Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
KA
3
1
Vestri
0-1 Jeppe Gertsen '45
Rodrigo Gomes Mateo '48 1-1
Hans Viktor Guðmundsson '54 2-1
Bjarni Aðalsteinsson '64 3-1
15.05.2024  -  18:00
Greifavöllurinn
Mjólkurbikar karla
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: 401
Maður leiksins: Birgir Baldvinsson
Byrjunarlið:
12. Kristijan Jajalo (m)
2. Birgir Baldvinsson
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Ívar Örn Árnason ('60)
7. Daníel Hafsteinsson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson ('71)
14. Andri Fannar Stefánsson
22. Hrannar Björn Steingrímsson ('84)
28. Hans Viktor Guðmundsson
30. Sveinn Margeir Hauksson ('71)
77. Bjarni Aðalsteinsson ('84)

Varamenn:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
3. Kári Gautason ('71)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('71)
11. Ásgeir Sigurgeirsson
18. Hákon Atli Aðalsteinsson ('84)
23. Viðar Örn Kjartansson ('60)
44. Valdimar Logi Sævarsson ('84)

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Elmar Dan Sigþórsson
Halldór Hermann Jónsson
Petar Ivancic
Steingrímur Örn Eiðsson
Michael Charpentier Kjeldsen

Gul spjöld:
Birgir Baldvinsson ('36)
Andri Fannar Stefánsson ('59)
Hallgrímur Mar Steingrímsson ('67)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
KA vinnur hér í kvöld og er komið áfram í Mjólkurbikarnum!
90. mín
+4 Valdimar Logi Sævarsson í góðu færi en hittir boltann mjög illa og hann fer beint í hendur Marvin
90. mín
+3 Silas með máttlítið skot af löngu færi. Síðasti sénsinn að koma til baka er að fjarlægjast.
90. mín
Vestri fær hornspyrnu +2
Jajalo grípur fyrirgjöfina
90. mín
Sjö mínútur í viðbót! Nóg eftir!
87. mín
Silas Songani með skot úr aukaspyrnu af löngu færi. Boltinn fer yfir markið.
84. mín
Inn:Valdimar Logi Sævarsson (KA) Út:Hrannar Björn Steingrímsson (KA)
84. mín
Inn:Hákon Atli Aðalsteinsson (KA) Út:Bjarni Aðalsteinsson (KA)
82. mín
Jajalo lendir á Birgi og fellur harkalega. Er búinn að jafna sig af því.
80. mín
Sergine Fall stoppar fyrirgjöf og Marvin grípur boltann í kjölfarið. Kallað eftir óbeinni aukaspyrnu úr stúkunni en ekkert dæmt.
77. mín
Undanfarnar mínútur verið ansi tíðindalitlar
72. mín Gult spjald: Vladimir Tufegdzic (Vestri)
Mætir Jajalo í baráttunni um boltann. Virðist fara í höndina á markverðinum og fær spjald. Jajalo þarf aðhlynningu en er klár í slaginn.
71. mín
Inn:Elfar Árni Aðalsteinsson (KA) Út:Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
71. mín
Inn:Kári Gautason (KA) Út:Sveinn Margeir Hauksson (KA)
71. mín
Inn:Silas Songani (Vestri) Út:Johannes Selvén (Vestri)
70. mín
Toby King með fasta fyrirgjöf á Pétur Bjarnason. Hann nær ekki að stýra boltanum á markið.
69. mín
Viðar Örn í færi en hann hittir boltann alls ekki nægilega vel. AUðvelt fyrir Marvin.
68. mín
Benedikt Waren með fyrirgjöf úr aukaspyrnu en hún er ekki nægilega góð og svífur yfir alla og fer aftur fyrir.
67. mín Gult spjald: Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Hendir Gunnari Jónasi í jörðina. Lætur svo einhver orð falla virðist vera og fær gult. Hefði jafnvel átt skilið spjaldið fyrir brotið.
65. mín
Inn:Nacho Gil (Vestri) Út:Ibrahima Balde (Vestri)
65. mín
Inn:Vladimir Tufegdzic (Vestri) Út:Andri Rúnar Bjarnason (Vestri)
64. mín MARK!
Bjarni Aðalsteinsson (KA)
MAAAAARK! Bjarni lyftir boltanum yfir vegginn og hann syngur í netinu! Alvöru mark!
63. mín
KA fær aukaspyrnu á hættulegum stað
60. mín
Inn:Viðar Örn Kjartansson (KA) Út:Ívar Örn Árnason (KA)
Vægast sagt áhugaverð skipting!
59. mín Gult spjald: Andri Fannar Stefánsson (KA)
54. mín MARK!
Hans Viktor Guðmundsson (KA)
Stoðsending: Daníel Hafsteinsson
MAAAAARK! KA er komið yfir! Hans Viktor skallar boltann í netið eftir hornspyrnu frá Daníel!
53. mín
KA fær hornspyrnu Fall nálægtþví aðsetja boltann í eigið net!
49. mín
Birgir nálægt því að koma KA yfir nánast í næstu sókn en skotið framhjá! Dauðafæri!
48. mín MARK!
Rodrigo Gomes Mateo (KA)
Stoðsending: Birgir Baldvinsson
MAAAARK! Rodri jafnar metin! Stekkur á boltann með fæturnar á undan sér eftir fyrirgjöf frá Birgi og kemur boltanum í netið af stuttu færi!
47. mín
Birgir Baldvinsson fellur inn á teig Vestra, einhver köll eftir víti en Erlendur segir að boltinn hafi verið á milli. Held þetta hafi verið rétt kall hjá honum.
46. mín
Síðari hálfleikur er farinn af stað
45. mín
Hálfleikur
+4 Kominn hálfleikur. KA menn verið með yfirhöndina nánast allan leikinn en Vestri refsar á lokasekúndunum!
45. mín Gult spjald: Sergine Fall (Vestri)
45. mín MARK!
Jeppe Gertsen (Vestri)
Stoðsending: Benedikt V. Warén
MAAAARK!! Sýnist það vera Jeppe sem kemur boltanum í netið eftir fyrirgjöf úr aukaspyrnu frá Benedikt Waren. Algjörlega gegn gangi leiksins en ekki spurt af því!
45. mín
Fjórum mínútum bætt við. Mikið verið um meiðsli hér.
44. mín
Ívar Örn Árnason með hörku skalla sem Marvin ver glæsilega í horn
43. mín Gult spjald: Jeppe Gertsen (Vestri)
41. mín
Hans Viktor fellur inn á teignum. Menn kalla eftir vítaspyrnu en ekkert dæmt
40. mín
Ibrahima Balde brýtur á Hallgrím. Aukaspyrna á stórhættulegum stað. Daníel skýtur í vegginn.
36. mín Gult spjald: Birgir Baldvinsson (KA)
Missir boltann útaf og sparkar honum svo í burtu.
31. mín
Birgir Baldvins og Andri Fannar spila vel saman. Birgir á viðstöðulaust skot úr erfiðu færi og boltinn fer beint á Marvin.
27. mín
Fyrirgjöf á Bjarna Aðalsteinsson. Hann nær ekki krafti í skallann og Marvin handsamar knöttinn.
21. mín
Inn:Sergine Fall (Vestri) Út:Friðrik Þórir Hjaltason (Vestri)
Tveir að fara meiddir af velli
21. mín
Inn:Elvar Baldvinsson (Vestri) Út:Elmar Atli Garðarsson (Vestri)
19. mín
RODRI Rodri í dauðafæri. Birgir Baldvins með fyrirgjöfina og Rodri setur boltann yfir af stuttu færi.
15. mín
Pétur Bjarnason með áhugaverða tilraun. Jajalo aðeins út úr markinu og Pétur tekur skotið af löngu færi en boltinn fer yfir markið.
12. mín
Elmar Atli steinlá eftir viðskiptivið Daníel Hafsteeinsson. Sýndist hann bara detta á KA manninn. Er staðinn upp og klár í að halda áfram.
7. mín
Hallgrímur Mar að sleppa í gegn, setur boltann í netið en það var búið að flauta rangstöðu. Þetta var tæpt, spurning hvort Elmar Atli Garðarsson hafi gert hann réttstæðan.
4. mín
KA fær hornspyrnu Skalli framhjá markinu
1. mín
Fyrsta skotið að marki KA fljótir upp í sókn. Hallgrímur Mar fær boltann rétt fyrir utan vítateig og á áhugalaust skot vel framhjá.
1. mín
Leikur hafinn
Heiamenn koma þessu af stað
Fyrir leik
Þetta er að bresta á! Liðin eru að ganga út á völl.
Fyrir leik
Breytt um markmenn, Viðar á bekknum og Harley ekki í hóp Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, gerir tvær breytingar frá tapinu gegn Val í deildinni á laugardag. Kristijan Jajalo kemur í markið fyrir Steinþór Má Auðunsson og Andri Fannar kemur inn fyrir Ásgeir Sigurgeirsson. Stubbur og Ásgeir eru báðir á bekknum. Harley Willard er ekki í hópnum í dag og á bekknum í hans stað er Hákon Atli Aðalsteinsson.

Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, gerir fimm breytingar frá tapinu gegn ÍA í deildinni á laugardag. Marvin Darri kemur í markið fyrri William Eskelinen. Þeir Elvar Baldvinsson, Vladimir Tufegdzic, Nacho Gil og Sergine Fall taka sér einnig sæti á bekknum. Inn koma þeir Johannes Selvén, Gunnar Jónas, Pétur Bjarna og Friðrik Þórir. Tarik Ibrahimagic er fjarri góðu gamni.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Harley Willard
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik
Arnar Daði spáir í spilin Arnar Daði Arnarsson, Sérfræðingurinn sjálfur, spáir í leikina.

KA 1 - 0 Vestri
Á meðan það virðist vera góð ára yfir Þorpinu er ekki alveg sömu sögu að segja í Brekkunni. Haddi þjálfari KA virðist vera spenntur fyrir komandi fallbaráttu í Bestu-deildinni en hvort hann sé jafn spenntur fyrir bikarnum verður að koma í ljós. Einhvernveginn held ég að Vestri hafi ekki breiddina í að vera einbeita sér að því að halda sér uppi í Bestu og ná árangri í bikarnum og KA menn nýta sér það. Grímsi minn skorar eina mark leiksins.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hallgrímur Mar skorar eina mark leiksins
Fyrir leik
Dómarateymið Erlendur Eiríksson verður með flautuna hér í kvöld. Ragnar Þór Bender og Antoníus Bjarki Halldórsson eru honum til aðstoðar. Sveinn Arnarsson er fjórði dómari og Valdimar Pálsson er eftirlitsmaður KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
KA og Vestri mættust í 3. umferð Bestu deildarinnar í sumar hér á Greifavellinum þar sem Vestri hafði betur. Jeppe Gertsen skoraði eina mark leiksins á síðustu andartökunum. Þetta var fyrsti sigur Vestra í efstu deild en KA er aðeins með tvö stig eftir sex umferðir. Vestri er nú komið með 6 stig.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jeppe Gertsen
Fyrir leik
Leið Vestra í 16 liða úrslitin Nýliðar Vestra í Bestu deildinni eru komnir með tvo sigra í deildinni. Liðið komst í 16 liða úrslit eftir sigur á Haukum í Hafnarfirði.

Staðan var 2-2 í hálfleik en tvö mörk frá Vestra skiluðu þeim sigrinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Leið KA í 16 liða úrslitin Bæði lið hófu leik í 32 liða úrslitunum. KA hefur farið ansi illa af stað í sumar en liðið fékk tækifæri til að koma sér almennilega af stað þegar liðið fékk Lengjudeildarlið ÍR í heimsókn í 32 liða úrslitunum.

Það reyndist hins vegar erfitt verkefni fyrir þá þar sem liðið þurfti framlengingu til að tryggja sér sigurinn. Harley Willard skoraði fyrir KA í venjulegum leiktíma en Bergvin Fannar Helgason jafnaði metin á lokasekúndunum, það var síðan Daníel Hafsteinsson sem tryggði liðinu sigur seint í framlengingunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Góða kvöldið Verið velkomin í beina textalýsingu frá leik KA og Vestra í 16 liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Leikurinn fer fram á Greifavellinum á Akureyri.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson


Byrjunarlið:
1. Marvin Darri Steinarsson (m)
Friðrik Þórir Hjaltason ('21)
6. Ibrahima Balde ('65)
9. Andri Rúnar Bjarnason ('65)
11. Benedikt V. Warén
13. Toby King
14. Johannes Selvén ('71)
17. Gunnar Jónas Hauksson
19. Pétur Bjarnason
20. Jeppe Gertsen
22. Elmar Atli Garðarsson ('21)

Varamenn:
30. William Eskelinen (m)
2. Morten Ohlsen Hansen
3. Elvar Baldvinsson ('21)
7. Vladimir Tufegdzic ('65)
10. Nacho Gil ('65)
16. Ívar Breki Helgason
23. Silas Songani ('71)
77. Sergine Fall ('21)

Liðsstjórn:
Davíð Smári Lamude (Þ)
Daniel Osafo-Badu
Jón Hálfdán Pétursson
Vladan Dogatovic
Stefán Sigurður Ólafsson

Gul spjöld:
Jeppe Gertsen ('43)
Sergine Fall ('45)
Vladimir Tufegdzic ('72)

Rauð spjöld: