Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
Leiknir R.
1
0
ÍR
Omar Sowe '34 1-0
Omar Sowe '66 , misnotað víti 1-0
18.05.2024  -  14:00
Domusnovavöllurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Viðrar vel
Dómari: Guðgeir Einarsson
Maður leiksins: Stuðningsmannasveitir beggja liða
Byrjunarlið:
1. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
Ósvald Jarl Traustason
4. Patryk Hryniewicki
6. Andi Hoti
7. Róbert Quental Árnason
8. Sindri Björnsson
9. Róbert Hauksson
14. Davíð Júlían Jónsson ('60)
20. Hjalti Sigurðsson
23. Arnór Ingi Kristinsson ('88)
67. Omar Sowe ('78)

Varamenn:
12. Bjarki Arnaldarson (m)
10. Shkelzen Veseli ('78)
18. Marko Zivkovic
19. Jón Hrafn Barkarson
22. Þorsteinn Emil Jónsson
44. Aron Einarsson ('60)
92. Sigurður Gunnar Jónsson ('88)

Liðsstjórn:
Vigfús Arnar Jósefsson (Þ)
Gísli Friðrik Hauksson
Manuel Nikulás Barriga
Halldór Geir Heiðarsson
Atli Jónasson
Guðbjartur Halldór Ólafsson

Gul spjöld:
Ósvald Jarl Traustason ('36)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
ÍRingar ógnuðu hér mikið á mark Leiknismanna undir lok leiksins.

Leiknismenn standa hins vegar uppi sem sigurvegarar í þessum Breiðholtsslag.

Skýrsla og viðtöl væntanleg
94. mín
Óliver tekur hornspyrnuna sem Viktor blakar yfir markið. Hefði hæglega getað endað í netinu
94. mín
ÍRingar eiga hér hornspyrnu
90. mín
+1 ÍRingar vildu fá vítaspyrnu hérna en það var ekkert í þessu fannst mér
90. mín
Uppbótartími 4 mínútur Fáum við einhverja dramatík hér í lokin?
88. mín
Inn:Sigurður Gunnar Jónsson (Leiknir R.) Út:Arnór Ingi Kristinsson (Leiknir R.)
Arnór fer hér meiddur út af velli
87. mín
Shkelzen fær hér boltann fyrir utan teig hægra meginn og tekur skotið með vinstri sem endar í markspyrnu
83. mín
Stefán Þór brýtur hér á Viktori sem liggur aðeins eftir í grasinu en stendur fljótt upp aftur
82. mín
ÍRingar hafa verið að sækja í sig veðrið eftir vítaspyrnuklúðrið hjá Omar Sowe
79. mín
Inn:Sæmundur Sven A Schepsky (ÍR) Út:Bragi Karl Bjarkason (ÍR)
78. mín
Inn:Shkelzen Veseli (Leiknir R.) Út:Omar Sowe (Leiknir R.)
77. mín
Víti??? ÍRingar vilja fá víti hérna. Ágúst fellur í teignum hérna. Guðgeir dæmdi hins vegar ekkert. Maður hefur séð dæmt á þetta en nokkuð soft vítaspyrna myndi ég segja.
70. mín
Leiknir kemst hér í góða stöðu þar sem Hjalti er sloppinn nánast einn í gegn en boltinn fatast eitthvað fyrir honum. Hann sendir boltann síðan á Omar Sowe sem nær ekki að skapa sér neitt
69. mín
Róbert Hauks fer í bakið á Kristjáni Atla og ÍR fær aukaspyrnu við miðlínu
66. mín Misnotað víti!
Omar Sowe (Leiknir R.)
Vilhelm ver! Omar tekur spyrnuna og setur hann í hægra hornið neðarlega en Vilhelm ver vel
65. mín
VÍTI! Arnór Gauti brýtur á Aron Einars við vítateigslínuna og Guðgeir dæmir vítaspyrnu.
65. mín
Inn:Marteinn Theodórsson (ÍR) Út:Bergvin Fannar Helgason (ÍR)
65. mín
Inn:Róbert Elís Hlynsson (ÍR) Út:Hákon Dagur Matthíasson (ÍR)
63. mín
ÍRingar komast í hættulega stöðu inn í teig ÍR en ná ekki að gera sér mat úr því. Leiknir fer síðan upp í skyndisókn þar sem Omar dettur niður við miðlínu en dómarinn dæmdi ekkert, hefði alveg verið hægt að dæma á það.
61. mín
Róbert Hauks kemst hérna inn í sendingu ÍRinga á þeirra vallarhelmingi og er í góðri skotstöðu en skýtur yfir markið
60. mín
Inn:Aron Einarsson (Leiknir R.) Út:Davíð Júlían Jónsson (Leiknir R.)
57. mín
Leiknismenn keyra hratt upp völlinn og Omar Sowe sendir boltann á Davíð Júlían sem ætlar að gefa hann aftur á Omar en sendingin of föst og endar í markspyrnu
55. mín
Róbert Hauks keyrir niður vinstri kantinn alveg niður að endalínu en Arnór Gauti á góða tæklingu sem endar í markspyrnu fyrir ÍR
53. mín
Omar Sowe brýtur á Marc McAusland og ÍR fær aukaspyrnu aftarlega á vallarhelmingi Leiknis. Óliver tekur spyrnuna en boltinn endar í markspyrnu
52. mín
Smá darraðadans í teig ÍRinga en Leiknir nær ekki skoti
50. mín
Inn:Stefán Þór Pálsson (ÍR) Út:Renato Punyed Dubon (ÍR)
Sýndist Renato vera kveinka sér eitthvað í hnénu
49. mín
Róbert Quental tekur spyrnuna sem ÍRingar skalla í burtu
49. mín
Omar Sowe keyrir upp hægri kantinn hérna og sækir hornspyrnu fyrir Leikni
46. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað Leiknir byrjar með boltann í seinni hálfleik og það er Davíð Júlían sem sparkar okkur af stað
45. mín
Hálfleikur
Leiknismenn leiða inn í hálfleik. Lítið um almennileg færi fyrri hluta hálfleiksins en eftir markið hjá Omar Sowe lifnaði leikurinn heldur betur við og við fengum fleiri færi og meiri hita í leikinn.
45. mín
+5 Omar er kominn aftur inn á, virtist halda utan um hnéð sitt áðan en er allavega farinn að hlaupa
45. mín
+3 Omar Sowe liggur hér eftir og fær aðhlynningu
45. mín
+2 Óliver tekur spyrnuna sem ratar á Marc McAusland sem skallar hann fyrir markið. Sá ekki hver átti síðan skallann á markið en Viktor ver frábærlega. Hérna hefðu ÍRingar hæglega getað skorað mark
45. mín
+2 ÍRingar fá hornspyrnu
44. mín Gult spjald: Marc Mcausland (ÍR)
Brýtur á Róberti Quental rétt fyrir utan teiginn en ekkert kemur úr aukaspyrnunni.
40. mín
Guðjón Máni með hættulega fyrirgjöf inn á teig Leiknismanna sem fer í gegnum allan pakkann og í innkast
39. mín
Smá hiti kominn í leikinn Omar Sowe og Ágúst Unnar eru eitthvað að kítast í hvor öðrum hérna og fá smá tiltal frá Guðgeiri
37. mín
Leiknismenn sækja á markið og Davíð Júlían dettur niður í teignum, einhverjir vildu fá víti en það var lítið í þessu. Hjalti hirti svo boltann og átti skot beint á Vilhelm.
36. mín Gult spjald: Ósvald Jarl Traustason (Leiknir R.)
34. mín MARK!
Omar Sowe (Leiknir R.)
Stoðsending: Róbert Quental Árnason
Leiknismenn taka forystu Omar fær boltann og gefur hann á Róbert Quental sem reynir skot rétt fyrir utan teig. Boltinn fer hins vegar af varnarmanni ÍR og Omar Sowe er réttur maður á réttum stað og skorar.
33. mín
Renato Punyed með skot utan teigs sem fer beint á Vilhelm sem blakar honum út í teig. Stuttu seinna á Bergvin síðan skalla sem endar í markspyrnu
32. mín
Ekkert kemur úr hornspyrnunni og ÍR fær markspyrnu
31. mín
Davíð Júlían sækir hér hornspyrnu fyrir Leikni
26. mín
Róbert Hauks pressar á Vilhelm sem tekur létta fintu og nær að plata Róbert
25. mín
Bæði lið eru búin að komast í ágætar stöður en það vantar alltaf upp á þessa seinustu sendingu hjá þeim
22. mín
Arnór Ingi á hér geggjaða fyrirgjöf á fjærstöngina þar sem Róbert Hauks skallar boltann rétt fram hjá markinu.
21. mín
Leiknismenn með skemmtilega útfærslu á hornspyrnunni sem endar hins vegar í markspyrnu fyrir ÍRinga
20. mín
Davíð Júlían á hér gott skot á mark sem Vilhelm ver í hornspyrnu
19. mín
Óliver tekur hornspyrnuna sem ratar beint á Marc McAusland sem er einn á fjærstönginni en skallar boltann hátt yfir
19. mín
Bergvin keyrir niður hægri kantinn og sækir hornspyrnu fyrir ÍRinga
18. mín
Renato Punyed tekur spyrnuna sem fer yfir markið
17. mín
Aukaspyrna á hættulegum stað Hjalti brýtur hér á Guðjóni á hættulegum stað fyrir utan teig Leiknis
16. mín
Hjalti er staðinn upp og leikurinn fer aftur af stað
15. mín
Hjalti er sofandi á verðinum og Bergvin nær að stela af honum boltanum og á skot fram hjá markinu. Hjalti liggur hér eftir og fær aðhlynningu
12. mín
Kristján Atli brýtur hér á Róberti Quental við miðlínu, ýtir honum bara í bakið
11. mín
Óliver tekur spyrnuna stutt á Braga sem nær ekki að gefa boltann fyrir inn í teig Leiknismanna og boltinn er hreinsaður í innkast við miðlínu
11. mín
ÍRingar fá hornspyrnu
10. mín
Andi er staðinn upp og leikurinn heldur áfram
8. mín
Guðgeir stöðvar leikinn því Andi er sestur niður sem fær aðhlynningu frá sjúkraþjálfara
7. mín
Óliver tekur spyrnuna sem Viktor blakar út í teig en ÍRingar ná ekki að skapa sér neitt úr þessu.
7. mín
Andi brýtur á leikmanni ÍR í álitlegri fyrirgjafarstöðu fyrir ÍRinga
6. mín
ÍRingar fá aukapsyrnu fyrir miðjum velli sem Arnór Gauti lyftir í átt að teignum en boltinn endar í markspyrnu fyrir Leikni
3. mín
Róbert Quental tekur spyrnuna sem ÍRingar ná að sparka í burtu. Róbert fær hann síðan aftur út á kantinum og setur hann fyrir en Vilhelm grípur boltann
3. mín
Leiknismenn fá hornspyrnu.
2. mín
Stuðningsmannasveitir beggja liða syngja og tralla hér í upphafi leiks.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað Það eru ÍRingar sem byrja með boltann og Guðjón Máni sparkar okkur af stað
Fyrir leik
Styttist í leik Liðin ganga nú til búningsherbergja. Fólk er farið að týnast í stúkuna og sú gula leikur hér við okkur í Breiðholtinu, kjöraðstæður fyrir fótbolta.
Fyrir leik
Byrjunarliðin klár Tvær breytingar eru á byrjunarliði ÍR frá jafnteflinu gegn Grindavík í síðasta leik. Bergvin Fannar og Renato Punyed koma inn í liðið í stað Stefáns Þórs og Róberts Elísar.

Fúsi gerir tvær breytingar frá tapinu gegn Fjölni í síðasta leik. Patryk og Róbert Quental koma inn í byrjunarliðið í stað Daða Bærings og Sigurðs Gunnars.
Fyrir leik
Spámaður umferðarinnar Að þessu sinni er það handboltakappinn Gunn­ar Malmquist Þórs­son sem spáir í leikinna. Hann er leikmaður Aftureldingar sem mætir FH í lokaúrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta.

Leiknir R. 3 - 2 ÍR
Leiknismenn rísa upp frá dauðum og ná í sinn fyrstu stig í breiðholts slagnu. Lítið verður um mjúkar tæklingar og gæti verið að það fái nokkur rauð plast spjöld að fara í loftið.

Mynd: Mummi Lú

Fyrir leik
Fyrir þá sem komast ekki á leik helgarinnar í Evrópu
Fyrir leik
Fyrir leik
ÍRingar fá stuðningskveðju frá Ásdísi Rán fyrir Breiðholtsslaginn
Hvar ert þú að horfa?
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Dómarateymið í dag Það er í höndum Guðgeirs Einarssonar að dæma þennan Breiðholtsslag í dag. Honum til halds og trausts á hliðarlínunum eru þeir Jakub Marcin Róg og Sveinn Ingi Sigurjónsson Waage. Eftirlitsmaður er Halldór Breiðfjörð Jóhannsson

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Fyrir leik
Innbyrðis viðureignir Samkvæmt vef KSÍ hafa þessi lið mætt hvor öðru í 31 skipti. Þar standa Leiknismenn ögn betur að vígi.

Leiknir - 14 sigrar
Jafntefli - 5 skipti
ÍR - 12 sigrar
Markatalan er svo 57 - 43, Leikni í vil.

Þessi lið mættust síðast í Reykjavíkurmótinu í janúar síðastliðnum. Þar bar ÍR sigur úr býtum með 5 mörkum gegn 3.

Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson

Fyrir leik
Gengi liðanna hingað til í mótinu Leiknir vermir neðsta sæti deildarinnar um þessar mundir en liðið er með 0 stig eftir tvö töp gegn Njarðvík og Fjölni. Nágrannar þeirra í Neðra-Breiðholti sitja hins vegar í 4. sæti deildarinnar með 4 stig eftir að hafa gert sigrað Keflavík og gert jafntefli við Grindavík.
Fyrir leik
Breiðholtsslagur Komið sæl kæru lesendur og verið velkomin í beina textalýsingu úr Efra-Breiðholti. Hér í dag fer fram nágrannaslagur Leiknis og ÍR í 3. umferð Lengjudeildar karla.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Byrjunarlið:
1. Vilhelm Þráinn Sigurjónsson (m)
6. Kristján Atli Marteinsson
9. Bergvin Fannar Helgason ('65)
11. Bragi Karl Bjarkason ('79)
13. Marc Mcausland (f)
14. Guðjón Máni Magnússon
17. Óliver Elís Hlynsson
19. Hákon Dagur Matthíasson ('65)
23. Ágúst Unnar Kristinsson
25. Arnór Gauti Úlfarsson
30. Renato Punyed Dubon ('50)

Varamenn:
27. Jóhannes Kristinn Hlynsson (m)
3. Einar Karl Árnason
5. Hrafn Hallgrímsson
18. Róbert Elís Hlynsson ('65)
22. Sæþór Ívan Viðarsson
24. Sæmundur Sven A Schepsky ('79)
77. Marteinn Theodórsson ('65)

Liðsstjórn:
Árni Freyr Guðnason (Þ)
Jóhann Birnir Guðmundsson (Þ)
Halldór Arnarsson
Stefán Þór Pálsson
Helgi Freyr Þorsteinsson

Gul spjöld:
Marc Mcausland ('44)

Rauð spjöld: