Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Fylkir
0
3
Breiðablik
0-1 Aron Bjarnason '45
0-2 Daniel Obbekjær '55
0-3 Benjamin Stokke '92
12.05.2024  -  19:15
Würth völlurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Skýjað og 10° en lítill vindur. Vallaraðstæður fullkomnar eins og venjulega í Árbænum
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 553
Maður leiksins: Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
Byrjunarlið:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
2. Ásgeir Eyþórsson (f)
5. Orri Sveinn Segatta
9. Matthias Præst
10. Benedikt Daríus Garðarsson ('67)
11. Þórður Gunnar Hafþórsson ('61)
17. Birkir Eyþórsson
22. Ómar Björn Stefánsson ('79)
27. Arnór Breki Ásþórsson
72. Orri Hrafn Kjartansson
80. Halldór Jón Sigurður Þórðarson ('61)

Varamenn:
12. Guðmundur Rafn Ingason (m)
14. Theodór Ingi Óskarsson ('61)
19. Arnar Númi Gíslason
20. Sigurbergur Áki Jörundsson ('61)
21. Aron Snær Guðbjörnsson
25. Þóroddur Víkingsson ('67)
70. Guðmundur Tyrfingsson ('79)

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Arnór Gauti Brynjólfsson
Michael John Kingdon
Ágúst Aron Gunnarsson
Olgeir Sigurgeirsson
Smári Hrafnsson

Gul spjöld:
Birkir Eyþórsson ('15)
Ásgeir Eyþórsson ('55)

Rauð spjöld:
@haraldur_orn Haraldur Örn Haraldsson
Skýrslan: Blikar ganga á lagið eftir erfiða byrjun
Hvað réði úrslitum?
Leikurinn var mjög lokaður í fyrri hálfleik og Fylkismenn líklegri þegar þeir sóttu hratt. Blikar skora svo úr mjög einfaldri sókn rétt áður en dómarinn flautar til hálfleiks og seinni hálfleikurinn opnaðist þá aðeins. Breiðblik var þá bara með gæðin til þess að loka þessum leik með tveim góðum mörkum til viðbótar.
Bestu leikmenn
1. Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
Jason var virkilega góður sérstaklega í seinni hálfleik á kantinum. Það virtist skapa hætta í hvert skipti sem hann komst í boltann, svo kom hann að báðum mörkunum í seinni hálfleik.
2. Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Höskuldur stóð varnarvinnuna vel í dag. Í sóknarhlutverkinu þá var hann mikið að færa sig inn á miðjuna sem skapaði pláss fyrir aðra. Heilt yfir góður leikur hjá honum.
Atvikið
Fyrsta markið kemur í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Það var svakalega einföld sókn þar sem Damir setur bara langan bolta fram og Aron er fljótastur á boltann og klárar í fjær. Þetta var vendipunktur leiksins þar sem Blikar voru ekki búnir að vera neitt spes fyrir það.
Hvað þýða úrslitin?
Breiðablik eru komnir með 12 stig og eru jafnir FH í 2. sæti deildarinnar. Fylkir er ennþá bara með 1 stig og eru neðstir.
Vondur dagur
Markaskorun hjá Fylki er svakalegt vandamál. Þeir komust oft í mjög góðar stöður í leiknum og sóknarmenn liðsins stóðu sig vel í að búa til þær. En þegar kom að því að koma boltanum í netið þá bara gengur það aldrei. Mikill hausverkur fyrir Rúnar og liðið að laga þetta.
Dómarinn - 8
Flottur leikur, leyfði leiknum að fljóta ágætlega. Var ekkert að spjalda fyrir litlar sakir.
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
2. Daniel Obbekjær
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Kristinn Steindórsson ('73)
11. Aron Bjarnason ('46)
14. Jason Daði Svanþórsson
19. Kristinn Jónsson
22. Ísak Snær Þorvaldsson ('61)
24. Arnór Gauti Jónsson

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
3. Oliver Sigurjónsson
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
9. Patrik Johannesen ('73)
16. Dagur Örn Fjeldsted ('46)
20. Benjamin Stokke ('61)
25. Tumi Fannar Gunnarsson

Liðsstjórn:
Halldór Árnason (Þ)
Marinó Önundarson
Særún Jónsdóttir
Eyjólfur Héðinsson
Haraldur Björnsson
Eiður Benedikt Eiríksson
Helgi Jónas Guðfinnsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: