Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
Vestri
4
2
Stjarnan
Jeppe Gertsen '4 1-0
Johannes Selvén '8 2-0
2-1 Haukur Örn Brink '18
Silas Songani '40 3-1
3-2 Haukur Örn Brink '41
Toby King '70 4-2
02.06.2024  -  14:00
AVIS völlurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Nokkur vindur sem hefur áhrif á leikinn
Dómari: Twana Khalid Ahmed
Maður leiksins: Toby King - Vestri
Byrjunarlið:
30. William Eskelinen (m)
3. Elvar Baldvinsson ('89)
6. Ibrahima Balde
7. Vladimir Tufegdzic ('68)
13. Toby King
14. Johannes Selvén ('46)
19. Pétur Bjarnason ('89)
20. Jeppe Gertsen
21. Tarik Ibrahimagic
22. Elmar Atli Garðarsson
23. Silas Songani ('83)

Varamenn:
1. Marvin Darri Steinarsson (m)
5. Aurelien Norest ('89)
8. Daníel Agnar Ásgeirsson
9. Andri Rúnar Bjarnason ('68)
16. Ívar Breki Helgason ('89)
17. Gunnar Jónas Hauksson ('83)
77. Sergine Fall ('46)

Liðsstjórn:
Daniel Osafo-Badu (Þ)
Friðrik Þórir Hjaltason
Jón Hálfdán Pétursson
Gunnlaugur Jónasson
Benedikt V. Warén
Eiður Aron Sigurbjörnsson
Vladan Dogatovic

Gul spjöld:
Vladimir Tufegdzic ('23)
Pétur Bjarnason ('45)

Rauð spjöld:
@elvargeir Elvar Geir Magnússon
Skýrslan: Davíð fékk allt á óskalistanum sínum
Hvað réði úrslitum?
Frammistaða Vestra var glæsileg. Baráttuglaðir, beinskeyttir, héldu bolta vel og áttu flottar sóknir. Davíð Smári sagði liðið hafa sýnt allt sem eigi að einkenna Vestraliðið. Hin hlið teningsins er ójafnvægði í spilamennsku Stjörnunnar og arfadapur varnarleikur liðsins sem heild.
Bestu leikmenn
1. Toby King - Vestri
Átti flottan leik og gæðaspyrnur. Skoraði glæsilegasta mark leiksins.
2. Elmar Atli Garðarsson - Vestri
Liðsheildin var frábær hjá Vestra og allt liðið virkaði sem vel smurð vél. Það er því vel við hæfi að fyrirliðinn sé hér í þessum dálki.
Atvikið
Nota þennan dálk í Hauk Örn Brink, nítján ára leikmann sem skoraði bæði mörk Stjörnunnar. Hans fyrstu mörk í efstu deild. Þess má geta að Haukur er sonur tónlistarmannsins Sjonna Brink sem féll frá 2011. Sjonni var einn vinsælasti tónlistarmaður landsins. Móðir Hauks er listakonan Þórunn Erna Clausen.
Hvað þýða úrslitin?
Vestramenn lyfta sér upp í 10 stig og taka með sér gott veganesti í kærkomið frí. Hópurinn er orðinn laskaður eftir leikjaálag og sífelld ferðalög fram og til baka frá Ísafirði. Stjörnumenn tapa öðrum leiknum í röð og hafa fengið níu mörk á sig í tveimur síðustu leikjum.
Vondur dagur
Eftir skellinn gegn Val voru umræður um að Guðmundar Kristjánssonar hefði verið svo sárt saknað í varnarleik Stjörnunnar. Hann var mættur til baka í þessum leik en varnarleikurinn var engu skárri. Allt Stjörnuliðið fer í þennan dálk fyrir að bjóða upp á þennan hrottalega varnarleik.
Dómarinn - 7,5
Vonandi er að birta til hjá þriðja liðinu, dómararnir hafa byrjað þetta mót mjög erfiðlega en Twana var flottur í dag. Stuðningsmenn Stjörnunnar voru eitthvað að láta í sér heyra en þeir voru aðallega að fá útrás fyrir pirringi yfir lélegri frammistöðu síns liðs held ég.
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
4. Óli Valur Ómarsson
5. Guðmundur Kristjánsson (f)
6. Sindri Þór Ingimarsson
7. Örvar Eggertsson ('74)
8. Jóhann Árni Gunnarsson
17. Andri Adolphsson ('58)
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason
30. Kjartan Már Kjartansson ('58)
37. Haukur Örn Brink
80. Róbert Frosti Þorkelsson

Varamenn:
13. Mathias Rosenörn (m)
9. Daníel Laxdal ('58)
19. Daníel Finns Matthíasson
22. Emil Atlason ('58)
28. Baldur Logi Guðlaugsson
35. Helgi Fróði Ingason ('74)
39. Elvar Máni Guðmundsson

Liðsstjórn:
Jökull I Elísabetarson (Þ)
Davíð Sævarsson
Björn Berg Bryde
Rajko Stanisic
Egill Atlason
Hákon Ernir Haraldsson
Niklas Tomi Eerik Virtanen

Gul spjöld:
Guðmundur Baldvin Nökkvason ('14)
Andri Adolphsson ('24)

Rauð spjöld: