Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
   lau 27. apríl 2024 19:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Bryndís Rut: Partur af fjölskyldunni þó hún sé núna í öðru liði
Kvenaboltinn
Bryndís Rut Haraldsdóttir.
Bryndís Rut Haraldsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Murielle Tiernan var á bekknum hjá Tindastóli í dag.
Murielle Tiernan var á bekknum hjá Tindastóli í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Bara svekkelsi. Maður vill fá meira út úr þessu. Við komum með það hugarfar að gera meira og betur en það sem við fengum," sagði Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði Tindastóls, eftir 3-0 tap gegn Breiðabliki í Bestu deild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 Tindastóll

Tindastóll getur tekið margt jákvætt úr leiknum þrátt fyrir 3-0 tap. Þær fengu fín færi til að jafna og voru á löngum köflum að spila nokkuð vel.

„Ég held að 3-0 segi ekki allt um leikinn. Það var margt gott í þessu. Þegar maður tekur sénsa þá kemur það stundum í bakið á manni. Við fengum það svolítið í andlitið. Ég átti svolítið í þessu marki (öðru markinu) en það er bara áfram gakk og næsti leikur."

Tindastóll er án stiga eftir tvo leiki í deildinni.

„Ég held að hópurinn sé mótíveraður að gera betur og vel. Ég held að það sé bara upp og áfram, en ég held að við séum öll á sömu línu með það. Það er næsti leikur og við komum hungraðar í stig þar. Ég er ánægð með það að hugarfarið er rétt."

Murielle Tiernan var í liðsstjórn hjá Tindastóli í dag. Hún lék lengi með Stólunum en skipti nýverið yfir í Fram.

„Það er æðislegt. Hún er góð vinkona okkar allra og á alltaf stað í hjarta okkar þó hún sé að spila með Fram. Hún ætlar alveg að vera eitthvað með okkur af hliðarlínunni og við tökum henni alltaf fagnandi. Við elskum Murr, það klikkar ekki. Það er mikill vinsskapur þarna á milli. Hún er partur af fjölskyldunni þó hún sé núna í öðru liði," sagði Bryndís.

Hægt er að horfa á allt viðtalið í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Bryndís meðal annars um stöðuna á Sauðárkróksvelli.
Athugasemdir
banner