Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
Selfoss
6
1
Þróttur V.
0-1 Guðni Sigþórsson '1
Aron Fannar Birgisson '52 1-1
Þorlákur Breki Þ. Baxter '53 2-1
Aron Fannar Birgisson '62 3-1
Þorlákur Breki Þ. Baxter '67 4-1
Alexander Clive Vokes '71 5-1
Jose Manuel Lopez Sanchez '82 6-1
31.05.2024  -  18:00
JÁVERK-völlurinn
2. deild karla
Aðstæður: Þéttur úði og rok
Dómari: Guðni Páll Kristjánsson
Áhorfendur: 298
Maður leiksins: Aron Fannar Birgisson (Selfoss)
Byrjunarlið:
1. Robert Blakala (m)
2. Ívan Breki Sigurðsson ('82)
4. Jose Manuel Lopez Sanchez
5. Jón Vignir Pétursson (f)
6. Adrian Sanchez ('82)
9. Aron Fannar Birgisson ('86)
10. Þorlákur Breki Þ. Baxter ('70)
11. Alfredo Ivan Arguello Sanabria
18. Dagur Jósefsson
28. Eysteinn Ernir Sverrisson ('86)
45. Aron Lucas Vokes

Varamenn:
12. Arnór Elí Kjartansson (m)
3. Reynir Freyr Sveinsson ('82)
15. Alexander Clive Vokes ('70)
16. Daði Kolviður Einarsson ('82)
20. Elvar Orri Sigurbjörnsson ('86)
22. Einar Breki Sverrisson ('86)
23. Ari Rafn Jóhannsson
25. Sesar Örn Harðarson

Liðsstjórn:
Bjarni Jóhannsson (Þ)
Ingi Rafn Ingibergsson
Þorkell Ingi Sigurðsson
Arnar Helgi Magnússon
Lilja Dögg Erlingsdóttir
Heiðar Helguson

Gul spjöld:
Adrian Sanchez ('49)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Selfoss skorar sex í seinni hálfleik og gegnur frá Þrótturum Þvílíkum seinni hálfleik Sefloss skilar þeim þremur stigum
92. mín Gult spjald: Eiður Jack Erlingsson (Þróttur V. )
92. mín
Það verður ekkert úr horninu
91. mín
Þróttur fær horn
88. mín Gult spjald: Valdimar Ingi Jónsson (Þróttur V. )
86. mín
Inn:Einar Breki Sverrisson (Selfoss) Út:Eysteinn Ernir Sverrisson (Selfoss)
86. mín
Inn:Elvar Orri Sigurbjörnsson (Selfoss) Út:Aron Fannar Birgisson (Selfoss)
85. mín Gult spjald: Haukur Leifur Eiríksson (Þróttur V. )
82. mín MARK!
Jose Manuel Lopez Sanchez (Selfoss)
Stoðsending: Alexander Clive Vokes
Jose skorar SJÖTTA mark Selfoss! Alexander tekur hornspyrnu sem fer í gegnum allann pakkann þar sem Jose er aleinn og enn og aftur fá Selfyssingar að taka boltann niður og ná skoti á markið
82. mín
Inn:Daði Kolviður Einarsson (Selfoss) Út:Adrian Sanchez (Selfoss)
82. mín
Inn:Reynir Freyr Sveinsson (Selfoss) Út:Ívan Breki Sigurðsson (Selfoss)
81. mín
Eysteinn fær boltann inní teig Þróttar og fær að snúa í rólegheitum en skotið hans er laust og beint á Benjamín
80. mín
Alfredo í góðu færi en skot hans framhjá
77. mín
Inn:Valdimar Ingi Jónsson (Þróttur V. ) Út:Þorgeir Ingvarsson (Þróttur V. )
Held að Þorgeir skipti um treyju við Jóhann eftir að hann fór útaf
71. mín MARK!
Alexander Clive Vokes (Selfoss)
Stoðsending: Alfredo Ivan Arguello Sanabria
Alexander ekki lengi að stimpla sig inn Alfredo fær flugbraut á vinstri kanntinum og á sendingu inn í teig Þróttar þar sem Alexander er einn á fjær og klárar framhjá Benjamín í markinu
70. mín
Inn:Alexander Clive Vokes (Selfoss) Út:Þorlákur Breki Þ. Baxter (Selfoss)
67. mín MARK!
Þorlákur Breki Þ. Baxter (Selfoss)
Selfoss búnir að ganga frá Þrótturum Selfoss vinnur boltann hátt uppá vallarhelming og eftir fyrirgjöf og boltinn út úr teignum þá á endanum dettur hann fyrir Breka sem tekur snertingu framhjá tveimur mönnum og klára frábærlega
66. mín
Inn:Ásgeir Marteinsson (Þróttur V. ) Út:Jóhannes Karl Bárðarson (Þróttur V. )
66. mín
Inn:Þorgeir Ingvarsson (Þróttur V. ) Út:Jón Veigar Kristjánsson (Þróttur V. )
66. mín
Inn:Einar Örn Harðarson (Þróttur V. ) Út:Jóhann Þór Arnarsson (Þróttur V. )
66. mín
Boltinn aftur yfir allann pakkann og í markspyrnu
65. mín
Selfoss fær annað horn
65. mín
Boltinn í innspark
64. mín
Selfoss fær horn
63. mín
Alfredo á skot hátt yfir
62. mín MARK!
Aron Fannar Birgisson (Selfoss)
Aron að skora sitt annað mark! Langur bolti á hægri kanntinn sem Ívan tekur meistaralega á móti og köttar inná vinstri og á skot sem fer í varnarmann og Aron er vel vakandi og táar boltannn inn

Selfoss virðast ætla að ganga frá Þrótturnum í seinni hálfleik
61. mín
Góð fyrirgjöf sem Benjamín þarf að slá upp og eftir mikið klafs vill boltinn ekki inn og Þróttur hreinsar
60. mín
Skalli sem fer naumlega framhjá frá Þrótturum og Sefloss fær annað horn
60. mín
Selfoss fær horn
58. mín
Selfyssingar mikið að ógna og það virðist vera miklu betra að sækja í norður
53. mín MARK!
Þorlákur Breki Þ. Baxter (Selfoss)
Stoðsending: Alfredo Ivan Arguello Sanabria
SELFOSS AÐ KOMAST YFIR! Alfredo leikur sér að varnarmanni Þróttar og býr sér til mikið pláss á kanntinum og finnur Breka inní teig Þróttar og það er enginn nálægt honum og hann klárar í fjær

Þvílíkur endursnúningur
52. mín MARK!
Aron Fannar Birgisson (Selfoss)
Selfoss janfar! Selfoss tekur stutt horn og Breki á fyrirgjöf sem fer upp í loftið og Þróttarar skalla stutt út í teig og Aron hamrar boltanum í netið
51. mín
Þvílík varsla! Eysteinn á góða fyrirgjöf sem er beint á höfuð Breka sem á góðann skalla en Benjamín bregst vel við og kemur hendinni í boltann
49. mín Gult spjald: Adrian Sanchez (Selfoss)
48. mín
Frábær varsla Boltinn rennur þægilega til Jóns sem lætur vaða af löngu færi og hann smell hittir boltann en Benjamín ver frábærlega
46. mín
Aron Fannar með sendingu inná teiginn sem Breki nær aðeins snertingu á en hann skoppar til Benjamín
46. mín
Komið aftur af stað Guðni flautar seinni hálfleikinn á
45. mín
Hálfleikur
Eftir góða byrjun Þróttar hefur leikurinn aðeins jafnast
41. mín Gult spjald: Hreinn Ingi Örnólfsson (Þróttur V. )
38. mín
Ívan keyrir inní Jón K. og hann þarfnast aðhlynningu
37. mín
Boltinn ekki yfir fyrsta mann og eftir smá klafs handsamar Robert boltann
37. mín
Þróttur fær horn
36. mín
Adrian kemst í gott skotfæri en hallar sér ekki nógu mikið yfir boltann og hann flýgur hátt yfir markið
32. mín
Það fór líklega spjald á einhvern en það er erfitt að sjá númerin á baki Þróttara, mögulega var þetta Selfyssingur
29. mín
Jón á skot sem fer af Aroni en Benjamín er vel á verði og ver, Aron samt fyrir innan
26. mín
Leikurinn aðeins búinn að jafnast út enda erfitt að spila í vind
21. mín
Þróttarar hika ekki við að skjóta á markið og Selfoss alveg vonlausir að spila út frá marki
16. mín
Jóhann á skot langt utan af velli en það er nær því að fara í innkast heldur en á markið
12. mín
Svo nálægt því! Þrumuskot í stöngina og út frá Jón og Robert var aldreu nálægt boltanum og Selfyssingar heppnir að vera ekki tveimur mörkum undir
12. mín
Boltinn í hendina á Selfoss manni og Þróttur fær aukaspyrnu á stórhættulegum stað
7. mín
Langur bolti yfir alla og í markspyrnu
7. mín
Þróttur fær aukaspyrnu á svipuðum stað og áðan
6. mín
Þróttur hreinsar
6. mín
Selfoss fær auka á góðum stað fyrir skot-fyrirgjöf
5. mín
Boltinn yfir alla og Selfoss hreinsar
4. mín
Þróttur fær horn
1. mín MARK!
Guðni Sigþórsson (Þróttur V. )
MARK Á FYRSTU MÍNÚTU! Þróttur fær aukaspyrnu nálægt hliðarlínunni og eftir fyrirgjöf er mikið klafs í teig Selfoss þar sem boltinn dettur fyrir Guðna sem hamrar boltann í netið
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn kominn í gang, Selfoss sækir í suður og Þróttur á móti
Fyrir leik
Liðin að ganga inná völlinn
Fyrir leik
Selfoss Selfoss hafa byrjað mótið mjög vel og unnu sína fyrstu þrjá leiki gegn Kormák, Völsung og KFA en mistókst að taka þrjú stig með sér heim frá Ólafsvík og þurftu að sætta sig við 2-2 jafntefli í jöfnum leik. Það hefur ekki verið að rigna inn mörkum hjá Bjarna og liði og er Selfoss með 6 mörk skoruð í fjórum leikjum en aðeins búnir að fá á sig þrjú mörk, þar af 2 gegn Víking Ó í síðustu umferð, og Selfoss liðið, fyrir þessa umferð, situr á toppi deildarinnar

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Fyrir leik
Þróttur V. Þróttur hefur bryjað svona ágætlega en það vantar aðeins uppá markaskorun þeirra á tímabilinu því þeir eru með fæst mörk skoruð í deildinni, ásamt KF, með aðeins tvö mörk í fjórum leikjum. Þeir hafa þó unnið einn leik og gert eitt janftefli á móti því að hafa tapað tveimur leikjum og sitja í 9. sæti með fjögur stig og -3 í markatölu

Mynd: Helgi Þór Gunnarsson

Fyrir leik
5. umferð í annari deild karla Komið þið sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá Jáverk-vellinum þar sem topp lið Selfoss tekur á móti Þróttt V.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Byrjunarlið:
12. Benjamín Jónsson (m)
4. Hreinn Ingi Örnólfsson
8. Jón Veigar Kristjánsson ('66)
10. Guðni Sigþórsson (f)
13. Jóhannes Karl Bárðarson ('66)
19. Jón Kristinn Ingason
20. Eiður Jack Erlingsson
22. Haukur Leifur Eiríksson
29. Mirza Hasecic
33. Kostiantyn Pikul
38. Jóhann Þór Arnarsson ('66)

Varamenn:
1. Rökkvi Rafn Agnesarson (m)
3. Einar Örn Harðarson ('66)
6. Þorgeir Ingvarsson ('66) ('77)
7. Valdimar Ingi Jónsson ('77)
17. Franz Bergmann Heimisson
21. Ásgeir Marteinsson ('66)
45. Haukur Darri Pálsson

Liðsstjórn:
Gunnar Már Guðmundsson (Þ)
Gunnar Júlíus Helgason
Marteinn Örn Halldórsson
Jóhanna Erla Guðjónsdóttir

Gul spjöld:
Hreinn Ingi Örnólfsson ('41)
Haukur Leifur Eiríksson ('85)
Valdimar Ingi Jónsson ('88)
Eiður Jack Erlingsson ('92)

Rauð spjöld: