Tveir miðverðir orðaðir við Liverpool - Graham Potter næsti landsliðsþjálfari Englands? - Arsenal líklegast til að fá Merino - Man City vill fá...
Ómar Björn: Loksins að fá að skora á heimavelli
Jón Þór svekktur út í sjálfan sig: Var pínu hikandi að taka menn útaf
Talar um ítölsku ræturnar og góðan varnarleik - „Simeone væri stoltur“
Rúnar Páll: Sól í stúkunni og smá brúnka
Ísak Óli: Særð dýr koma alltaf og bíta frá sér
Ómar: Óhað frammistöðu þá þurfum við að vinna næsta leik
Kjartan Henry: Leikur sem reyndi á allskonar hliðar fótboltans
Hallgrímur Mar: Geggjuð ferð vestur - fórum á Bolafjallið
Haddi eftir átta gul spjöld á KA: Öll miðjan mín er í banni í næsta leik
Davíð Smári ósáttur við Helga Mikael: Hvað segi ég rangt ef ég segi nafn dómarans?
Maggi lét menn heyra það - „Þurfum að kafa mjög djúpt"
Heiður að vera með bandið - „Ætluðum að bæta upp fyrir drulluna"
Siggi Höskulds: Gerir mig mjög spenntan fyrir framhaldinu
Gunnar Heiðar: Sýnum það í úrslitum og stigasöfnun að við erum að gera eitthvað rétt
Dragan: Það er betra eitt stig en ekki neitt
Halli Hróðmars: Okkur vantaði púðrið til að keppa við ÍR
Árni Guðna: Erum ekkert verri en önnur lið í deildinni
Fanney: Þægilegur dagur á skrifstofunni
Guðný hæstánægð: Okkur langaði að spila fyrir þær í kvöld
Dreymdi um 1-0 sigur en fékk meira - „Ég er orðin sveitt aftur"
   lau 27. apríl 2024 19:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Bryndís Rut: Partur af fjölskyldunni þó hún sé núna í öðru liði
Bryndís Rut Haraldsdóttir.
Bryndís Rut Haraldsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Murielle Tiernan var á bekknum hjá Tindastóli í dag.
Murielle Tiernan var á bekknum hjá Tindastóli í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Bara svekkelsi. Maður vill fá meira út úr þessu. Við komum með það hugarfar að gera meira og betur en það sem við fengum," sagði Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði Tindastóls, eftir 3-0 tap gegn Breiðabliki í Bestu deild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 Tindastóll

Tindastóll getur tekið margt jákvætt úr leiknum þrátt fyrir 3-0 tap. Þær fengu fín færi til að jafna og voru á löngum köflum að spila nokkuð vel.

„Ég held að 3-0 segi ekki allt um leikinn. Það var margt gott í þessu. Þegar maður tekur sénsa þá kemur það stundum í bakið á manni. Við fengum það svolítið í andlitið. Ég átti svolítið í þessu marki (öðru markinu) en það er bara áfram gakk og næsti leikur."

Tindastóll er án stiga eftir tvo leiki í deildinni.

„Ég held að hópurinn sé mótíveraður að gera betur og vel. Ég held að það sé bara upp og áfram, en ég held að við séum öll á sömu línu með það. Það er næsti leikur og við komum hungraðar í stig þar. Ég er ánægð með það að hugarfarið er rétt."

Murielle Tiernan var í liðsstjórn hjá Tindastóli í dag. Hún lék lengi með Stólunum en skipti nýverið yfir í Fram.

„Það er æðislegt. Hún er góð vinkona okkar allra og á alltaf stað í hjarta okkar þó hún sé að spila með Fram. Hún ætlar alveg að vera eitthvað með okkur af hliðarlínunni og við tökum henni alltaf fagnandi. Við elskum Murr, það klikkar ekki. Það er mikill vinsskapur þarna á milli. Hún er partur af fjölskyldunni þó hún sé núna í öðru liði," sagði Bryndís.

Hægt er að horfa á allt viðtalið í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Bryndís meðal annars um stöðuna á Sauðárkróksvelli.
Athugasemdir
banner
banner
banner