Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
ÍA
3
0
Vestri
Viktor Jónsson '38 1-0
Johannes Vall '57 2-0
Guðfinnur Þór Leósson '67 3-0
11.05.2024  -  14:00
ELKEM völlurinn
Besta-deild karla
Dómari: Pétur Guðmundsson
Maður leiksins: Guðfinnur Þór Leósson, ÍA
Byrjunarlið:
1. Árni Marinó Einarsson
3. Johannes Vall
5. Arnleifur Hjörleifsson
6. Oliver Stefánsson
9. Viktor Jónsson (f)
10. Steinar Þorsteinsson ('93)
11. Hinrik Harðarson ('93)
13. Erik Tobias Sandberg
17. Ingi Þór Sigurðsson
18. Guðfinnur Þór Leósson ('85)
66. Jón Gísli Eyland Gíslason ('79)

Varamenn:
7. Ármann Ingi Finnbogason
15. Gabríel Snær Gunnarsson ('93)
20. Ísak Máni Guðjónsson ('85)
22. Árni Salvar Heimisson ('79)
23. Hilmar Elís Hilmarsson
26. Matthías Daði Gunnarsson ('93)

Liðsstjórn:
Dean Martin (Þ)
Jón Þór Hauksson (Þ)
Aron Ýmir Pétursson
Teitur Pétursson
Dino Hodzic
Mario Majic
Þorsteinn Magnússon
Rúnar Már S Sigurjónsson

Gul spjöld:
Steinar Þorsteinsson ('19)
Arnleifur Hjörleifsson ('30)
Erik Tobias Sandberg ('88)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þá er þessum áhugaverða leik hér með lokið. Frekar leiðinlegur fyrri hálfleikur en þetta opnaðist, aðalega hjá Skagamönnum, í seinni hálfleik.

Viðtöl og skýrsla á leiðinni.

Þangað til næst, takk fyrir mig!
93. mín
Inn:Friðrik Þórir Hjaltason (Vestri) Út:Benedikt V. Warén (Vestri)
2008 og 2006 að koma inn á
93. mín
Inn:Matthías Daði Gunnarsson (ÍA) Út:Hinrik Harðarson (ÍA)
2008 og 2006 að koma inn á
93. mín
Inn:Gabríel Snær Gunnarsson (ÍA) Út:Steinar Þorsteinsson (ÍA)
2008 og 2006 að koma inn á
92. mín Gult spjald: Gunnar Jónas Hauksson (Vestri)
90. mín
+4 í uppbót
88. mín Gult spjald: Erik Tobias Sandberg (ÍA)
Vestri að fá aukaspyrnu á hættulegum stað
87. mín
Boltinn kemur inn á teiginn og þeir ná að skalla boltann rétt yfir markið.
86. mín
Vestramenn fá hér hornspyrnu
85. mín
Inn:Ísak Máni Guðjónsson (ÍA) Út:Guðfinnur Þór Leósson (ÍA)
83. mín
Mjög rólegt og tíðindalítið Skagaliðið liggur mjög neðarlega og eru þéttir. Þeir leyfa bara Vestramönnum að halda í boltann enda er lítið sem ekkert sem þeir hafa gert á honum.
79. mín
Inn:Árni Salvar Heimisson (ÍA) Út:Jón Gísli Eyland Gíslason (ÍA)
Jón Gísli fær högg og þarf aðhlynningu. Hann fær síðan skiptingu um leið.
78. mín
Inn:Pétur Bjarnason (Vestri) Út:Ibrahima Balde (Vestri)
76. mín
Inn:Silas Songani (Vestri) Út:Nacho Gil (Vestri)
75. mín Gult spjald: Davíð Smári Lamude (Vestri)
Fyrir tuð. Vildi aukaspyrnu rétt áðan.
74. mín
DAUÐAFÆRI OG BJARGAÐ Á LÍNU! Arnleifur er einn á móti marki með einn Vestramann á línunni sem nær á einhvern ótrúlegan hátt að bjarga marki.

Hann fær svo boltann aftur í góðri stöðu en tekur þá skotið í stöngina.

Skagamenn miklu betri!
70. mín
Mjöööggg áhugavert Árni liggur eftir niðri og Jón Þór kallar á Skagaliðið til sín og æltar að halda fund. En Gunnar Oddur, fjórði dómarinn, stígur þá fram fyrir Jón og öskrar "NEI NEI NEI" og rekur Skagaliðið burt.

Jón Þór alls ekki sáttur og botnar ekkert í þessu.
70. mín
Árni Marinó liggur eftir niðri eftir samstuð.
69. mín
Vestramenn að fá horn!
67. mín MARK!
Guðfinnur Þór Leósson (ÍA)
RISAMARK! Hornspyrna sem Johannes Vall tekur inn á teig Vestra. Þá myndast mikið klafs inni á teignum. Guðfinnur er með mann í bakinu en nær einhvern veginn að skjóta á markið og William missir boltann undir sig og inn.

Rétt áður var William í markinu næstum því búinn að missa boltann inn eftir horn.
66. mín
Skagamenn fá hornspyrnu
64. mín
Andri Rúnar með skot af löngu færi sem fer út í sjó.
62. mín
Inn:Johannes Selvén (Vestri) Út:Vladimir Tufegdzic (Vestri)
62. mín
Inn:Friðrik Þórir Hjaltason (Vestri) Út:Elvar Baldvinsson (Vestri)
62. mín
Inn:Gunnar Jónas Hauksson (Vestri) Út:Sergine Fall (Vestri)
60. mín
DAUÐAFÆRI EFTIR DAUÐAFÆRI! Horn sem kemur inn á teiginn. Erik Tobias kemst í gott færi en Vestramenn komast fyrir skotið og síðan kemst Viktor Jóns í góða stöðu en hittir boltann ekki vel og yfir fer hann.

Rétt áður fékk Viktor einnig dauðafæri sem fór af varnarmanni og í horn.
57. mín MARK!
Johannes Vall (ÍA)
BEINT ÚR AUKASPYRNU! Aukaspyrna af löngu færi. Johannes tekur skotið í markmannshornið og hann fer inn. Skelfilega gert hjá William Eskelinen. Þú átt ekki að fá mark á þig beint úr aukaspyrnu af svona löngu færi og í markmannshornið.

Davíð Smári lætur hann heyra það!
55. mín
Toby King með hornið sem Skagamenn skalla frá en pressan heldur áfram að marki ÍA.
55. mín
Vestramenn fá hornspyrnu! Miklu líklegri að jafna leikinn en Skagamenn að tvöfalda forystuna.
53. mín
Benedikt með hornið inn á teiginn sem Árni Marinó kýlir burt.
53. mín
Vestramenn fá hornspyrnu!
49. mín
Vestramenn fá hornspyrnu en ná ekki að gera sér mat úr því.
47. mín
Vestramenn fá fyrsta færi seinni hálfleiksins. Benedikt Warén með fyrirgjöf sem fer út á Ibrahima Baldé. Hann tekur þá skotið sem fer yfir Akraneshöllina.
46. mín
Leikur hafinn
Vestramenn, sem sækja í átt að Akraneshöllinni, byrja þetta fyrir okkur á ný.
45. mín
45. mín
Hálfleikur
Mjög tíðindalítill og bara leiðinlegur fyrri hálfelikur að baki. Heimamenn leiða. Tökum okkur korter og sjáumst svo að vörmu spori.
45. mín
+1 í uppbót Líklega rétt. Frekar tíðindalítill fyrri hálfleikur.

Davíð Smári hins vegar allt annað en sáttur með að bara hafa fengið mínútu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

41. mín
Skagamenn miklu betri eftir markið og eru að hóta því að tvöfalda forystuna fyrir hálfleik.
38. mín MARK!
Viktor Jónsson (ÍA)
Stoðsending: Jón Gísli Eyland Gíslason
MARKAMASKÍNAN OG FYRIRLIÐINN! Hundleiðinlegur og svo kemur þetta!

Frábær skyndisókn hjá Skagamönnum sem endar með marki. Jón Gísli fær boltann úti hægra meginn og kemur boltanum fyrir á Viktor sem stendur nánast ofan í markinu. Fyrst ver William í markinu glæsilega en Viktor fylgir hart á eftir og sér til þess að boltinn fari inn fyrir línuna.

Skagamenn komnir yfir og þeir taka við sér í stúkunni!
35. mín
Fyrsta alvöru færið! Vladimir Tufedgdzic kemst í mjög góða stöðu og nær skotinu á markið sem fer í hliðarnetið. Margir Vestramenn í stúkunni voru byrjaðir að fagna markinu áður en þeir föttuðu að hann skaut framhjá.
31. mín
Þeir taka hornið stutt og koma boltanum fyrir en þá fer flaggið á loft.
30. mín
Árni ver í horn! Andri Rúnar þrusar bara á markið og Árni Marinó ver í horn
30. mín Gult spjald: Arnleifur Hjörleifsson (ÍA)
Tekur Benedikt Warén niður og Vestramenn fá aukaspyrnu á ágætis stað.

Líklega réttur dómur hjá Pétri sem hefur dæmt þennan leik frábærlega.
28. mín
Skagamenn miklu líklegri þessa stundina
26. mín
Johannes Vall tekur hornið inn á teiginn sem fer í gegnum allan pakkann og á Viktor Jóns sem á skot/fyrirgjöf yfir markið.
25. mín
Skagamenn að fá horn! Arnleifur með fyrirgjöf fyrir markið sem Elvar sparkar í horn.
24. mín Gult spjald: Sergine Fall (Vestri)
Missir boltann of langt frá sér og fer í tæklingu á Guðfinn. Rétt spjald.
21. mín
Stefnir allt í markaveislu hérna á Akranesi í dag... eða þannig
19. mín Gult spjald: Steinar Þorsteinsson (ÍA)
Þessi var groddaraleg Fer í mjög groddaralega tæklingu á Ibrahima beint fyrir framan varamannabekkina. Davíð Smári vildi sjá einhvern annan lit á þessu spjaldi.

Steinar virtist samt hafa runnið og þá leit þetta mun verra út þar sem hann kom á alvöru ferð aftan í hann.
16. mín
Mjög lokaður leikur til þessa. Bæði lið hafa komist í fínar stöður en ekki náð að gera sér mat úr þeim. Myndi samt sem áður segja að Skagamenn hafa byrjað ívið betur.
13. mín
Uppstillingarnar Þriggja manna miðjan með tvo alvöru sentera. Guðfinnur er meira og minna að spila sem ein sexa og Ingi Þór stígur upp á völlinn með Steinari en þetta er svona í grunninn. Steinar Þorsteins í mjög frjálsu hlutverki.

ÍA (3-4-1-2)
Árni
Erik - Oliver - Johannes
Jón Gísli - Guðfinnur- Ingi Þór - Arnleifur
Steinar Þ.
Viktor - Hinrik

Vestramenn með miðjuna hjá sér svolítið flæðandi. Stundum stígur Ibrahima upp sem vinstri kantmaður þegar Vestramenn eru að pressa og stundum fer Tufa niður á miðjuna. Toby King líka í mjög frjálsu hlutverki.
Vestri (3-5-2)
William
Elmar - Jeppe - Elvar
Benedikt - T. King - Nacho - Ibrahima B. - Fall
Andri - Vladimir T.
9. mín
Hornspyrnan er tekin inn á teiginn sem Vestramenn ná að hreinsa. Boltinn hrekkur síðan út til Arnleifs sem nær fínu skoti á markið sem Árni ver.
8. mín
Skagamenn að fá fyrstu hornspyrnu leiksins
7. mín
Nacho heppinn Nacho Gil með galna sendingu í uppspili Vestra þvert fyrir vítateiginn sem Hinrik kemst í en missir hann aðeins og langt frá sér.
6. mín
Skagamenn ógna Ingi Þór með flotta fyrirgjöf inn á teiginn sem Hinrik og Viktor ná ekki til.
3. mín
Leikurinn fer frekar líflega af stað. Engar almennilegar opnanir en bæði lið hafa komið sér í álitlegar stöður en ekki náð að gera sér mat úr þeim.
1. mín
Leikur hafinn
Það eru heimamenn sem koma okkur í gang og sækja í átt að Akraneshöllinni.
Fyrir leik
Styttist Þá ganga liðin til vallar og þetta fer að byrja!
Fyrir leik
Liðin ganga til búningsklefa og gera sig klár í slaginn.
Fyrir leik
Byrjunarliðstíðindi! Heimamenn gera þrjár breytingar frá 4-1 tapinu gegn Stjörnunni á dögunum. Arnleifur Hjörleifsson, Oliver Stefánsson og Ingi Þór Sigurðsson koma inn í byrjunarliðið fyrir þá Anrór Smárason, Árna Salvar Heimisson og Marko Vardic. Rúnar Már og Arnór Smárason eru þá ekki í hópnum hjá Skaganum í dag.

Davíð Smári gerir fjórar breytingar á Vestraliðinu frá 3-2 tapinu gegn FH í Hafnarfirðinum seinustu helgi. Vladimir Tufegdzic, Ignacio Gil Echevarria, Sergine Modou Fall og Toby King koma inn í liðið fyrir þá Fatai Adebowale Gbadamosi, Silas Dylan Songani, Gunnar Jónas Hauksson og Tarik Ibrahimagic.

Tarik, leikmaður Vestra, og Marko Vardic, leikmaður ÍA taka út leikbann í dag.

Fyrir leik
Fyrir leik
Leikirnir í fyrra Liðin mættust tvisvar sinnum í fyrra en báðir leikirnir enduðu með jafntefli.



Fyrir leik
Fyrsti í grasi hjá Skagamönnum Það hefur mikið verið í umfjölluninni að Skagamenn hafa spilað sína tvo fyrstu heimaleiki í ár inni í Akraneshöllinni sem margir hafa gagnrýnt. Í dag verður spilað á Akranesvellinum, grasinu, en þetta hafði Jón Þór að segja um völlinn seinasta þriðjudag:

„Hann lítur mjög vel út, en þetta er bara ónýtur völlur. Þegar það rignir þá nánast verður hann óleikhæfur vegna þess að hann drenar lítið sem ekki neitt og fer alveg á flot. Vegna vatnslagna á íþróttasvæðinu þá getum við ekki verið með vökvunarkerfi á vellinum og ekki vökvað hann þegar það er þurrt. Það segir sig því sjálft að það er mjög erfitt að halda góðum grasvelli við þannig. Þessi völlur er bara barn síns tíma og það eru allir að gera sitt allra besta til að hafa hann eins góðan og hægt er. Hann er miklu, miklu betri en í fyrra til dæmis en því miður er hann orðinn það gamall að það er mikið vandamál."

Fyrir leik
Gamli skólinn með flautumark Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals í körfubolta, er spámaður 6. umferðarinnar. Svona spáir hann vesturlandsslagnum:

ÍA 2-1 Vestri (laugardagur 14:00)
Smáradona með sigurmarkið í uppbótatíma. Neitaði að skipta útaf þótt hlaupatölu vestadæmið sýndi rautt. Gamli skólinn. Bíð spenntur eftir fyrsta heimaleik Vestra á Ísafirði hins vegar. Líklegur að kíkja vestur á leik og á Tjöruhúsið.
Fyrir leik
Teymið Það er enginn annar en meistari Pétur Guðmundsson, Pétur lögga, sem fær það verkefni að dæma þennan leik. Það er eitthvað sem segir mér að annað af þessum liðum, ef ekki bæði, verða eitthvað ósátt með dómgæsluna að leiks lokum en sjáum til. Aðstoðarmenn Péturs eru þeir Bryngeir Valdimarsson og Andri Vigfússon. Gunnar Oddur er þá skiltadómari en Gylfi Þór Orrason er eftirlitsmaður KSÍ.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Viljugir Vestramenn Eftir erfiða byrjun hafa Vestramenn náð að sækja tvo gífurlega sterka sigra og flotta frammistöðu á útivelli gegn FH. Vestramenn eru með jafn mörg stig og Skaginn eftir 5 leiki. Vestramenn sóttu tvo mikilvæga 1-0 sigra á KA og HK en fyrir utan það hafa þeir tapað gegn Fram, Breiðablik og FH. Verður að teljast, miðað við leikina, mjög góð byrjun. Menn eru einnig að segja að Vestraliðið hrökkvi aldrei almennilega í gang fyrr en um mitt sumar. En undirbúningstímabilið þeirra er kannski ekki alveg jafn hefðbundið og hjá öðrum liðum í Bestu deildinni.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Fín byrjun en samt ekki Eftir tvö sigra í röð eftir tap í fyrstu umferð gegn Val hafa Skagamenn tapað seinustu tveimur deildarleikjum. Skagamenn hafa hins vegar skorað flestu mörkin í deildinni fyrir utan auðvitað Breiðablik og Víking R. Varnarleikur Skagamanna hefur hins vegar alls ekki verið nógu góður. 6 mörk fengin á sig í seinustu tveimur leikjum og 9 mörk fengin á sig í fyrstu 5 leikjum sumarsins. 6 stig í fyrstu 5 deildarleikjunum, verður að teljast bara ágætis byrjun fyrir nýliða en Skagamenn vita það jafnvel og við að þeir geta gert mun betur og kannski eiga eitthvað innni.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjar Rúnar Már í dag?
Það er eitthvað um skakkaföll hjá Skagamönnum á miðsvæðinu í dag hjá Skagamönnum. Það gæti hreinlega verið mjög líklegt að Rúnar Már Sigurjónsson, sem gekk í raðir ÍA á dögunum, byrji í dag.

Fyrir leik
Vesturlands- og nýliðaslagur! Hreint út sagt áhugaverður leikur sem byrjar í dag þegar Vestramenn koma í heimsókn á Akranes. Leikurinn verður spilaður á ELKEM vellinum og verður því fyrsti leikur Skagamanna á aðalvellinum í ár.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir

Byrjunarlið:
30. William Eskelinen (m)
3. Elvar Baldvinsson ('62)
6. Ibrahima Balde ('78)
7. Vladimir Tufegdzic ('62)
9. Andri Rúnar Bjarnason
10. Nacho Gil ('76)
11. Benedikt V. Warén ('93)
13. Toby King
20. Jeppe Gertsen
22. Elmar Atli Garðarsson (f)
77. Sergine Fall ('62)

Varamenn:
1. Marvin Darri Steinarsson (m)
2. Morten Ohlsen Hansen
10. Gunnar Jónas Hauksson ('62)
14. Johannes Selvén ('62)
16. Ívar Breki Helgason
19. Pétur Bjarnason ('78)
23. Silas Songani ('76)
26. Friðrik Þórir Hjaltason ('62) ('93)
32. Eiður Aron Sigurbjörnsson

Liðsstjórn:
Davíð Smári Lamude (Þ)
Daniel Osafo-Badu
Jón Hálfdán Pétursson
Gunnlaugur Jónasson
Vladan Dogatovic

Gul spjöld:
Sergine Fall ('24)
Davíð Smári Lamude ('75)
Gunnar Jónas Hauksson ('92)

Rauð spjöld: