Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
Þór/KA
4
0
Keflavík
Sandra María Jessen '21 1-0
Ísfold Marý Sigtryggsdóttir '58 2-0
Margrét Árnadóttir '60 3-0
Karen María Sigurgeirsdóttir '71 4-0
14.05.2024  -  18:00
Boginn
Besta-deild kvenna
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Maður leiksins: Karen María Sigurgeirsdóttir
Byrjunarlið:
12. Shelby Money (m)
Ísfold Marý Sigtryggsdóttir ('82)
8. Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir
9. Karen María Sigurgeirsdóttir ('82)
10. Sandra María Jessen (f)
11. Una Móeiður Hlynsdóttir ('74)
14. Margrét Árnadóttir
20. Bryndís Eiríksdóttir
22. Hulda Ósk Jónsdóttir ('46)
23. Iðunn Rán Gunnarsdóttir
24. Hulda Björg Hannesdóttir ('74)

Varamenn:
1. Harpa Jóhannsdóttir (m)
2. Angela Mary Helgadóttir
5. Steingerður Snorradóttir ('74)
7. Amalía Árnadóttir
13. Sonja Björg Sigurðardóttir ('82)
17. Emelía Ósk Kruger ('82)
18. Bríet Jóhannsdóttir ('74)
19. Agnes Birta Stefánsdóttir
21. Bríet Fjóla Bjarnadóttir ('46)

Liðsstjórn:
Jóhann Kristinn Gunnarsson (Þ)
Hannes Bjarni Hannesson
Pétur Heiðar Kristjánsson
Sigurbjörn Bjarnason
Jóhann Hilmar Hreiðarsson

Gul spjöld:
Bryndís Eiríksdóttir ('80)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Vera Varis ver stórkostlega eftir hornspyrnu enb flautað til leiksloka í kjölfarið. Öruggur sigur Þór/KA, þetta var aldrei í hættu. Viðtöl og skýrsla væntanleg á síðuna á eftir.
90. mín
Þremur mínútum bætt við
87. mín
Inn:Gunnhildur Hjörleifsdóttir (Keflavík) Út:Anita Lind Daníelsdóttir (Keflavík)
87. mín
Inn:Júlía Björk Jóhannesdóttir (Keflavík) Út:Kristrún Ýr Holm (Keflavík)
86. mín
Þór/KA fær hér bara gott næði til að spila boltanum í rólegheitum sín á milli. Þetta er að renna út í sandinn.
83. mín
Elianna Beard með skot en boltinn vel framhjá markinu.
82. mín
Inn:Emelía Ósk Kruger (Þór/KA) Út:Karen María Sigurgeirsdóttir (Þór/KA)
82. mín
Inn:Sonja Björg Sigurðardóttir (Þór/KA) Út:Ísfold Marý Sigtryggsdóttir (Þór/KA)
81. mín
Nálægt Setur boltann á markið úr aukaspyrnunni og hann sveif næstum því yfir Shelby en hún nær að grípa boltann á síðustu stundu.
80. mín Gult spjald: Bryndís Eiríksdóttir (Þór/KA)
Bryndís fær hér fyrstu áminningu leiksins. Keflavík fær aukaspyrnu á fínum stað.
78. mín
Fyrirgjöf hérna hjá Keflvíkingum sem Shelby Money grípur inn í. Verið rólegur dagur á skrifstofunni hjá henni.
76. mín
Inn:Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir (Keflavík) Út:Alma Rós Magnúsdóttir (Keflavík)
76. mín
Inn:Anita Bergrán Eyjólfsdóttir (Keflavík) Út:Melanie Claire Rendeiro (Keflavík)
74. mín
Inn:Bríet Jóhannsdóttir (Þór/KA) Út:Hulda Björg Hannesdóttir (Þór/KA)
74. mín
Inn:Steingerður Snorradóttir (Þór/KA) Út:Una Móeiður Hlynsdóttir (Þór/KA)
71. mín MARK!
Karen María Sigurgeirsdóttir (Þór/KA)
FJÖGUR! Regina Fiabema búin að eiga afskaplega erfiðan síðari hálfleik. Sendir boltann hér nánast beint á Karen sem á skot sem Varis ver en Karen fær boltann aftur og leikur á Veru og setur boltann í netið.
70. mín
Keflavík fær hornspyrnu Ekkert kom út úr henni
65. mín
Það eru frábærar fréttir fyrir Þór/KA að þær hafa fengið tvo nýja markaskorara hér í dag. Þrjár næst markahæstar með eitt mark.
60. mín MARK!
Margrét Árnadóttir (Þór/KA)
MAAAAARK! Gerir svo gott sem út um leikinn! Karen María á skot sem fer í stöngina og Margrét nær að fylgja á eftir og kemur boltanum yfir línuna.

Aðdragandinn heldur klaufalegur þar sem það var löng sending fram og Regina Fiabema á slæman skalla beint fyrir fætur Karenar.
58. mín MARK!
Ísfold Marý Sigtryggsdóttir (Þór/KA)
Stoðsending: Karen María Sigurgeirsdóttir
Maaaaark! Karen María leggur boltann út á Ísfold sem lætur vaða og boltinn fer í netið! Heimakonur komnar með tveggja marka forystu!
57. mín
Iðunn aftur með skot við D-bogann en boltinn rétt framhjá markinu.
54. mín
Dauðafæri! Iðunn Rán Gunnarsdóttir í dauðafæri! Er ansi nálægt Veru Varis eog skýtur beint á hana.
53. mín
Margrét Árnadóttir með skot sem Vera Varis nær að verja í horn.
51. mín
Þór/KA fær hornspyrnu Keflvíkingar í nauðvörn en koma boltanum að lokum í horn.
46. mín
Inn:Bríet Fjóla Bjarnadóttir (Þór/KA) Út:Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
Skipting hjá Þór/KA í hálfleik
46. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað
45. mín
Hálfleikur
Nokkuð bragðlítill leikur hingað til. Við höfum þó fengið mark, vonandi verða þau fleiri í þeim síðari.
44. mín
Sóknarleikur Keflvíkinga ansi bitlaus. Mikið um slakar fyrirgjafir.
40. mín
Nú lá Hulda Ósk, ökklinn eitthvað að stríða henni sýndist mér. Hún er komin aftur inn á völlinn.
37. mín
Inn:Salóme Kristín Róbertsdóttir (Keflavík) Út:Elfa Karen Magnúsdóttir (Keflavík)
Keflavík gerir hér breytingu á liði sínu. Virtist hafa tognað eitthvað
32. mín
Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir með langa sendingu inn á teiginn, Sandra María með skallann en boltinn fer frétt framhjá.
30. mín
Susanna Joy með sendingu inn á teiginn en þar er enginn Keflvíkingur og boltinn fer aftur fyrir.
26. mín
Þór/KA heldur pressunni áfram. Er líklegri til að bæta við en Keflvíkingar að jafna þessa stundina.
21. mín MARK!
Sandra María Jessen (Þór/KA)
Stoðsending: Hulda Ósk Jónsdóttir
MAAAARK Heimakonur eru komnar yfir og það var engin önnur en Sandra María Jessen sem skoraði markið. Fyrirgjöf frá Huldu Ósk beint á pönnuna á Söndru.

Þetta var 98 mark hennar í efstu deild. Fáum við þrennu?
16. mín
Elfa Karen Magnúsdóttir að sleppa alein í gegn en Shelby Money kemur vel út á móti henni og bjargar Þór/KA. Vörnin galopnaðist þarna. Illa farið með dauðafæri þarna hjá Elfu
11. mín
Keflavík fær hornspyrnu Hornið teklið stutt, fyrirgjöf sem Þór/KA nær að koma frá svo rennur þetta út í sandinn.
8. mín
Kristrún Ýr Hólm með skot fyrir utan teiginn sem fer beint á Shelby Money.
5. mín
Karen María skallar boltann inn fyrir á Söndru nöfnu sína, hún nær ekki nægilega góðu valdi á boltanum og tekur skot sem fer yfir markið.
2. mín
Bryndís Eiríksdóttir kemur á fulla ferð og sparkar Susönnu Joy Friedrichs niður, hún liggur aðeins eftir en er klár í að halda áfram. Aukaspyrna dæmd á miðjum vellinum.
1. mín
Leikur hafinn
Karen María Sigurgeirsdóttir kemur þessu af stað
Fyrir leik
Liðin eru að ganga út á völl Þetta er að bresta á!
Fyrir leik
Byrjunarliðin Byrjunarliðin eru komin inn. Þau má sjá hér sitthvorumegin við textalýsinguna.

Það er ein breyting á hvoru liði. Þór/KA lagði Víking fyrir sunnan í síðustu umferð. Bryndís Eiríksdóttir kemur inn í liðið í stað Hildar Önnu Birgisdóttur sem er ekki í leikmannahópnum.

Keflavík tapaði gegn Val í Keflavík. Regina Fiabema kemur inn í liðið á kostnað Salóme Kristínar Róbertsdóttur sem sest á bekkinn.
Fyrir leik
Hafrún Rakel spáir í spilin Landsliðskonan Hafrún Rakel Halldórsdóttir, sem spilar með Bröndby í Danmörku, spáir í leikina sem eru framundan og stefnir á að ná fimm réttum.

Þór/KA 3 - 1 Keflavík
Boginn… segir allt sem segja þarf. Sandra heldur áfram að gera það sem hún gerir best og setur tvö í 3-1 sigri.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Fyrir leik
Dómarateymið Sigurður Hjörtur Þrastarson verður með flautuna hér í kvöld. Bergvin Fannar Gunnarsson og Sigurjón Þór Vignisson verða honum til aðstoðar. Aðalsteinn Tryggvason er fjórði dómari og Bragi Bergmann er eftirlitsmaður KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Keflvíkingar án stiga Þetta hefur verið erfið byrjun hjá Keflvíkingum en liðið er án stiga á botni deildarinnar. Liðið hefur spilað gegn bæði Val og Breiðablik. Liðið komst yfir gegn Val í fyrri hálfleik en missti forystuna í þeim síðari.

Breiðablik 3-0 Keflavík
Keflavík 2-3 Stjarnan
Fylkir 4-2 Keflavík
Keflavík 1-2 Valur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Sandra María á eldi Þór/KA er í 3. sæti en liðið tapaði gegn Val í fyrstu umferð en hefur unnið þrjá leiki í röð. Liðið hefur skorað níu mörk en Sandra María Jessen hefur skorað átta af þeim. Ísfold Marý Sigtryggsdóttir jafnaði metin gegn Víkingum í síðustu umferð áður en Sandra tryggði liðinu 2-1 sigur.

Valur 3-1 Þór/KA
FH 0-4 Þór/KA
Þór/KA 2-1 Þróttur R.
Víkingur R. 1-2 Þór/KA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Góða kvöldið Verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Þórs/KA og Keflavíkur í 5. umferð Bestu deildar kvenna. Leikurinn fer fram í Boganum á Akureyri.
Byrjunarlið:
1. Vera Varis (m)
Elfa Karen Magnúsdóttir ('37)
Caroline Mc Cue Van Slambrouck
5. Susanna Joy Friedrichs
10. Saorla Lorraine Miller
11. Kristrún Ýr Holm (f) ('87)
14. Alma Rós Magnúsdóttir ('76)
17. Elianna Esther Anna Beard
21. Melanie Claire Rendeiro ('76)
24. Anita Lind Daníelsdóttir ('87)
99. Regina Solhaug Fiabema

Varamenn:
3. Júlía Björk Jóhannesdóttir ('87)
6. Kamilla Huld Jónsdóttir
8. Anita Bergrán Eyjólfsdóttir ('76)
15. Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir ('76)
20. Brynja Arnarsdóttir
22. Salóme Kristín Róbertsdóttir ('37)
23. Watan Amal Fidudóttir
25. Gunnhildur Hjörleifsdóttir ('87)

Liðsstjórn:
Jonathan Glenn (Þ)
Guðrún Jóna Kristjánsdóttir
Anna Catharina Gros
Anna Arnarsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: