Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
Stjarnan
3
4
Breiðablik
0-1 Birta Georgsdóttir '1
0-2 Ásta Eir Árnadóttir '22
Caitlin Meghani Cosme '25 1-2
1-3 Agla María Albertsdóttir '55
Andrea Mist Pálsdóttir '57 2-3
Esther Rós Arnarsdóttir '88 3-3
3-4 Agla María Albertsdóttir '100 , víti
Agla María Albertsdóttir '115
19.05.2024  -  19:30
Samsungvöllurinn
Mjólkurbikar kvenna
Aðstæður: Grátt yfir og mikill vindur
Dómari: Bríet Bragadóttir
Áhorfendur: 107
Maður leiksins: Esther Rós Arnarsdóttir (Stjarnan)
Byrjunarlið:
1. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (m)
Esther Rós Arnarsdóttir ('101)
3. Arna Dís Arnþórsdóttir
5. Eyrún Embla Hjartardóttir
6. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir ('46)
10. Anna María Baldursdóttir (f)
15. Hulda Hrund Arnarsdóttir
16. Caitlin Meghani Cosme
21. Hannah Sharts
23. Gyða Kristín Gunnarsdóttir
26. Andrea Mist Pálsdóttir

Varamenn:
83. Erin Katrina Mcleod (m)
2. Sóley Edda Ingadóttir
7. Henríetta Ágústsdóttir ('101)
17. Fanney Lísa Jóhannesdóttir ('46) ('90)
24. Ingibjörg Erla Sigurðardóttir
30. Hrafnhildur Salka Pálmadóttir ('90)

Liðsstjórn:
Kristján Guðmundsson (Þ)
Þórdís Ólafsdóttir
Rajko Stanisic
Benjamín Orri Hulduson
Hulda Björk Brynjarsdóttir
Vignir Snær Stefánsson

Gul spjöld:
Hannah Sharts ('40)
Anna María Baldursdóttir ('101)
Caitlin Meghani Cosme ('111)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Sorglegur endir á frábærum fótboltaleik. Úrslitin eiga ekki að ráðast á svona dómi. Breiðablik fer áfram í átta-liða úrslitin en Stjarnan er úr leik.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
119. mín
Aníta Dögg reynir að sparka frá marki sínu en það gengur lítið. Vindurinn að spila mikið inn í.
118. mín
Arna Dís fær boltann við vítateigslínuna en er ótrúlega lengi að athafna sig og á svo slakt skot yfir markið.
117. mín
Anna María orðin fremsti leikmaður Stjörnunnar. Garðbæingar eru að henda eldhúsvaskinum í þetta.
116. mín
Jæja, verða áhugaverðar síðustu mínútur.
115. mín Rautt spjald: Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Agla María hér að fá gult og rautt. Ég man ekki til þess hvenær hún fékk fyrra gula og enginn annar í fréttamannastúkunni gerir það heldur.
112. mín
Inn:Barbára Sól Gísladóttir (Breiðablik) Út:Anna Nurmi (Breiðablik)
111. mín Gult spjald: Caitlin Meghani Cosme (Stjarnan)
110. mín
Næstum því!! Eyrún Embla með fyrirgjöf sem endar ofan á slánni! Vindurinn tók boltann með sér. Þetta hefði verið skrautlegt mark.
105. mín
Hálfleikur í framlengingu Hreint út sagt ótrúlegur vítaspyrnudómur veldur því að Breiðablik er með forystuna. Algjörlega galinn dómur.

105. mín
Katrín liggur eftir í teignum. Bókað mál að þetta var meiri vítaspyrna en áðan.
105. mín
Hulda Hrund kemur sér í ágætis stöðu en setur boltann fram hjá markinu.
102. mín
Algjört grín bara Þessi vítaspyrna er því miður bara skandall. Vigdís Lilja rennur bara í grasinu. Caitlin Cosme snertir hana ekki. Þetta er grátlegt fyrir Stjörnuna...
101. mín Gult spjald: Anna María Baldursdóttir (Stjarnan)
Fær gult fyrir brot á Katrínu.
101. mín
Inn:Henríetta Ágústsdóttir (Stjarnan) Út:Esther Rós Arnarsdóttir (Stjarnan)
100. mín Mark úr víti!
Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
MARK!!!!! Agla María kemur Breiðabliki aftur yfir. Öryggið uppmálað á vítapunktinum.
99. mín
VÍTi! Breiðablik er að fá vítaspyrnu.
99. mín
Írena með skot lengst yfir markið.
98. mín
Nákvæmlega ekkert búið að gerast þessar fyrstu átta mínútur. Maður hefur ekki oft séð skemmtilegar framlengingar í fótbolta.
95. mín
Framlengingin fer rólega af stað. Blikar halda í boltann og Stjarnan bíður átekta. Það er ógeðslega mikill vindur.
91. mín
Framlengingin er hafin!
90. mín
Inn:Hrafnhildur Salka Pálmadóttir (Stjarnan) Út:Fanney Lísa Jóhannesdóttir (Stjarnan)
Fanney kom bara inn á í hálfleik, en fer hér út af.
90. mín
Framlenging Bríet flautar til leiksloka og við erum að fara í framlengingu í Garðabænum. Það er bara stemning!
90. mín
+4 Leikurinn var stoppaður út af meiðslum sem Esther varð fyrir. Stjarnan má ekki við því að missa hana út af.
90. mín
+1 - DAUÐAFÆRI! Andrea Rut í heldur betur dauðafæri en Auður gerir vel í því að verja skotið. Heldur Stjörnunni á lífi.
90. mín
Þremur mínútum bætt við
90. mín
Katrín með skot að marki og það eru köll eftir hendi, en hendin er alveg upp við líkamann.
89. mín
Esther Rós jafnaði fyrir Stjörnuna
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

88. mín MARK!
Esther Rós Arnarsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Arna Dís Arnþórsdóttir
MARK!!!!!!!!! Stjarnan er að jafna metin!!!

Arna Dís með langan bolta upp í hornið og Esther pakkar Ástu saman í baráttunni. Hún er þá komin ein í gegn og klárar fram hjá Anítu í markinu.

Blikar höfðu fengið frábært tækifæri nokkrum sekúndum áður en núna er staðan jöfn.

88. mín
VIGDÍS LILJA! Í algjöru dauðafæri eftir hornspyrnu. Eiginlega bara fyrir opnu marki en boltinn er í loftinu. Auður kemur og nær að grípa hann.
87. mín
Ásta Eir kemur boltanum í burtu.
86. mín
Ekki merkileg hornspyrna en Stjarnan fær innkast hinum megin á vellinum Hannah Sharts kastar langt og heimakonur fá aðra hornspyrnu. Eru að reyna hvað þær geta til að jafna.
85. mín
Stjarnan fær hornspyrnu. Varamenn Garðabæjarliðsins eru ekki að hita upp og mér sýnist Kristján ekki ætla að skipta meira.
82. mín
Andrea Mist með eina verstu hornspyrnu sem ég hef séð. Vindurinn ekki að hjálpa henni.
81. mín
Anna Nurmi næstum því búin að skora skrautlegt sjálfsmark. Það er stress í Blikunum...
81. mín
Mikill darraðadans inn á teig Blika en þær koma boltanum frá.
80. mín
Stjörnufólk í stúkunni að kalla eftir víti hvað eftir annað. Það er ekkert í þessu en það má reyna.
78. mín
Inn:Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Breiðablik) Út:Birta Georgsdóttir (Breiðablik)
Ágætt að eiga Vigdísi Lilju bara á bekknum.
77. mín
Fanney Lísa að komast í gott færi en Áslaug Munda hleypur hana uppi og nær að vinna boltann. Þetta var alvöru tækling.
75. mín Gult spjald: Anna Nurmi (Breiðablik)
Hárréttur dómur. Hendir hér Huldu Hrund í jörðina.
73. mín
Áslaug Munda með góða fyrirgjöf sem Katrín rétt missir af í teignum.
71. mín
Rólegar þessar síðustu mínútur. Blikar að stjórna ferðinni. Stjarnan ekki með eina mikla möguleika á bekknum og gestirnir.
66. mín
Hætta inn á teig Blika eftir hornspyrnu en gestirnir ná að koma boltanum frá marki sínu.
65. mín
Írena strax komin í ágætis færi en hittir ekki boltann almennilega. Írena var að koma heim úr Harvard háskólanum í Bandaríkjunum. Þar leikur hún með Áslaugu Mundu og Ollu.
64. mín
Inn:Írena Héðinsdóttir Gonzalez (Breiðablik) Út:Karitas Tómasdóttir (Breiðablik)
64. mín
Inn:Andrea Rut Bjarnadóttir (Breiðablik) Út:Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir (Breiðablik)
64. mín
Inn:Katrín Ásbjörnsdóttir (Breiðablik) Út:Ólöf Sigríður Kristinsdóttir (Breiðablik)
63. mín
Blikar að undirbúa þrefalda skiptingu.
60. mín
Við erum heldur betur að fá áhugaverðan leik hérna, áhugaverðan nágrannaslag. Spennandi hálftími eftir.
58. mín
Andrea Mist með geggjað mark!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

57. mín MARK!
Andrea Mist Pálsdóttir (Stjarnan)
MARK!!!!!! Aftur svarar Stjarnan strax og þvílíkt mark!!!

Andrea Mist Pálsdóttir með alvöru neglu beint úr aukaspyrnu! Fast var það en Aníta Dögg hefði kannski mátt vera aðeins betur staðsett.

Stjarnan svarar aftur strax og núna er staðan ekkert svo þægileg fyrir Blika. Hún var það ekki lengi.

56. mín Gult spjald: Ásta Eir Árnadóttir (Breiðablik)
Brýtur á Esther rétt fyrir utan teig.
55. mín
Agla María gerði þriðja mark Blika
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
55. mín MARK!
Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
JÆJA, ÞÁ SKORAR AGLA MARÍA! Hún er búin að vera að hóta þessu síðustu mínútur og núna skorar hún. Frábær afgreiðsla hjá henni.

Breiðablik í flottri sókn. Hrafnhildur Ása fær skotfæri í teignum en skot hennar fer í varnarmann. Svo fellur boltinn fyrir Öglu Maríu sem smellhittir hann beint upp í þaknetið.

Staðan orðin þægileg fyrir Blika.

53. mín
Auður með slakan bolta frá marki og Agla María reynir skotið strax en Auður er mætt til baka og grípur boltann.
51. mín
AGLA MARÍA! Í algjöru dauðafæri en setur boltann einhvern veginn í slána og yfir markið. Þarna átti hún að skora. Ásta Eir með frábæran bolta upp völlinn þarna en Anna María með ekki mjög merkilegan varnarleik í þessu tilfelli.
49. mín
Andrea Mist með ágætis tilraun fyrir utan teig en Aníta nær að verja og heldur boltanum líka.
46. mín
Inn:Fanney Lísa Jóhannesdóttir (Stjarnan) Út:Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir (Stjarnan)
46. mín
Seinni hálfleikurinn er farinn af stað!
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur á Samsungvellinum í Garðabæ. Lengst af bara nokkuð skemmtilegur leikur. Mikilvægt fyrir leikinn að Stjarnan hafi minnkað muninn og vonandi verður þetta spennandi í seinni hálfleiknum.
45. mín
Olla klobbar Önnu María, en fyrirliði Stjörnuliðsins verst svo frábærlega í kjölfarið og vinnur markspyrnuna.
44. mín
Hrafnhildur Ása með fyrirgjöf sem Auður grípur. Hrafnhildur, sem er fædd árið 2006, er búin að vera líflegasti leikmaður Breiðabliks í þessum fyrri hálfleik.
41. mín
Hættulegt! Agla María með stórgóða aukaspyrnu af hægri vængnum sem var ekki langt frá því að hafna í netinu.
40. mín Gult spjald: Hannah Sharts (Stjarnan)
38. mín
Agla María með fyrigjöf sem endar ofan á þaknetinu. Auður var alls ekki viss og skutlaði sér á eftir þessum bolta.
35. mín
SLÁIN!! Hrafnhildur Ása komin í frábært færi eftir stórgóða sókn Breiðablik og á skot sem fer í slánna! Ég hélt að þessi væri bara inni en sem betur fer fyrir Stjörnuna, þá var svo ekki.
34. mín
Flott sókn hjá Stjörnunni. Eyrún Embla með frábæran bolta upp í hornið, og síðan gengur hann lengra upp á Esther. Hún missir boltann aftur fyrir en fær hornspyrnuna.
32. mín
Anna Nurmi með alveg hörmulega sendingu og Esther komin í skotfæri fyrir utan teig. Hún lætur vaða en skotið er ekki gott og Aníta grípur boltann.
30. mín
Ég ætlaði að fara að skrifa áðan að það væri rosalegur munur á þessum liðum, það hefði sést í síðasta leik og aftur í dag. En eftir að Stjarnan minnkaði muninn, þá hefur leikurinnn sveiflast. Eins og maðurinn sagði, þá er þetta fljótt að breytast í boltanum.
26. mín
Caitlin Cosme skoraði fyrir Stjörnuna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

25. mín MARK!
Caitlin Meghani Cosme (Stjarnan)
Stoðsending: Hannah Sharts
COSME MINNKAR MUNINN!!! Það er fjör að færast í leikinn!

Hannah Sharts fær boltann aftur eftir að hún reyndi langt innkast. Hún á svo flotta fyrirgjöf sem Caitlin Cosme skallar í netið. Hún vann baráttuna við Ástu Eir, sem skoraði rétt áðan.

Þetta var gott svar hjá Stjörnunni!

23. mín
Mark númer tvö gerði Ásta Eir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
22. mín MARK!
Ásta Eir Árnadóttir (Breiðablik)
MARK!!!!!! Fyrirliðinn tvöfaldar forystuna hjá Blikum!

Þetta var áhugavert mark, svo ekki sé meira sagt. Ekki oft sem maður sér miðvörð skjóta svona. Ásta fær boltann á teignum eftir hornspyrnu og lætur bara vaða. Hár bolti og það kemur mikill sveigur á hann. Endar á því að fara yfir Auði og í netið.

Gott skot hjá miðverðinum!

20. mín
Agla María komin í fína stöðu og er næstum því búin að finna Ollu inn á teignum, en fær hornspyrnuna í staðinn.
18. mín
Mikið fram og til baka síðustu mínútur. Ekkert rosalega gæðamikill fótboltaleikur.
13. mín
Heimakonur gerðu ekkert með hornspyrnuna en þær fengu skyndisókn svo beint í andlitið. Sendingin hjá Ollu ekki nægilega góð á síðasta þriðjungnum. Endar beint í höndunum á Auði.
12. mín
Stjarnan aðeins að vakna til lífsins. Heimakonur fá hér hornspyrnu. Spurning hvort þær geti búið eitthvað til úr henni.
9. mín
Svona er Stjarnan að stilla upp
Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
6. mín
Svona eru Blikar að stilla upp
Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
5. mín
Hættuleg fyrirgjöf inn á teiginn hjá Blikum en Birta rétt missir af boltanum. Það liggur annað mark í loftinu.
4. mín
Mátti ekki miklu muna! Agla María með þrumuskot fyrir aftan teig sem fer rétt fram hjá markinu.
2. mín
Birta kom Blikum yfir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
1. mín MARK!
Birta Georgsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir
BYRJAR BARA NÁKVÆMLEGA EINS OG SÍÐAST! Blikar taka forystuna eftir um 40 sekúndur, alveg eins og þær gerðu á Kópavogsvelli á dögunum.

Gestirnir geysast upp í sókn og er Hrafnhildur Ása með boltann úti vinstra megin. Hún kemur honum fyrir á Birtu sem klárar ágætlega. Boltinn lekur einhvern veginn inn.

Ekki var þetta nú byrjunin sem Stjarnan hafði óskað sér.

1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað! Breiðablik byrjar með boltann og sækir í átt að Hagkaup.
Fyrir leik
Liðin mættust líka í fyrra Það er rétt að minnast á það að þessi lið mættust í undanúrslitum bikarsins í fyrra. Sá leikur fór alla leið í vítaspyrnukeppni og endaði með sigri Breiðablik. Blikar töpuðu svo óvænt gegn Víkingi í úrslitaleiknum.

Ef þessi leikur fer í vítaspyrnukeppni, þá verður þetta ansi langt kvöld...

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fyrir leik
Liðin ganga út á völl við lófatak í stúkunni. Myndi giska á að það séu innan við 100 manns á vellinum þegar leikurinn er við það að hefjast.
Fyrir leik
Það verður líklega engin stórmæting í Garðabæinn á þessum hvítasunnudegi, því miður. Ég hef líklega aldrei séð eins mörg laus stæði fyrir utan Samsungvöllinn og núna þegar 20 mínútur eru í leik. Það er leiðinlegt veður; grátt yfir og smá gola.
Fyrir leik
Breyting á liði Blika Það hefur verið gerð breyting á byrjunarliði Breiðabliks eftir að skýrslan var birt. Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir byrjar og Andrea Rut Bjarnadóttir fer á bekkinn.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Áslaug Munda líka að byrja sinn fyrsta leik í sumar Er að jafna sig eftir höfuðhögg. Hennar fyrsti byrjunarliðsleikur í sumar sem er gaman að sjá!

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Olla byrjar sinn fyrsta leik fyrir Blika Gekk í raðir Kópavogsfélagsins frá Þrótti í vetur.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Byrjunarlið Breiðabliks Nik Chamberlain gerir tvær breytingar frá sigrinum gegn Fylki í Bestu deildinni í síðustu viku. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir koma inn í byrjunarliðið fyrir Vigdísi Lilju Kristjánsdóttur og Barbáru Sól Gísladóttur.

1. Aníta Dögg Guðmundsdóttir (m)
4. Elín Helena Karlsdóttir
5. Anna Nurmi
7. Agla María Albertsdóttir
8. Heiða Ragney Viðarsdóttir
11. Andrea Rut Bjarnadóttir
13. Ásta Eir Árnadóttir (f)
17. Karitas Tómasdóttir
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
21. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir
28. Birta Georgsdóttir
Fyrir leik
Snýr aftur eftir að hafa fengið höfuðhögg Anna María mætt aftur í byrjunarlið Stjörnunnar.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Byrjunarlið Stjörnunnar Það er ein breyting frá sigrinum gegn FH. Fyrirliðinn Anna María Baldursdóttir snýr aftur eftir meiðsli og Sóley Edda Ingadóttir fer á bekkinn.

1. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (m)
3. Arna Dís Arnþórsdóttir
5. Eyrún Embla Hjartardóttir
6. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir
10. Anna María Baldursdóttir (f)
15. Hulda Hrund Arnarsdóttir
16. Caitlin Meghani Cosme
21. Hannah Sharts
22. Esther Rós Arnarsdóttir
23. Gyða Kristín Gunnarsdóttir
26. Andrea Mist Pálsdóttir
Fyrir leik
Breiðablik á tvo fulltrúa í landsliðinu Nýverið var kynntur landsliðshópur fyrir tvo mikilvæga leiki gegn Austurríki í undankeppni Evrópumótsins. Það eru tveir Blikar í hópnum en það eru Telma Ívarsdóttir og Ólöf Sigríður Kristinsdóttir. Ekki er pláss fyrir Öglu Maríu Albertsdóttur þó hún hafi byrjað tímabilið mjög vel.

Engin úr Stjörnunni komst í hópinn að þessu sinni.


Fyrir leik
Bríet með flautuna í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Síðasti leikurinn í 16-liða úrslitunum Þessi nágrannaslagur er síðasti leikur 16-liða úrslita Mjólkurbikars kvenna. Þetta eru úrslitin til þessa:

Tindastóll 1 - 2 Þór/KA
Grótta 1 - 3 Keflavík
Grindavík 2 - 2 ÍA
Valur 8 - 0 Fram
Afturelding 1 - 0 Víkingur R.
FH 3 - 2 FHL
Þróttur R. 5 - 0 Fylkir

Afturelding sló meistarana úr leik
Fyrir leik
Upprúllun um daginn Þessi lið mættust í Bestu deildinni um daginn og það var upprúllun af hálfu Breiðabliks. Sá leikur byrjaði rosalega en lokatölur voru 5-1. Agla María Albertsdóttir var besti leikmaður vallarins og skoraði stórglæsilegt mark.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Partýbyrjun hjá Blikum Andstæðingar Stjörnunnar í kvöld eru Blikar sem eru með fullt hús stiga á toppi Bestu deildarinnar ásamt Val. Blikar hafa litið frábærlega út í byrjun tímabilsins og hafa aðeins fengið á sig eitt mark í fyrstu fimm deildarleikjunum. Nik Chamberlain tók við liðinu í vetur og verkefnið undir hans stjórn er að fara afar vel af stað.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Stjörnuliðið farið rólega af stað Stjarnan er með tvo sigra og þrjú töp í fyrstu fimm leikjum sínum í Bestu deildinni en liðið vann góðan sigur gegn FH í síðustu umferð, 4-3. Stjarnan missti nokkra frábæra leikmenn í vetur og þar ber helst að nefna Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur sem er ólétt. Það hafa orðið miklar breytingar á liðinu og mun örugglega taka tíma að púsla þessu saman.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Góða kvöldið! Kæru lesendur og verið velkomnir í beina textalýsingu frá leik Stjörnunnar og Breiðabliks í Mjólkurbikar kvenna. Þetta verður vonandi hörkuleikur!

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
32. Aníta Dögg Guðmundsdóttir (m)
4. Elín Helena Karlsdóttir
5. Anna Nurmi ('112)
7. Agla María Albertsdóttir
8. Heiða Ragney Viðarsdóttir
9. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir ('64)
13. Ásta Eir Árnadóttir (f)
14. Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir ('64)
17. Karitas Tómasdóttir ('64)
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
28. Birta Georgsdóttir ('78)

Varamenn:
6. Mikaela Nótt Pétursdóttir
10. Katrín Ásbjörnsdóttir ('64)
11. Andrea Rut Bjarnadóttir ('64)
15. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('78)
16. Írena Héðinsdóttir Gonzalez ('64)
27. Barbára Sól Gísladóttir ('112)
33. Margrét Lea Gísladóttir

Liðsstjórn:
Nik Chamberlain (Þ)
Ólafur Pétursson
Hermann Óli Bjarkason
Ana Victoria Cate
Edda Garðarsdóttir
Sævar Örn Ingólfsson

Gul spjöld:
Ásta Eir Árnadóttir ('56)
Anna Nurmi ('75)

Rauð spjöld:
Agla María Albertsdóttir ('115)