Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   fös 26. apríl 2024 18:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Róbert Quental (Leiknir R.)
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
What a guy!
What a guy!
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Séns að fá Moonwalk?
Séns að fá Moonwalk?
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Myndi elska Love Island.
Myndi elska Love Island.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Spá í því að klára ferilinn með Leikni bara.
Spá í því að klára ferilinn með Leikni bara.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pirrandi á æfingum en annars greinilega skemmtikraftur.
Pirrandi á æfingum en annars greinilega skemmtikraftur.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Skelli og Róbert, mynd frá 2020.
Skelli og Róbert, mynd frá 2020.
Mynd: Haukur Gunnarsson
Lengjudeildin hefst í næstu viku og erum við á Fótbolta.net byrjaðir að birta spá þjálfara og fyrirliða. Nú er komið að því að kynna betur leikmann úr liðinu sem er spáð 7. sætinu í sumar.

Róbert er kantmaður sem uppalinn er hjá Leikni. Hann á að baki 57 KSÍ leiki og í þeim hefur hann skorað 5 mörk. Hann á líka að baki 8 leiki fyrir yngri landsliðin. Í fyrra lék hann 23 leiki þegar Leiknir endaði í 5. sæti Lengjudeildarinnar. Fyrri hluta ársins 2022 var hann á láni hjá ítalska félaginu Torino eftir að hafa áður verið orðaður við Lecce.

Í dag sýnir Róbert á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Róbert Quental Árnason

Gælunafn: Robbi, róló, quental

Aldur: 18 ára

Hjúskaparstaða: lausu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnistætt úr leiknum: Það var í minningarleik 2019 á móti ÍR

Uppáhalds drykkur: ískaldur mangó safi er veisla

Uppáhalds matsölustaður: Sushi social

Hvernig bíl áttu: keyri um á suzuki swift

Áttu hlutabréf eða rafmynt: nei ekki kominn svo langt

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: skins, geðveikt sjónvarpsefni

Uppáhalds tónlistarmaður: ungi Aron Can og up and coming Helgi T

Uppáhalds hlaðvarp: fm95blö og götustrakar

Uppáhalds samfélagsmiðill: hlýtur að vera tiktok, er alltof mikið á því appi

Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: fótbolti . net

Fyndnasti Íslendingurinn: Sindri Björns og Valur Snær Stefánsson (valziblendz) fá að deila þeim titli

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “æj ups þetta er alveg fyrir vestan”

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: aldrei segja aldrei held ég

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Alieu Nije skrímsli á æfingum úti í Torino

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Dragi Pavlov gerði mest fyrir mig. Leon Pétursson, Fúsi og Donni hafa líka hjálpað mér helling

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Andi Hoti er frekar pirrandi á æfingum

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Cristiano Ronaldo var fyrirmyndin

Sætasti sigurinn: margir sætir i fyrra en sá sætasti var 2-3 sigur í bikar á Val í 2. flokk sumarið 2020

Mestu vonbrigðin: Að komast ekki í úrslitin í umspilinu í fyrra:(

Uppáhalds lið í enska: Man United vænt

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Gylfi Sig í Leikni væri náttla sjúkt

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Karan Gurung

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Róbert Quental Árnason

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Valsarinn Elísabet Lilja Grettisdóttir, skórnir eru vissulega löngu komnir á hilluna

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Cristiano Ronaldo er lang besti allra tíma

Hver er mesti höstlerinn í­ liðinu: þó nokkrir duglegir í liðinu en liðstjórinn Manúel Barriga fær þann titil

Uppáhalds staður á Íslandi: Leiknisvöllur maður er mest þar og heima

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: tók svona 3 mismunandi fögn þegar ég skoraði fyrsta deildarmarkið mitt í fyrra fyrir Leikni. Gaman af því

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: nei ekkert svoleiðis

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: fylgist með körfunni í playoffs og landsliðinu í handbolta

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: spila i nike mercurial

Í hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: líffræði er það leiðinlegasta í heimi

Vandræðalegasta augnablik: reyndi rainbow flick yfir varnarmann á móti grindavík heima í 3 flokki og það misheppnaðist illa og eg lit til baka og þa eru strakarnir í 2 flokk að hlægja af mer. það var frekar vont

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Ég tæki Andi Hoti, Shkelzen Veseli og Marko Zivkovic. Andi myndi koma sem skemmtikraftur, ég og Skelli myndum koma með lausnir til að komast af eyjunni og Marko myndi berjast við það sem væri á eyjunni

Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Patryk myndi elska að vera í Love Island og myndi síðan setja Jón Hrafn í Got Talent svo hann gæti tekið Moonwalkið

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég á dverghamstur sem heitir Hitler

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Aron Einars. Hélt hann væri leiðinleg týpa en síðan er hann bara mesti kóngur, what a guy

Hverju laugstu síðast: sagði við pabba að ég hefði mætt í skólann. Sorry gjemli

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: boltalaus hlaup og upphitun er vel leiðinlegt

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: myndi spyrja Garnacho hvernig er að vera besti youngster í Prem
Athugasemdir
banner
banner