Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   sun 12. maí 2024 14:30
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
„Draumaprins KR á ballinu er allt í einu laus“
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Páll Kristjánsson formaður KR og Gregg Ryder.
Páll Kristjánsson formaður KR og Gregg Ryder.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það bárust óvæntar og stórar fréttir fyrir helgi þegar tilkynnt var að Óskar Hrafn Þorvaldsson hefði sagt upp hjá Haugesund í Noregi.

„Eins og þruma úr heiðskíru lofti sögðu Norðmennirnir og það var bara nákvæmlega þannig. Óskar Hrafn Þorvaldsson fór inn á skrifstofu og sagði upp hjá Haugasundi. Maður heyrir að aðdragandinn að þessu hafi verið sáralítill, eins og ýtt hafi verið á einvern takka," segir Elvar Geir Magnússon í útvarpsþættinum Fótbolti.net þar sem þessar fréttir voru ræddar.

TV2 í Noregi segir Óskar hafa viljað gera breytingar á aðstoðarteymi sínu og það hafi verið helsta ástæðan fyrir uppsögninni. Óskar hefur sjálfur ekki viljað tjá sig.

Óskar aldrei hræddur við næsta skref
„Það virðist algjörlega hafa verið málið að aðstoðarmenn hans, og helst aðstoðarþjálfarinn Sancheev (Manoharan), hafi ekki verið að róa í sömu átt. Þegar þú ert aðstoðarmaðurinn hans þá verður þú að sigla með honum," segir Tómas Þór Þórðarson.

Í þættinum er talað um að Óskar hafi fundist aðstoðarþjálfarinn koma með misvísandi skilaboð inn í hópinn og furðað sig á því að Haugesund hafi ekki staðið með honum og leyft honum að velja sinn aðstoðarmann inn.

„Óskar Hrafn er gríðarlega fastur á sínu, sem leikmaður, blaðamaður og núna sem þjálfari. Hann hefur staðið rosalega fast á sínu og er ekki hræddur við næsta skref. Hann hefur aldrei pælt í 'hvað ef ég er ekki með vinnu' því hann hefur væntanlega það mikla trú á því sem hann hefur gert. Einu sinni breyttist hann í rithöfund og skrifaði bók í rólegheitum. Það getur verið ógnvekjandi að vera með mann í vinnu sem er ekki hræddur við að missa vinnuna," segir Tómas.

Rætt er um hvort Óskar stökkvi strax á nýtt þjálfarastarf og hvort það verði hér á Íslandi eða jafnvel erlendis.

„Hann og umboðsmenn hans þurfa núna að taka stöðuna. Þeir eru væntanlega að safna upplýsingum um hvernig á þetta er litið. Það lítur ekki vel út á við að vera mættur í langtímaverkefni en vera farinn eftir sjö leiki. Menn þurfa að vita hvernig öldurnar eru, hvort það sé mikilvægt að stökkva á næsta gigg," segir Tómas.

Óskar er draumurinn þeirra
Óskar var langefstur á óskalista KR eftir síðasta tímabil en félagið þurfti að leita annað fyrst hann fór til Noregs. Gregg Ryder var á endanum ráðinn eftir mikla leit en skyndilega er Óskar nú orðinn laus.

„Maður velkist ekki í vafa um að Palli Kristjáns (formaður KR) og félagar séu alveg tilbúnir að rífa í gikkinn strax. Óskar Hrafn er draumurinn þeirra, draumurinn á bak við verkefnið er Óskar Hrafn. Það vita það allir," segir Tómas og segist vilja vita hvað Gregg sé að hugsa núna.

„Draumaprinsinn á ballinu er allt í einu laus og jafnvel til í dans. Ég myndi ekki missa hökuna í gólfið ef það kæmi risastórt tilboð frá KR og hann myndi stökkva á það," segir Elvar.

KR er í áttunda sæti Bestu deildarinnar, eftir sigra í fyrstu tveimur leikjunum hafa komið tveir tapleikir og jafntefli. Liðið mætir HK í Vesturbænum dag klukkan fimm.
Útvarpsþátturinn - Böddi gestur og vangaveltur um Óskar Hrafn
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 12 8 3 1 28 - 13 +15 27
2.    Breiðablik 12 8 2 2 27 - 14 +13 26
3.    Valur 12 7 4 1 30 - 15 +15 25
4.    ÍA 11 5 2 4 21 - 15 +6 17
5.    FH 11 5 2 4 21 - 21 0 17
6.    Stjarnan 12 5 1 6 24 - 24 0 16
7.    Fram 11 3 4 4 15 - 17 -2 13
8.    HK 11 4 1 6 14 - 21 -7 13
9.    KR 11 3 3 5 20 - 22 -2 12
10.    Vestri 11 3 1 7 14 - 28 -14 10
11.    KA 11 2 2 7 17 - 27 -10 8
12.    Fylkir 11 2 1 8 16 - 30 -14 7
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner