Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
Valur
5
1
Stjarnan
Jónatan Ingi Jónsson '35 1-0
Tryggvi Hrafn Haraldsson '43 2-0
Tryggvi Hrafn Haraldsson '54 3-0
Patrick Pedersen '70 4-0
4-1 Örvar Eggertsson '75
Gísli Laxdal Unnarsson '96 5-1
30.05.2024  -  18:00
N1-völlurinn Hlíðarenda
Besta-deild karla
Aðstæður: Sólin farin að láta sjá sig í gegnum skýjin og léttur vindur
Dómari: Erlendur Eiríksson
Maður leiksins: Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
Byrjunarlið:
1. Frederik Schram (m)
2. Birkir Már Sævarsson
6. Bjarni Mark Antonsson
8. Jónatan Ingi Jónsson
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson (f) ('62)
11. Sigurður Egill Lárusson ('78)
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
14. Guðmundur Andri Tryggvason ('34)
15. Hólmar Örn Eyjólfsson (f)
20. Orri Sigurður Ómarsson ('80)

Varamenn:
25. Stefán Þór Ágústsson (m)
3. Hörður Ingi Gunnarsson ('78)
4. Elfar Freyr Helgason
16. Gísli Laxdal Unnarsson ('80)
17. Lúkas Logi Heimisson ('62)
24. Adam Ægir Pálsson ('34)
26. Ólafur Flóki Stephensen

Liðsstjórn:
Arnar Grétarsson (Þ)
Haukur Páll Sigurðsson
Kjartan Sturluson
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Örn Erlingsson
Viktor Unnar Illugason

Gul spjöld:
Orri Sigurður Ómarsson ('37)
Sigurður Egill Lárusson ('64)
Bjarni Mark Antonsson ('82)
Adam Ægir Pálsson ('89)
Hörður Ingi Gunnarsson ('91)

Rauð spjöld:
@haraldur_orn Haraldur Örn Haraldsson
Skýrslan: Stjörnuhrap á Hlíðarenda
Hvað réði úrslitum?
Þetta var frekar jafn leikur fram að fyrsta markinu en eftir það sá Stjarnan varla til sólar. Það voru mistök í uppspili og ákefð Valsara valtaði bara yfir þá. Gestirnir komu aðeins til baka í sinni spilamennsku eftir að þeir skoruðu sitt mark en það var bara 'too little too late'
Bestu leikmenn
1. Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
Það var allt annað að sjá til Tryggva í dag. Eftir að hann skoraði fyrra markið sitt þá var bara eins og Tryggvi hafi verið endurfæddur. Hann var sífellt hættulegur og átti skilið sín 2 mörk. Ég hef áræðanlegar heimildir fyrir því að einhver neðri deildar þjálfari hafi stappað í honum stálið í vikunni sem gæti hafa haft áhrif.
2. Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Kristinn var alveg frábær sérstaklega í fyrri hálfleik. Hann býr til fyrstu tvö mörkin upp á sitt einsdæmi og hefði örugglega gert meira ef hann hefði ekki farið af velli eftir 62 mínútur.
Atvikið
Ekkert risa atvik í þessum leik fyrir utan mörkin. Mark númer 3 hjá Val er kannski það stærsta þar sem Stjörnumenn hafa farið inn í hálfleikinn í 2-0 stöðu með von um að geta komið til baka. En þegar Tryggvi skorar á 54. mínútu þá var enginn möguleiki eftir fyrir gestina.
Hvað þýða úrslitin?
Þegar þetta er skrifað er enn markalaust í leik Breiðabliks og Víkings þannig Valur er enn í 3. sæti með 18 stig og Stjarnan aðeins fallnir frá topp pakkanum í 4. sæti með 13 stig.
Vondur dagur
Miðjan hjá Stjörnunni var í veseni með ákefð Valsara. Öll fyrstu 3 mörkin koma úr einhverri baráttu á miðjunni sem tapast og Valsarar keyra upp og skora. Jóhann Árni á líkast til verstu mistökin í marki númer 2 þar sem Kristinn Freyr stelur boltanum af honum á eigin vallarhelmingi.
Dómarinn - 8
Stjörnumenn féllu í teignum 2-3 sinnum en ekkert víti dæmt. Án þess að hafa séð endursýningar þá held ég að Erlendur og hans teymi hafi verið með það allt rétt. Annað var bara vel dæmt.
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
4. Óli Valur Ómarsson
6. Sindri Þór Ingimarsson
7. Örvar Eggertsson
8. Jóhann Árni Gunnarsson ('60)
9. Daníel Laxdal
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason
22. Emil Atlason ('60)
32. Örvar Logi Örvarsson
35. Helgi Fróði Ingason ('60)
80. Róbert Frosti Þorkelsson ('60)

Varamenn:
33. Viktor Reynir Oddgeirsson (m)
17. Andri Adolphsson ('60)
19. Daníel Finns Matthíasson ('60)
28. Baldur Logi Guðlaugsson ('60)
30. Kjartan Már Kjartansson
37. Haukur Örn Brink ('60)
41. Alexander Máni Guðjónsson

Liðsstjórn:
Jökull I Elísabetarson (Þ)
Davíð Sævarsson
Björn Berg Bryde
Rajko Stanisic
Egill Atlason
Hákon Ernir Haraldsson
Niklas Tomi Eerik Virtanen

Gul spjöld:
Helgi Fróði Ingason ('54)

Rauð spjöld: