Arsenal vill Williams og Merino - Sancho eftirsóttur - Trent vill vera áfram
   þri 18. júní 2024 09:25
Elvar Geir Magnússon
Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville
Powerade
Jón Dagur Þorsteinsson í ensku úrvalsdeildina?
Jón Dagur Þorsteinsson í ensku úrvalsdeildina?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brighton reynir við Summerville.
Brighton reynir við Summerville.
Mynd: Getty Images
Lindelöf til Tyrklands?
Lindelöf til Tyrklands?
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin fer af stað þann 16. ágúst og það er nóg að gera hjá skrifstofum félaga deildarinnar. Hér er slúðurpakkinn sem BBC tók saman en íslenskur landsliðsmaður er í pakka dagsins.

Manchester City er tilbúið að fara inn í næsta tímabil án þess að kaupa nýjan leikmann, nema einhver biðji um að fara. (ESPN)

Newcastle hefur áhuga á að fá íslenska vængmanninn Jón Dag Þorsteinsson (25) frá belgíska félaginu OH Leuven. Jón Dagur skoraði sigurmark Íslands gegn Englandi. (Chronicle Live)

Brighton hefur hafið viðræður um möguleg kaup á hollenska kantmanninum Crysencio Summerville (22) frá Leeds. (Talksport)

Spænski kantmaðurinn Ferran Torres (24) er eftirsóttur af West Ham fyrir sumargluggann en hann vill ekki fara frá Barcelona. (Mundo Deportivo)

Tilboði Tottenham í enska framherjann Ivan Toney (28) hefur verið hafnað af Brentford. (Football Transfers)

Crystal Palace mun krefjast þess að fá að minnsta kosti 65 milljónir punda fyrir enska varnarmanninn Marc Guehi (23) í sumar. (Telegraph)

Fenerbahce hefur áhuga á Victor Lindelöf (29), sænska varnarmanninum hjá Manchester United. (Sky Germany)

Juventus hefur áhuga á Jadon Sancho (24) hjá Manchester United. 40 milljóna punda verðmiðinn gæti neytt Juventus til að gera lánstilboð með kauprétti. (Sun)

Atletico Madrid hefur reynt að fá Conor Gallagher (24), miðjumann Chelsea. (Relevo)

Gallagher gæti hafnað því að fara til Aston Villa þar sem hann hefur ekki áhuga á að ganga til liðs við félagið. (Football Insider)

Brasilíski kantmaðurinn Estevao Willian (17) hefur staðist læknisskoðun hjá Chelsea sem náði samkomulagi við Palmeiras um táninginn í síðasta mánuði. (Standard)

Nottingham Forest er að ganga frá samningi við brasilíska markvörðinn Carlos Miguel (25) hjá Corinthians. Hann yrði hávaxnasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar; 2,04 metrar. (Daily Mail)

Fikayo Tomori (26) varnarmaður AC Milan mun líklega hafna hvaða tilboði sem er frá Newcastle í sumar. (Football Insider)

Mats Hummels, fyrrum varnarmaður þýska landsliðsins, er nálægt því að skrifa undir hjá Real Mallorca eftir að hafa yfirgefið Borussia Dortmund. (Diario de Mallorca)

West Ham er að velta því fyrir sér hvort það eigi að reyna að fá enska vinstri bakvörðinn Ryan Sessegnon (24) eftir að hann var leystur undan samningi við Tottenham. (Guardian)

Ashley Young (38) er nálægt því að gera nýjan samning við Everton. (Talksport)

Tottenham hefur áhuga á brasilíska hægri bakverðinum Vanderson (22) hjá Mónakó. (Fabrizio Romano)

Viðræður milli Borussia Dortmund og Pascal Gross (33), þýska miðjumannsins hjá Brighton halda áfram þó ekkert samkomulag hafi náðst enn. (Sky Þýskalandi)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner