Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
Afturelding
1
1
Grindavík
Aron Elí Sævarsson '6 , misnotað víti 0-0
0-1 Dagur Ingi Hammer Gunnarsson '55
Elmar Kári Enesson Cogic '61 1-1
25.05.2024  -  13:00
Malbikstöðin að Varmá
Lengjudeild karla
Aðstæður: Vindasamt en sú gula lætur sjá sig
Dómari: Arnar Ingi Ingvarsson
Maður leiksins: Einar Karl Ingvarsson
Byrjunarlið:
12. Birkir Haraldsson (m)
2. Gunnar Bergmann Sigmarsson
6. Aron Elí Sævarsson (f)
7. Aron Jóhannsson ('88)
8. Aron Jónsson
9. Andri Freyr Jónasson ('68)
16. Bjartur Bjarmi Barkarson
21. Elmar Kári Enesson Cogic
22. Oliver Bjerrum Jensen
25. Georg Bjarnason
77. Hrannar Snær Magnússon ('68)

Varamenn:
10. Kári Steinn Hlífarsson
11. Arnór Gauti Ragnarsson ('68)
14. Bjarni Páll Linnet Runólfsson
17. Valgeir Árni Svansson
26. Sævar Atli Hugason ('88)
28. Sigurpáll Melberg Pálsson
34. Patrekur Orri Guðjónsson ('68)

Liðsstjórn:
Magnús Már Einarsson (Þ)
Baldvin Jón Hallgrímsson
Þorgeir Leó Gunnarsson
Enes Cogic
Amir Mehica
Gunnar Ingi Garðarsson
Garðar Guðnason

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Liðin skipta stigunum jafnt á milli sín Afturelding líklegast mun svekktara liðið. Voru miklu meira með boltann og brenndu af góðum færum.
Viðtöl og skýrsla innan skams.
96. mín Gult spjald: Christian Bjarmi Alexandersson (Grindavík)
Afturelding fær aukaspyrnu í fyrirgjafastöðu, fáum við dramatík?
94. mín
Oliver Jensen með skot fyrir utan teig sem Ingólfur ver örugglega.
94. mín
Hassan Jalloh með lúmska tilraun sem fer rétt framhjá marki Aftureldingar.
93. mín
Gunnar Bergmann með fast skot fyrir utan teig sem fer framhjá marki gestanna.
92. mín
6 mínútum bætt við
91. mín
Inn:Dennis Nieblas (Grindavík) Út:Hrannar Ingi Magnússon (Grindavík)
90. mín
Kwame með skot sen fer langt framhjá.
90. mín Gult spjald: Brynjar Björn Gunnarsson (Grindavík)
89. mín
Afturelding ekki að finna glufur á vörn Grindavíkur.
88. mín
Inn:Sævar Atli Hugason (Afturelding) Út:Aron Jóhannsson (Afturelding)
85. mín
Hrannar Ingi liggur niðri, með krampa sýnist mér.
81. mín
Inn:Helgi Hafsteinn Jóhannsson (Grindavík) Út:Ion Perelló (Grindavík)
Helgi Hafsteinn aðeins fæddur árið 2008.
79. mín
Afturelding fær hornspyrnu, Patrekur Orri á skalla sem fer rétt yfir markið.
74. mín
Inn:Kwame Quee (Grindavík) Út:Dagur Ingi Hammer Gunnarsson (Grindavík)
Tveir með alvöru hraða að koma inná.
74. mín
Inn:Hassan Jalloh (Grindavík) Út:Símon Logi Thasaphong (Grindavík)
74. mín
Arnór Gauti með áhugaverða marktilraun á lofti frá 35 metrum, boltinn fer langt framhjá.
70. mín
STÖNGIN Patrekur Orri með frábært skot fyrir utan teig sem endar í stönginni!
68. mín
Inn:Arnór Gauti Ragnarsson (Afturelding) Út:Andri Freyr Jónasson (Afturelding)
68. mín
Inn:Patrekur Orri Guðjónsson (Afturelding) Út:Hrannar Snær Magnússon (Afturelding)
65. mín
Aron Jónsson með hættulegan skalla frá fjærstöng sem Ingólfur ver vel.
Afturelding hættulegri þessa stundina.
64. mín
Oliver Jensen tekur hörkuskot fyrir utan teig sem fer í varnarmann og í horn.
61. mín MARK!
Elmar Kári Enesson Cogic (Afturelding)
BEINT ÚR HORNI Elmar krullar hornspyrnuna inn sem fer yfir Ingólf og syngur í netinu.
Ingólfur markvörður Grindavíkur hefði átt að gera betur þarna.
Heimamenn svara strax!
55. mín MARK!
Dagur Ingi Hammer Gunnarsson (Grindavík)
Stoðsending: Einar Karl Ingvarsson
HAMMERINN BRÝTUR ÍSINN Einar Karl með frábæran bolta inn fyrir, Dagur Ingi er kominn í gegn og lyftir boltanum smekklega yfir Birki markmann Aftureldingar.
54. mín
Elmar Kári vinnur boltann hátt uppi á vellinum en dæmt brot, soft að mínu mati.
53. mín
Grindvíkingar hættulegir í skyndisóknum.
48. mín
Ingólfur Hávarðs markvörður Grindavíkur liggur niðri og þarfnast aðhlynningar.
En getur haldið leik áfram.
48. mín
DAUÐAFÆRI! Boltinn dettur fyrir Andra Frey í teignum, nánast opið mark en hann lúðrar boltanum yfir.
46. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað
45. mín
Hálfleikur
Arnar Ingi flautar til hálfleiks rétt eftir færið. Afturelding mun meira með boltann og ógna meira. Grindvíkingar hafa þó fengið sín færi.
45. mín
Stórhættulegt færi Grindvíkinga Símon Logi fær háann bolta í teignum og skallar í hornið en Birkir Haralds ver vel!
45. mín
Dagur Ingi á skalla sem fer framhjá marki heimamanna.
44. mín
Darraðadans í teig Grindvíkinga einhvernveginn koma gestirnir boltanum frá.
43. mín
Georg Bjarna með lélegan skalla til baka, Dagur Ingi kemst í boltann og hamrar á markið en Birkir ver frábærlega.
41. mín
Elmar Kári með skot úr teignum sem fer framhjá.
37. mín
Aron Jó með hörkuskot sem fer rétt framhjá marki gestanna.
36. mín
Afturelding fær aukaspyrnu í góðu skotfæri, Aron Jó tekur skot sem fer yfir markið.
34. mín
Elmar Kári með skot úr teignum sem Ingólfur ver vel.
29. mín
Afturelding fær aukaspyrnu í fyrirgjafastöðu, Elmar Kári tekur skotið en varnarmaður Grindvíkinga skallar í horn.
27. mín Gult spjald: Matevz Turkus (Grindavík)
25. mín
Dagur Ingi kominn í góða stöðu í teignum og nær skoti en Birkir Haralds ver vel.
23. mín
Gunnar Bergmann liggur niðri og heldur um hendina á sér, leikurinn stopp á meðan.
22. mín
Andri Freyr sleppur einn í gegn en flaggaður rangstæður, þetta var mjög tæpt.
17. mín
Stöngin! Einar Karl með skot frá 40 metrum sem fer í stöngina!

Adam Ægir spámaður vikunnar spáði einmitt að Einar Karl myndi skora frá 40 metrum, munaði litlu að það rættist þarna.
15. mín
Afturelding hættulegri fyrstu 15.
12. mín
Afturelding fær fyrstu hornspyrnu leiksins, boltinn kemur á fjær og Andri Freyr nær skallanum sem fer beint á Ingólf sem handsamar boltann.
6. mín Misnotað víti!
Aron Elí Sævarsson (Afturelding)
HANN KLIKKAR! Aron tekur spyrnuna laust í hægra hornið og Ingólfur les hann bara!
Slök vítaspyrna.
5. mín
Afturelding fær vítaspyrnu! Hrannar Snær keyrir inn af vinstri kanti og fellur við í teignum, réttilega dæmt.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað! Heimamenn byrja með boltann.
Fyrir leik
Liðin ganga hér inn á völlinn, nú styttist í að þetta hefjist!
Fyrir leik
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Frítt á völlinn!
Fyrir leik
Varamarkmenn byrja í báðum liðum Byrjunarliðin eru komin inn!

Bæði lið gera nokkrar breytingar en áhugaverðast er að varamarkmenn beggja liða byrja í marki.
Arnar Daði markvörður Aftureldingar er í leikbanni en Birkir Haraldsson (2004) kemur í hans stað. Enginn varamarkvörður er á skýrslu hjá Aftureldingu.

Aron Dagur meiddist undir lok síðasta leiks og er utan hóps í dag. Ingólfur Hávarðarson (2005) kemur inn í rammann.

Byrjunarlið beggja liða má sjá hér til hliðar.

Fyrir leik
Adam spámaður Adam Ægir Pálsson spáði í 4. umferðina fyrir Fótbolta.net.
Afturelding 0 - 1 Grindavík
Afturelding með geðveikt lið en ég er Grindvíkingur þannig ég spái þeim 1-0 sigri og ég held að Einar Karl skori frá 40 metrunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Tekur út leikbann útaf röngum dómi Afturelding verður án Arnars Daða Jóhannessonar markmanns síns í dag en hann fékk að líta rauða spjaldið í leiknum gegn Keflavík á dögunum. Dómur sem líklega var rangur því þarna beitti dómari leiksins þrefaldri refsingu fyrir brot innan teigs þar sem hann reyndi að ná í boltann. Nokkur ár eru síðan hætt var að refsa fyrir slíkt með rauðu spjaldi.

Það breytir því ekki að hann þarf að taka út leikbann fyrir rauða spjaldið og líklegt að Birkir Haraldsson leysi stöðu hans í markinu, en hann kom inná sem varamaður eftir rauða spjaldið í Keflavík.

Arnar Daði þarf að gera sér að góðu að sitja í stúkunni í dag. | Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Gengið til þessa - Fyrsti 'útileikur' Grindavíkur Leikurinn í dag er í 4. umferð mótsins og það er ljóst að liðin tvö sem ætluðu sér toppbaráttu í sumar hafa valdið vonbrigðum það sem af er.

Afturelding er í botnsæti deildarinnar með aðeins eitt stig úr leikjunum þremur sem eru búnir. Þeir byrjuðu mótið á jafntefli gegn Gróttu heima en töpuðu svo gegn Þór og Keflavík á útivelli.

Leikir Aftureldingar
Afturelding 1 - 1 Grótta (3. maí)
Þór 4 - 2 Afturelding (9. maí)
Keflavík 3 - 0 Afturelding (21. maí

Gestirnir í Grindavík hafa bara spilað heimaleiki í sumar, ef heimavöll skildi kalla því þeir spila í Safamýrinni í sumar. Þeir hafa gert tvö jafntefli og tapað einum, eru með 2 stig í 10. sætinu. Þeir byrjuðu mótið á tapi gegn Fjölni 2-3 en þá var spilað á Víkingsvelli í Fossvoginum sem var þeirra heimaleikur. Þeir gerðu svo jafntefli við ÍR (1-1) og Gróttu (2-2)

Leikir Grindavíkur
Grindavík 2 - 3 Fjölnir (1. maí)
Grindavík 1 - 1 ÍR (10. maí)
Grindavík 2 - 2 Grótta (20. maí)
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Dómarateymið Arnar Ingi Ingvarsson er dómari leiksins í dag og hann tekur með sér til aðstoðar þá Hrein Magnússon og Magnús Garðarsson. Það er enginn á skiltinu í dag en Skúli Freyr Brynjólfsson er eftirlitsmaður KSÍ, fylgist með störfum dómara og umgjörð leiksins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Leikdagur í Mosfellsbænum Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá Malbiksstöðinni að Varmá, heimavelli Aftueldingar.

Hér mætast Afturelding og Grindavík í Lengjudeild karla í dag. Leikurinn hefst klukkan 13:00.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
2. Hrannar Ingi Magnússon ('91)
5. Eric Vales Ramos
8. Josip Krznaric
10. Einar Karl Ingvarsson
11. Símon Logi Thasaphong ('74)
18. Christian Bjarmi Alexandersson
20. Dagur Ingi Hammer Gunnarsson ('74)
23. Matevz Turkus
24. Ingólfur Hávarðarson
26. Sigurjón Rúnarsson
30. Ion Perelló ('81)

Varamenn:
1. Kristófer Leví Sigtryggsson (m)
16. Dennis Nieblas ('91)
17. Hassan Jalloh ('74)
21. Marinó Axel Helgason
38. Andri Karl Júlíusson Hammer
44. Helgi Hafsteinn Jóhannsson ('81)
77. Kwame Quee ('74)
80. Eysteinn Rúnarsson

Liðsstjórn:
Brynjar Björn Gunnarsson (Þ)
Jósef Kristinn Jósefsson
Beka Kaichanidis
Lárus Orri Ólafsson
Jón Aðalgeir Ólafsson

Gul spjöld:
Matevz Turkus ('27)
Brynjar Björn Gunnarsson ('90)
Christian Bjarmi Alexandersson ('96)

Rauð spjöld: