Atletico íhugar að gera tilboð í Garnacho - Man Utd langt komið í viðræðum við Diallo - Dybala má fara ef hann er ósáttur
Stjarnan
5
0
KA
Örvar Eggertsson '3 1-0
Emil Atlason '11 2-0
Emil Atlason '48 3-0
Helgi Fróði Ingason '74 4-0
Róbert Frosti Þorkelsson '77 5-0
26.05.2024  -  17:00
Samsungvöllurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Sól 16° smá vindur. Sumarið er komið
Dómari: Arnar Þór Stefánsson
Áhorfendur: 603
Maður leiksins: Óli Valur Ómarsson (Stjarnan)
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
4. Óli Valur Ómarsson
5. Guðmundur Kristjánsson (f) ('72)
6. Sindri Þór Ingimarsson
7. Örvar Eggertsson ('86)
8. Jóhann Árni Gunnarsson ('79)
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason
22. Emil Atlason ('72)
32. Örvar Logi Örvarsson
35. Helgi Fróði Ingason ('79)
80. Róbert Frosti Þorkelsson

Varamenn:
13. Mathias Rosenörn (m)
9. Daníel Laxdal ('72)
10. Hilmar Árni Halldórsson
28. Baldur Logi Guðlaugsson ('79)
30. Kjartan Már Kjartansson ('79)
37. Haukur Örn Brink ('72)
41. Alexander Máni Guðjónsson ('86)
55. Elvar Máni Guðmundsson

Liðsstjórn:
Jökull I Elísabetarson (Þ)
Davíð Sævarsson
Björn Berg Bryde
Rajko Stanisic
Egill Atlason
Hákon Ernir Haraldsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Stjarnan burstar KA menn hér á heimavelli. Rosalega sannfærandi sigur en KA menn virkuðu bara þunnir á vellinum.

Skýrsla og viðtöl væntanleg seinna í kvöld.
91. mín
Það eru 2 mínútur í uppbót.
89. mín
Alexander Máni er víst ekki búinn að eiga afmæli þannig það er bara 14 ára strákur að spila fótbolta hér.
86. mín
Inn:Alexander Máni Guðjónsson (Stjarnan) Út:Örvar Eggertsson (Stjarnan)
15 ára að koma inn á ef mér sjátlast ekki.
83. mín
KA menn ná að búa sér til fínt færi hér þar sem Birgir fær boltan fyrir utan teig. Hann tekur skotið en það flýgur yfir markið.
80. mín
Rétt fyrir skiptingarnar átti KA aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Bjarni tók spyrnuna og boltinn small í stönginni. Boltinn fer þá inn í teig og Hans í dauðafæri en hann hittir ekki boltan og Stjarnan hreinsar.
79. mín
Inn:Kjartan Már Kjartansson (Stjarnan) Út:Jóhann Árni Gunnarsson (Stjarnan)
79. mín
Inn:Baldur Logi Guðlaugsson (Stjarnan) Út:Helgi Fróði Ingason (Stjarnan)
77. mín MARK!
Róbert Frosti Þorkelsson (Stjarnan)
Stoðsending: Guðmundur Baldvin Nökkvason
Ég á ekki aukatekið orð Einfaldur bolti fram á Guðmund Baldvin galopnar vörn KA manna. Hann setur svo boltan til hliðar á Róbert Frosta sem er einn gegn markmanni og hann klárar snyrtilega.
76. mín
Inn:Hákon Atli Aðalsteinsson (KA) Út:Ingimar Torbjörnsson Stöle (KA)
76. mín
Inn:Valdimar Logi Sævarsson (KA) Út:Daníel Hafsteinsson (KA)
74. mín MARK!
Helgi Fróði Ingason (Stjarnan)
Stoðsending: Haukur Örn Brink
Það er verið að slátra norðanmönnum Óli Valur hleypur upp hægri kantinn og kemur með boltan fyrir. Haukur sem er nýkomin inn á er þar í dauðafæri en nær ekki almennilega að skjóta. Boltinn skoppar þó af honum og dettur fyrir Helga sem setur boltan bara í autt markið.
72. mín
Inn:Haukur Örn Brink (Stjarnan) Út:Emil Atlason (Stjarnan)
72. mín
Inn:Daníel Laxdal (Stjarnan) Út:Guðmundur Kristjánsson (Stjarnan)
72. mín
KA fær hornspyrnu sem þeir setja hátt inn í teig á fjærstöng. Ásgeir nær skallanum en boltinn yfir markið.
71. mín
Hann skallaði auglýsingaskiltið nokkuð harkalega en stendur á endanum upp og fær gott klapp frá stúkunni. Þetta leit nefnilega soldið illa út fyrst.

Hann skokkar svo aftur á völlinn.
69. mín
Kári lendir eitthvað illa á auglýsinga skyltunum og leikmenn fljótir að rjúka af stað til að aðstoða hann.
67. mín
Boltinn er settur inn í teig og dettur einhverstaðar í miðri þvögunni. Ég sé ekkert hvað gerist en KA menn ná ekkert að hreinsa fyrr en loks er dæmd markspyrna.
66. mín
Stjarnan vinnur horn eftir að Óli Valur tekur skotið fyrir utan teig í varnarmann og framhjá.
65. mín
Daníel rífur sig frá einum varnarmanninum og tekur skotið fyrir utan teig en boltinn flýgur himin hátt yfir.
64. mín
Inn:Viðar Örn Kjartansson (KA) Út:Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
59. mín
KA menn með flott spil í sóknarleik sínum. Bjarni færir þá boltan út til hægri á Kára sem kemur á sprettnum inn í teig. Skotið hans fer þá í varnarmann og framhjá. Horn.

Boltinn kemur inn í teig úr horninu og er skallað frá. Birgir nær frákastinu fyrir utan teig og tekur skotið. Það fer í þvöguna og spýtist aftur út á Kára sem tekur annað skot en það framhjá.
55. mín
KA fer í 3 hafsenta kerfi sýnist mér. Hrannar færir sig niður og Kári í hægri vængbakverði.
54. mín
Inn:Kári Gautason (KA) Út:Sveinn Margeir Hauksson (KA)
54. mín
Inn:Ásgeir Sigurgeirsson (KA) Út:Andri Fannar Stefánsson (KA)
51. mín
Stjarnan vill víti! En fá ekki. Helgi Fróði og Daníel eru eitthvað að eigast við inn í teig og Helgi fellur við. Daníel er klárlega í honum og það hefðu einhverjir dæmt víti þarna en það hefði hugsanlega verið svolítið soft.
48. mín MARK!
Emil Atlason (Stjarnan)
Það tekur bara 3 mínútur fyrir Stjörnuna að skora Örvar Eggerts fer rosalega einfaldlega framhjá Hrannari upp vinstri kantinn. Hann setur svo boltan til baka á Emil sem er dauðafrír og Emil klárar snyrtilega.
47. mín
Óli Valur með flottan sprett upp kantinn í skyndisókn. Hann reynir sendingu fyrir en Hans kemst fyrir en boltinn fór næstum í eigið net. Rétt framhjá.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn!
45. mín
Hálfleikur
Stjarnan leiðir verðskuldað í hálfleik og KA menn geta prísað sig sæla að það er bara 2-0. Varnarlína gestana hefur verið alveg út að aka þessar fyrstu 45 mínúturnar og þá sérstaklega vinstra megin þar sem Birgir og Ingimar eru ýtrekað í vandræðum. Stjörnumenn hafa verið virkilega ákafir, fyrstir á alla seinni bolta, bara aðeins vantað upp á slúttin til þess að þessi leikur væri 3 eða 4-0.

Sjáumst eftir korter.
45. mín
Daníel nær að komast inn í sendingu í öftustu línu Stjörnumanna og potar boltanum áfram í átt að Sveini. Sveinn er þá nálægt því að komast einn í gegn en Árni stígur hátt upp og er rétt á undan honum í boltan. Ef hann hefði ekki náð því hefði þetta verið næstum pottþétt mark fyrir gestina.
43. mín
Góður sprettur inn á teig! Daníel Hafsteins tekur af stað frá hægri kantinum. Hann fer framhjá einum og reynir að taka annan mann á inn í teig. Boltinn skoppar af varnarmanninum og dettur aftur fyrir Daníel sem tekur skotið en það fer af varnarmanni og framhjá.
36. mín
Óli Valur hársbreidd frá því að skora! Stjörnumenn eiga svo auðvelt með að tæta í sig vörn KA manna. Það kemur bolti í hálfsvæðið hægra meginn og Óli kominn með boltan inn í teig. Hann tekur skotið en boltinn rúllar bara meðfram markinu næstum á marklínu og framhjá.
32. mín
Róbert Frosti hleypur meðfram öllum vítateignum, nær svo á endanum að setja boltan á Emil sem tekur skotið en beint á Steinþór í markinu.
26. mín
KA menn í álitlegri sókn, boltinn berst til Ingimars inn í teig sem er í góðri skotstöðu. Hann er of lengi að hugsa og lætur svo boltan fara til Rodri fyrir utan teig sem tekur skotið en yfir markið.
22. mín
KA menn eitthvað að vakna til lífsins? Rodri af öllum mönnum er fremsti maður KA og fær boltan í teignum vinstra megin. Hann setur boltan á Svein sem fer framhjá einum og leggur svo boltan út fyrir Daníel sem er rétt fyrir utan teiginn. Hann lætur vaða en skotið rétt yfir.
21. mín
Emil í góðu færi Stjörnumenn leysa vel úr pressu KA manna. Róbert Frosti kemur þá með skiptinguna yfir á Örvar á vinstri kantinum. Hann setur svo boltan inn í teiginn og Emil tekur skotið, hann hittir boltan ekki nægilega vel og skotið vel framhjá.
15. mín
Aftur einn gegn markmanni! Einföld sending bakvið vörn KA manna og Helgi er bara sloppinn í gegn. Stubbur kemur hinsvegar vel út úr marki og ver skotið frá honum með löppunum.
14. mín
Stjörnumenn halda bara áfram að herja á KA menn. Þeir eru í einhverju brasi með boltan í öftustu línu og Róbert Frosti fær boltann fyrir utan teig og tekur skotið. Það fer í varnarmann og framhjá.
11. mín MARK!
Emil Atlason (Stjarnan)
Stoðsending: Helgi Fróði Ingason
Stjarnan ætlar bara að ganga frá KA Einfalt samspil á miðjunni hjá Stjörnunni. Helgi Fróði er þá með boltan fyrir utan teig og þræðir boltan í gegn á Emil. Emil er þá einn gegn markmanni og klárar auðveldlega.

Hrikalega léleg vörn hjá KA þarna.
8. mín
Hvernig fór þessi ekki inn! Róbert Frosti gerir hrikalega vel þegar hann keyrir inn á völlinn frá kantinum. Hann tekur svo skotið sem er varið af Stubbinum. Emil er fyrstur að bregðast við og nær frákastinu, hann tekur skotið en Stubbur er fljótur aftur á lappir og ver það skotið líka.
5. mín
Byrjunarlið KA manna
Mynd: Haraldur Örn Haraldsson

5. mín
KA menn fara hratt upp eftir markið og boltinn kemur inn á teig þar sem Daníel er í góðu færi en Árni lokar vel á hann og stoppar skotið.
3. mín MARK!
Örvar Eggertsson (Stjarnan)
Stoðsending: Jóhann Árni Gunnarsson
Þetta tók ekki langan tíma! Daníel Hafsteinsson tapar boltanum á eigin vallarhelmingi og Jóhann Árni kemur með góðan bolta á Örvar. Hann er þá kominn inn í teig frá vinstri kanti og leggur boltan í fjærhornið.
3. mín
Byrjunarlið Stjörnunnar
Mynd: Haraldur Örn Haraldsson

1. mín
Leikur hafinn
Arnar flautar og leikurinn er kominn af stað!
Fyrir leik
Byrjunarliðin! Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar gerir engar breytingar á liði sínu, en Stjarnan tapaði 2-1 fyrir Breiðablik í síðustu umferð.

Hallgrímur Jónasson þjálfari KA gerir aðeins eina breytingu á sínu liði en Ívar Örn Árnason er í leikbanni eftir uppsöfnuð gul spjöld. Ingimar Torbjörnsson Stöle kemur inn í liðið fyrir hann.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fyrir leik
Helga Birkis spáir Fótboltamamman Helga Birkisdóttir spáir í 8. umferð Bestu deildarinnar. Helga mætti í skemmtilegri treyju þegar synir hennar mættust í Mjólkurbikarnum á dögunum; Birkir Már Sævarsson í Val og Aron Elí Sævarsson í Aftureldingu.

Stjarnan 3 - 2 KA
Það verður hörkuleikur á teppinu í Garðabænum en Stjarnan nær öllum stigunum í dag þó það standi tæpt. Stjarnan kemst í 2-0. KA nær að jafna með mörkum frá Hallgrími Mar og Birgi Baldvins en Andri Adolphs setur sigurmarkið undir lok leiks.
Mynd: Raggi Óla
Fyrir leik
Dómari leiksins Arnar Þór Stefánsson verður með flautuna í þessum leik og honum til aðstoðar verða Ragnar Þór Bender og Hreinn Magnússon.

Eftirlitsmaður er Gylfi Þór Orrason og varadómari er Pétur Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Innbyrðis viðureignir Af síðustu 10 deildarleikjum sem þessi lið hafa spilað í efstu deild hefur Stjarnan unnið 2 leiki, liðin hafa skilið jöfn tvisvar og KA hefur unnið 6 leiki. Markatalan í þessum leikjum er 13 mörk fyrir Stjörnuna og 17 mörk fyrir KA. Það gerir meðaltal marka í þessum leikjum 3 mörk á leik.

26.08.23 KA - Stjarnan 2-1
02.06.23 Stjarnan - KA 4-0
23.10.22 Stjarnan - KA 0-3
21.08.22 Stjarnan - KA 2-4
21.05.22 KA - Stjarnan 0-2
15.08.21 KA - Stjarnan 2-1
24.05.21 Stjarnan - KA 0-1
30.08.20 KA - Stjarnan 0-0
26.08.20 Stjarnan - KA 1-1
11.08.19 KA - Stjarnan 4-2
Fyrir leik
KA menn í klandri KA menn hafa átt verulega slæma byrjun á deildinni miðað við hvað þeir ætluðu sér. Liðið er í 11. sæti deildarinnar með 5 stig, en þeir náðu í sinn fyrsta sigur í síðustu umferð þegar þeir unnu Fylki 4-2. Markaskorun hefur ekki verið neitt sérstakt áhyggjuefni en þeir hafa skorað 11 mörk. Varnarleikurinn hefur verið meiri höfuðverkur en þeir hafa fengið á sig 15 mörk sem er rétt rúmlega 2 mörk á leik. Sveinn Margeir Hauksson hefur verið mjög mikilvægur fyrir liðið en hann átti einmitt mjög góðan leik síðast á móti Fylki. Einnig er það stórtt fyrir norðanmenn að Hallgrímur Mar Steingrímsson er að komast aftur í fullt leikform eftir erfið veikindi.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Fyrir leik
Samhverfa Stjörnunnar Fyrstu 7 leikir Stjörnunnar sem af er móti hafa verið allavegana. Flestir bjuggust við liðinu í eftri hlutanum að vera að berjast um evrópusæti en eins og er situr liðið í 8. sæti. Stjarnan hefur unnið 3 leiki, gert 1 jafntefli og tapað þrisvar. Markatalan er alveg jöfn en þeir hafa skorað 9 mörk og fengið á sig 9 mörk. Guðmundur Baldvin Nökkvason er sá leikmaður í þeirra liði sem hefur farið hvað best af stað í deildinni en hann hefur skorað 2 mörk og staðið sig vel á miðjunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
8. umferð Bestu deildar karla Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Störnunnar og KA í 8. umferð Bestu deildar karla.

Leikurinn hefst klukkan 17:00 og verður spilaður á Samsungvellinum í Garðabæ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
2. Birgir Baldvinsson
4. Rodrigo Gomes Mateo
7. Daníel Hafsteinsson ('76)
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson ('64)
14. Andri Fannar Stefánsson ('54)
22. Hrannar Björn Steingrímsson
26. Ingimar Torbjörnsson Stöle ('76)
28. Hans Viktor Guðmundsson
30. Sveinn Margeir Hauksson ('54)
77. Bjarni Aðalsteinsson

Varamenn:
12. Kristijan Jajalo (m)
3. Kári Gautason ('54)
8. Harley Willard
11. Ásgeir Sigurgeirsson ('54)
18. Hákon Atli Aðalsteinsson ('76)
23. Viðar Örn Kjartansson ('64)
44. Valdimar Logi Sævarsson ('76)

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Elmar Dan Sigþórsson
Halldór Hermann Jónsson
Petar Ivancic
Steingrímur Örn Eiðsson
Michael Charpentier Kjeldsen
Thomas Danielsen

Gul spjöld:

Rauð spjöld: