Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
Grindavík
2
2
Grótta
Sigurjón Rúnarsson '40 1-0
1-1 Arnar Daníel Aðalsteinsson '48
1-2 Damian Timan '61
Dagur Ingi Hammer Gunnarsson '71 2-2
20.05.2024  -  14:00
Stakkavíkurvöllur-Safamýri
Lengjudeild karla
Dómari: Þórður Þorsteinn Þórðarson
Maður leiksins: Arnar Daníel Aðalsteinsson
Byrjunarlið:
1. Aron Dagur Birnuson (m) ('92)
Dagur Ingi Hammer Gunnarsson
8. Josip Krznaric ('92)
10. Einar Karl Ingvarsson (f)
11. Símon Logi Thasaphong ('80)
16. Dennis Nieblas
21. Marinó Axel Helgason ('16)
23. Matevz Turkus
26. Sigurjón Rúnarsson
30. Ion Perelló
77. Kwame Quee

Varamenn:
2. Hrannar Ingi Magnússon ('16)
5. Eric Vales Ramos ('92)
17. Hassan Jalloh ('80)
18. Christian Bjarmi Alexandersson
22. Lárus Orri Ólafsson
24. Ingólfur Hávarðarson ('92)
44. Helgi Hafsteinn Jóhannsson

Liðsstjórn:
Brynjar Björn Gunnarsson (Þ)
Orri Freyr Hjaltalín
Hávarður Gunnarsson
Beka Kaichanidis
Jón Aðalgeir Ólafsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þá er þessu lokið hér á Stakkavíkurvelli í Safamýri.

Jafntefli niðurstaðan hér í dag og eflaust hægt að tala um sanngjörn úrslit.

Viðtöl og skýrsla væntanleg.
96. mín
Damian með skotið af talsverður færi en Ingólfur ver.
95. mín Gult spjald: Arnar Daníel Aðalsteinsson (Grótta)
Stöðvar skyndisókn
93. mín
Uppbótartíminn er óljós en ég er alveg að reikna með góðum þremur mínútum til viðbótar.
92. mín
Inn:Eric Vales Ramos (Grindavík) Út:Josip Krznaric (Grindavík)
92. mín
Inn:Ingólfur Hávarðarson (Grindavík) Út:Aron Dagur Birnuson (Grindavík)
Aron Dagur getur ekki haldið áfram.
86. mín
Inn:Ragnar Björn Bragason (Grótta) Út:Kristófer Orri Pétursson (Grótta)
Þreföld skipting hjá Gróttu, Tveir af þremur eru réttir, Leikmaður 27 kemur sömuleiðis inn á en er ekki skráður á skýrslu.
86. mín
Inn:Axel Sigurðarson (Grótta) Út:Gabríel Hrannar Eyjólfsson (Grótta)
Þreföld skipting hjá Gróttu, Tveir af þremur eru réttir, Leikmaður 27 kemur sömuleiðis inn á en er ekki skráður á skýrslu.
86. mín
Inn:Arnar Þór Helgason (Grótta) Út:Tómas Orri Róbertsson (Grótta)
Þreföld skipting hjá Gróttu, Tveir af þremur eru réttir, Leikmaður 27 kemur sömuleiðis inn á en er ekki skráður á skýrslu.
84. mín
Dagur Ingi með skot eftir skyndisókn en boltinn framhjá marki Gróttu.
80. mín
Inn:Hassan Jalloh (Grindavík) Út:Símon Logi Thasaphong (Grindavík)
78. mín
Dagur Ingi fer niður í teignum í baráttu við Grím Inga.

Þórður segir nei. Hornspyrna niðurstaðan.

Hugsa að það sé rétt niðurstaða.
76. mín
Grótta ógnar
Gabríel Hrannar með fyrirgjöf frá vinstri sem að Damian rétt missir af í markteignum.
71. mín MARK!
Dagur Ingi Hammer Gunnarsson (Grindavík)
Stoðsending: Ion Perelló
Ekki virkaði leikhléið vel fyrir Gróttu
Ion Perrló nær fínustu fyrirgjöf fyrir markið frá hægri.
Á nærstöngina mætir Dagur Ingi og skallar boltann í netið af mjög stuttu færi. Rafal frosinn á línunni og eftirleikurinn auðveldur fyrir Dag.
69. mín
Grótta tekur hér leikhlé Rafal sest á völlinn og allir 10 útileikmenn Gróttu taka rakleitt strikið á bekkinn.

Þori nánast að fullyrða að það sé sama og ekki neitt að hrjá Rafal í markinu.
67. mín
Fátt markvert gerst hér síðustu mínútur, Grindavík reynt að færa lið sitt framar en ekki skapað sér teljandi tækifæri.
61. mín MARK!
Damian Timan (Grótta)
Grótta kemst yfir
Einföld uppskrift, sækja hratt upp vinstri vænginn og koma boltanum fyrir markið. Þar tekst varnarmönnum ekki að koma boltanum frá sem berst til Damian sem að skorar af stuttu færi úr teignum.
59. mín
Skyndisókn Gróttu
Sækja hratt upp hægri vænginn, færa boltann inn að D-boga á Damian sem á skotið sem fer af varnarmanni, Aron Dagur lagður af stað í hornið en nær að stöðva sig og handsamar boltann.
56. mín
Dagur Ingi með skot fyrir Grindavík eftir ágæta sóknarlotu en skotið hátt yfir markið.
52. mín
Heimamenn í Grindavík farið rosalega hægt af stað í þessum síðari hálfleik og gengið afar illa að halda í boltann.
48. mín MARK!
Arnar Daníel Aðalsteinsson (Grótta)
Grótta jafnar
Hornspyrna frá vinstri tekinn inn á miðjan teiginn þar sem Arnar Daníel er einfaldlega sterkari en allir aðrir og kemur boltanum í netið.

Allt jafnt á ný.
48. mín
Grótta sækir fyrstu hornspyrnu siðari hálfleiks.
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn Gestirnir sparka okkur af stað á ný.

Marki undir og þurfa að sækja, vonandi að það opni leikinn.
45. mín
Hálfleikur

Þessu fyrri hálfleik er lokið hér á Stakkavíkurvelli.

Verulega bragðdauft framan af og vonandi að mark Grindvíkinga komi til með að opna þennan leik í þeim síðari.

Komum aftur að vörmu spori.
40. mín MARK!
Sigurjón Rúnarsson (Grindavík)
Stoðsending: Matevz Turkus
Heimamenn taka forystu! Grindvíkingar halda pressunni eftir horn.

Turkus fær boltann úti til hægri og nær fínni fyrirgjöf yfir á fjærstöng þar sem Sigurjón er aleinn. Honum verða ekki á nein mistök og skallar boltann í gagnstætt horn. Rafal á leið á móti boltanum og á ekki séns,.

Það sem þessi leikur þurfti á þessu marki að halda.
39. mín
Grindavík ógnar
Vinna boltann við teig Gróttu, Perelló sýnist mér það vera en hann finnur ekki samherja í teignum.
36. mín

Kwame Quee er skemmtikraftur og reynir að hrista upp í þessu en án árangurs þó. Skot hans af varnarmanni í fang Rafal.
35. mín
Eins lokað og það verður
Það er bara ekkert að frétta héðan. Eins lokaður leikur og hugsast getur, bæði lið að gera vel í að loka öllum svæðum og tempóið í leiknum svakalega hægt.
28. mín
Tómas Orri með hörkuskot að marki eftir að Grindvíkingar tapa boltanum á eigin vallarhelmingi

Aron Dagur ver í horn. Ekkert kemur upp úr horninu.
24. mín Gult spjald: Alex Bergmann Arnarsson (Grótta)

Hraustleg tækling úti við hliðarlínu. Þórður rífur upp spjaldið.
22. mín
Mjög rólegt yfir þessu
Aðstæður að hafa mögulega smá áhrif. Bætt talsvert í vind hér í Safamýri.

Þó eitthvað sem menn úr Grindavík og Seltjarnarnesi ættu að vera vanir.
16. mín
Inn:Hrannar Ingi Magnússon (Grindavík) Út:Marinó Axel Helgason (Grindavík)
Marinó lokið leik hér í dag.
15. mín
Marinó Axel liggur eftir eftir tæklingu og þarf aðhlynningu.

Virðist nokkuð þjáður og spurning hvort hann geti haldið áfram.
13. mín
Grótta sækir.
Álitleg sókn, boltinn inn á teiginn í hlaupaleið Gabríels Hrannars en flaggið á loft.
10. mín
Fátt um fína drætti hér fyrstu 10 mínúturnar. Grótta ívið sterkari þó ef eitthvað er.

Dennis Nieblas verið í brasi í öftustu línu Grindavíkur.
5. mín
Grótta í hörkufæri!
Grímur Freyr einn gegn Aroni eftir snarpa sókn Gróttu.

Fer illa með frábæra stöðu og setur boltann beint á Aron Dag sem gerir þó vel í að verja.
2. mín

Grótta með fyrstu tilraun leiksins. Vel yfir markið og í rúðuna á veislusalnum og brýtur hana.

1. mín
Leikur hafinn
Heimamenn sparka okkur af stað
Fyrir leik
Liðin ganga til vallar
Allt að verða til reiðu hér á Stakkavíkurvelli í Safamýri.
Jón Júlíus er að kynna liðin og styttist óðum í upphafsflautið.
Fyrir leik
Í beinni á Youtube
Fyrir leik
Þriðja liðið
Þórður Þorsteinn Þórðarson er með flautu í munni á Stakkavíkurvelli í dag. Honum til aðstoðar eru þeir Daníel Ingi Þórisson og Jovan Subic.
Frosti Viðar Gunnarsson er svo eftirlitsmaður KSÍ.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Spámaðurinn Að þessu sinni er það handboltakappinn Gunn­ar Malmquist Þórs­son sem spáir í leikinna. Hann er leikmaður Aftureldingar sem mætir FH í lokaúrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta.

Grindavík 2 - 0 Grótta

Grindvíkingar njóta góðs af körfubolta momentum og sækja sér í þrjú stig í Safamýrinni.

Mynd: Mummi Lú

Fyrir leik
Grindavík
Grindvíkingar ætluðu sér annað og meira úr fyrstu umferðum mótsins en það eina stig sem liðið er með. Eftir tap gegn Fjölni í fyrstu umferð eygðu Grindvíkingar fyrsta sigur sinn í deildinni gegn ÍR. Mark Kwame Quee á 10.mínútu leiksins virtist ætla að duga þeim en er komið var fram í uppbótartíma jafnaði Bragi Karl Bjarkason fyrir ÍR og niðurstaðan 1-1 jafntefli.

Gríðarlegar breytingar urðu á liði Grindvíkinga fyrir þetta tímabil og stefnan hjá Grindavík er að gera atlögu að sæti í Bestu deildinni. Til þess þarf úrslit og ekki má bíða of lengi með að sækja þau ætli liðið sér að vera með í þeirri baráttu.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Grótta
Grótta getur vel við unað eftir fyrstu tvo leiki liðsins í mótinu. Jafntefli gegn Aftureldingu á útvelli í fyrstu umferð og heimasigur á liði Keflavíkur í þeirri annari en báðum þessum liðum var spáð talsvert betra gengi í deildinni fyrir mót.

Það verður því fróðlegt að sjá hvernig Gróttuliðið mætir til leiks á Stakkavíkurvelli i dag gegn Grindavíkurliði sem farið hefur heldur hægt af stað í sumar.

Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Fyrir leik
Safamýrin heilsar
Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu Fótbolta.net frá leik Grindavíkur og Gróttu í þriðju umferð Lengjudeildar karla.

Flautað verður til leiks á Stakkavíkurvelli í Safamýri á slaginu klukkan 14.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Rafal Stefán Daníelsson (m)
Damian Timan
4. Arnar Daníel Aðalsteinsson
4. Alex Bergmann Arnarsson
5. Patrik Orri Pétursson
8. Tareq Shihab
10. Kristófer Orri Pétursson (f) ('86)
12. Gabríel Hrannar Eyjólfsson ('86)
17. Tómas Orri Róbertsson ('86)
18. Aron Bjarki Jósepsson
29. Grímur Ingi Jakobsson

Varamenn:
31. Theódór Henriksen (m)
2. Arnar Þór Helgason ('86)
3. Eirik Soleim Brennhaugen
8. Tumeliso Ratsiu
11. Axel Sigurðarson ('86)
15. Ragnar Björn Bragason ('86)
16. Kristján Oddur Bergm. Haagensen
27. Valdimar Daði Sævarsson

Liðsstjórn:
Chris Brazell (Þ)
Magnús Örn Helgason
Dominic Ankers
Ívan Óli Santos
Viktor Steinn Bonometti
Leonidas Baskas

Gul spjöld:
Alex Bergmann Arnarsson ('24)
Arnar Daníel Aðalsteinsson ('95)

Rauð spjöld: