Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
ÍBV
2
2
Fjölnir
0-1 Máni Austmann Hilmarsson '9
Oliver Heiðarsson '13 1-1
Guðjón Ernir Hrafnkelsson '16 2-1
2-2 Axel Freyr Harðarson '75
01.06.2024  -  16:00
Hásteinsvöllur
Lengjudeild karla
Dómari: Arnar Ingi Ingvarsson
Byrjunarlið:
12. Hjörvar Daði Arnarsson (m)
2. Sigurður Arnar Magnússon
3. Felix Örn Friðriksson
5. Jón Ingason ('71)
7. Guðjón Ernir Hrafnkelsson
8. Vicente Valor ('90)
10. Sverrir Páll Hjaltested ('90)
14. Arnar Breki Gunnarsson
16. Tómas Bent Magnússon
22. Oliver Heiðarsson ('81)
25. Alex Freyr Hilmarsson (f)

Varamenn:
1. Jón Kristinn Elíasson (m)
11. Víðir Þorvarðarson ('81)
17. Sigurður Grétar Benónýsson
19. Rasmus Christiansen
20. Eyþór Orri Ómarsson ('90)
31. Viggó Valgeirsson ('90)
45. Eiður Atli Rúnarsson ('71)

Liðsstjórn:
Hermann Hreiðarsson (Þ)
Elías J Friðriksson
Mikkel Vandal Hasling
Elías Árni Jónsson
Lewis Oliver William Mitchell

Gul spjöld:
Tómas Bent Magnússon ('95)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Jafntefli niðurstaðan á Hásteinsvelli í dag. Unnið stig fyrir Fjölnismenn en Eyjamenn geta svo sannarlega nagað sig í handarbökin að hafa ekki tryggst sér stigin þrjú. Slíkir voru yfirburðir þeirra lungan úr leiknum og þá einna helst í fyrri hálfleik. Að því er þó ekki spurt.

Takk fyrir mig í dag.
96. mín
Halldór Snær með frábæra vörslu eftir snarpa sókn Eyjamanna og gestirnir hreinsa.

95. mín Gult spjald: Tómas Bent Magnússon (ÍBV)
Fyrir brotið eða tuð.
94. mín
Felix með tvær fyrirgjafir í röð af hægri vængnum en ekkert kemur út úr þeim. Heimamenn dæmdir brotlegir.

Fjölnismaður liggur í teignum og eru þeir ekkert að flýta sér.
93. mín
Eyjamenn fá aukaspyrnu um 35 metra frá marki úti hægra megin.

Vinna horn í kjölfarið.
91. mín
Fín spyrna frá Reyni inn á teiginn en Hjörvar Daði slær boltann frá.

Uppbótartími er að lágmarki fimm mínútur.
90. mín
Inn:Viggó Valgeirsson (ÍBV) Út:Sverrir Páll Hjaltested (ÍBV)
90. mín
Inn:Eyþór Orri Ómarsson (ÍBV) Út:Vicente Valor (ÍBV)
90. mín
Fjölnismenn fá aukaspyrnu á prýðisstað til fyrirgjafar.

Reynir Haralds stendur yfir boltanum
88. mín
Arnar Ingi flautar aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi ÍBV til handa Fjölni. Áhorfendum er langt í frá skemmt og baula duglega.

Sleppir augljósri bakhrindinngu í næstu sókn ÍBV og ekki kætti það áhorfendur.
87. mín
Fjölnismenn hársbreidd frá því að vinna sig í alvöru færi.
Varnarmenn stíga fyrir á síðustu stundu.
83. mín
DAUÐAFÆRI!
Eftir fyrirgjöf frá hægri rúllar boltinn eftir endilangri marklínunni því sem næst áður en að Fjölnismenn ná að hreinsa frá marki sínu.

Hefði sennilega dugað fyrir Eyjamenn að blása á boltann!
83. mín
Eyjamenn sækja
Skyndisókn, sé ekki hver á skotið en Halldór ver í horn.
81. mín
Inn:Jónatan Guðni Arnarsson (Fjölnir) Út:Kristófer Dagur Arnarsson (Fjölnir)
81. mín
Inn:Orri Þórhallsson (Fjölnir) Út:Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson (Fjölnir)
81. mín
Inn:Víðir Þorvarðarson (ÍBV) Út:Oliver Heiðarsson (ÍBV)
80. mín
Kristófer Dagur sækir hornspyrnu fyrir Fjölnismenn
75. mín MARK!
Axel Freyr Harðarson (Fjölnir)
Stoðsending: Máni Austmann Hilmarsson
Fjölnismenn refsa fyrir sofandahátt Hreinsun úr öftustu línu berst á Mána Austmann sem nær að taka boltann niður og snúa. Hann finnur Axel í hlaupinu úti til hægri sem keyrir inn á teiginn og lyftir boltanum snyrtilega yfir Hjörvar í markinu

Varnarlína íBV klikkaði þarna.Steig engin upp í Mána og Axel fékk auða braut inn á teiginn.
73. mín
Inn:Bjarni Þór Hafstein (Fjölnir) Út:Dagur Ingi Axelsson (Fjölnir)
71. mín
Inn:Eiður Atli Rúnarsson (ÍBV) Út:Jón Ingason (ÍBV)
71. mín
Eyjamenn fá hornspyrnu.

Vængspil þeirra í dag verið frábært í dag og hafa bakverðir Fjölnis verið í stökustu vandræðum með hraða Olivers og Arnórs Breka.
67. mín
Inn:Óliver Dagur Thorlacius (Fjölnir) Út:Sigurvin Reynisson (Fjölnir)
65. mín
Eyjamenn í hálffæri en Fjölnismenn komast á milli og hreinsa frá marki sínu.
62. mín
Fjölnismenn fá horn. Miðað við þróun leiksins liggja þeirra möguleikar þar.

Spyrnan tekinn frá hægri yfir á fjær. Siglir yfir allt og alla og í markspyrnu.
59. mín
Halldór Snær með alvöru vörslu
Af stuttu færi frá því að ég held Alex Frey eftir sendingu frá Oliver.

Eyjamenn verið mikið betri hér í dag. Svo einfalt er það.
53. mín
Sigurður Arnar í hörkufæri eftir hornið en Halldór ver glæsilega í annað horn.
52. mín
Arnar Breki í hörkufæri en varnarmenn komast fyrir, Eyjamenn fá horn en vilja víti eftir að Arnar Breki fellur.

Skal ekki segja. Móðan ekki beint að hjálpa
51. mín
Axel Freyr í færi fyrir Fjölni
Fær boltann hægra megin í teignum en setur boltann framhjá markinu.
50. mín
Arnar Breki reynir sig
Reynir skot frá vinstra vítateigshorni en boltinn yfir markið.
48. mín
Móðan gerir það að verkum að ég hef ekki hugmynd um hver komst í ágætt færi fyrir Eyjamenn. Skot hans þó varið og Eyjamenn fá horn.

Ekkert kemur upp úr horninu.
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn
45. mín
Hálfleikur
Flautað til hálfleiks í Vestmannaeyjum. Af því sem ég hef séð hefur lið ÍBV stjórnað þessum leik frá a til ö. Sá þó ekki fyrsta korterið þar sem Fjölnisliðið komst meðal annars yfir.

Síðari hálfleikur innan skamms.

Spurning hvort Eyjamenn séu að lesa. Stórfurðulegt að horfa á útsendinguna af leiknum. Móða á öðrum vallarhelmingnum sem skiptist því sem næst alveg á miðju. Mjög spes. Mæli með að fólk sjái bara með eigin augum.
45. mín
+2
Arnór Breki í kapphlaupi við Júlíus Mar um boltann og fellur, veik köll um brot en áfram með leikinn segir Arnar.
45. mín
Eymenn ógna
Vinna boltann hátt á vellinum og leika sín á milli við teig Fjölnis. Sóknin endar á skoti frá Alex Frey en varnarmenn komast fyrir.
41. mín
Fín tilraun
Fjölnismenn koma boltanum út úr teignum eftir aukaspynuna en boltinn fellur fyrir Arnar Breka sem nær skoti en rétt framhjá stönginni fer boltinn.
41. mín Gult spjald: Sigurvin Reynisson (Fjölnir)
Alltof seinn í tæklinguna
40. mín
Hraustleg tækling á Tómas Bent á vallarhelmingi Fjölnis.

Gula spjaldið er á að fara á loft
35. mín
Oliver Heiðarsson klaufi! Sleppur einn gegn Halldóri og á bara eftir að setja boltann í netið. Missir hann of langt frá sér sem markvörðurinn nýtir sér og handsamar boltann. Lendir í samstuði við Oliver í leiðinni og liggur eftir.
33. mín
Það er fátt sem kætir mig meira á kosningadegi en að hlusta á spjall gárunga í Eyjum yfir leiknum í útsendingunni á Youtube. Mín skilaboð til þeirra eru. Aldrei breytast, þið gerið heimsókn og áhorf á Hásteinsvelli að því sem það er ásamt útsýninu.
29. mín
Hörkuskot úr aukaspyrnu
Sverrir Páll reynir sig af einhverjum 25 metrum. Nær boltanum framhjá veggnum en skotið framhjá markinu einnig.
26. mín
Aftur fá Eyjamenn horn.
Arnar Breki með boltann í teignum en Halldór ver skot hans.
25. mín
Eitt lið á vellinum
Verið algjör einstefna þessar tíu mínútur eða svo sem ég hef séð af leiknum. Eyjamenn með vindinn í bakið einokað boltann að mestu.
23. mín
Skemmtileg útfærsla á horninu
Tekið með jörðinni inn á teiginn fyrir fætur Felix sem á hörkuskot sem fer í hliðarnetið. Einhverjir í stúkunni sáu þennan inni.
23. mín
Sverrir Páll
Í fínu færi eftir laglegt samspil Eyjamanna úti til vinstri en Halldór ver í horn.
22. mín
Eyjamenn sterkari Verið talsvert líflegra liðið á vellinum hér síðustu mínútur. Gestirnir úr Grafarvogi lítið komsist yfir miðju frá 0ðru marki Eyjamanna.
16. mín MARK!
Guðjón Ernir Hrafnkelsson (ÍBV)
Skyndisókn 101 upp á 10
Eyjamenn bruna upp eftir hornspyrnu Fjölnis. Langur bolti settur upp í hornið vinstra megin sem Guðjón Ernir eltir og nær fyrstur til. Leikur inn völlinn, leikur á varnarmann og skilar boltanum í netið af stakri prýði framhjá Halldóri
15. mín
Textalýsing eftir allt saman en stuðst við youtube
Fjölnismenn vinna horn eftir nokkuð fjörugt fyrsta korter.
13. mín MARK!
Oliver Heiðarsson (ÍBV)
Elvar Geir Magnússon
9. mín MARK!
Máni Austmann Hilmarsson (Fjölnir)
Elvar Geir Magnússon
1. mín
Leikur hafinn
Aðeins verður úrslitaþjónusta úr þessum leik en ekki textalýsing
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Leikurinn er í beinni á Youtube
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Gengið til þessa Leikurinn í dag er í 5. umferð Lengjudeildarinnar en að loknum fyrstu fjórum umferðunum er ÍBV í 5. sætinu með 5 stig en Fjölnir hefur fengið tvöfalt fleiri stig, 10.

ÍBV hefur bara unnið einn leik, það var gegn Þrótti á Hásteinsvelli 4-2, en en tapað einum og gert tvö jafntefli.

Leikirnir í sumar
Dalvík/Reynir 3 - 1 ÍBV
ÍBV 4 - 2 Þróttur
ÍBV 1 - 1 Þór
Njarðvík 0 - 0 ÍBV

Fjölnir hefur hinsvegar unnið þrjá af fjórum leikjum og gert eitt jafntefli úr sínum fyrstu leikjum.

Leikirnir í sumar
Grindavík 2 - 3 Fjölnir
Fjölnir 1 - 0 Leiknir
Dalvík/Reynir 0 - 0 Fjölnir
Fjölnir 3 - 1 Þróttur
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Dómarateymið Arnar Ingi Ingvarsson dæmir leikinn í dag. Hann er með þá Daníel Inga Þórisson og Magnús Garðarsson sér til aðstoðar á línunum. KSÍ sendir svo Jón Sveinsson til eyja til að hafa eftirlit með störfum dómara og umgjörð leiksins.
Arnar Ingi dæmir leikinn. | Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Leikdagur í eyjum Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign ÍBV og Fjölnis í Lengjudeild karla.

Leikurinn hefst klukkan 16:00 á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
26. Halldór Snær Georgsson (m)
3. Reynir Haraldsson
4. Júlíus Mar Júlíusson
6. Sigurvin Reynisson ('67)
7. Dagur Ingi Axelsson ('73)
9. Máni Austmann Hilmarsson
10. Axel Freyr Harðarson
17. Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson ('81)
22. Baldvin Þór Berndsen
29. Guðmundur Karl Guðmundsson (f)
88. Kristófer Dagur Arnarsson ('81)

Varamenn:
25. Sigurjón Daði Harðarson (m)
8. Óliver Dagur Thorlacius ('67)
11. Jónatan Guðni Arnarsson ('81)
14. Daníel Ingvar Ingvarsson
16. Orri Þórhallsson ('81)
20. Bjarni Þór Hafstein ('73)
27. Sölvi Sigmarsson

Liðsstjórn:
Úlfur Arnar Jökulsson (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Kári Arnórsson
Einar Jóhannes Finnbogason
Erlendur Jóhann Guðmundsson

Gul spjöld:
Sigurvin Reynisson ('41)

Rauð spjöld: