Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
KR
1
2
HK
0-1 Atli Þór Jónasson '38
0-2 Arnþór Ari Atlason '65
Kristján Flóki Finnbogason '71
Atli Sigurjónsson '78 1-2
Moutaz Neffati '82
12.05.2024  -  17:00
Meistaravellir
Besta-deild karla
Aðstæður: Allt upp á 10 í 107. Grasið mætti þó vera grænna.
Dómari: Elías Ingi Árnason
Maður leiksins: Arnþór Ari Atlason
Byrjunarlið:
1. Sigurpáll Sören Ingólfsson (m)
3. Axel Óskar Andrésson
6. Alex Þór Hauksson ('85)
7. Finnur Tómas Pálmason
8. Moutaz Neffati
9. Benoný Breki Andrésson
10. Kristján Flóki Finnbogason
14. Ægir Jarl Jónasson ('62)
19. Eyþór Aron Wöhler
23. Atli Sigurjónsson
30. Rúrik Gunnarsson ('74)

Varamenn:
13. Samuel Frederick Blair (m)
5. Birgir Steinn Styrmisson
11. Aron Sigurðarson ('74)
15. Lúkas Magni Magnason
16. Theodór Elmar Bjarnason ('62)
17. Luke Rae
29. Aron Þórður Albertsson ('85)
45. Hrafn Guðmundsson

Liðsstjórn:
Pálmi Rafn Pálmason (Þ)
Gregg Ryder (Þ)
Sigurður Jón Ásbergsson
Jamie Paul Brassington
Guðjón Örn Ingólfsson

Gul spjöld:
Moutaz Neffati ('15)
Atli Sigurjónsson ('33)
Alex Þór Hauksson ('53)
Eyþór Aron Wöhler ('89)

Rauð spjöld:
Kristján Flóki Finnbogason ('71)
Moutaz Neffati ('82)
Leik lokið!
ELías flautar af. Stórglæsilegur sigur hjá HK!

Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
95. mín
Hvernig skoraru ekki drengur! George Nunn labbar framhjá öllum KR-ingum og leggur hann fyrir Hákon sem er einn gegn auðu marki en skýtur framhjá!
93. mín
Dauðafæri! KR-ingar eru bara besta lið á landinu tveimur færri!

Atli með magnaða fyrirgjöf á Benóný sem á slakan skalla sem Arnar ver. Verður að gera betur þarna.
90. mín
Fimm minutum bætt við.
89. mín
Stórkostleg varsla! Elmar hérna með frábært skot, undarlegt svif á boltanum og Arnar þarf að hafa sig allan við að blaka þessu yfir markið!
89. mín Gult spjald: Eyþór Aron Wöhler (KR)
85. mín
Inn:Aron Þórður Albertsson (KR) Út:Alex Þór Hauksson (KR)
82. mín Rautt spjald: Moutaz Neffati (KR)
KR eru orðnir tveimur færri. Brýtur á Tuma og fær annað gula spjaldið sitt.
80. mín
Atli Arnarson er hér aftur að láta Sigurpál vinna fyrir kaupinu sínu. Í þetta sinn ver hann gott skot hans í horn.
78. mín MARK!
Atli Sigurjónsson (KR)
KR að minnka muninn Atli skorar hér beint úr hornspyrnu. Arnar Freyr leit ekkert alltof vel út þarna.
77. mín
Inn:Tumi Þorvarsson (HK) Út:Atli Hrafn Andrason (HK)
77. mín
Dauðafæri!!! Eyþór Aron í færi sem á ekki að vera hægt að klúðra! Einn á mót Arnari Frey sem ver þetta! Stórkostleg varsla.
75. mín
Atli Arnarson með skot sem er nokkuð gott en Sigurpál ver mjög vel.
74. mín
Inn:Aron Sigurðarson (KR) Út:Rúrik Gunnarsson (KR)
Hann er snúinn aftur!
73. mín
Benóný leggur boltann fyrir Atla sem skýtur laflaust beint á Arnar.
71. mín Rautt spjald: Kristján Flóki Finnbogason (KR)
Fer alltof hátt með fótinn í tæklingu og fær rautt að launum. Hefði alveg getað verið gult en Elías var alveg ofan í þessu.
66. mín
Inn:Atli Arnarson (HK) Út:Magnús Arnar Pétursson (HK)
65. mín MARK!
Arnþór Ari Atlason (HK)
Stoðsending: Atli Hrafn Andrason
HK tvöfalda forystuna! Atli Hrafn skallar boltann fyrir markið og Arnþór kemur á ferðinna og skorar auðveldlega.

HK gæti verið að tengja saman tvo ansi sterka sigra!
62. mín
Inn:Theodór Elmar Bjarnason (KR) Út:Ægir Jarl Jónasson (KR)
60. mín
Dauðafæri! Atli leggur hann fyrir Benóný sem er einn á auðum sjó við markteig en skýtur yfir. Flaggið fór þó á loft.
56. mín
Ægir Jarl með gott skot sem fer rétt yfir. KR mikið betri hér í seinni hálfleik.
53. mín Gult spjald: Alex Þór Hauksson (KR)
Fer of hátt með takkana eftir að hafa unnið boltann. Kristján Snær sárþjáður eftir þetta atvik.
52. mín
Benóný Breki með skot sem fer hátt yfir. KR líflegri.
50. mín
Atli með fyrirgjöf og Arnar í miklu brasi en HK koma boltanum í burtu.
49. mín
Arnar kýlir boltann í burtu
48. mín
KR fær horn
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
45. mín
Hálfleikur
Elías flautar til hálfleiks. Áhugaverðar 45 mínutur að baki og enn áhugaverðari 45 mínútur framundan.
45. mín
VÁ! Ægir Jarl nálægt því að skora mark tímabilsins!

Moutaz keyrir inn á teiginn og skýtur í varnarmann. Boltinn fer upp í loft og Ægir Jarl tekur eitthvað karate flick á boltann og því miður fyrir KR-inga fór boltinn í slánna!
45. mín
Rúrik sendir boltann á Atla sem skýtur í fyrsta himinhátt yfir.
42. mín
Inn: () Út:Atli Þór Jónasson ()
Markaskorarinn virðist meiðast við það að skora markið og lýkur hér leik. Atli verið frábær og þetta því mikið högg fyrir HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

38. mín MARK!
Atli Þór Jónasson (HK)
Sprellimark í Vesturbænum! Samskiptaleysi hjá Finni Tómas og Sigurpáli, skallinn til baka hjá Finni fer yfir Sigurpál og Atli vinnur spretthlaupið við Sigurpál í átt að boltanum og skorar í autt markið!

HK leiðir!

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
35. mín
Atli Sigurjóns snýr boltann í átt að marki en Arnar slær í annað horn en sú spyrnar er arfaslök.
35. mín
Horn fyrir KR.
33. mín Gult spjald: Atli Sigurjónsson (KR)
Fyrir brot á miðjum velli. Veit ekki alveg hvort þetta sé rétt.
31. mín
Sigurpáll hérna í vandræðum í útsparki, George Nunn reynir í kjölfarið að lyfta honum yfir Sigurpál af mjög löngu færi en rétt yfir!

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
26. mín
KR fær fyrsta horn leiksins en ekkert verður úr því.
24. mín
Arnar Freyr tekur hér heilar 27 sekúndur í að taka markspyrnu. KR-ingum til mikillar gremju sér í lagi í ljósi atviksins fyrir norðan í seinasta leik þegar Guy Smit var rekinn af velli fyrir tafir.
22. mín
Frábær Sókn! KR komnir í flotta stöðu framarlega á vellinum, Benóný með Eyþór og Flóka með sér, sendir á Flóka og fær hann strax aftur og lætur vaða í fyrsta í álitlegri stöðu en Arnar ver skotið sem var of laust.
19. mín
Boltinn fastur í teignum hjá HK sem ná ekki að hreinsa. Atli á skot sem fer í varnarmann og að lokum dæmt brot á KR-inga.
17. mín
Atli Hrafn fellur niður innan teigs og heimtar víti en Elías er ekki á þeim buxunum og ég er sammála Elíasi, aldrei víti.
15. mín Gult spjald: Moutaz Neffati (KR)
Gult spjald, sýnist það vera fyrir eitthvað peysutog. Stúkan ekki parsátt við þetta.
13. mín
Frábærlega gert hjá Eyþóri Wöhler úti vinstra meginn! Nær skoti á markið sem Arnar ver vel. KR betri þessa stundina.
12. mín
Fín sókn hjá KR og Atli með fína sendingu í gegn á Flóka sem nær ekki til boltans
8. mín
Rólegt fyrstu mínuturnar og við bíðum enn eftir fyrsta skoti leiksins.
4. mín
Finnur Tómas fer í harkalega tæklingu á Atla Þór en sleppur við spjald
1. mín
Leikur hafinn
HK byrjar með boltann og sækir í átt að höllinni.
Fyrir leik
Allt að verða klárt Liðin eru að rölta inn á völlinn og það styttist í upphafsflautið.
Fyrir leik
Liðin kynnt Gregg Ryder, þjálfari KR, gerir fjórar breytingar á liði sínu frá því á móti KA. Inn í byrjunarliðið koma þeir Sigurpáll Sören Ingólfsson, Eyþór Aron Wöhler, Kristján Flóki Finnbogason og Moutaz Neffati. Út úr byrjunarliðinu fara Guy Smit, Aron Þórður Albertsson, Luke Rae og Aron Kristófer Lárusson. Þeir Theodór Elmar Bjarnason og Aron Sigurðarson eru á bekknum, mættir aftur eftir meiðsli.

Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, gerir enga breytingar á liði sínu frá sigrinum gegn Víkingi, enda enginn ástæða til.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
KR til umræðu á X977 Í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í gær var hitað upp fyrir leikina í Bestu deildinni og einnig rætt um Óskar Hrafn Þorvaldsson sem skyndilega er hættur hjá Haugesund.

   12.05.2024 14:30
„Draumaprins KR á ballinu er allt í einu laus“
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Finnur sem allt vinnur spáir í spilin. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals í Subway deild karla, spáði í spilin fyrir umferðina. Hingað til hefur hann haft rétt fyrir sér í öllum leikjunum sem farið hafa fram í umferðinni. Spurning hvort hann verði sannspár sem fyrr. Finnur stendur í ströngu en framundan er oddaleikur í seríu Vals gegn Njarðvík í undanúrslitum deildarinnar. Finnur Freyr er auðvitað mikill KR-ingur og vann á sínum tíma fimm titla í röð sem þjálfari KR.

KR 3-1 HK
Það er andi í 107. Tekur tíma að spila liðið saman en það smellur í þessum leik. Atli Sigurjons setur eitt af dýrari gerðinni og Finnur Tómas skorar loksins. Hápunkturinn verður þó í hálfleik þar sem 17. undirskriftin um uppbyggingu á KR svæðinu verður framkvæmd. Spurning hvort verður á undan, alvöru aðstaða í 107 eða þjóðarhöllin.
Fyrir leik
Vonbrigðatímabil framundan? Mikil og góð orka er í kringum KR sem eru að fara í gegnum ákveðinn kaflaskipti, tímabilið byrjaði á jákvæðan hátt eftir að hafa unnið tvo sterka sigra á Fylki og Stjörnunni. Liðið hefur þó nú ekki unnið í seinustu þremur deildarleikjum og ekki þarf mikið til svo að þessi jákvæða orka fjari út ef liðið fer ekki að vinna leiki. Tvímælalaust setja fréttir vikunnar frá Noregi um uppsögn Óskars Hrafns aukna pressu á herðar Gregg Ryder, draumamaður KR-inga er laus og spurning er hvort að þolinmæðin fyrir uppbyggingu Greggs á liðinu verði minni í kjölfarið. Guy Smit hefur fengið mikla gagnrýni fyrir frammistöður sínar í rammanum hjá KR, hann er þó í banni í dag, spurning er hvort að Sigurpáll Sören Ingólfsson eða Sam Blair fá tækifæri í markinu í dag í fjarveru Smit, Sigurpáll virðist vera framar í goggunaröðinni eins og staðan er núna.
Fyrir leik
Ná HK að koma aftur á óvart? HK-ingar sem flestir spá falli úr deildinni eru með fjögur stig í deildinni eftir að hafa unnið gjörsamlega stórkostlegan sigur gegn Íslands og bikarmeisturum Víkings í seinustu umferð. Sigurinn er einn sá óvæntasti í sögu efstu deildar og klárt mál að HK munu reyna sitt allra besta að reyna byggja ofan á þann leik og reyna koma með sömu orku inn í þennan leik. Magnús Arnar Pétursson, ungi maðurinn, átti frábæran leik í seinasta leik og lét Pablo Punyed líta illa ú trekk í trekk.
Fyrir leik
Velkominn í Frostaskjólið! Komiði sæl og verið velkominn í beina textalýsingu frá leik KR og HK í sjöttu umferð Bestu deildar Karla.
Byrjunarlið:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
2. Kristján Snær Frostason
4. Leifur Andri Leifsson (f)
5. Þorsteinn Aron Antonsson
6. Birkir Valur Jónsson
7. George Nunn
8. Arnþór Ari Atlason
10. Atli Hrafn Andrason ('77)
14. Brynjar Snær Pálsson
24. Magnús Arnar Pétursson ('66)
30. Atli Þór Jónasson ('42)

Varamenn:
12. Stefán Stefánsson (m)
11. Marciano Aziz
18. Atli Arnarson ('66)
19. Birnir Breki Burknason
20. Ísak Aron Ómarsson
28. Tumi Þorvarsson ('77)
33. Hákon Ingi Jónsson

Liðsstjórn:
Ómar Ingi Guðmundsson (Þ)
Gunnþór Hermannsson
Þjóðólfur Gunnarsson
Sandor Matus
Birkir Örn Arnarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Ragnar Sigurðsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: