Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
Leiknir R.
0
1
Afturelding
0-1 Oliver Bjerrum Jensen '83
31.05.2024  -  19:15
Domusnovavöllurinn
Lengjudeild karla
Dómari: Gunnar Freyr Róbertsson
Maður leiksins: Oliver Bjerrum Jensen (Afturelding
Byrjunarlið:
1. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
Ósvald Jarl Traustason ('85)
4. Patryk Hryniewicki
5. Daði Bærings Halldórsson (f)
6. Andi Hoti
7. Róbert Quental Árnason
8. Sindri Björnsson ('85)
9. Róbert Hauksson
23. Arnór Ingi Kristinsson ('84)
44. Aron Einarsson ('61)
67. Omar Sowe

Varamenn:
12. Bjarki Arnaldarson (m)
10. Shkelzen Veseli ('85)
14. Davíð Júlían Jónsson ('85)
19. Jón Hrafn Barkarson ('84)
20. Hjalti Sigurðsson
22. Þorsteinn Emil Jónsson ('61)
80. Karan Gurung
92. Sigurður Gunnar Jónsson

Liðsstjórn:
Vigfús Arnar Jósefsson (Þ)
Manuel Nikulás Barriga
Halldór Geir Heiðarsson
Atli Jónasson
Guðbjartur Halldór Ólafsson

Gul spjöld:
Róbert Quental Árnason ('47)
Daði Bærings Halldórsson ('63)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þessu er lokið Gunnar Freyr flautar til leiksloka. Afturelding mætir upp í efra Breiðholt og vinnur 0-1 og fara með stigin mikilvægu upp í Mosfellsbæ.

Takk fyrir mig í kvöld.
90. mín
Uppbótartíminn er að lágmarki fjórar mínútur.
85. mín
Inn:Bjarni Páll Linnet Runólfsson (Afturelding) Út:Aron Jóhannsson (Afturelding)
85. mín
Inn:Davíð Júlían Jónsson (Leiknir R.) Út:Ósvald Jarl Traustason (Leiknir R.)
85. mín
Inn:Shkelzen Veseli (Leiknir R.) Út:Sindri Björnsson (Leiknir R.)
84. mín
Inn:Jón Hrafn Barkarson (Leiknir R.) Út:Arnór Ingi Kristinsson (Leiknir R.)
84. mín
Inn:Kári Steinn Hlífarsson (Afturelding) Út:Aron Jóhannsson (Afturelding)
83. mín MARK!
Oliver Bjerrum Jensen (Afturelding)
Stoðsending: Aron Jóhannsson
ÞETTA VAR Af DÝRARI GERÐINNI! Upp úr hornspyrnunni skora Afturelding.

Aron Jóhansson lyftir boltanum inn á teiginn og Leiknismenn koma boltanum út úr teignum en ekki langt. Boltinn dettur fyrir fætur Olivers sem smyr hann í nær hornið.

Óverjandi fyrir Viktor í marki Leiknis.
82. mín
Hrannar Snær fær boltann og setur boltann inn á teiginn. Elmar Kári nær skoti og boltinn af varnarmanni og í hornspyrnu.

Elmar Kári og Andi virðast lenda saman og liggja báðir en held það sé nú í lagi með þá báða.
78. mín
Inn:Patrekur Orri Guðjónsson (Afturelding) Út:Hrannar Snær Magnússon (Afturelding)
77. mín
Róbert Hauksson fær boltann og keyrir af stað upp vinstri vænginn og vinnur hornspyrnu.
75. mín
Bjartur Bjarmi tekur Róbert Quental niður og Leiknir fær aukspyrnu á miðjum vallarhelming Aftureldingar, fínn fyrirgjafar möguleiki.

Róbert tekur spyrnuna og boltinn berst út á Þorstein sem er alltof lengi að athafna sig og missir boltann.
72. mín
Hrannar fær boltann inn á teignum í mjög góðri stöðu en virðist renna en Afturelding vinnur upp úr þessari sókn sína 10 hornspyrnu í leiknum.
69. mín Gult spjald: Bjartur Bjarmi Barkarson (Afturelding)
Tekur Róbert Quental niður. Aukaspyrna á fínum stað fyrir Leikni.

Róbert Quental tekur spyrnuna og boltinn á fjær þar sem Sindri Björnsson er á fjær og setur boltann í slánna!!!

Þetta var tækifæri fyrir Leiknismenn.
64. mín
Omar Sowe með hættulegan bolta fyrir en enginn Leiknismaður mætir og kastar sér í boltann.
63. mín Gult spjald: Daði Bærings Halldórsson (Leiknir R.)
Fyrir almennt tuð sýndist mér.
61. mín
Inn:Arnór Gauti Ragnarsson (Afturelding) Út:Andri Freyr Jónasson (Afturelding)
61. mín
Inn:Þorsteinn Emil Jónsson (Leiknir R.) Út:Aron Einarsson (Leiknir R.)
57. mín
Andri Freyr!1 Aron Elí með góðan bolta inn á Andra sem fær boltann inn á teig Leiknis. Gerir vel og reynir að setja boltann í nær en boltinn rétt yfir.
54. mín
Aron Elí með flottan bolta fyrir á Oliver sem nær skoti en boltinn í varnarmann.
51. mín
Afturelding vinnur hornspyrnu
47. mín
Afturelding vinnur hornspyrnu Aron Jóhansson tekur spyrnuna en Aftureldingamenn ná ekki að gera sér mat úr henni.
47. mín Gult spjald: Róbert Quental Árnason (Leiknir R.)
46. mín
Seinni hálfleikurinn er farinn af stað
45. mín
Hálfleikur
Gunnar Freyr flautar til hálfleiks Leiðinlegum fyrri hálfleik lokið hér á Domusnovavellinum í efra Breiðholti. Afturelding hefur stýrt þessum leik nánast frá A-Ö. Vonandi fáum við einhver mörk í þetta í seinni hálfleiknum

Tökum okkur korter í pásu og síðan seinni hálfleikurinn.
39. mín
Elmar Kári allt í öllu Frábært spil hjá Eldingunni út til hægri sem endar með því að Elmar Kári vinnur hornspyrnu sem Afturelding nær ekki að nýta sér nógu vel.
37. mín
Georg Bjarna með frábæran bolta á Elmar sem setur boltann fyrir en Leiknismenn koma boltanum í burtu.

Afturelding talsvert líklegri.
35. mín
Elmar Kári vinnur hornspyrnu fyrir Aftureldingu.
32. mín
Leiknismenn lyfta boltanum inn á teiginn og vinna hornspryrnu

Aron Einarsson lyftir boltanum fyrir og boltinn dettur fyrir fætur Daða sem hittir boltann rosalega ílla og boltinn framhjá.
30. mín
Afturelding virðist vera vakna!! Elmar Kári með frábært skot fyrir utan teig sem Viktor Freyr þarf að slá í hornspyrnu.
27. mín
ANDRI FREYR MINN ÞÚ ÁTT AÐ KLÁRA ÞETTA Afturelding lyftir boltanum upp á Elmar Kára sem tekur boltann niður áður en hann á frábæra fyrirgjöf inn á teiginn þar sem Andri var einn og óvaldaður en setur boltann framhjá.

Dauðafæriii
24. mín
Það er lítið sem ekkert að frétta hérna. Afturelding er með aðeins meira control á boltanum þó en ná ekki að skapa sér neitt.
18. mín
Afturelding vinnur aukaspyrnu á stórhættulegum stað.. Ósvald Jarl brýtur á Bjarti Bjarma.

Elmar Kári tekur spyrnuna og boltinn nokkuð þægilegur á Viktor sem þarf þó að kýla boltann í burtu.
13. mín
Hrannar Snær fær boltann við teiginn vinstra megin og reynir fyrirgjöf en boltinn af Leiknismanni og Afturelding fær hornspyrnu og annað horn upp úr henni sem ekkert verður úr.
9. mín
Róbert Quental fær boltann og færir boltann inn á vinstri og lætur vaða en boltinn framhjá.
7. mín
Leikurinn fer nokkuð rólega af stað og bæði lið að þreyfa fyrir hvoru öðru.
3. mín
Aron Jóhansson Aron Jóhnnsson gerir afskaplega vel og keyrir af stað í átt að marki Leiknis. Aron leggur boltann til hliðar og boltinn kemur fyrir og boltinn berst út í teiginn á Aron sem á skot háttyfir.
1. mín
Leikur hafinn
Farið af stað Gunnar flautar til leiks og það eru heimamenn sem hefja leik.
Fyrir leik
Halló Breiðholt Gunnar Freyr leiðir liðin inn til leiks og það styttist í upphafsflautið hér í kvöld. Ég hef séð betri mætingu á Domusnova en veðrið líklega að spila stóran þátt.
Fyrir leik
Staðan Bæði þessi lið eru við botninn í deildinni en ekkert er að marka það svona í upphafi móts og eru liðið fljót að spyrna sér upp í toppbaráttuna með 1-2 sigrum en deildin í ár verður gríðarlega jöfn.

Heimamenn í Leikni eru með 2 stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar en liðið lék í síðustu umferð gegn Gróttu á Seltjarnarnesinu og tapaði liðið 4-3 í miklum markaleik.

Gestirnir hans Maggaball fengu Grindavík í heimsókn í leik sem endaði með 1-1 jafntefli. Afturelding voru heilt yfir betri í þeim leik og misnotaði liðið meðal annars vítaspyrnu í byrjun leiks.

Það verður hart barist inn á vellinum hér í kvöld.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson


Frá leik liðanna á síðasta tímabili.
Fyrir leik
Dómarinn Dómarinn leiksins í dag er Gunnar Freyr Róbertsson. Gunnar er með þá Jakub Marcin Róg og Ragnar Arelíus Sveinsson sér til aðstoðar. Eftirlitsmaður KSÍ er Jóhann Gunnar Guðmundsson

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Velkomin í Breiðholtið!! Gott og gleðilegt föstudagskvöld kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin með okkur í beina textalýsingu frá Domusnovavellinum í Breiðholti þar sem Leiknir R. tekur á móti Aftureldingu í GRÍÐARLEGA mikilvægum leik en hvorugt liðið má tapa hérna í kvöld.

Flautum til leiks klukkan 19:15

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
1. Arnar Daði Jóhannesson (m)
2. Gunnar Bergmann Sigmarsson
6. Aron Elí Sævarsson (f)
7. Aron Jóhannsson ('84) ('85)
8. Aron Jónsson
9. Andri Freyr Jónasson ('61)
16. Bjartur Bjarmi Barkarson
21. Elmar Kári Enesson Cogic
22. Oliver Bjerrum Jensen
25. Georg Bjarnason
77. Hrannar Snær Magnússon ('78)

Varamenn:
12. Birkir Haraldsson (m)
10. Kári Steinn Hlífarsson ('84)
11. Arnór Gauti Ragnarsson ('61)
14. Bjarni Páll Linnet Runólfsson ('85)
26. Sævar Atli Hugason
28. Sigurpáll Melberg Pálsson
34. Patrekur Orri Guðjónsson ('78)

Liðsstjórn:
Magnús Már Einarsson (Þ)
Baldvin Jón Hallgrímsson
Þorgeir Leó Gunnarsson
Enes Cogic
Amir Mehica
Gunnar Ingi Garðarsson
Garðar Guðnason

Gul spjöld:
Bjartur Bjarmi Barkarson ('69)

Rauð spjöld: