Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
Grindavík
2
2
Keflavík
0-1 Stefán Jón Friðriksson '18
Kwame Quee '34 1-1
Ingólfur Hávarðarson '45 , sjálfsmark 1-2
Dagur Ingi Hammer Gunnarsson '86 2-2
31.05.2024  -  19:15
Stakkavíkurvöllur-Safamýri
Lengjudeild karla
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Maður leiksins: Stefán Jón Friðriksson
Byrjunarlið:
5. Eric Vales Ramos
8. Josip Krznaric
10. Einar Karl Ingvarsson
16. Dennis Nieblas
18. Christian Bjarmi Alexandersson
20. Dagur Ingi Hammer Gunnarsson ('87)
23. Matevz Turkus
24. Ingólfur Hávarðarson
26. Sigurjón Rúnarsson
30. Ion Perelló ('87)
77. Kwame Quee

Varamenn:
1. Kristófer Leví Sigtryggsson (m)
2. Hrannar Ingi Magnússon
11. Símon Logi Thasaphong
17. Hassan Jalloh ('87)
21. Marinó Axel Helgason
38. Andri Karl Júlíusson Hammer
44. Helgi Hafsteinn Jóhannsson ('87)
80. Eysteinn Rúnarsson

Liðsstjórn:
Brynjar Björn Gunnarsson (Þ)
Orri Freyr Hjaltalín
Hávarður Gunnarsson
Beka Kaichanidis
Jón Aðalgeir Ólafsson
Karim Ayyoub Hernández

Gul spjöld:
Matevz Turkus ('52)

Rauð spjöld:
@SEinarsson Sverrir Örn Einarsson
Skýrslan: Jafnteflin hrúgast inn hjá Grindavík
Hvað réði úrslitum?
Tvennt sem ræður þar úrslitum. Færanýting Keflavíkur er annað atriðið. Sköpuðu sér nokkur ágætis færi til þess að drepa leikinn sem ekki nýttust. Þeim var svo refsað fyrir það af Grindvíkingum sem lögðu aldrei árar í bát og héldu áfram að reyna og uppskáru að lokum þó leikur þeirra hafi eflaust ekki verið sá besti.
Bestu leikmenn
1. Stefán Jón Friðriksson
Stefán er að heilla mig á miðju Keflavíkur og mér fannst hann flottur í kvöld. Skoraði þess utan gott mark. Kraftmikill og duglegur og komst vel frá sínu
2. Christian Bjarmi Alexandersson
Gaman að sjá unga leikmenn skina. Annan leikinn í röð fær Christian Bjarmi að byrja og stóð sig virkilega vel. Ekkert sjálfgefið fyrir 17 ára gutta að koma inn í byrjunarliðið og standa sig með slíkum sóma.
Atvikið
Ætli það verði ekki að vera jöfnunarmarkið. Það var ekkert endilega í kortunum að Grindavík væri að fara að jafna þennan leik og þeir þurftu að grafa djúpt eftir markinu, Það kom þó á endanum. Það sem gerir það kannski meira að atviki kvöldsins er að aðeins örfáum mínútum áður hafði Mamadou Diaw brennt af sannkölluðu dauðafæri þegar hann átti hreinlega að klára leikinn.
Hvað þýða úrslitin?
Grindavík fellur niður um tvö sæti eftir sigra Aftureldingar og Þróttar og situr í 11.sæti deildarinnar með fjögur stig. Keflavík tekur smá stökk og fer úr áttunda sætinu í það fimmta með fimm stig.
Vondur dagur
Mamadou Diaw fyrir að brenna af sannkölluðu dauðafæri á lykilaugnabliki í leiknum. Hefði getað klárað þennan leik og tryggt sínu liði þrjú stig. Sá nagar sig í handarbökin á heimleiðinni og mun eflaust ekki sofa vel í nótt
Dómarinn - 9
Frábær leikur hjá Helga og teyminu frá mínum bæjardyrum séð. Leyfði leiknum að fljóta þegar við átti og hélt góðri stjórn í 90 mínútur. Vel gert þar.
Byrjunarlið:
1. Ásgeir Orri Magnússon (m)
3. Axel Ingi Jóhannesson
4. Nacho Heras
5. Stefán Jón Friðriksson ('84)
7. Mamadou Diaw
8. Ari Steinn Guðmundsson ('79)
10. Dagur Ingi Valsson
22. Ásgeir Páll Magnússon
24. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
25. Frans Elvarsson (f)
99. Valur Þór Hákonarson

Varamenn:
12. Rúnar Gissurarson (m)
9. Gabríel Aron Sævarsson
17. Óliver Andri Einarsson
19. Edon Osmani ('84)
26. Ásgeir Helgi Orrason
28. Kári Sigfússon ('79)
50. Oleksii Kovtun

Liðsstjórn:
Haraldur Freyr Guðmundsson (Þ)
Hólmar Örn Rúnarsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Guðmundur Árni Þórðarson
Óskar Ingi Víglundsson

Gul spjöld:
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson ('85)
Nacho Heras ('87)

Rauð spjöld: