Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
Besta-deild kvenna
Tindastóll
16:00 0
0
Víkingur R.
Besta-deild kvenna
Fylkir
16:00 0
0
Valur
Besta-deild kvenna
Breiðablik
90' 3
0
Þróttur R.
Þór/KA
5
0
Tindastóll
Agnes Birta Stefánsdóttir '13 1-0
Karen María Sigurgeirsdóttir '18 2-0
Konráð Freyr Sigurðsson '18
Iðunn Rán Gunnarsdóttir '33 3-0
Sandra María Jessen '45 4-0
Emelía Ósk Kruger '83 5-0
24.05.2024  -  20:15
Boginn
Besta-deild kvenna
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Maður leiksins: Karen María Sigurgeirsdóttir (Þór/KA)
Byrjunarlið:
12. Shelby Money (m)
Ísfold Marý Sigtryggsdóttir ('46)
8. Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir ('79)
9. Karen María Sigurgeirsdóttir
10. Sandra María Jessen (f)
11. Una Móeiður Hlynsdóttir ('67)
14. Margrét Árnadóttir
19. Agnes Birta Stefánsdóttir ('79)
22. Hulda Ósk Jónsdóttir ('67)
23. Iðunn Rán Gunnarsdóttir
24. Hulda Björg Hannesdóttir

Varamenn:
1. Harpa Jóhannsdóttir (m)
5. Steingerður Snorradóttir ('67)
13. Sonja Björg Sigurðardóttir ('79)
15. Lara Ivanusa
16. Lidija Kulis
17. Emelía Ósk Kruger ('79)
18. Bríet Jóhannsdóttir ('46)
21. Bríet Fjóla Bjarnadóttir ('67)

Liðsstjórn:
Jóhann Kristinn Gunnarsson (Þ)
Pétur Heiðar Kristjánsson
Iðunn Elfa Bolladóttir
Sigurbjörn Bjarnason
Aron Birkir Stefánsson
Jóhann Hilmar Hreiðarsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Öruggur sigur Þór/KA. Viðtöl og skýrsla væntanleg á síðuna á eftir
90. mín
Inn:Katla Guðný Magnúsdóttir (Tindastóll ) Út:Hugrún Pálsdóttir (Tindastóll )
90. mín
Inn:Kristrún María Magnúsdóttir (Tindastóll ) Út:Elísa Bríet Björnsdóttir (Tindastóll )
90. mín
Inn:Birna María Sigurðardóttir (Tindastóll ) Út:Lara Margrét Jónsdóttir (Tindastóll )
88. mín
Karen María með fína tilraun en boltinn fer framjá.
83. mín MARK!
Emelía Ósk Kruger (Þór/KA)
Stoðsending: Sonja Björg Sigurðardóttir
MAAAAARK! Fimmta markið er komið! Það eru varamennirnir sem búa þetta til.

Sonja með fyrirgjöfina og Emelía skallar boltann í netið.
82. mín
Sonja Björg fær senndingu inn fyrir vörnina og reynir að vippa yfir Monicu en boltinn fer framhjá
79. mín
Inn:Emelía Ósk Kruger (Þór/KA) Út:Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir (Þór/KA)
Síðustu skiptingar Þór/KA
79. mín
Inn:Sonja Björg Sigurðardóttir (Þór/KA) Út:Agnes Birta Stefánsdóttir (Þór/KA)
76. mín
Agnes Birta nálægt því að setja boltann íeigið net en hann fer rétt framhjá. Misheeppnuð hreinsun hjá henni. Ekkert kom út úr horninu.
76. mín
Bríet með skot sem Monica ver
72. mín
Hin 14 ára gamla Bríet Fjóla er komin hérna inn á. Hún var nálægt því að sleppa í gegn en náði ekki að taka nægilega vel á móti boltanum.
67. mín
Inn:Bríet Fjóla Bjarnadóttir (Þór/KA) Út:Una Móeiður Hlynsdóttir (Þór/KA)
67. mín
Inn:Steingerður Snorradóttir (Þór/KA) Út:Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
65. mín
Hulda Ósk með skot yfir markið. Langt því frá sama fjör í síðari hálfleik og í þeim fyrri.
61. mín
Margrét Árnadóttir sýnist mér með fínt skot fyrir utan teiginn en hittir ekki markið
59. mín
Jordyn Rhoades með skot skástrik fyrirgjöf en boltinn fer framhjá markinu.
58. mín
Þetta fer ansi hægt af stað héerna í síðari hálfleik. Þór/KA er að ná örlítið betri tökum á þessu.
53. mín
Hulda Ósk í fínu færi en skotið ekki nægilega gott og Monica á ekki í neinum vandræðum
47. mín
Tindastóll fær hornspyrnu Þór/KA koma boltanum frá
46. mín
Síðari hálfleikur farinn af stað Ein breyting á hvoru liði
46. mín
Inn:Bríet Jóhannsdóttir (Þór/KA) Út:Ísfold Marý Sigtryggsdóttir (Þór/KA)
46. mín
Inn:Saga Ísey Þorsteinsdóttir (Tindastóll ) Út:Laufey Harpa Halldórsdóttir (Tindastóll )
45. mín
Hálfleikur
Flautað til loka fyrri hálfleiks um leið og markið kom!
45. mín MARK!
Sandra María Jessen (Þór/KA)
Stoðsending: Iðunn Rán Gunnarsdóttir
MAAARK! +2

ÞETTA VAR ALVÖRU! Sandra María gerir hrikalega vel að koma sér í gegn og leggur boltann á hægri fótinn sinn og tekur skotið nánast í skrefinu við vítateigslínuna!

Iðunn með langa sendingu fram völlinn beint á Söndru, glæsilegt frá A-Ö.
45. mín
Tvær mínútur í uppbótatíma fyrri hálfleiks
41. mín
Elísa Bríet kemst hérna í fyrstu sókn Tindastóls held ég alveg örugglega en á misheppnað skot og boltinn fer vel framhjá markinu.
37. mín
Darraðadans inn á teig Tindastóls. Þeim tekst ekki að koma boltanum frá og það er síðan Sandra María sem nær að skalla boltann en hann fere í jörðina og Monica nær til boltans.
36. mín
Ísfold Marý með hörku skot en boltinn fer framhjá
33. mín MARK!
Iðunn Rán Gunnarsdóttir (Þór/KA)
MAAARK! Kimberley á skallann eftir hornspyrnuna sem Monica ver út í teiginn. Iðunn er fljót að átta sig og neglir boltanum í netið. 3-0!
32. mín
Þór/KA fær hornspyrnu
30. mín
Þetta hefur verið algjör einstefna. Aðeins róast yfir þessu undanfarnar mínútur.
25. mín
DAUÐAFÆRI Hulda Björg er ekki vön því að vera fyrir framan mark andstæðingana. Hún fær boltann og á misheppnað skot og boltinn fer framhjá.
24. mín
Sandra María blakar höndunum, vill fá brot þar sem Gwendolyn Mummert rífur í hana þegar hún er að eltast við boltann við vítateiginn en ekkert dæmt.
23. mín
Frábærlega gert hjá Huldu Ósk sem kemur sér inn á teiginn og á skot sem fer framhjá markinu
18. mín Rautt spjald: Konráð Freyr Sigurðsson (Tindastóll )
Konráð ósáttur við eitthvað hérna strax í kjölfarið á markinu og fær tvö gul og þar með rautt!
18. mín MARK!
Karen María Sigurgeirsdóttir (Þór/KA)
Stoðsending: Hulda Björg Hannesdóttir
MAAAARK! Hulda Björg með langa sendingu fram á Karen sem brunar í átt að marki og skorar að miklu öryggi. Rangstöðutaktíkin hjá Stólunum að bregðast þeim algjörlega.
13. mín MARK!
Agnes Birta Stefánsdóttir (Þór/KA)
Stoðsending: Karen María Sigurgeirsdóttir
MAAAAARK! Hulda Ósk var í færi rétt áðan en Monica varði stórkostlega. Í kjölfarið fékk Þór/KA hornspyrnu og Agnes Birta skorar með skalla!
12. mín
Inn:Krista Sól Nielsen (Tindastóll ) Út:Aldís María Jóhannsdóttir (Tindastóll )
Aldís getur ekki haldið leik áfram
10. mín
Margrét missir boltann á stórhættulegum stað en skot hátt yfir úr góðu færi.
9. mín
Hætta inn á teignum Hornspyrna hjá Þór/KA. Monica nær ekki að handsama boltann og hann dettur dauður inn á teignum en Tindastóll nær að bjarga að lokum.
8. mín
Aldís María Jóhannsdóttir fékk högg á hnakkann þegar hún fór upp í skallaeinvígi og lá hérna eftir en er staðin upp og bíður eftir því að koma aftur inn á.
5. mín
Hulda Björg með þrumuskot yfir markið
2. mín
Hulda Ósk með sendingu inn á teiginn. Þetta virðist vera renna út í sandinn en boltinn endar hjá Margréti sem á skotið og Elísa Bríet gerir hrikalega vel að komast fyrir. Boltinn endar að klokum í höndunum á Monicu.
1. mín
Leikur hafinn
Gestirnir koma þessu af stað
Fyrir leik
Liðin eru komin út á völl Þetta er að bresta á
Fyrir leik
Það vekur athygli að Murielle Tiernan leikmaður Fram í 2. deild er í liðstjórninni hjá Tindastóli en hún gekk til liðs við Fram frá Tindastóli í vetur. Þetta er í annað sinn sem hún er í liðstjórn Stólanna í sumar.
   27.04.2024 19:16
Bryndís Rut: Partur af fjölskyldunni þó hún sé núna í öðru liði


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Byrjunarliðin Það er ein breyting á liði heimakvenna frá leiknum í Mjólkurbikarnum. Bryndís Eiríksdóttir er ekki í leikmannahópnum en Una Móeiður Hlynsdóttir kemur inn í liðið í hennar stað.

Það er einnig ein breyting á liði Tindastóls. Lara Margrét Jónsdóttir kemur inn í liðið fyrir Birgittu Rún Finnbogadóttir sem er ekki í leikmannahópnum.
Fyrir leik
Dómarateymið Sigurður Hjörtur Þrastarson verður með flautuna í kvöld. Aðalsteinn Tryggvason og Sigurjón Þór Vignisson eru honum til aðstoðar. Patrik Freyr Guðmundsson er fjórði dómari og Tryggvi Þór Gunnarsson eftirlitsmaður KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sigurður Hjörtur Þrastarson
Fyrir leik
Cecilía spáir Cecilía Rán Rúnarsdóttir landsliðsmarkvörður spáir í spilin fyrir umferðina. Hún spáir öruggum heimasigri og segir að Sandra María skori aðra fernuna sína á tímabilinu.

Þór/KA 4 - 0 Tindastóll
Auðveldur sigur fyrir Þór/KA í Norðurlandsslagnum. Sandra María heldur áfram að vera best og setur öll fjögur.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Fyrir leik
Tindastóll Tindastóll er í 5. sæti með sex stig. Liðið hefur mætt bæði Val og Breiðablik og tapað báðum. Liðið vann tvo leiki í röð gegn Stjörnunni og Fylki. Jordyn Rhodes er markahæst í liðinu með tvö mörk en bæði mörkin komu í 2-0 sigri á Stjörnunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Þór/KA Þór/KA er í 3. sæti deildarinnar en liðið tapaði gegn Val í fyrstu umferð og hefur unnið alla leiki sína síðan. Sandra María Jessen hefur farið ótrúlega vel af stað og er markahæst í deildinni með níu mörk.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Annar leikurinn á tæpri viku milli liðanna Liðin áttust við fyrir viku síðan í Mjólkurbikarnum. Það var heimaleikur Tindastóls en hann fór fram á Dalvík. Þór/KA sigraði með tveimur mörkum gegn einu. Heimakonur náðu forystunni en Karen María Sigurgeirsdóttir og Hulda Ósk Jónsdóttir skoruðu sitt markið hvor fyrir Þór/KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Karen María Sigurgeirsdóttir
Fyrir leik
Góða kvöldið Verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Þórs/KA og Tindastóls í Bestu deild kvenna. Leikurinn er liður í 6. umferð og fer fram í Boganum. Ansi áhugaverð tímasetning en flautað verður til leiks klukkan 20:15.
Byrjunarlið:
1. Monica Elisabeth Wilhelm (m)
Laufey Harpa Halldórsdóttir ('46)
3. Bryndís Rut Haraldsdóttir (f)
9. María Dögg Jóhannesdóttir
10. Elísa Bríet Björnsdóttir ('90)
11. Aldís María Jóhannsdóttir ('12)
14. Lara Margrét Jónsdóttir ('90)
16. Annika Haanpaa
17. Hugrún Pálsdóttir ('90)
27. Gwendolyn Mummert
30. Jordyn Rhodes

Varamenn:
12. Sigríður H. Stefánsdóttir (m)
2. Saga Ísey Þorsteinsdóttir ('46)
4. Birna María Sigurðardóttir ('90)
15. Emelía Björk Elefsen
15. Katla Guðný Magnúsdóttir ('90)
20. Kristrún María Magnúsdóttir ('90)
21. Krista Sól Nielsen ('12)

Liðsstjórn:
Konráð Freyr Sigurðsson (Þ)
Halldór Jón Sigurðsson (Þ)
Murielle Tiernan
Árný Lilja Árnadóttir
Þórólfur Sveinsson
Nikola Stoisavljevic

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Konráð Freyr Sigurðsson ('18)