Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
Fylkir
0
2
Breiðablik
0-1 Birta Georgsdóttir '41
0-2 Agla María Albertsdóttir '56 , víti
Halldór Steinsson '60
15.05.2024  -  19:15
Würth völlurinn
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Gráskýjað og smá gola
Dómari: Þórður Þorsteinn Þórðarson
Áhorfendur: 387
Maður leiksins: Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Byrjunarlið:
1. Tinna Brá Magnúsdóttir (m)
2. Signý Lára Bjarnadóttir
3. Mist Funadóttir
5. Abigail Patricia Boyan
7. Tinna Harðardóttir ('17)
9. Guðrún Karítas Sigurðardóttir
11. Viktoría Diljá Halldórsdóttir
16. Eva Rut Ásþórsdóttir (f) ('64)
18. Erna Sólveig Sverrisdóttir
22. Emma Sól Aradóttir ('64)
25. Kayla Bruster ('17)

Varamenn:
12. Rebekka Rut Harðardóttir (m)
4. Sigrún Helga Halldórsdóttir
8. Marija Radojicic ('64)
10. Klara Mist Karlsdóttir ('17)
13. Kolfinna Baldursdóttir ('17)
21. Elísa Björk Hjaltadóttir ('64)
24. Katrín Sara Harðardóttir
31. Birta Margrét Gestsdóttir

Liðsstjórn:
Gunnar Magnús Jónsson (Þ)
Tinna Björk Birgisdóttir
Halldór Steinsson
Bjarni Þórður Halldórsson
Sonný Lára Þráinsdóttir
Arnór Gauti Brynjólfsson

Gul spjöld:
Gunnar Magnús Jónsson ('54)
Signý Lára Bjarnadóttir ('60)

Rauð spjöld:
Halldór Steinsson ('60)
Leik lokið!
Breiðablik áfram með fullt hús! Blikar eru búnar að vinna alla sína leiki og hafa aðeins fengið á sig eitt mark. Frábær byrjun hjá þeim. Fylkir hefur tapað tveimur í röð og er liðið með fimm stig.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
94. mín
Þarna áttu að skora! Signý Lára í dauðafæri, ætlar að taka boltann fram hjá Anítu en snertingin hennar er of þung. Og boltinn fer aftur fyrir. Klaufalegt.
91. mín
Hörkufæri! Erna Sólveig með skot í teignun en Aníta Dögg nær að grípa boltann. Þarna hefði Fylkir getað komið smá spennu í leikinn.
90. mín
Fjórum mínútum er bætt við
89. mín
Olla með skot sem fer rétt framhjá markinu.
86. mín
Hrafnhildur Ása komin í mjög fínt færi en Tinna Brá ver afar vel í markinu.
85. mín
Guðrún Karítas er óheppin að vera ekki búin að skora. Gerir hér frábærlega fram að skotinu. Köttar inn á vinstri og setur boltann svolítið langt fram hjá markinu.
84. mín
Inn:Margrét Lea Gísladóttir (Breiðablik) Út:Heiða Ragney Viðarsdóttir (Breiðablik)
82. mín
Karitas fær mikinn tíma fyrir utan teig en Mist kemur að lokum og mætir skotinu.
80. mín
Það sést á Ollu að henni langar virkilega að skora sitt fyrsta mark fyrir Breiðablik í kvöld.
79. mín
Olla með virkilega flotta tilraun fyrir utan teig en Tinna Brá ver frábærlega í markinu!
77. mín
Guðrún Karítas í fínu skotfæri en tilraun hennar fer yfir markið. Með betri færum Fylkis í leiknum.
76. mín
Hrafnhildur Ása með skalla sem endar ofan á þaknetinu.
75. mín
Aftur bjargar Fylkir á línu! Breiðablik að hóta verulega eftir hornspyrnu en aftur bjargar Fylkir á línu!
71. mín
Áslaug Munda með hættulega hornspyrnu sem skapar hættu. Tinna Brá í smá vandræðum og þarf að setja boltann aftur fyrir endamörk. Hún grípur svo hornspyrnu númer tvö.
69. mín
Bjargað á línu! Olla næstum því búin að gera sitt fyrsta mark fyrir Breiðablik en Fylkiskonur bjarga á línu.
68. mín
Smá hætta inn á teig Fylkis eftir aukaspyrnu en Tinna Brá nær að blaka hendi í boltann. Fær svo högg og aukaspyrnuna með því.
65. mín
Olla við það að sleppa ein í gegn en Tinna Brá er vel á tánum og kemur út á móti.
64. mín
Inn:Elísa Björk Hjaltadóttir (Fylkir) Út:Emma Sól Aradóttir (Fylkir)
64. mín
Inn:Marija Radojicic (Fylkir) Út:Eva Rut Ásþórsdóttir (Fylkir)
63. mín
Það eru 387 áhorfendur á leiknum í kvöld.
61. mín
Inn:Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Breiðablik) Út:Anna Nurmi (Breiðablik)
61. mín
Inn:Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir (Breiðablik) Út:Andrea Rut Bjarnadóttir (Breiðablik)
61. mín
Inn:Katrín Ásbjörnsdóttir (Breiðablik) Út:Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Breiðablik)
61. mín
Inn:Ólöf Sigríður Kristinsdóttir (Breiðablik) Út:Birta Georgsdóttir (Breiðablik)
60. mín Gult spjald: Signý Lára Bjarnadóttir (Fylkir)
Braut á Karitas.
60. mín
Andrea með skot lengst utan af velli sem fer rétt framhjá markinu.
60. mín Rautt spjald: Halldór Steinsson (Fylkir)
Liðsstjórinn fær rautt!
57. mín
SLÁIN!!! Abigail Boyan með hörkuskot sem fer í slána! Þarna munaði ekki miklu!
56. mín
Agla María gerði annað mark Blika
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
56. mín Mark úr víti!
Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
MARK!!!! Öryggið uppmálað af vítapunktinum. Staðan orðin enn þægilegri hjá Blikunum.
54. mín Gult spjald: Gunnar Magnús Jónsson (Fylkir)
54. mín
Breiðablik fær víti! Hendi dæmd í teignum. Fylkiskonur mótmæla þessu ekki mikið.
52. mín
Barbára Sól með fína tilraun sem fer rétt yfir markið.
51. mín
Guðrún Karítas með hörkuskot sem Aníta Dögg ver út í teiginn! Stuðningsmenn Fylkis taka þá við sér. Það er vonandi að færast líf í þetta.
50. mín
Tinna Brá, markvörður Fylkis, með vonda sendingu beint á Birtu en Blikar ná ekki að gera sér mat úr því.
46. mín
Hörkufæri! Guðrún Karítas fær besta færi Fylkis eftir einhverjar 30 sekúndur í seinni hálfleik. Skotfæri í teignum en skot hennar endar ofan á þaknetinu.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn!
45. mín
Hálfleikur
Með leiðinlegri hálfleikjum sem maður hefur horft á í sumar. Fylkisliðið þarf að sýna meira hugrekki í seinni hálfleik, ágætlega skipulagðar en halda ekkert í boltann. Blikum líður þægilega og þær eru einu marki yfir.
45. mín
Þremur mínútum bætt við
42. mín
Birta Georgs kom Breiðabliki yfir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
41. mín MARK!
Birta Georgsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Agla María Albertsdóttir
MARK!!! Blikar taka hér forystuna!

Barbára með flottan bolta fyrir sem Agla María gerir frábærlega í að skalla að marki. Þarf aðeins að teygja sig í boltann en nær góðum skalla sem Tinna Brá ver beint fyrir fætur Birtu. Hún klárar færið vel og kemur gestunum yfir.

Alveg klárlega hægt að segja að þetta sé sanngjarnt.
37. mín
Viktoría Diljá hefur spilað virkilega flottan varnarleik gegn Öglu Maríu í þessum fyrri hálfleik.
35. mín
Signý Lára neglir boltanum frá sínum vallarhelmingi í innkast hinum megin á vellinum. Svolítið saga Fylkis í þessum fyrri hálfleik, ná ekkert að halda í boltann.
33. mín
Núna á Vigdís Lilja hættulega sendingu fyrir markið en hún fer í gegnum allan pakkann.
33. mín
Blikaliðið aðeins farið að ógna meira.
32. mín
DAUÐAFÆRI!! Agla María með frábæran bolta fyrir og Karitas er í dauðafæri á fjærstönginni en hún setur boltann einhvern veginn yfir markið. Hvernig?
31. mín
HÆTTA! Mikil hætta inn á teig Fylkis, laus bolti en Tinna Brá nær að handsama boltann. Smá sofandaháttur hjá Fylki þarna en þær sluppu með það.
30. mín
Kolfinna reynir að þræða Guðrúnu Karítas í gegn en sendingin hennar er aðeins of föst. Mátti ekki miklu muna þarna.
28. mín
Agla María með frábæra hornspyrnu sem Karitas rétt missir af.
25. mín
Agla María með sendingu fyrir og Karitas kemur á ferðinni og skallar boltann fram hjá markinu.
24. mín
Fylkisliðið aðeins að sækja í sig veðrið. Fá að snerta boltann örlítið meira þessar síðustu mínútur.
20. mín
Fylkir með sína bestu sókn í leiknum en Guðrún Karítas er dæmd brotleg. Hættuspark.
18. mín
Fylkir þarf að gera hér tvöfalda breytingu. Kayla fer líka út af. Þetta er ekki alveg ákjósanlegt fyrir heimakonur.
17. mín
Inn:Kolfinna Baldursdóttir (Fylkir) Út:Kayla Bruster (Fylkir)
17. mín
Inn:Klara Mist Karlsdóttir (Fylkir) Út:Tinna Harðardóttir (Fylkir)
17. mín
Fylkisliðið er að undirbúa skiptingu. Tinna getur ekki haldið leik hér áfram.
15. mín
Tinna liggur eftir. Lítur ekki vel út.
14. mín
ANDREA! Andrea Rut sleppur í gegn en þegar hún er að fara í skotið, þá nær Erna Sólveig að trufla hana. Þetta var frábært færi en Andrea hefði þurft að vera aðeins sneggri þarna. Breiðablik fær hornspyrnu, frábær varnarleikur.
13. mín
Karitas að munda skotfótinn fyrir utan teiginn en nær ekki að koma sér í skotið.
12. mín
Fylkir fær núna aukaspyrnu með fyrirgjafarmöguleika. Abigail Boyan með góða spyrnu fyrir markið - hættulegur bolti - en Fylkiskonur eru ekki nógu grimmar inn í teignum. Boltinn fer aftur fyrir endamörk.
11. mín
Breiðablik hefur verið 90 prósent með boltann hingað til...
10. mín
Elín Helena með stórhættulega sendingu á Birtu eftir hornspyrnuna, en Birta nær ekki að taka nægilega vel á móti boltanum. Var með fullt af plássi en nýtti þetta ekki nægilega vel.
9. mín
Fylkiskonur ná að koma hornspyrnunni frá, en ekki nógu langt og gestirnir úr Kópavogi vinna aðra hornspyrnu stuttu síðar.
9. mín
Blikar eru með öll tök á þessum leik í byrjun. Fylkir varla náð að snerta boltaann.
9. mín
Barbára vinnur fyrstu hornspyrnu leiksins fyrir Breiðablik.
8. mín
Birta reynir að þræða Vigdísi Lilju í gegn en Erna Sólveig nær að komast inn í sendinguna.
6. mín
Boltinn dettur fyrir Vigdísi Lilju í teignum en Viktoría Diljá er fljót að koma sér fyrir skotið.
5. mín
Fyrstu fimm mínúturnar býsna rólegar. Blikar með boltann en Fylkisliðið er vel skipulagt.
2. mín
Svona er Fylkir að stilla upp
Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson

1. mín
Svona eru Blikar að stilla upp
Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson

1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað!
Fyrir leik
Liðin mætt út á völl og Fylkislagið með Bent á fóninum. Gæti alveg verið verra.
Fyrir leik
ÞÞÞ með flautuna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Það styttist í leikinn. Það er skýjað yfir Árbænum og smá gola. Kvörtum ekkert yfir því. Upphitun er lokið og liðin fara að ganga út á völl hvað úr hverju.
Fyrir leik
Sama lið hjá Blikum Nik Chamberlain heldur í sama lið og í stórsigrinum gegn Stjörnunni, skiljanlega. Bekkurinn er gríðarlega sterkur.

1. Aníta Dögg Guðmundsdóttir (m)
4. Elín Helena Karlsdóttir
5. Anna Nurmi
7. Agla María Albertsdóttir
8. Heiða Ragney Viðarsdóttir
11. Andrea Rut Bjarnadóttir
13. Ásta Eir Árnadóttir (f)
15. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir
17. Karitas Tómasdóttir
27. Barbára Sól Gísladóttir
28. Birta Georgsdóttir
Fyrir leik
Ein breyting á Fylkisliðinu Emma Sól Aradóttir kemur inn fyrir Helgu Guðrúnu sem er meidd. Þetta er fyrsta breytingin sem Fylkir gerir á byrjunarliði sínu í sumar.

1. Tinna Brá Magnúsdóttir (m)
2. Signý Lára Bjarnadóttir
3. Mist Funadóttir
5. Abigail Patricia Boyan
7. Tinna Harðardóttir
9. Guðrún Karítas Sigurðardóttir
11. Viktoría Diljá Halldórsdóttir
16. Eva Rut Ásþórsdóttir (f)
18. Erna Sólveig Sverrisdóttir
22. Emma Sól Aradóttir
25. Kayla Bruster
Agla María skoraði þetta rosalega mark í síðustu umferð
Fyrir leik
Blikakonur að gera tilkall í landsliðið Það styttist í það að landsliðshópur verði tilkynntur fyrir afar mikilvægt verkefni gegn Austurríki í undankeppni fyrir Evrópumót kvenna 2025.

Ísland er með þrjú stig í riðlinum eftir sigur gegn Póllandi og tap gegn Þýskalandi. Með því að ná í góð úrslit í báðum leikjunum sem eru framundan gegn Austurríki, þá getur Ísland komist langleiðina á Evrópumótið.

Undirritaður setti saman lista í síðustu viku yfir fimm leikmenn sem gera tilkall í þennan hóp, leikmenn sem hafa þá ekki verið í síðustu hópum.

Tveir leikmenn Breiðabliks voru á listanum.

Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Breiðablik)
Hefur skorað í hverjum einasta leik í Bestu deildinni til þessa og er að finna sig gríðarlega vel í framlínu Breiðabliks. Hefur leyst ýmsar stöður á undanförnum árum, þar á meðal bakvörð, en er núna að spila sína uppáhalds stöðu fremst á vellinum. Virkilega hæfileikaríkur leikmaður og gæti meðal annars komið inn fyrir Bryndísi Örnu Níelsdóttur sem er að glíma við meiðsli í aðdraganda verkefnisins.

Barbára Sól Gísladóttir (Breiðablik)
Eftir erfitt sumar á Selfossi í fyrra, þá hefur Barbára byrjað vel í Breiðabliki í sumar. Þurfti ferskt upphaf og það hefur hjálpað henni. Verið hluti af sterku varnarliði Blika og einnig lagt sitt af mörkum sóknarlega. Það er orðið frekar langt síðan hún var í landsliðinu og spurning hvort það sé kominn tími á endurkomu. Getur eflaust líka leyst það að spila vinstra megin í bakverðinum sem hjálpar.

Fyrir leik
Helga Guðrún tvíbrotnaði Fylkir varð fyrir áfalli í leiknum gegn Tindastóli því Helga Guðrún Kristinsdóttir tvíbrotnaði á hendi í leiknum. Hún þarf að fara í aðgerð vegna þess og verður líklega frá í töluverðan tíma sem eru alls ekki góð tíðindi fyrir Fylki sem hefur stillt upp sama byrjunarliði í fyrstu fjórum leikjunum.

Í fyrra var hún einn besti leikmaður Fylkis þegar liðið komst upp úr Lengjudeildinni en hún skoraði þá átta mörk í 18 deildarleikjum.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fyrir leik
Hafrún Rakel spáir Blikasigri Landsliðskonan Hafrún Rakel Halldórsdóttir spáir í leiki 5. umferðar í Bestu deild kvenna. Hún er nú alls ekki hlutlaus þar sem hún er fyrrum leikmaður Breiðabliks.

Fylkir 0 - 4 Breiðablik
Mínar konur í Blix kannast ekki við markaþurrð á þessu tímabili og Birta Georgs verður allt í öllu í þessum leik, successful dribbles u.þ.b 29. Ásta og Elín eru hafsentapar to die for og halda hreinu í lautinni. 4-0 easy win og Katrín, sem hefur verið að æfa hjólarann á hverjum degi í vetur, smellhittir hann í vinkilinn. Ekki flókið sport fyrir hana, hún þekkir leikinn vel.

Fyrir leik
Nýliðar Fylkis Hafa farið ágætlega af stað í sumar og eru með fimm stig eftir fjóra leiki, en þær töpuðu sínum fyrsta leik gegn Tindastóli í síðustu umferð. Það var erfiður leikur fyrir Árbæjarliðið og voru lokatölur 3-0 fyrir Tindastól.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Blikar óstöðvandi í byrjun móts Breiðablik hefur unnið fyrstu fjóra leiki sína mjög sannfærandi. Þær unnu Keflavík, Tindastól og FH 3-0, en í síðustu umferð bættu þær í og lögðu nágranna sína í Stjörnunni 5-1. Þær léku á als oddi gegn Garðbæingum.

Verður Fylkir fyrsta liðið til að stöðva Breiðablik?

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Góða kvöldið! Og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Fylkis og Breiðabliks í Bestu deild kvenna. Þetta verður fjör!

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Aníta Dögg Guðmundsdóttir (m)
4. Elín Helena Karlsdóttir
5. Anna Nurmi ('61)
7. Agla María Albertsdóttir
8. Heiða Ragney Viðarsdóttir ('84)
11. Andrea Rut Bjarnadóttir ('61)
13. Ásta Eir Árnadóttir (f)
15. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('61)
17. Karitas Tómasdóttir
27. Barbára Sól Gísladóttir
28. Birta Georgsdóttir ('61)

Varamenn:
1. Rakel Hönnudóttir (m)
6. Mikaela Nótt Pétursdóttir
9. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir ('61)
10. Katrín Ásbjörnsdóttir ('61)
14. Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir ('61)
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ('61)
33. Margrét Lea Gísladóttir ('84)

Liðsstjórn:
Nik Chamberlain (Þ)
Ólafur Pétursson
Hermann Óli Bjarkason
Ana Victoria Cate
Bjarki Sigmundsson
Edda Garðarsdóttir
Sævar Örn Ingólfsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: