Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
ÍA
3
0
Vestri
Viktor Jónsson '38 1-0
Johannes Vall '57 2-0
Guðfinnur Þór Leósson '67 3-0
11.05.2024  -  14:00
ELKEM völlurinn
Besta-deild karla
Dómari: Pétur Guðmundsson
Maður leiksins: Guðfinnur Þór Leósson, ÍA
Byrjunarlið:
1. Árni Marinó Einarsson
3. Johannes Vall
5. Arnleifur Hjörleifsson
6. Oliver Stefánsson
9. Viktor Jónsson (f)
10. Steinar Þorsteinsson ('93)
11. Hinrik Harðarson ('93)
13. Erik Tobias Sandberg
17. Ingi Þór Sigurðsson
18. Guðfinnur Þór Leósson ('85)
66. Jón Gísli Eyland Gíslason ('79)

Varamenn:
7. Ármann Ingi Finnbogason
15. Gabríel Snær Gunnarsson ('93)
20. Ísak Máni Guðjónsson ('85)
22. Árni Salvar Heimisson ('79)
23. Hilmar Elís Hilmarsson
26. Matthías Daði Gunnarsson ('93)

Liðsstjórn:
Dean Martin (Þ)
Jón Þór Hauksson (Þ)
Aron Ýmir Pétursson
Teitur Pétursson
Dino Hodzic
Mario Majic
Þorsteinn Magnússon
Rúnar Már S Sigurjónsson

Gul spjöld:
Steinar Þorsteinsson ('19)
Arnleifur Hjörleifsson ('30)
Erik Tobias Sandberg ('88)

Rauð spjöld:
@Breiiiiiiiiiii Sölvi Haraldsson
Skýrslan: Fyrsti í grasi á Skaganum og Vestri sá ekki til sólar
Hvað réði úrslitum?
Fyrri hálfleikurinn var mjög lokaður og lítið um færi. Bæði lið fengu sitthhvort færið en Skagamenn nýttu sitt færi en ekki Vestramenn. 1-0 í hálfleik og Vestramenn byrjuðu seinni hálfleikinn mun betur. Síðan tóku Skagamenn nokkra mínútna kafla þar sem þeir tóku völdin og skoruðu annað mark þar sem William Eskelinen gerði sig sekan um ömurleg mistök. Einnig á William í markinu stóran þátt í þriðja markinu sem gerði út um leikinn. Heilt yfir mjög sanngjarn sigur. Skagamenn fengu færin í dag og voru heilt yfir miklu betri.
Bestu leikmenn
1. Guðfinnur Þór Leósson, ÍA
Það var mikið búið að tala um hver ætti að taka við keflinu á miðsvæðinu eftir öll skakkaföllin hjá Skagaliðinu. Guðfinnur átti nánast fullkominn leik í dag. Steig varla feilspor og skoraði síðan þriðja markið sem var rjóminn ofan á kökuna. Fékk líka heiðurskiptungu í lokin og allir Skagamenn risu á fætur og klöppuðu. Alls ekki amalegt.
2. Johannes Vall, ÍA
Ekki í fyrsta sinn sem Johannes er fyrir valinu hjá mér í þessu. Frábær fyrir Skagaliðið í dag. Skorar þetta svakalega mark og heldur hreinu. Geggjaður og bara eins og með Guðfinn, steig varla feilspor í dag.
Atvikið
Það verður að vera annað mark Skagamanna í dag frekar en það þriðja. Aukaspyrna af löngu færi frá Johannes Vall. Hann tekur skotið í markmannshornið og inn fer boltinn. Svona mark á eiginlega ekki að sjást í efstu deild.
Hvað þýða úrslitin?
Skagamenn taka þrjú stig í dag og eru þá komin með 9 stig á töfluna en Vestramenn tapa sínum öðrum leik í röð.
Vondur dagur
Án efa William Eskelinen. Gerir sig sekan um tvö risamistök í mörkum tvö og þrjú í dag. Davíð Smári lét hann heyra það hressilega eftir annað markið. Alls ekki hans dagur og bara hreinlega heppinn að hafa ekki gefið Skagamönnum fleiri mörk í dag.
Dómarinn - 10
Frábær leikur hjá dómararteymin í dag fannst mér. Ekki neitt hægt að setja út á þá og bara heilt yfir frábærlega dæmdur leikur.
Byrjunarlið:
30. William Eskelinen (m)
3. Elvar Baldvinsson ('62)
6. Ibrahima Balde ('78)
7. Vladimir Tufegdzic ('62)
9. Andri Rúnar Bjarnason
10. Nacho Gil ('76)
11. Benedikt V. Warén ('93)
13. Toby King
20. Jeppe Gertsen
22. Elmar Atli Garðarsson (f)
77. Sergine Fall ('62)

Varamenn:
1. Marvin Darri Steinarsson (m)
2. Morten Ohlsen Hansen
10. Gunnar Jónas Hauksson ('62)
14. Johannes Selvén ('62)
16. Ívar Breki Helgason
19. Pétur Bjarnason ('78)
23. Silas Songani ('76)
26. Friðrik Þórir Hjaltason ('62) ('93)
32. Eiður Aron Sigurbjörnsson

Liðsstjórn:
Davíð Smári Lamude (Þ)
Daniel Osafo-Badu
Jón Hálfdán Pétursson
Gunnlaugur Jónasson
Vladan Dogatovic

Gul spjöld:
Sergine Fall ('24)
Davíð Smári Lamude ('75)
Gunnar Jónas Hauksson ('92)

Rauð spjöld: