hörkusprett, annan á stuttum tíma, og á skot hægra megin úr teignum sem fer nokkuð beint á Viktor. Axel strax líklegur.
4. mín
Omar Sowe með fyrirgjöf en boltinn rétt yfir Davíð og Róbert á fjærstönginni. Spurning með hættuspark í aðdragandanum.
2. mín
Fjölnir Halldór
Dagur Austmann - Júlíus - Baldvin - Reynir
Gummi Kalli
Kristófer - Daníel
Dagur Ingi - Jónatan - Axel
1. mín
Leiknir Uppstillingin er uþb svona.

Viktor
Arnór - Andi Hoti - Sigurður - Ósvald
Sindri - Daði
Hjalti - Davíð - Róbert
Omar Sowe
1. mín
Leikur hafinn
Leiknir byrjar með boltann
Fyrir leik
Leikmenn leiða inn mjög unga Fjölnisstráka Skemmtilegt.

Leiknir leikur í bláu og fjólubláu og Fjölnir er í gulum búningum.
Fyrir leik
Máni á skýrslu en er í borgaralegum klæðum Nokkuð ljóst að hann er ekki að fara spila í dag, er að glíma við einhver meiðsli.
Fyrir leik
Útsending Það virðist eins og eigi að sýna leikinn á reikningi Media Manager á Youtube. Ég reyndi að fá svör frá ÍTF varðandi útsendingar frá Lengjudeildinni í dag en það var fátt um svör.

Það þarf að smella á "Spila á YouTube" til þess að sjá leikinn.

Fyrir leik
Byrjunarliðin: Markaskorarar settir á bekkinn Ein breyting er á byrjunarliði Fjölnis frá síðasta leik. Halldór Snær Georgsson er áfram í markinu og Sigurjón Daði, aðalmarkvörður liðsins síðustu ár, er á bekknum. Það er Máni Austmann, sem skoraði eitt af mörkunum gegn Grindavík, sem tekur sér sæti á bekknum. Inn í liðið kemur Jónatan Guðni Arnarsson sem fæddur er árið 2007. Ein breyting er á bekknum því Bjarni Þór Hafstein kemur inn fyrir Sölva Sigmarsson.

Tvær breytingar eru á liði Leiknis. Markaskorarinn Róbert Quental tekur sér sæti á bekknum og Shkelzen Veseli gerir það sömuleiðis. Inn koma Hjalti Sigurðsson og Arnór Ingi Kristinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Quental á bekknum
   26.04.2024 18:15
Hin hliðin - Róbert Quental (Leiknir R.)
Fyrir leik
Spáð 6. og 7. sætinu Í spánni fyrir mót spáðu þjálfarar og fyrirliðar Fjölni 6. sætinu en Leikni 7. sætinu.
Fyrir leik
Fjölnir vann en Leiknir tapaði partur 1 Leiknir hefur ekki unnið Fjölni á útivelli síðan 1998. Óskar Már Alfreðsson, El Normale, skoraði þá tvö mörk í 0-5 útisigri Leiknis.

Frá þeim hafa liðin mæst 21 sinni í Lengjudeildinni, bikarnum, Reykjavíkurmótinu og Lengjubikarnum á heimavelli Fjölnis. Fjölnir hefur unnið 15 sinnum og 6 sinnum hafa liðin gert jafntefli.

Í fyrra vann Fjölnir 4-1 sigur á Extra vellinum. Í Reykjavíkurmótinu í vetur gerðu liðin 2-2 jafntefli.
Mynd: Úr myndasafni

El Normale
Fyrir leik
Fjölnir vann en Leiknir tapaði partur 2 Í fyrstu umferð vann Fjölnir 3-2 sigur á Grindavík á Víkingsvellinum. Máni Austmann, Guðmundur Karl og Dagur Ingi Axelsson skoruðu mörk Fjölnis.

Leiknir tapaði á heimavelli gegn Njarðvík. Róbert Quental Árnason skoraði mark Leiknis í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Máni á skotskónum.
Fyrir leik
Tríóið Gunnar Freyr Róbertsson er með flautuna í dag. Honum til aðstoðar eru þeir Guðni Freyr Ingvason og Arnþór Helgi Gíslason. Frosti Viðar Gunnarsson er eftirlitsmaður KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Ástbjörn spáir Era Sport sigri Ástbjörn Þórðarson, leikmaður FH, spáði í umferðina. Hann spáir Fjölnissigri.

Fjölnir 4 - 1 Leiknir
Það gengur virkilega vel hjá flottasta íþrótta- og lífstílsmerki landsins Era Sport þannig að ég held að það verði Era þrenna í þessum leik þ.e. að Axel Freyr, Reynir og Máni Austmann skori allir. Svo mun Óliver Dagur auðvitað skora líka annað hvort beint úr aukaspyrnu eða sjálfsmark.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
2. umferðin klárast í kvöld Góðan daginn lesendur góðir og veriði velkomnir í beina textalýsingu frá leik Fjölnis og Leiknis í 2. umferð Lengjudeildar karla.

Síðustu fjórir leikir umferðarinnar fara fram í dag. Þessi leikur hér hefst klukkan 18:00 og fer fram í Egilshöllinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
Ósvald Jarl Traustason ('82)
5. Daði Bærings Halldórsson (f)
6. Andi Hoti
8. Sindri Björnsson
9. Róbert Hauksson
14. Davíð Júlían Jónsson ('58)
20. Hjalti Sigurðsson ('69)
23. Arnór Ingi Kristinsson
67. Omar Sowe
92. Sigurður Gunnar Jónsson

Varamenn:
12. Bjarki Arnaldarson (m)
4. Patryk Hryniewicki
7. Róbert Quental Árnason ('69)
10. Shkelzen Veseli ('58)
18. Marko Zivkovic
19. Jón Hrafn Barkarson ('82)
44. Aron Einarsson

Liðsstjórn:
Vigfús Arnar Jósefsson (Þ)
Halldór Geir Heiðarsson
Atli Jónasson
Beniamin Alin Fer
Guðbjartur Halldór Ólafsson

Gul spjöld:
Omar Sowe ('52)
Davíð Júlían Jónsson ('56)
Sindri Björnsson ('57)

Rauð spjöld: