Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   lau 27. apríl 2024 19:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Bryndís Rut: Partur af fjölskyldunni þó hún sé núna í öðru liði
Bryndís Rut Haraldsdóttir.
Bryndís Rut Haraldsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Murielle Tiernan var á bekknum hjá Tindastóli í dag.
Murielle Tiernan var á bekknum hjá Tindastóli í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Bara svekkelsi. Maður vill fá meira út úr þessu. Við komum með það hugarfar að gera meira og betur en það sem við fengum," sagði Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði Tindastóls, eftir 3-0 tap gegn Breiðabliki í Bestu deild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 Tindastóll

Tindastóll getur tekið margt jákvætt úr leiknum þrátt fyrir 3-0 tap. Þær fengu fín færi til að jafna og voru á löngum köflum að spila nokkuð vel.

„Ég held að 3-0 segi ekki allt um leikinn. Það var margt gott í þessu. Þegar maður tekur sénsa þá kemur það stundum í bakið á manni. Við fengum það svolítið í andlitið. Ég átti svolítið í þessu marki (öðru markinu) en það er bara áfram gakk og næsti leikur."

Tindastóll er án stiga eftir tvo leiki í deildinni.

„Ég held að hópurinn sé mótíveraður að gera betur og vel. Ég held að það sé bara upp og áfram, en ég held að við séum öll á sömu línu með það. Það er næsti leikur og við komum hungraðar í stig þar. Ég er ánægð með það að hugarfarið er rétt."

Murielle Tiernan var í liðsstjórn hjá Tindastóli í dag. Hún lék lengi með Stólunum en skipti nýverið yfir í Fram.

„Það er æðislegt. Hún er góð vinkona okkar allra og á alltaf stað í hjarta okkar þó hún sé að spila með Fram. Hún ætlar alveg að vera eitthvað með okkur af hliðarlínunni og við tökum henni alltaf fagnandi. Við elskum Murr, það klikkar ekki. Það er mikill vinsskapur þarna á milli. Hún er partur af fjölskyldunni þó hún sé núna í öðru liði," sagði Bryndís.

Hægt er að horfa á allt viðtalið í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Bryndís meðal annars um stöðuna á Sauðárkróksvelli.
Athugasemdir
banner
banner