Liverpool berst við spænsku risana um Wharton - Nkunku orðaður við Liverpool - Rodrygo í enska boltann?
Davíð Smári: Ákvörðunin erfiðari eftir frammistöðuna gegn Blikum
Gunnar Heiðar: Héldum ekki áfram að gera það sem við erum góðir í
Jóhann Birnir: Meira svekktur með að það kom óðagot á okkur
Hemma Hreiðars bragur að myndast hjá HK - „Vilja æfa eins og skepnur"
Óli Íshólm: Eitthvað til að byggja ofan á en súrt var það
Þriðji markvörður Fjölnis í þremur leikjum - „Ekki algengt að tveir markmenn af þrem meiðist"
Árni Guðna: Þurfum að snúa þessum jafnteflum upp í sigra
De Jong spark fékk bara gult spjald „Hann fer bara með takkana í magann á honum"
Matti: Fyrri hálfleikurinn fer í algjört andleysi
Agla María: Ansi góð vika og við förum sáttar inn í helgina
Berglind Björg: Auðvitað er það alltaf markmiðið
Best í Mjólkurbikarnum: Örugglega fyrsta þrennan á ferlinum
Arnar Gunnlaugs á nýja grasinu: Ótrúlegir hlutir gerst síðustu vikur
Arnór Borg um VÆB fagn Vestra: Daði var að cooka inn í klefa, Róa eitthvað
Dóri Árna: Ef maður misstígur sig einu sinni þá ertu búinn
Davíð Smári eftir magnaðan sigur: Þetta er fótboltaleikur, það eru tilfinningar
Haddi: Gerum glórulaus mistök
Rúnar Kristins: Baráttuandinn og viljinn til staðar
Sjáðu síðasta víti Stjörnunnar og stemninguna hjá Kára í Akraneshöllinni
Hektor Bergmann: Þetta er besta tilfinning í heimi
   lau 27. apríl 2024 19:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Bryndís Rut: Partur af fjölskyldunni þó hún sé núna í öðru liði
Kvenaboltinn
Bryndís Rut Haraldsdóttir.
Bryndís Rut Haraldsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Murielle Tiernan var á bekknum hjá Tindastóli í dag.
Murielle Tiernan var á bekknum hjá Tindastóli í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Bara svekkelsi. Maður vill fá meira út úr þessu. Við komum með það hugarfar að gera meira og betur en það sem við fengum," sagði Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði Tindastóls, eftir 3-0 tap gegn Breiðabliki í Bestu deild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 Tindastóll

Tindastóll getur tekið margt jákvætt úr leiknum þrátt fyrir 3-0 tap. Þær fengu fín færi til að jafna og voru á löngum köflum að spila nokkuð vel.

„Ég held að 3-0 segi ekki allt um leikinn. Það var margt gott í þessu. Þegar maður tekur sénsa þá kemur það stundum í bakið á manni. Við fengum það svolítið í andlitið. Ég átti svolítið í þessu marki (öðru markinu) en það er bara áfram gakk og næsti leikur."

Tindastóll er án stiga eftir tvo leiki í deildinni.

„Ég held að hópurinn sé mótíveraður að gera betur og vel. Ég held að það sé bara upp og áfram, en ég held að við séum öll á sömu línu með það. Það er næsti leikur og við komum hungraðar í stig þar. Ég er ánægð með það að hugarfarið er rétt."

Murielle Tiernan var í liðsstjórn hjá Tindastóli í dag. Hún lék lengi með Stólunum en skipti nýverið yfir í Fram.

„Það er æðislegt. Hún er góð vinkona okkar allra og á alltaf stað í hjarta okkar þó hún sé að spila með Fram. Hún ætlar alveg að vera eitthvað með okkur af hliðarlínunni og við tökum henni alltaf fagnandi. Við elskum Murr, það klikkar ekki. Það er mikill vinsskapur þarna á milli. Hún er partur af fjölskyldunni þó hún sé núna í öðru liði," sagði Bryndís.

Hægt er að horfa á allt viðtalið í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Bryndís meðal annars um stöðuna á Sauðárkróksvelli.
Athugasemdir
banner
banner