27.05.2024 - 19:15 Würth völlurinn Besta-deild karla
Aðstæður:
Smá gola og skýjað
Dómari:
Jóhann Ingi Jónsson
Áhorfendur:
898
Maður leiksins:
Matthias Præst (Fylkir)
Matthias Præst (Fylkir) Stoðsending: Ómar Björn Stefánsson
PRÆST AÐ GANGA FRÁ ÞESSU!!!
Arrnar Freyr í alvöru skógarhlaupi hjá HK-ingum.
Ómar Björn fær langa sendingu í gegn og vörn HK ekki alveg með á nótunum. Arnar Freyr kemur langt út á móti en Ómar er lengi að þessu og þetta virðist vera að fjara út. Hann er með boltann úti hægra megin og leggur hann út á Præst sem kemur á ferðinni og klárar frábærlega.
Það er klukkutími liðinn og það er ekkert sem bendir til þess að HK sé að fara að koma sér aftur inn í þennan leik. Eru ekki mjög líklegir en hlutirnir geta breytast snöggt í fótboltanum.
Arnþór Ari gerir vel að koma sér í góða stöðu á teignum en skotvinkillinn kannski ekki alveg nægilega góður. Skot hans fer frekar langt fram hjá markinu.
Enginn uppbótartími. Jóhann Ingi flautar beint af. Fylkismenn miklu betri og eru verðskuldað tveimur mörkum yfir. Hefði getað verið meira. HK-ingar virkilega slappir. Virðast bara vera góðir á móti liðunum sem eiga að vera ofarlega í töflunni.
Þórður Gunnar veður í gegn og er ekki langt frá því að setja þriðja mark Fylkismanna. Boltinn fer hins vegar af varnarmanni og aftur fyrir. Hornspyrna.
Fylkismenn ákváðu að losa sig við þetta hörmulega þriggja hafsenta kerfa sem þeir notuðust við í byrjun leiksins gegn KA í síðustu umferð. Góð ákvörðun því þeir eru að byrja af krafti hér, annað en á Akureyri.
Hörkufæri!
Ragnar Bragi vinnur boltann af Atla Arnarsyni á frábærum stað ofarlega á vellinum. Kemur honum svo á Þórð Gunnar sem er í góðu færi en skot hans fer beint á Arnar Frey í markinu.
Tónlistin farin í gang á Würth-vellinum og fólkið fer að streyma inn á völlinn. Þetta verður virkilega áhugaverður leikur. Nær Fylkir í sinn fyrsta sigur í sumar?
Jóhann Ingi dæmir leikinn
Honum til aðstoðar eru Egill Guðvarður Guðlaugsson og Kristján Már Ólafs. Eftirlitsmaður er Þórður Ingi Guðjónsson og varadómari er Gunnar Freyr Róbertsson. Jóhann Ingi ekki búinn að eiga gott sumar í dómgæslunni en vonandi mun hann eiga þrusuflottan leik í kvöld.
Það eru tvær breytingar á Fylkisliðinu frá tapinu gegn HK. Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði Fylkis, byrjar sinn fyrsta leik í sumar en hann kominn til baka úr meiðslum. Hann kemur inn í liðið fyrir Sigurberg Áka Jörundsson og þá byrjar Arnór Breki Ásþórsson fyrir Orra Svein Segatta.
Fylkir lagði HK um daginn
Þessi lið mættust í bikarnum á dögunum og þá var það Fylkir sem hafði betur. HK var þó ekki að stilla upp sínu sterkasta liði í þeim leik.
Fylkir 3 - 1 HK 0-1 Eiður Gauti Sæbjörnsson ('5 )
1-1 Þórður Gunnar Hafþórsson ('11 )
2-1 Þórður Gunnar Hafþórsson ('21 )
2-1 Benedikt Daríus Garðarsson ('26 , misnotað víti)
3-1 Benedikt Daríus Garðarsson ('27 )
Hér er allt það helsta úr Árbænum í kvöld. Það var nóg um að vera, fjögur mörk og Fylkismenn eru komnir á átta liða úrslit á kostnað HK???? pic.twitter.com/eEYXPWin4n
Helga Birkis spáir í spilin
Fótboltamamman Helga Birkisdóttir spáir í 8. umferð Bestu deildarinnar. Helga mætti í skemmtilegri treyju þegar synir hennar mættust í Mjólkurbikarnum á dögunum; Birkir Már Sævarsson í Val og Aron Elí Sævarsson í Aftureldingu.
Fylkir 1 - 0 HK Fylkir sem eru komnir upp að vegg ná hér iðnaðarsigri í Lautinni með marki frá Benedikt Garðarssyni. Það er allt á suðupunti í lok leiks eftir umdeilda dómgæslu en Fylkir nær að hirða öll stigin og anda því léttar við lokaflautið í fallegri kvöldsólinni.
Í upphafi mótsins leit HK verr út en Fylkir, en í undanförnum leikjum hefur staðan ekki verið sú. HK-ingar unnu bæði Víking og KR, en þeir töpuðu naumlega gegn Val í síðustu umferð. Þeir eru fyrir leikinn í kvöld með sex stigum meira en Fylkir í níunda sæti deildarinnar.
Fylkismenn eru á botninum með aðeins eitt stig. Þeir byrjuðu mótið ágætlega en þeir hafa daprir að undanförnu. Síðasti leikur á móti KA var sérstaklega lélegur.
<>„Ég hef ekki séð Fylkisliðið svona lélegt, eins og þeir voru í fyrri hálfleik. Síðan þeir komu upp hefur maður getað gengið að því vísu að það sé erfitt að spila á móti þeim. Þeir voru eitthvað vankaðir þarna í fyrri hálfleiknum, ég hef aldrei séð þá svona," sagði Sverrir Mar Smárason í Innkastinu þegar rætt var um Fylki.
„Það kemur hreinlega í ljós í næstu umferð hvort þeir ætli að vera með í þessu móti, þeir eru að fara að mæta HK," segir Elvar Geir í þættinum.