Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
ÍR
1
1
Dalvík/Reynir
Ágúst Unnar Kristinsson '30 1-0
Abdeen Temitope Abdul '45
1-1 Amin Guerrero Touiki '54
25.05.2024  -  15:00
ÍR-völlur
Lengjudeild karla
Aðstæður: Sól og blíða
Dómari: Guðmundur Páll Friðbertsson
Maður leiksins: Rúnar Helgi Björnsson (Dalvík/Reynir)
Byrjunarlið:
1. Vilhelm Þráinn Sigurjónsson (m)
Stefán Þór Pálsson ('84)
6. Kristján Atli Marteinsson
9. Bergvin Fannar Helgason ('67)
11. Bragi Karl Bjarkason
13. Marc Mcausland (f)
14. Guðjón Máni Magnússon ('46)
17. Óliver Elís Hlynsson
19. Hákon Dagur Matthíasson ('67)
23. Ágúst Unnar Kristinsson
25. Arnór Gauti Úlfarsson ('37)

Varamenn:
27. Jóhannes Kristinn Hlynsson (m)
7. Aron Daníel Arnalds ('46)
8. Alexander Kostic
18. Róbert Elís Hlynsson
22. Sæþór Ívan Viðarsson ('84)
24. Sæmundur Sven A Schepsky ('67)
30. Renato Punyed Dubon ('67)
77. Marteinn Theodórsson ('37)

Liðsstjórn:
Árni Freyr Guðnason (Þ)
Jóhann Birnir Guðmundsson (Þ)
Halldór Arnarsson
Helgi Freyr Þorsteinsson
Andri Magnús Eysteinsson
Sindri Rafn Arnarsson

Gul spjöld:
Óliver Elís Hlynsson ('25)
Bragi Karl Bjarkason ('28)
Stefán Þór Pálsson ('32)
Bergvin Fannar Helgason ('50)
Marc Mcausland ('60)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Zambrano bjargar því að ÍR-ingar nái skoti í lokin. Jafntefli niðurstaðan í frábærum fótboltaleik. Heimamenn líklega mun svekktari en Dalvíkingar líklega svekktir líka þrátt fyrir að hafa verið manni færri allan seinni hálfleikinn. Þeir skoruðu mjög tæpt rangstöðumark í lokin. Bæði lið með fimm stig eftir fjóra leiki.

Skýrsla og viðtöl væntanleg.
95. mín
Inn:Jóhann Örn Sigurjónsson (Dalvík/Reynir) Út:Áki Sölvason (Dalvík/Reynir)
94. mín
RANGSTÆÐUR? Guerrero skorar og kemur Dalvík yfir en flaggið fer á loft. Ég er alls ekki sannfærður. ÍR-ingar heppnir.
94. mín
Ég held að það sé mínúta eftir.
94. mín
Óliver Elís með skot af einhverjum 40 metrum sem fer langt fram hjá markinu.
93. mín
Dalvíkingar virðast ætla að taka stigið, eða hvað?
91. mín
Ég veit ekki hversu miklu er bætt við.
91. mín
Rúnar Helgi skallar frá og svo á Aron Daníel skot sem er yfir markið.
90. mín
ÍR fær hornspyrnu. Dragan er pirraður.
89. mín
Óliver Elís tekur spyrnuna en hún fer beint í vegginn. ,,Frábær veggur," heyrist frá varamannabekk Dalvíkur. Frábær var hann.
89. mín
Alejandro Zambrano brýtur af sér fyrir utan teig. Skotfæri fyrir heimamenn.
87. mín
Kristján Atli með skot fyrir utan teig sem endar næstum því í Kópavogi.
86. mín
ÍR-ingar verið klaufar á síðasta þriðjungi í seinni hálfleiknum.
84. mín
Inn:Sæþór Ívan Viðarsson (ÍR) Út:Stefán Þór Pálsson (ÍR)
83. mín
Það er allt að verða vitlaust á bekkjunum. Dragan að æsa upp í Árna og öfugt. Mikill pirringur!
80. mín
Það eru tíu mínútur eftir af þessum leik. Væri afar vont fyrir ÍR að ná ekki þremur stigum miðað við hvernig þetta hefur spilast.
76. mín Gult spjald: Rúnar Helgi Björnsson (Dalvík/Reynir)
Fyrir að tefja.
75. mín
DAUÐAFÆRI! Guerrero að sleppa einn í gegn. Varnarmenn ÍR bakka frá honum og hann kemst bara í stórkostlegt færi, en skotið ekki alveg nægilega gott. Vilhelm nær að verja. Ég hélt að Dalvík væri að fara að taka forystuna þarna.
73. mín
Áki Sölva keyrir í átt að marki en nær ekki miklum kraft í skotið.
72. mín
Kristján Atli með skot fyrir utan teig sem fer rétt fram hjá markinu. Ekki agaleg tilraun.
70. mín
Dalvíkingar eiga skilið mikið hrós fyrir það hvernig þeir hafa spilað þennan seinni hálfleik manni færri.
67. mín
Inn:Renato Punyed Dubon (ÍR) Út:Bergvin Fannar Helgason (ÍR)
67. mín
Inn:Sæmundur Sven A Schepsky (ÍR) Út:Hákon Dagur Matthíasson (ÍR)
66. mín
Bragi með skot að marki sem Lalic grípur.
66. mín
Inn:Dagbjartur Búi Davíðsson (Dalvík/Reynir) Út:Nikola Kristinn Stojanovic (Dalvík/Reynir)
65. mín
SLÁIN! Bragi Karl með frábæra fyrirgjöf beint á Stefán í teignum en hann setur boltann í slánna!
62. mín
McAusland með skalla eftir hornspyrnu sem fer rétt fram hjá markinu! ÍR-ingar að sækja í sig veðrið.
62. mín
Þetta var vægast sagt furðulegt. Ég veit ekki alveg hvað hann er að dæma ef hann er ekki að dæma víti.
60. mín Gult spjald: Marc Mcausland (ÍR)
Fyrir tuð.
60. mín
NEI, HANN HÆTTIR VIÐ? Eftir að hafa rætt við aðstoðardómarann þá dæmir hann ekki víti. Hættir við. Skrítið.
60. mín Gult spjald: Dragan Stojanovic (Dalvík/Reynir)
Fyrir tuð.
60. mín
VÍTI!!! ÍR er að fá víti!
59. mín
DAUÐAFÆRI!!! Aron Daníel í algjöru dauðafæri en Lalic ver frábærlega.
58. mín
Guerrero í mjög góðu færi inn á teignum en setur boltann hátt yfir. Hann er virkilega sprækur þessi leikmaður.
57. mín
Frábær kafli hjá Dalvíkingum hér í byrjun seinni hálfleiks.
54. mín MARK!
Amin Guerrero Touiki (Dalvík/Reynir)
DALVÍK JAFNAR!!!!! Gestirnir eru búnir að jafna hér manni færri!

Langur bolti í gegn og Amin Guerrero sleppur í gegn. Klárar afskaplega vel. Sá ekki alveg hver átti sendinguna, því miður.

Þetta er bara sanngjarnt. Gestirnir verið sterkari aðilinn í seinni hálfleik.
54. mín
VÍTI? Nikola Kristinn fellur í teignum. Mér fannst vera ansi mikil vítaspyrnulykt af þessu...
52. mín
Möguleiki á opnun fyrir ÍR en sendingin alltof föst.
50. mín Gult spjald: Bergvin Fannar Helgason (ÍR)
Fjórða gula spjaldið sem ÍR fær í þessum leik.
48. mín
Marteinn skallar boltann frá fyrir ÍR-inga.
48. mín
Dalvíkingar að fá hér hornspyrnu. Verða að nýta þessi tækifæri ef þeir ætla sér að fá eitthvað úr leiknum.
47. mín
Það er nú farið að bæta í vindinn. Spurning hvort það muni hafa einhver áhrif á leikinn.
46. mín
Inn:Aron Daníel Arnalds (ÍR) Út:Guðjón Máni Magnússon (ÍR)
46. mín
Seinni hálfleikurinn er hafinn! Engar breytingar hjá Dalvíkingum.
45. mín
Hálfleikur
Staðan mjög góð fyrir ÍR í hálfleik. Marki yfir og manni fleiri.
45. mín Rautt spjald: Abdeen Temitope Abdul (Dalvík/Reynir)
ÞAÐ ER EKKERT ANNAÐ! Stoppar hér sókn ÍR. Þetta er annað gula spjaldið sem hann fær. Þetta er annað brotið hans eftir að hann fékk gula. Eitthvað illa stilltur.
45. mín
Bissi með skalla eftir hornspyrnu, yfir markið fer hann.
45. mín
Áki Sölva við það að sleppa í gegn eftir markspyrnu en ÍR-ingar bjarga og Dalvík fær hornspyrnu.
45. mín
Þetta var þungt högg sem Bergvin fékk og það er verið að hlúa að honum.
44. mín
Búið að flauta og þá kemur Lalic og neglir í andlitið á Bergvini.
43. mín
Klaufagangur í vörn ÍR og Abdul við það að komast í dauðafæri en Vilhjálmur er á undan. Dalvíkingar vilja vítaspyrnu en það var ekki neitt í þessu. Bara vel gert hjá markverði ÍR þarna.
41. mín
Abdul að sleppa í gegn en hann gæti eiginlega ekki verið meira rangstæður þótt hann myndi reyna það.
39. mín
Dalvík/Reynir fær aukaspyrnu með fyrirgjafarmöguleika en þeir taka þetta stutt og missa boltann strax. Klaufalegt.
37. mín
Inn:Marteinn Theodórsson (ÍR) Út:Arnór Gauti Úlfarsson (ÍR)
36. mín
ÍR fær tvær hornspyrnur í röð en gestirnir bægja hættunni frá.
34. mín
FRÁBÆR SÓKN! Kristján Atli aftur með frábæra sendingu en núna út til hægri á Braga Karl. Hann setur hann yfir á vinstri fótinn og á svo skot sem fer rétt yfir markið. Var næstum því búinn að tvöfalda forystu heimamanna.
32. mín Gult spjald: Stefán Þór Pálsson (ÍR)
Það er hiti!
31. mín
Þetta er eiginlega bara fyrsta færið sem ÍR fær í þessum leik og það kemur mark úr því.
30. mín MARK!
Ágúst Unnar Kristinsson (ÍR)
Stoðsending: Kristján Atli Marteinsson
MARK!!!!! ÍR-ingar taka forystuna.

Kristján Atli gerir frábærlega. Fær hann og snýr, á svo frábæra sendingu í gegn á Ágúst Unnar. Hann sleppur í gegn og klárar af yfirvegun.

Varnarleikur Dalvíkur ekki merkilegur í þessu tilviki.
28. mín Gult spjald: Bragi Karl Bjarkason (ÍR)
Þriðja gula spjaldið í þessum leik. Mikil barátta.
27. mín
Hákon Dagur að komast í álitlega stöðu en er dæmdur rangstæður.
25. mín Gult spjald: Óliver Elís Hlynsson (ÍR)
Stoppar hér sókn gestana.
24. mín
Þessi fer á nærstöngina og Abdul skallar frá. Alveg hreint út sagt ömurlegar hornspyrnur hjá ÍR-ingum.
24. mín
ÍR elskar að fá hornspyrnu. ,,Inn með boltann," syngja stuðningsmenn liðsins þegar þeir fá eina slíka.
23. mín
Guðjón Máni með hættulega fyrirgjöf á Braga Karl á fjærstöngina. Hann reynir að leggja hann út í teiginn en Dalvíkingar eru fyrstir í boltann og koma honum frá.
21. mín
Ekki skemmtileg byrjun á þessum leik.
21. mín
,,Hvaða væl er þetta alltaf," kallar Dragan inn á völlinn þegar ÍR fær aukaspyrnu. Ekki sáttur.
19. mín
Óliver Elís með fyrirgjöf sem fer aftur fyrir endamörk.
17. mín
ÍR að fá enn eina hornspyrnuna.
15. mín
Bergvin Fannar með laflausan skalla sem Lalic á í engum vandræðum með að grípa.
14. mín
Gunnlaugur Rafn búinn að fá umbúðir á hausinn eftir að hafa fengið höfuðhögg áðan. Er líka kominn í nýja treyja, er núna númer 11 en ekki númer 17 eins og í byrjun leiks.
13. mín
Þessi hornspyrna var eiginlega enn slakari. Fer á fjærstöngina en yfir allan pakkann og í innkast hinum megin.
12. mín
ÍR fær hornspyrnu. Spurning hvort þeir geti nýtt þessa betur en þessa áðan.
11. mín Gult spjald: Abdeen Temitope Abdul (Dalvík/Reynir)
Abdul fær gult spjald eftir baráttu við McAusland. Skotinn liggur eftir og öskrar. Abdul ekki sáttur.
10. mín
Völlurinn hjá ÍR-ingum lítur bara virkilega vel út. Ghetto Hooligans mættir í brekkuna og stemningin er farin að myndast.
9. mín
Gunnlaugur Rafn skallar hornspyrnuna frá.
9. mín
Bragi Karl með góðan sprett og hættulega fyrirgjöf en Bjarmi Fannar er réttur maður á réttum stað. Hornspyrna sem ÍR fær.
9. mín
Svona er Dalvík að stilla upp
Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
8. mín
Amin Guerrero með skot rétt fyrir utan teig en það fer hátt yfir markið. Janræði með liðunum í byrjun leiksins.
5. mín
Svona er ÍR að stilla upp
Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
3. mín
Hættuleg spyrna en Guðjón Máni nær ekki að skalla hann að markinu. Fer beint í varnarmann.
3. mín
ÍR fær aukaspyrnu með fyrirgjafarmöguleika.
1. mín
Leikur hafinn
Þá er þetta farið af stað!
Fyrir leik
Liðin að ganga út á völl.
Fyrir leik
Það eru tíu mínútur í leik og það sitja fimm í stúkunni núna. Vonandi fleiri á leiðinni á svæðið.
Fyrir leik
Það er alvöru sumarveður í Breiðholti. Maður er bara að stikna hérna inn í fjölmiðlagámnum.
Fyrir leik
Það er verið að spila Bestu deildar stefið fyrir leik. Það má leyfa sér að dreyma.
Fyrir leik
Gul viðvörun í gær en sumarið komið í dag Það var gul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu í gær en veðurðaðstæður eru nánast fullkomnar í Breiðholtinu í dag. Það er sól og blíða. Má ekki bara segja að sumarið sé komið?
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár ÍR-ingar gera eina breytingu á byrjunarliði sínu frá tapinu gegn Leikni. Renato Punyed fer á bekkinn og Stefán Þór Pálsson kemur inn í stað hans. Dalvíkingar gera líka eina breytingu en Borja Lopez Laguna er ekki með þeim í dag og það er ákveðið högg. Inn í hans stað kemur Nikola Kristinn Stojanovic, sonur þjálfarans.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Fimm leikir í dag og einn á morgun Það átti að vera heil umferð í Lengjudeildinni í dag en leik ÍBV og Njarðvíkur var frestað til morguns.

laugardagur 25. maí
13:00 Afturelding-Grindavík (Malbikstöðin að Varmá)
14:00 Grótta-Leiknir R. (Vivaldivöllurinn)
14:00 Þór-Keflavík (VÍS völlurinn)
15:00 ÍR-Dalvík/Reynir (ÍR-völlur)
16:00 Njarðvík-ÍBV (Rafholtsvöllurinn)
Fyrir leik
Fyrsti heimaleikur ÍR-inga Þetta er fyrsti heimaleikur ÍR-inga í sumar og fyrsti heimaleikur liðsins í Lengjudeildinni síðan 2018. Verður spennandi að sjá hvernig stemningin verður í Breiðholtinu.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Adam Páls spáir í spilin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Adam Ægir Pálsson, leikmaður Vals, tók að sér það verkefni að spá í leiki umferðarinnar í Lengjudeildinni fyrir Fótbolta.net.

ÍR 1 - 0 Dalvík/Reynir
Ef Ísak Óli Helgason spilar fer þetta svona 4-0 og hann með þrennu en eg held hann hvíli í þessum leik, þeir eru að spara hann fyrir the playoffs, en minn maður Marc setur eitt með þunna hárið sitt með skalla og fer svo beint til Tyrklands.

Fyrir leik
Guðmundur Páll með flautuna Guðmundur Páll Friðbertsson er dómari þessa leiks. Honum til aðstoðar eru Daníel Ingi Þórisson og Nour Natan Ninir. Ingi Jónsson er eftirlitsmaður.

Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Fyrir leik
Gengið hingað til Fyrir leikinn í dag eru liðin tvö jöfn að stigum með fjögur stig í sjötta og sjöunda sæti. Bæði liðin byrjuðu mótið á mjög óvæntum sigrum; ÍR lagði Keflavík að velli á meðan Dalvík/Reynir gerði sér lítið fyrir og skellti ÍBV á heimavelli.

ÍR gerði svo jafntefli við Grindvíkinga og tapaði gegn nágrönnum sínum í Leikni í síðustu umferð. Dalvíkingar töpuðu 3-0 fyrir Njarðvík og gerðu svo jafntefli við Fjölnismenn.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Fyrir leik
Liðunum sem var spáð neðstu tveimur Hér í dag eru nýliðarnir sem komu upp úr 2. deild í fyrra að mætast. Þessum tveimur liðum var spáð neðstu sætum Lengjudeildarinnar fyrir tímabilið.


Fyrir leik
Góðan daginn! Og verið velkomnir kæru lesendur í beina textalýsingu frá leik ÍR og Dalvíkur/Reynis í Lengjudeild karla!

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Franko Lalic (m)
Nikola Kristinn Stojanovic ('66)
4. Alejandro Zambrano Martin
5. Freyr Jónsson
15. Bjarmi Fannar Óskarsson
17. Gunnlaugur Rafn Ingvarsson
18. Rúnar Helgi Björnsson
19. Áki Sölvason ('95)
21. Abdeen Temitope Abdul
23. Amin Guerrero Touiki
30. Matheus Bissi Da Silva

Varamenn:
24. Ísak Andri Maronsson Olsen (m)
2. Björn Ísfeld Jónasson
7. Björgvin Máni Bjarnason
9. Jóhann Örn Sigurjónsson ('95)
11. Viktor Daði Sævaldsson
16. Tómas Þórðarson
25. Elvar Freyr Jónsson
26. Dagbjartur Búi Davíðsson ('66)

Liðsstjórn:
Dragan Stojanovic (Þ)
Sinisa Pavlica
Aron Ingi Heiðmarsson

Gul spjöld:
Abdeen Temitope Abdul ('11)
Dragan Stojanovic ('60)
Rúnar Helgi Björnsson ('76)

Rauð spjöld:
Abdeen Temitope Abdul ('45)