Kópavogsvöllur
Besta-deild karla
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Áhorfendur: 2215
Maður leiksins: Damir Muminovic
Viðtöl og skýrsla væntanleg.
Fær boltann á vítateigshorninu hægra meginn og nær að snúa til að láta vaða og Anton Ari er í honum en hann endar í netinu!
Stoðsending: Viktor Karl Einarsson
Sem ekkert verður úr.
Leikurinn verið heldur rólegur í þessum fyrri hálfleik en mun vonandi keyra upp einhverja geðveiki í þeim síðari.
Bæði lið búin að komast í flottar stöður en bara vantað gæði í síðustu sendinguna eða klára með skoti.
Viktor Karl með flotta pressu og fær hreinsun í bakið og boltinn fer í hliðarnetið.
Stefni á beef við Arnar Gunnlaugs í leiknum. Vigtin droppar eftir leik. #ElClassicoÍslands pic.twitter.com/GKkjFsf4wR
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) May 30, 2024
Þetta verður veisla????
— Besta deildin (@bestadeildin) May 30, 2024
Viðureign liðanna fyrir ári síðan??
Breiðablik 2-2 Víkingur #bestadeildin https://t.co/7FgG8ulSvu pic.twitter.com/7CmpywRzIl
Byrjunarliðið okkar í kvöld. KOMA SVO ?????? pic.twitter.com/e7vIT9PhK0
— Víkingur (@vikingurfc) May 30, 2024
Byrjunarliðið okkar í stórleiknum gegn Vík R. ???? pic.twitter.com/Ak0AJAFoOV
— Blikar.is (@blikar_is) May 30, 2024
Víkingar gera einnig breytingar á sínu liði en þeir gera sex breytingar frá leiknum gegn ÍA. Inn koma Pálmi Rafn Arinbjörnsson, Jón Guðni Fjóluson, Pablo Punyed, Ari Sigurpálsson, Aron Elís Þrándarson og Nikolaj Hansen fyrir Ingvar Jónsson, Helga Guðjónsson, Gísla Gottskálk Þórðarson, Karl Friðleif Gunnarsson, Valdimar Þór Ingimundarsson og Davíð Örn Atlason.
Toppslagur í Kópavogi í kvöld þar sem Víkingur heimsækir Breiðablik????
— Besta deildin (@bestadeildin) May 30, 2024
Leikurinn er hluti af 14. umferð en flýtt vegna Evrópu keppni????
???? Kópavogsvöllur
?? 20:15
?? @BreidablikFC ???? @vikingurfc
????? Miðasala á https://t.co/gOIMRhybun pic.twitter.com/MyorV8bfKV
Deloitte Skýrslan@vikingurfc ???? @BreidablikFC
— Besta deildin (@bestadeildin) April 25, 2024
Villa kom upp í fyrri skýrslu vegna tæknilegra erfiðleika.
Hápunkta leiksins má finna á Youtube rás okkar:https://t.co/chSQTL0Jxb pic.twitter.com/GEDwlZIPwO
Svona voru byrjunarliðin þegar Víkingur vann síðast deildarleik gegn Blikum á Kópavogsvelli. pic.twitter.com/r82p3qWLP0
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) May 30, 2024
Breiðablik 3 - 2 Víkingur R.
Fyrir mót og í ljósi brotthvarfs Óskars Hrafns frá Blikum sem og Bestu deildinni mátti heyra umræðu þess efnis að rígurinn milli Breiðabliks og Víkings Reykjavíkur væri hreinlega dauður. Staðan í deildinni núna, sem og spennan fyrir leiknum sjálfum er hins vegar ljóslifandi dæmi um að lengi lifir í gömlum glæðum. Ég sé ekkert koma í veg fyrir stórskemmtilegan bræðing á Kópavogsvelli. Blikarnir eru á nákvæmlega sömu siglingu fyrir leik sinn í 9.umferð á síðasta tímabili, nema bara sæti ofar, og mæta til leiks eftir þrjár sannfærandi frammistöður í undanförnum leikjum. Þeir eiga möguleika á að jafna Víkinga á toppi deildarinnar. Meistararnir hafa sömuleiði verið sannfærandi. Fyrir utan herfilegt hliðarskref í Kórnum hafa þeir sýnt sannan meistarabrag. En reynist Kópavogurinn þeim aftur þrándur í götu? Við fáum markaveislu, vafaatriði og dramatískt sigurmark frá sjálfum Jasoni Daða Svanþórssyni undir lok leiks. Sem í ljósi allrar umræðu undanfarinna vikna verður sögulínan sem við þurfum upp á framhaldið í deildinni að gera. Að lokinni 9.umferð verða því aðeins þrjú stig sem skilja að fyrsta og þriðja sæti deildarinnar.
Haraldur Árni Hróðmarsson, fótboltaþjálfari
Breiðablik 2 - 1 Víkingur R.
Víkingar mæta alltaf klárir í stórleikina en það er eitthvað sem segir mér að Blikarnir taki þennan leik. Þeir eru á fínu skriði og eru stöðugri í sinni spilamennsku en Víkingar.
Jóhannn Páll Ástvaldsson, íþróttafréttamaður á RÚV
Breiðablik 2 - 2 Víkingur R.
Ég get nánast garanterað gult spjald á Dóra Árna, sama hvernig fer. AD1 Ragnar Þór Bender er in for a night.
Leikar enda 2-2. Víkingar komast yfir með skalla frá Aroni Elís. Blikar jafna fyrir hálfleik með marki frá the real Patti Jó. Viktor Karl kemur þeim svo yfir en Helgi „Hvernig er Arnar Guðjóns bróðir hans?“ Guðjóns kemur af bekknum og jafnar 2-2. Bæði lið fara virkilega ósátt af velli. Gulli Jóns stígur inn í og tryggir að það verði engar stympingar eftir leik. Arnar Guðjóns ætlar að taka „hann var ööömurlegur“ rant en er stöðvaður af Gísla Gottskálk, sem er þroskaðasti leikmaður deildarinnar per capita.
Kvöldið tryggir alvöru spennu í sumar. Væri tryllingur að hafa þriggja hesta kapphlaup
Kristján Óli Sigurðsson, Þungavigtin
Breiðablik 3 - 2 Víkingur R.
Frábær leiktími og troðfullur Kópavogsvöllur á leik tveggja stærstu liða á Íslandi í dag. Sigur Víkinga þýðir sex stiga forskot á Blika eftir níu leiki og báðar innbyrgðisviðureignir búnar. Það munu Dóri Árna og hans lærisveinar reyna í lengstu lög að forðast og þetta verður epískur leikur. Leikurinn verður í hæsta gæðaflokki á Íslandi og mun hann enda 3-2 fyrir Blika þar sem sigurmarkið kemur í uppbótartíma og þakið á stúkunni losnar. Jason Daði, Viktor Karl og Höskuldur skora fyrir Blika og Matti Villa og Jón Guðni fyrir Víkinga sem vonandi fá minni hjálp frá dómurunum en þeir hafa fengið til þessa í mótinu. Þeir eru með nógu gott lið til að sjá um stigasöfnunina án hjálpar.
Sverrir Mar Smárason, lýsandi á Stöð 2 Sport
Breiðablik 0 - 4 Víkingur R.
Þetta er bara þannig leikur sýnist mér. Arnar byrjar með þungavigtarmenn sem berja á Blikunum í klukkutíma áður en Ari, Viktor og Helgi til dæmis koma inn af bekknum og sprengja allt í loft upp. Við vitum öll að Djuric skorar í þessum leik, hann sussar stuðningsmenn Blika í enn eitt skiptið. Niko og Ekroth skora fyrstu tvö eftir föst leikatriði, 2-0 í hálfleik.
„Fyrir mitt leyti er það aldrei heppnasta liðið sem verður Íslandsmeistari, það er bara ekki séns, það er besta liðið sem verður meistari. Það er klárt að lið sem verður meistari í hvaða deild sem er þarf heppni með sér. Eins og einhver góður golfari sagði einhvern tímann: „Því meira sem þú æfir þig, því heppnari verðuru." Þú vinnur þér inn ákveðna heppni. Það er hægt að finna atvik hjá öllum liðum í deildinni þar sem menn fá eitthvað með og á móti sér."
Halldór segir að Blikar hafi verið meðvitaðir um að þeir væru með verkefni í höndunum að koma Ísaki aftur í toppstand.
„Það er frábært að Ísak sé kominn á blað. Hann kemur til okkar nýkominn úr aðgerð, tognar framan á læri fljótlega eftir að hann kom til okkar og hefur verið að keyra sig í gegnum það, reyna hlífa því aðeins, og við að reyna hlífa honum. Á sama tíma erum við að reyna koma honum í toppstand."
Arnar Þór Stefánsson er fjórði dómari.
Ingi Jónsson er eftirlitsdómari.
„Þetta eru tvö rosalega ólík lið. Þetta er strúktúr á móti óreiðu (chaos), og þá meina ég það í allra bestu meiningu þess orðs. Þetta er svolítið svona City á móti Liverpool, tvö ólík lið og leikurinn verður frábær. Leikstílarnir eru ólíkir og enginn leikstíll er betri en annar. Þeir fá mikið af færum og það eru mikil læti. Við þurfum bara að stjórna því með okkar strúktúr. Við viljum gera Kópavogsvöllinn svolítið hljóðlátan og við þurfum að þora að halda boltanum á réttum tímabilum og vera massífir í ýmsum smáatriðum. Við þurfum að fá Evrópuframmistöðu, frammistöðu eins og við viljum fá í Evrópuleikjum; þar sem enginn er að fara út í einhverja vitleysu, æða í einhverja pressu eða vera illa staðsettir í okkar aðgerðum. Það bara gengur ekki upp. Evrópuframmistaða er orðið sem ég vil nota og er að leitast eftir."
„Bara sálrænt gott að vera á toppnum. En það er svakalega mikið eftir af mótinu. Þegar við verðum komnir inn í október þá verða menn örugglega búnir að gleyma því sem gerðist í apríl og maí. Þetta snýst bara um að safna stigum í gegnum þessa mánuði og vinna sem flesta leiki, vera svo í þeirri stöðu þegar úrslitakeppnin hefst að vera með þetta í sínum höndum og reyna þá að vinna titilinn."
„Við ætlum að gera allt sem við getum til að vinna þennan leik og vitum að sigur í leiknum skilar okkur á toppinn, menn auðvitað stefna á það."